Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Frétta- myndir af innlendum vettvangi Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Sverrir LANGHOLTSSOKN MIKLAR hræringar voru innan þjóðkirkjunnar á þessu ári og voru deilur í Langholtssókn áberandi. Lyktir deilunnar urðu þær að séra Flóki Kristinsson, sem hér sést í þungum þönkum á kirkjuþingi, hvarf úr starfi sóknarprests og var ráðinn til starfa á meginlandi Evrópu. Þar tók hann við þjónustu við íslend- inga, einkum í Lúxemborg og Brussel og á nærliggjandi svæð- um, hinn 1. október. Séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík, tók við af séra Flóka. Hann hlaut meira en helming atkvæða og þar með bindandi kosningu í fyrstu um- ferð á kjörfundi í sóknarnefnd Langholtskirkju 13. nóvember. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON KJÖRINN FORSETI ÍSLANDS ÓLAFUR Ragnar Grímsson var kjörinn forseti íslands í kosningum sem fram fóru 30. júní. Hann hlaut 40,9% atkvæða. Pétur Kr. Haf- stein fékk 29,2% atkvæða, Guðrún Agnarsdóttir fékk 26% og Ástþór Magnússon fékk 2,6%. Auð eða ógild atkvæði voru 1,3%. Kjörsókn var 85,9%. Ólafur Ragnar tók við embætti forseta íslands 1. ágúst þegar hann vann drengskaparheit að stjórnarskránni og tók við kjörbréfi. Daginn eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir komu á milli þijú og fimm þúsund manns saman við heimili Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, eiginkonu hans, og fögnuðu nýkjörnum forseta með klappi og húrrahrópum. Morgunblaðið/Golli SKAGAMENN TVOFALDIR MEISTARAR AKURNESINGAR urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu fimmta árið í röð með því að leggja KR-inga að velli 4-1 í sannkölluðum úrslita- leik á Akranesi. Hér er Sturlaugi Haraldssyni fagnað af áhangendum Skagamanna. Áður höfðu Akurnesingar tryggt sér bikarinn með því að leggja Vestmannaeyinga að velli 2-1. Nýtt gullaldartímabil virðist vera runnið upp hjá Akurnesingum. Knattspyrnulið þeirra gekk gjarnan undir nafninu „Gullaldarliðið“ á árunum 1951 til 1965 þegar liðið varð sex sinnum íslandsmeistari og sjö sinnum í öðru sæti. Morgunblaðið/Júlíus ÞRÁTT fyrir að sjór hafi víða gengið á land upp í stormi sem gekk yfir landið 21. febrúar varð tjónið minna en búist hafði verið við. Ástæða þess var sú að veður- hæð náði ekki hámarki fyrr en nokkru eftir háflæði. Stormur eða rok var um allt land, 9 til 10 vindstig, ofsaveður á stöku stað og gekk á með éljum um allt vestanvert landið. í snörpum vindhviðum mældust 12 vindstig í Reykjavík. BETUR FOR EN A HORFÐIST Þótt betur hafi farið en á horfðist urðu nokkrar skemmdir á mannvirlyum. Bryggja og hafnargarður Reykhólahafnar við Breiðafjörð skemmdust og mikið tjón varð við höfnina í Flat- ey, tvær jullur brotnuðu og vegg- ir reykkofa sömuleiðis. Þakplöt- ur fuku af fjárhúsi í Skagafirði og fiskvinnsluhúsi á Hellissandi. Þá gekk sjór sums staðar yfir vegi og skemmdi þá. Sjóvarnargarður við skólp- hreinsistöðina við Mýrargötu í Reykjavík brotnaði og var það eina umtalsverða tjónið í höfuð- borginni. Hér má sjá þegar bjarga þurfti skúr undan sjó- ganginum við skolphreinsistöð- ina við Mýrargötu í Reykjavík, en í honum var tækjabúnaður fyrir 1,5 mil\jónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.