Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjóri Póstdreifingar hf. Næsta öruggt að skaðabótamál verði höfðað NÆSTA öruggt er að Póstdreifíng ehf. mun höfða skaðabótamál gegn Pósti og síma hf. fyrir meinta óeðli- lega samkeppnishætti, að sögn framkvæmdastjóra póstdreifíngar- fyrirtækisins, Jóns Jarls Þorgríms- sonar. Jón segir að úrskurður samkeppn- isráðs um erindi fyrirtækisins um meinta misnotkun Póst- og síma- málastofnunar á markaðsráðandi stöðu sinni staðfesti í öllu umkvart- anir þess. Eins og greint hefur verið frá var niðurstaða samkeppnisráðs sú að Póstur og sími hafi með sam- keppnishindrandi athöfnum reynt að útiloka keppinaut sinn frá póstdreif- ingannarkaðinum. Jón Jarl segir einna mikilvægast að samkeppnisráð hafi tekið undir kvörtun Póstdreifíngar um að Póstur og sími hafi brotið reglugerðir um innritunarflokka og gjaldskrá fjölda- sendinga. Segir hann að Póstur og sími hafi komist upp með undirboð, ýmist með því að lækka verð á fjöldasendingum niður fyrir allt vel- sæmi eða hleypa auglýsingabæki- ingum inn í innritunarflokk sem ein- göngu eigi við pólitískan eða trúar- legan póst. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin og kveðst Jón Jarl vera feginn að tekist hefði við með- ferð þingsins á frumvarpi laganna að koma í veg fyrir að víkka út einkaleyfi Pósts og síma á póstdreif- ingu. Staðið hefði til að flokka opinn nafnapóst undir einkaleyfið en því hafi verið hrundið í samgöngunefnd. Sænska póstþjónustan dæmd til greiðslu sektar Jón Jarl segir að í Svíþjóð hafí sænska póstþjónustan verið dæmd til greiðslu sektar fyrir óeðlilega samkeppnishætti, að upphæð 10 milljónum sænskra króna. í því til- viki segir Jón að sænska póstþjón- ustan hafi keypt keppinaut sinn á póstdreifíngarmarkaðinum, einka- fyrirtækið City Mail. Sænska póst- þjónustan hafí síðan neyðst til að selja fyrirtækið aftur. „Ég hefði vilj- að sjá Póst og síma dæmdan til að greiða sekt vegna misbeitingar sinnar á markaðsráðandi stöðu,“ sagði Jón Jarl. Vandi Póstdreifingar er að sögn Jóns Jarls á hinn bóginn sá að fyrir- tækið hefur takmarkaðan aðgang að gögnum Pósts og síma. „Við höfum ýmis gögn undir höndum en höfum árangurslaust leitað frekari gagna." Fyrirtækið hefur m.a. kvartað yfír því til umboðsmanns að bréfí sem sent var samgönguráðuneytinu fyrir ári hafí ekki verið svarað. Seg- ir Jón Jarl að enn hafí bréfínu ekki verið svarað en í því hafí verið leitað viðbragða ráðuneytisins við áliti samkeppnisráðs frá 16. febrúar 1995 þar sem mælt var fyrir um fjárhagslegan aðskilnað póstþjón- ustu sem háð er einkaleyfí annars vegar og annarri póstþjónustu sem stofnunin innir af hendi. Loks segir Jón Jarl það vera til vitnis um takmarkaðan samstarfs- vilja ráðuneytisins að ekki hafí verið staðið við loforð ráðherra um að skipa samstarfsnefnd um málefni póstdreifíngarmarkaðarins. * Atta úrskurðir vegna Pósts og síma S AMKEPPNISYFIRV OLDUM hefur frá því í apríl árið 1994 borist nokkur erindi frá keppi- nautum Pósts og síma þar sem kvartað er yfir starfsemi stofn- unarinnar á því sviði sem er utan einkaleyfisrekstrar þess. Vegna erindanna hefur sam- keppnisráð tekið fimm ákvarð- anir og sent frá sér þrjú álit, nú siðast um erindi Póstdreif- ingar ehf. um meinta misnotk- un Póst- og símamálastofnunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrst barst Samkeppnis- stofnun kæra frá Radiomiðun hf. vegna meintrar misnotkun- ar Póst- og símamálastofnunar á einkaleyfisaðstöðu sinni. I þvi tilviki var einkum til umfjöllun- ar meint misnotkun á einka- leyfisstöðu til eflingar á mark- aðsráðandi stöðu söludeiida stofnunarinnar á hinum al- menna notendabúnaðarmark- aði. I ákvörðunarorðum er mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað þeirrar starfsemi sem Iýtur að viðskiptum með notendabúnað frá þeirri starf- semi sem nýtur einkaleyfis- verndar. A fundi samkeppnisráðs 16. febrúar 1995 voru tekin fyrir tvö erindi, annað frá Sjón- varpshandbókinni hf. en hitt frá Póstdreifingu hf. Kvörtun Sjónvarpshandbókarinnar um meinta mismunun Póst- og símamálastofnunar við innrit- un blaða og tímarita var vísað frá. í niðurstöðum ráðsins um erindi Póstdreifingar var mælt fyrir um fjárhagslegan aðskiln- að þeirrar póstþjónustu sem háð er einkarétti annars vegar og annarri póstþjónustu hins vegar. I áliti um erindi Samtaka seljenda fjarskiptabúnaðar vegna reglugerðar um Póst- og símamálastofnun sagði að hraða bæri formbreytingu rekstrar stofnunarinnar til að jöfnuður næðist í samkeppni. Mismunun á sviði öryggisþjónustu Samkeppnisráð tók ákvörð- un í maí á þessu ári um erindi Nýherja hf. og Öryggisþjón- ustunnar hf. um notkun Securi- fon-búnaðar á símstöðvum Pósts og síma. Þá taldi sam- _ keppnisráð að með því að heim- ila aðeins einu öryggisþjón- ustufyrirtæki að hafa búnað til línuvöktunar inni á símstöðv- um Pósts og síma væri fyrir- tækjum á sviði öryggisþjónustu mismunað og samkeppni milli þeirra hindruð. Síðasti úrskurðurinn gekk 20. desember sl. í máli Póst- dreifingar ehf. þar sem stað- fest var að með samkeppnis- hindrandi athöfnum reyndi Póstur og sími að útiloka keppinaut stofnunarinnar á póstdreifingarmarkaðinum. Morgunblaðið/Kristinn SAFNAHÚSIÐ í Tryggvagötu 15 þar sem Myndlistaskólinn í Reykjavík og félag- ið íslensk grafík hafa verið til húsa undanfarin ár en á að hýsa Borgarbókasafn, Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Morgunblaðið/Einar Falur „ÞAÐ liggur tíu ára vinna á bak við uppsetningu grafíkverkstæðisins, sem er mjög sérhæft," segir Gréta Mjöll Bjarnadóttir, formaður félagsins íslensk grafík. Myndin er tekin af ætingarpressunni á grafíkverkstæðinu. Borgarbókasafn flutt í Tryggvagötu 15 Myndlistaskólinn og Grafíkfélagið á götunni BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hef- ur ákveðið að aðalsafn Borgarbóka- safns verði flutt í Safnahúsið í Tryggvagötu 15 þar sem Myndlista- skólinn í Reykjavík og verkstæði fé- iagsins íslensk grafík eru nú til húsa. Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur munu einnig verða flutt í þetta húsnæði en ætlunin er að þessum flutningum verði lokið fyrir árið 2000 þegar Reykjavík verður menningarborg Evrópu. Þá á hluti Listasafns Reykjavíkur, þar á meðal Erró safnið, einnig að vera flutt í Hafnarhúsið sem stendur við hlið Tryggvagötu 15. Óvissa rík- ir hins vegar um hvað verður um starfsemi Myndlistaskólans og Graf- íkfélagsins sem hafa haft aðsetur sitt í þessu húsnæði um nokkurt skeið. Mikill vandi að flylja skólann Myndlistaskólinn í Reykjavík hef- ur verið til húsa í Tryggvagötu 15 frá árinu 1981. Valgerður Bergsdótt- ir, skólastjóri, segir að unnið hafi verið að lagfæringum á húsinu frá árinu 1993. „Við höfum sætt okkur við allt það rask og þær óviðunandi vinnuaðstæður sem af því hlutust vegna þess að við héldum að við fengjum að vera þarna áfram. Við stöndum frammi fyrir miklum vanda ef það er rétt að flytja eigi skólann ásamt tilheyrandi búnaði því hér er umfangsmikil starfsemi; nemendur eru hátt á fjórða hundrað og kennar- ar hátt á fjórða tug. Þetta er rótgró- in stofnun sem hefur unnið að mynd- listarmenntun borgarbúa siðustu fimmtíu ár. í raun er maður alveg orðlaus yfir þessu.“ Tíu ára vinna á bak við grafíkverkstæðið „Ef þetta er rétt kemur mér það á óvart því við erum nýbúin að ganga frá formlegum leigusamningi við borgina," sagði Gréta Mjöll Bjama- dóttir formaður félagsins íslensk grafík í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum heyrt sögusagnir um þennan flutning en enga staðfestingu fengið á þeim. Það liggur tíu ára vinna á bak við uppsetningu grafíkverkstæðisins sem er mjög sérhæft. Það þurfti að koma upp sérhönnuðu loftræstikerfí en uppbyggingin hefur kostað okkur milljónir. Við fengum húsnæðið í hendur nánast fokhelt, án rafmagns- og pípulagnar, og höfum haft alla uppbyggingu á því í okkar höndum. Við höfum staðið straum af fram- kvæmdunum, aðallega með gjöfum félagsmanna og sjálfboðavinnu síð- astliðin tíu ár. Það væri slæmt ef öll þessi vinna væri unnin fyrir gýg þar sem um miklar fjárhæðir og mikla vinnu er að ræða.“ Valgerður Hauksdóttir, fyrrver- andi formaður féiagsins og í verk- stæðisnefnd, sagði að verkstæðið væri nú loksins komið í nothæft ástand eftir margra ára baráttu og gífurlega vinnu. „Það var fyrst í haust sem við gátum farið að vinna á verkstæðinu. Þetta er fyrsta grafík- verkstæði sinnar tegundar á landinu og um brautryðjendastarf að ræða. Öll uppbygging hefur miðað að því að búa til nútímaverkstæði þar sem sérstakar kröfur eru gerðar til loft- ræstingar og heilsufarslegra þátta. Þar að auki er það ekki einfalt mál að flytja verkstæði sem þetta, sem hefur verið sérsmíðað inn í þetta húsnæði. Verkstæðið er ekki aðeins fyrir grafíklistamenn í félaginu íslensk grafík heldur alla myndlistarmenn, erlenda sem íslenska, meðal annars er gestaíbúð í húsnæðinu sem hefur verið fullbókuð þetta ár og er fullbók- uð fram á það næsta. Það er enginn vafí, að staðsetningin á verkstæðinu í miðri borginni hefur áhrif á ásókn í það.“ Tekið verður á húsnæðisvanda skólans og Grafíkfélagsins Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykjavík- urborgar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að borgarstjóm gerði sér fylli- lega grein fyrir því að flutningur a borð við þennan á stofnunum gerðist ekki í einu vetfangi. „Þessi mál þarf að ræða vandlega áður en hafíst verð- ur handa. Það hefur aðeins verið tek- in stefnumarkandi ákvörðun um framtíðarráðstöfun húsnæðisins en eftir er að ræða við viðkomandi stofn- anir. Rætt verður sérstaklega við Myndlistaskólann og Grafíkfélagið um húsnæðismál þeirra og á þeim verður tekið. Það er ekki ætlunin að skilja þær eftir úti í kuldanum. Við höfum þó ekki fundið húsnæði fýnr þær. Okkur þótti það álitlegur kostur að hafa þessi þijú söfn á einum stað og láta þau mynda heild ásamt Hafn- arhúsinu sem mun rýma hluta af Listasafni Reykjavíkur í framtíðinm. Aðspurð sagði Guðrún að hús- næðið sem ætlað var undir Borgar- bókasafnið í gamla Morgunblaðshús- inu í Aðalstræti hefði verið of Htið þegar til átti að taka. „Við hefðum þurft að hafa eina hæð til viðbótar til ráðstöfunar. Ekki hefur verið ákveðið hvað gert verður við þetta húsnæði en til greina kemur að borg- in selji það aftur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.