Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ II ll' ifl'ii 1 ! j I-' llhlii1 111 i 1 !i\ GLEÐILEGT nýtt góðæri. 214 silfur- hringum stolið Morgunblaðið/Jón Svavarsson BIFREIÐINNI sem árekstrinum olli var ekið á móti umferð og urðu ökumenn, sem voru í réttri akstursstefnu, hennar ekki varir fyrr en um seinan. Fernt slasað eftir árekstur á Sæbraut Ok á móti umferð TILKYNNT var til lögreglunnar í Reykjavík á aðfaranótt sunnudags að rúða hefði verið brotin bakatil í skartgripaverslun við Skólavörðu- stíg. Vegfarandi sem átti leið um Skóla- vörðustíg um klukkan 4 um nóttina heyrði skarkala og aðgætti hverju sætti. Þá sá hann mann bogra við gluggann, sem rimlar voru fyrir. Hlutaðeigandi flúði af vettvangi áður en lögreglan kom til skjalanna, en skildi eftir sig bifreiðatjakk auk verksummerkja. RLR kom á vettvang og tók inn- brotstækin í sína vörslu, en ekki þótti ástæða til frekari aðgerða þar sem tryggilega væri gengið frá ör- yggismálum verslunarinnar að því er talið var. Silfurhringum stolið Áhugi miður löghlýðinna manna á versluninni minnkaði hins vegar ekki við þessar málalyktir, því síðdegis á sunnudag, eða um tólf tímum eftir að fyrra atvikið átti sér stað, var tilkynnt um innbrot í sömu verslun. Höfðu rimlar fyrir glugga á bakhlið verið spenntir upp. Hann eða þeir sem þar voru að verki höfðu á brott með sér 214 silf- urhringa og silfurleir og er andvirði þýfisins talið nema tæpri hálfri millj- ón króna. SÉRLEYFISBÍLAR Keflavíkur hefur fest kaup á sex almenningsvögnum og hópferðabílum og er einn vagn- anna liðvagn sem tekur 143 farþega. Vagnamir eru keyptir notaðir frá Þýskalandi og kosta þeir 20 milljónir. Að sögn Steindórs Sigurðssonar forstjóra SBK eru þrír vagnanna komnir til Keflavíkur og hafa tveir þeirra þegar verið teknir í notkun. Fyrir áramót er von á tveimur vögn- um og eftir áramót kemur sá síðasti. Fimm vagnanna eru af MAN gerð ÞRJÁR bifreiðar lentu í hörðum árekstri á Sæbraut á móts við höfuðstöðvar SVR á Kirkjusandi skömmu fyrir klukkan 21.30 á sunnudagskvöld og varð að beita klippum á eitt bílflakið til að losa fólk úr því. Stúlka, sem var ökumaður einn- ar bifreiðinnar, ók inn á Sæbraut á öfugan vegarhelming og fór á en einn af gerðinni Iveco. Taka þeir samtals 460 farþega. Liðvagninn er þeirra elstur en hann er frá árinu 1982. Að sögn Steindórs verður lið- vagninn tekinn í notkun 6. janúar þegar skólar taka til starfa á ný og mun hann aka svokallaðan Keflavík- urhring á annatímum. „Það er svo mikið fjölmenni á Keflavíkurhringn- um þrisvar til fjórum sinnum á dag að við spörum okkur mann og bíl með því að nota liðvagn," sagði Steindór. móti umferð á vinstri akbraut. Bifreiðar voru í eðlilegri aksturs- stefnu á báðum akreinum, þannig að þeim var engrar undankomu auðið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Bílprófið mánaðargamalt Framundan var beygja og sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu áttuðu ökumenn sig ekki á að bif- reiðin kæmi úr mótlægri átt fyrr en um seinan, ogtöldu bifreiðaljós- in vera handan við umferðareyju á milli vegarhelminga. Stúlkunni tókst að hemla lítillega áður en bifreið hennar skall framan á bif- reið sem á móti kom, en var samt á talsvert miklum hraða. Bifreiðin sem hún skall á kast- aðist til á annan bíl. Flytja þurfti fernt á slysadeild með sjúkrabif- reið. Meiðsli voru í a.m.k. einu til- vikanna talin alvarleg. Flytja þurfti allar bifreiðarnar burt með kranabíl og eru þær taldar mikið skemmdar. Grunur leikur á að stúlkan hafi verið undir áhrifum áfengis, en réttur mánuður er síðan hún hlaut bílpróf. Sérleyfisbílar Keflavíkur Sex vagnar keyptir Slysavarnir um áramót Hlí fðargleraugu mikilvægur öryggisbúnaður Sigurður Sigurðsson EINS OG undanfarin ár hefur Slysavarnafélag íslands brýnt fyrir landsmönnum að gæta fyllstu varúðar í meðferð flugelda og blysa um áramót. Liður í átakinu er veggspjald með slagorðinu „Eldklár um ára- mót“, sem félagið gaf út níeð styrk frá Reykjavíkurborg og lögreglunni. Veggspjöldin voru send til allra leik- og grunnskóla landsins, auk þess sem þau hanga uppi í strætisvögnum Reykjavíkur fram yfir áramót. Sigurður Sigurðsson deildarstjóri hjá Slysavamadeildinni segir að góð vísa sé aldrei of oft kveð- in og nauðsynlegt sé að minna stöðugt á hættuna sem hlotist getur af gáleysi með flugelda og blys. Hefur slysum af völdum flug- elda og blysa fækkað samfara auknum áróðri? -„Alvarlegum slysum hefur fækkað, en þó hafa minniháttar slys orðið á hverju ári. Ekki má mikið út af bera til að slys hljótist af. Jafnvel sakleysisleg stjörnuljós geta verið varhugaverð í meðför- um krakka sem eiga til að sveifla þeim óvarlega og friðarkertin, sem margir hafa við útidyrnar hjá sér, hafa valdið brunaskaða þegar fólk rekur tærnar í þau og eldur kemst t.d. í yfirhafnir þess. Söluaðilar gera sitt ýtrasta til að fólk fái haldgóðar upplýsingar með flug- eldunum. Leiðbeiningar á íslensku fylgja öllum flugeldum og blysum. Aðalatriðið er að landsmenn lesi þær vandlega, fylgi þeim og fari varlega." Er engin hætta á að fólk kaupi gallaða vöru? —„Slíkt er afar fátítt enda bann- að að selja flugelda sem eru eldri en tveggja ára. Framleiðsluár er skráð á hvert einasta stykki. Vís- bendingar um galla, sem felast yfirleitt í að blysið fer ekki á loft eða springur ekki, berast söluaðil- um ekki fyrr en eftir áramót. Stundum kemur þá í ljós að fólk hefur geymt flugeldana í raka eða nálægt miklum hita en leiðbein- ingar vara eindregið við slíku. Mestu máli skiptir að flugeldarnir springi ekki í höndunum á fólki. Núna er bannað að selja kínveija og tívolíbombur. Ég er sannfærð- ur um að söluaðilar um land allt virða öll boð og bönn í þessum efnum.“ Hverjir eru algengustu áverk- arnir um áramót? -,,Á hveiju ári hafa einhveijir orðið fyrir mismiklum augnskaða og brunasárum. Mikilvægt er að allir sem eru nálægt brennum eða þar sem verið er að sprengja séu með hlífðargleraugu enda hefur sýnt sig að þau hafa bjargað miklu. Við höf- um lagt sérstaka áherslu á að fólk sé ekki að skjóta flugeld- um við brennurnar eða þar sem mannfjöldi er samankom- inn. Umsjónarmenn brennanna hafa verið beðnir um að afmarka svæði íjarri brennunum þar sem fólk getur skotið flugeldum. Ég held að áróðurinn sé sýnilegri núna en oft áður og hafi meðal annars skilað sér í því að minna hefur verið um heimagerðar sprengjur en oft áður. Því miður eru þó alltaf einhver brögð að því að unglingar séu að fikta. Slíkt er afar varhugavert og getur jafn- vel kostað mannslíf." ► Sigurður Sigurðsson deild- arstjóri Slysavarnadeildar Slysavarnafélags íslands er fæddur í Reykjavík 22. apríl 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Kennaraskólanum árið 1976, námi í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands 1984 og starfaði síðan á ýmsum deildum Borgarspítalans og Landspítal- ans í nokkur ár. Sigurður var hjúkrunarframkvæmdastjóri á Barna- og unglingageðdeild- inni við Dalbraut í tvö ár og stundaði verslunarrekstur í sjö ár áður en hann tók við stöðu deildarsljóra Slysavarnadeild- ar SVFÍ fyrir rúmu ári. Eigin- kona Sigurðar er Steinunn Harðardóttir dagskrárgerðar- maður hjá RUV og eiga þau tvo syni. Þarf fóik ekki að huga að veðri og vindum þegar það býr sig und- ir að skjóta flugeldum á loft? -„Eftir því sem vindurinn er snarpari verður undirstaðan að vera traustari. Síðan má benda fólki á að geyma flugeldana í poka en ekki í vasanum á leið a skotstað, veija hendurnar vel og varast að klæðast nælonfatnaði. Börn ættu aldrei að leika sér eftir- litslaus með flugelda og blys. Annars er að mörgu að hyggja á þessum tímamótum og aldrei of varlega farið. Friðarkertin, sem ég minntist á áðan, geta líka vald- ið sprengjuhættu ef snjór gusast yfir þau og ef slokknar á peru í útijólaljósaseríunni magnast straumurinn í hinum perunum sem aftur veldur íkveikjuhættu. íslendingar fagna nýju ári með miklum glæsibrag og ljósadýrð er hér meiii en víðast annars stað- ar. Ekki má heldur gleyma því að flugeldasala er helsta fjáröfl- unarleið björgunar- sveitanna og því mikið í húfi að vel takist til.“ Þú kaupir væntan- iega einhvetja flugelda sjálfur? -„Stórfjölskyldan er vön að leggja í púkk og kaupa tvo fjöl- skyldupakka. Gamlárskvöld hefur verið með hefðbundnu sniði hjá okkur mörg undanfarin ár. Við byijum á að gæða okkur á hrein- dýrasteik hjá mágkonu minni í Kópavoginum, horfum á áramóta- skaupið og byijum ekki að sprengja fyrr en um miðnættið - og öll vitaskuld með hlífðargler- augu,“ segir Sigurður, sem óskar landsmönnum öllum gleðilegra og slysalausra áramóta. Aldrei of varlega farið með flugelda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.