Morgunblaðið - 31.12.1996, Síða 32

Morgunblaðið - 31.12.1996, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Frétta- myndir af innlendum vettvangi Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Sverrir LANGHOLTSSOKN MIKLAR hræringar voru innan þjóðkirkjunnar á þessu ári og voru deilur í Langholtssókn áberandi. Lyktir deilunnar urðu þær að séra Flóki Kristinsson, sem hér sést í þungum þönkum á kirkjuþingi, hvarf úr starfi sóknarprests og var ráðinn til starfa á meginlandi Evrópu. Þar tók hann við þjónustu við íslend- inga, einkum í Lúxemborg og Brussel og á nærliggjandi svæð- um, hinn 1. október. Séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík, tók við af séra Flóka. Hann hlaut meira en helming atkvæða og þar með bindandi kosningu í fyrstu um- ferð á kjörfundi í sóknarnefnd Langholtskirkju 13. nóvember. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON KJÖRINN FORSETI ÍSLANDS ÓLAFUR Ragnar Grímsson var kjörinn forseti íslands í kosningum sem fram fóru 30. júní. Hann hlaut 40,9% atkvæða. Pétur Kr. Haf- stein fékk 29,2% atkvæða, Guðrún Agnarsdóttir fékk 26% og Ástþór Magnússon fékk 2,6%. Auð eða ógild atkvæði voru 1,3%. Kjörsókn var 85,9%. Ólafur Ragnar tók við embætti forseta íslands 1. ágúst þegar hann vann drengskaparheit að stjórnarskránni og tók við kjörbréfi. Daginn eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir komu á milli þijú og fimm þúsund manns saman við heimili Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, eiginkonu hans, og fögnuðu nýkjörnum forseta með klappi og húrrahrópum. Morgunblaðið/Golli SKAGAMENN TVOFALDIR MEISTARAR AKURNESINGAR urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu fimmta árið í röð með því að leggja KR-inga að velli 4-1 í sannkölluðum úrslita- leik á Akranesi. Hér er Sturlaugi Haraldssyni fagnað af áhangendum Skagamanna. Áður höfðu Akurnesingar tryggt sér bikarinn með því að leggja Vestmannaeyinga að velli 2-1. Nýtt gullaldartímabil virðist vera runnið upp hjá Akurnesingum. Knattspyrnulið þeirra gekk gjarnan undir nafninu „Gullaldarliðið“ á árunum 1951 til 1965 þegar liðið varð sex sinnum íslandsmeistari og sjö sinnum í öðru sæti. Morgunblaðið/Júlíus ÞRÁTT fyrir að sjór hafi víða gengið á land upp í stormi sem gekk yfir landið 21. febrúar varð tjónið minna en búist hafði verið við. Ástæða þess var sú að veður- hæð náði ekki hámarki fyrr en nokkru eftir háflæði. Stormur eða rok var um allt land, 9 til 10 vindstig, ofsaveður á stöku stað og gekk á með éljum um allt vestanvert landið. í snörpum vindhviðum mældust 12 vindstig í Reykjavík. BETUR FOR EN A HORFÐIST Þótt betur hafi farið en á horfðist urðu nokkrar skemmdir á mannvirlyum. Bryggja og hafnargarður Reykhólahafnar við Breiðafjörð skemmdust og mikið tjón varð við höfnina í Flat- ey, tvær jullur brotnuðu og vegg- ir reykkofa sömuleiðis. Þakplöt- ur fuku af fjárhúsi í Skagafirði og fiskvinnsluhúsi á Hellissandi. Þá gekk sjór sums staðar yfir vegi og skemmdi þá. Sjóvarnargarður við skólp- hreinsistöðina við Mýrargötu í Reykjavík brotnaði og var það eina umtalsverða tjónið í höfuð- borginni. Hér má sjá þegar bjarga þurfti skúr undan sjó- ganginum við skolphreinsistöð- ina við Mýrargötu í Reykjavík, en í honum var tækjabúnaður fyrir 1,5 mil\jónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.