Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 41 Tíu bestu myndir ársins 1996 Arnaldur Indriðason Sæbjörn Valdimarsson BRIMBROT („Breaking the Waves“). Kraftaverkasaga danska leikstjórans Lars von Triers var hreinasta upplifun. Sjaldan eða aldrei hefur maður haft eins mikla samúð með sögupersónu og Bessí, sem fórn- aði sér fyrir eiginmanninn en uppskar smán samfélagsins. Lars von Trier. Danmörk. 1996. HVÍTA BLAÐRAN. Sáraeinföld lítil dæmisaga af stúlku sem tapar peningum móður sinnar á leið á markaðinn. Sameinar á einhvern furðulegan hátt spennandi trylli, þótt nákvæmlega ekkert gerist, og ljúfsárt barnaævintýri. Jafar Panahi. íran. 1995. 12 APAR („12 Monkeys"). Heillandi vís- indaskáldskapur um fortíð í framtíð, nútíð í fortíð og framtíð í nútíð. Bruce Willis stendur sig mjög vel og fyrir unnendur tímaflakksmynda og framtíðartrylla fæst ekkert betra. Terry Gilliam. Bandaríkin. 1996. FARGO. Einstaklega gamansöm svört kómedía frá Joel og Ethan Coen. Gerist í vetrarríki á meðal Skandínava í Minnesota þar sem menn heita Gunderson og Gustav- son og ekkert fer eins og það á að fara og maður liggur í gólfinu af hlátri. Til minnis: Sjá þessa aftur! Coenbræður. Bandaríkin. 1996. RÍKHARÐUR III („Richard III“). Mögn- uð uppfærsla á verki Shakespeares með Ian McKellen í titilhlutverkinu geislandi af sam- særisgleði og óþokkaskap. Gerist í fasísku Bretlandi á fjórða áratugnum og sögusviðið og umgjörðin henta söguefninu fágætlega vel. Richard Loncrane. Bretland. 1995. SPILAVÍTI („Casino"). Óþarflega of- beldisfull en kraftmikil og skemmtilega samin úttekt á uppgangi og falli mafíósa í Las Vegas á diskótímabilinu. Martin Scor- sese magnar upp óþægilega spennu og Sharon Stone sýnir að hún getur leikið með markvissri leikstjórn. Bandaríkin. Martin Scorsese. 1995. Á FÖRUM FRÁ VEGAS („Leaving Las Vegas“). Maður sem er staðráðinn í að drekka sig í hel hittir mellu í Las Vegas og úr verður besta ástarsaga ársins. Nichol- as Cage er draugfínn drykkjurútur en Elisa- beth Shue hefði líka átt að fá Óskarinn fyrir leik mellunnar með gullhjartað. Mike Figgis. Bandaríkin. 1995. DAUÐAMAÐUR NÁLGAST („Dead Man Walking"). Áhrifamikil esseya um dauðarefsingu sem neitar í rauninni að taka afstöðu en sýnir blákaldan aðdraganda og framkvæmd aftöku svo minnir á Stutta mynd um dráp og skil- ur áhorfand- ann eftir agndofa. Mjög góður leikur hjá Sean Penn og Susan Sarandon og leikstjórn Tim Robbins hnitmiðuð. Tim Robb- ins. Banda- rísk. 1995. TRUFL- UÐ TIL- VERA („Tra- inspotting“). Eilíflega skakkir og skældir dóp- hausar í Ed- inborg lifa truflaðri tilveru í biksvartri kómedíu. Ræða Ewan McGregors um stöðu Skota í breska heimsveldinu er klassík, en lifnaðar- og hugsunarhætti dópistans hefur varla verið gerð betri skil. Kultmynd ársins. Danny Boyle. Bretland. 1996. REYKUR (,,Smoke“). Nokkrar sögur af New York-búum tengjast allar tóbaksbúð Harvey Keitels í Brooklyn. Gamansöm og brakandi ekta mannlífsstúdía um gleði og sorgir og samkennd í borginni stóru. Wa- yne Wang. Bandaríkin. 1995. L’AMERICA. Tveir ítalskir svikahrappar hyggjast nýta sér upplausnina í Albaníu eftir fall Kommúnismans en flest fer for- görðum. Kaldhæðin lýsing á því hvernig framapotari glatar öllum einkennum og hverfur í ijöldann. Nýjasta mynd Amelios er tekin í heimildamyndastíl og minnir meira en lítið á bestu verk Nýraunsæis- stefnunnar. Leikstjóri Giovanni Amelio. ít- cilíci 1994 EINSTIRNI („Lone Star“) John Sayles bætir enn einni fjöður í hattinn. „Einstirni" fjallar um samskipti þjóðfiokka í landamæra- þorpi í Texas og rannsókn á gömlu morðmáli. Sayles er einn besti sögumaður kvikmynd- anna í dag. Fléttar sam- an fjölmörg- um persón- um, málefn- um, fortíð og nútíð á óað- finnanlegan hátt. Dæma- laust vel leikin. John Sayles 1996. Banda- ríkin. FARGO er besta mynd Coenbræðra um hríð. Meinfyndin glæpasaga um seinheppna smákrimma. Það er sérstakur háðstíll yfir myndinni allri og forvitnilegur leikhópur stendur sig undantekningarlaust vel. France McDormand fremst í flokki. Leik- stjóri Joel Coen. Bandaríkin 1996. DAUÐAMAÐUR NÁLGAST („Dead Man Walking"). Einstaklega vel skrifuð, leikstýrð og leikin mynd um morðingja sem bíður aftökunnar á dauðadeildinni. Veltir upp spurningum um dauðarefsingu á nýjan og áhrifaríkan hátt. Leikstjóri Tom Robb- ins. Bandaríkin 1996. BRIMBROT („Breaking the Waves“). Átakanleg saga um unga stúlku sem verð- ur nútímapíslarvottur í litlu, trúuðu sam- félgi. Borin uppi af einstökum leik Emely Watson. Nosturslega leikstýrt af Lars Von Trier, sem einnig skrifaði handritið. Dan- mörk/England 1996. LAND OG FRELSI („Land and Free- dom“). Enn eitt snilldarverkið frá breska kvikmyndaskáldinu Ken Loach segir af tál- sýn öreigadraumsins í Borgarastyijöldinni á Spáni. Loach tekst að finna nýjar hliðar á þessu margþvælda efni sem á erindi til allra hugsandi manna. England/Spánn 1990. VONIR OG VÆNTINGAR („Sense and Sensibility"). Það er stórleikkonan Emma Thompson (fersk eftir fallið í „Junior") sem á mestan heiður skilinn af aðstandendum þessarar Austen-sögu. Skrifaði glettið og gott handrit og fer vel með hlutverk þar sem hún leyfir öðrum að njóta sín. Leggur áhersluna á skopskyn skáldkonunnar. Ang Lee. Bretland 1995. DJÖFLAEYJAN. Stílhrein mynd um braggabúa eftirstríðsáranna. Leikmyndin skapar raunveruleikablæ þótt persónur séu ýktar. Meinfyndin og vel leikin. Friðrik Þór Friðriksson. ísland 1996. Á FÖRUM FRÁ VEGAS („Leaving Las Vegas“). Það er umdeilanlegt hversu aðal- persónan er líkleg en Nicolas Cage leikur fyllibyttu við dauðans dyr af slíkum sann- færingarkrafti að enginn veltir fyrir sér trúverðugheitum. í hæsta gæðaflokki mynda um drykkjusýki, ásamt „Dögum víns og rósa“ og „Glataðri helgi“. Mike Figgis. Bandaríkin 1995. GÓÐKUNNINGJAR LÖGREGLUNNAR („The Usual Suspects"). Óvenjuleg mynd um óvenjulegt safn afbrotamanna. Frumleg að állri gerð, hér kveður við nýjan tón í gerð glæpamynda og Kevin Spacey fer á kostum. Bandaríkin 1996. DAUÐAMAÐUR nálgast er tilnefnd af báðum kvik- myndagagnrýnendum Morgunblaðsins sem ein af tiu bestu kvikmyndum ársins. Hjónin Tim Robbins og Susan Sarandon hafa bæði fengið mikið lof fyrir framlag sitt til þessarar myndar — hann sem leik- syóri og hún sem aðalleikkona og fékk raunar Ósk- arsverðlaunin fyrir. RADAUGÍ YSINGAR Áramótakveðja Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum bestu óskir um farsæld á nýju ári. Sími: 533-4040 Fax: 588-8366 Opið mánud.-fostud. kl. 9-18. Lau. 11-14. Sunnud. 12-14 Dan VS. Wilum hdl. lögg. iacriguaiai! Ólafur Guðmunditon siilurtjöri Birgir Gcorgiion lölum., Erlendur Daviðiiön - lólum. HUSNÆÐIOSKAST Húsnæði óskast! Fimm manna fjöiskylda óskar eftir fjögurra herbergja íbúð eða stærri, frá og með 10. janúar, í Grafarvogi, helst í Húsahverfi. Upplýsingar í síma 567 3121 Byrjaðu árið á hreinu! Tökum að okkur bókhald fyrir fyrirtæki og einstaklinga með rekstur. Auk þess: • Framtalsaðstoð. • Launavinnslur. • VSK uppgjör. • Almenna rekstrarráðgjöf. • Úttektir. BókNet sf., Síðumúla 2, 108 Reykjavík, sími 533 2727, fax 533 2728. BHS BÓKMENNT HANDMINNT SIÐMINNT KENNSLA Frá / Borgarholtsskóla Innritun í kvöldnám í málmiðngreinum fer fram á skrifstofu skólans dagana 3. og 6. janúar 1997 kl. 15.00 til 18.00 báða dagana. Skólameistari. Flugskóli íslands Atvinnuflugnám - flugkennaranám Flugskóli íslands mun hefja bóklega kennslu fyrir væntanlega atvinnuflugmenn 1. flokks og flugkennara í janúar 1997, ef næg þátt- taka fæst. Inntökuskilyrði eru atvinnuflugmanns- skírteini með blindflugsáritun. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Reykjavíkurflugvelli. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 10. janúar 1997. Umsóknum fylgi staðfest afrit atvinnuflugmannsskírteinis ásamt blind- flugsáritun. Skólastjóri. Jólatrésskemmtun VR Verzlunarmannafélag Reykja- víkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna á Hótel íslandi sunnudaginn 5. janúar nk. kl. 15.00 . Miðaverð er kr. 600 fyrir börn og kr. 200 fyrir fuliorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu VR í Húsi verslunarinnar, 8. hæð, og við inngang- inn. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma félags- ins 568 7100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Einholt, Hornafjarðarbæ, þingl. eig. Lilja Guðrún Friðriksdóttir, gerð- arbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, 7. janúar 1997 kl. 14.00. Tjarnarbrún 20, þingl. eig. Guðjón Benediktsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Byggingarsjóður ríkisins húsbréfadeild, Húsnæðisstofnun og Hornafjarðarbær, 7. janúar 1997 kl. 16.00. Sýslumaðurínn á Höfn, 30. desember 1996. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.