Morgunblaðið - 31.12.1996, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Einn af leiðtogum umbótasinna á rússneska þinginu
Viljum að litið sé á
okkur sem Evrópuþjóð
Andúð á Vesturlöndum hefur vaxið í Rússlandi síðustu
árin, að sögn þingmannsins Galinu V. Starovoitovu. Hún
segir í viðtali við Kristján Jónsson að ýmsar ástæður séu
fyrir þessari þróun, einkum vonbrigði með árangur umbót-
anna í efnahagsmálum en einnig fínnist Rússum sem verið
sé að niðurlægja þá og tortryggja með því að færa vamar-
svæði Atlantshafsbandalagsins að landamæmm þeirra.
ALMENNINGI í Rússlandi finnst að Atlants-
hafsbandalagið, NATO, ógni landinu og því er
mikil andstaða við stækkun bandalagsins til
austurs þar í landi, jafnt meðal lýðræðissinna
sem annarra. „Ég hef oft komið til Brussel og
spurt hershöfðingjana hverjir séu óvinir þeirra
núna, hvert sé raunverulega markmiðið með
því að stækka bandalagið til austurs og ein-
angra þannig Rússland, beðið þá að skilgreina
almenn skilyrði sem ríki þurfí að fullnægja til
að fá inngöngu. Þeir geta ekki svarað þessu,“
segir Galína V. Starovoitova. Hún er annar
tveggja formanna flokksins Lýðræðislegs Rúss-
lands, þingmaður i neðri deild þingsins, Dúm-
unni og var einn af frambjóðendum í forseta-
kjöri sl. sumar.
Starovoitova, sem er um fimmtugt og mennt-
uð í mannfræði og sálfræði, var hér á ferð í
liðinni viku. Hún var um hríð einn af nánum
ráðgjöfum Borís Jeltsíns forseta og er þekktur
umbótasinni.
Hún segir ljóst að á Vesturlöndum vilji menn
ekki viðurkenna að þeir líti á Rússa sem óvini
en það geri þeir samt í raun með því að ætla
að þenja NATO alla leið að landamærum Rúss-
lands.
Rússum finnist að þeir séu meðhöndlaðir
eins og annars flokks þjóð í Evrópu. Þetta sé
mikil niðurlæging og ekki bæti úr skák hrakleg
meðferð sem fólk af rússnesku þjóðerni sæti í
ýmsum fyrrverandi sovétlýðveldum. Flokkur
Starovoitovu hefur nýlega samþykkt að Rússum
beri að fá aðild að NATO og segir hún ljóst
að verði gerð áætlun um að þeir fái inngöngu,
að sjálfsögðu með löngum aðlögunartíma, muni
vandinn vegna NATO-aðildar nýfrjálsu ríkjanna
í Mið- og Austur-Evrópu verða úr sögunni.
„Traust yrði byggt upp á ný og sálfræðilega
yrðu allar aðstæður gerbreyttar í samskiptum
Rússa og vestrænna þjóða. Öllu skiptir að leggja
drög að þessu núna, koma málinu af stað.“
Zjúganov sætti sig
við úrslitin
- Nú segja margir að lýðræðið sé svo ótraust
í Rússlandi að þar geti allt farið á versta veg
á ný, nýr Stalín gæti tekið völdin og hafið út-
þenslustefnu. Hvað segirðu um þessi rök?
„Ég get vel samþykkt að lýðræðið sé enn
ótraust hjá okkur en ég held að það
muni lifa af, með sínum sérstöku ein-
kennum hjá okkur. Það eru boðar
framundan, þjóðemissinnar gætu
náð völdum. Én ég vona að þjóðin
sé þegar búin að læra nóg til að
geta haldið lýðræðinu við, búið sé að upplýsa
fólk nógu mikið. Mikilvægast er að tjáningar-
frelsið verði áfram virt og það er virt núna.
Sennilega stóðu menn misjafnlega vel að vígi
í baráttunni fyrir forsetakosningarnar, fyllstu
sanngirni var ekki gætt en niðurstöðurnar voru
í samræmi við vilja kjósenda, þeir völdu ekki
endilega Jeltsín en ömgglega stefnu hans. Zjúg-
anov og kommúnistarnir töpuðu og sættu sig
við úrslitin, það er staðreynd sem enginn skyldi
gleyma þegar rætt er um framtíð lýðræðis í
Rússlandi.
Það skiptir miklu að ræða öll mál opinskátt
og af einlægni. Okkur er sagt að það sé Rúss-
land Zhírínovskís eða Zjúganovs sem menn
óttist. Áhrifaríkasta aðferðin sem Vesturlönd
gætu notað til að efla lýðræði og siðmenningu
í Rússlandi væri að veita landinu aðild að ESB
og NATO. Einu öflin í Rússlandi, sem geta
hagnast á fyrirhugaðri stækkun NATO til
austurs, án þess að Rússlandi verði einnig
Rússland ætti
aðaðfá aðild
NATO
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
GALÍNA Starovoitova, einn af leiðtogum
umbótasinna í neðri deild rússneska
þingsins, Dúmunnar.
boðin aðild, eru harðlínumenn og hernaðar-
sinnar, menn sem vilja að jafn miklu verði
eytt til hermála og gert var í tíð Sovétríkj-
anna.“
Hún er spurð um samskiptin við Jeltsín sem
hún segir afar kraftmikinn mann og vill ekki
útiloka að hann nái sér að fullu eftir aðgerð-
ina. Spurt er hvort sögur af vínhneigð hans séu
ýktar.
Urðu að taka þátt
í svallinu
„Það er rétt að hann drakk en vonandi tekur
hann upp nýja siði núna eftir þessa miklu að-
________ gerð. Annars er þetta ekki _________
einhvert sérstakt einkenni á
Jeltsín, þetta er hluti af
lífstílnum í mörgum norð-
lægum löndum, ekki ein-
göngu Rússlandi. Ef til vill
tengist þetta loftslaginu en að nokkru leyti er
um að ræða pólitískar hefðir. Jeltsín var hluti
af forystusveit kommúnistaflokksins, í úrvalsl-
iðinu. Alveg frá Stalínstímanum var útilokað
fyrir æðstu ráðamenn að ætla að leysa erfið
vandamál án þess að áfengi kæmi þar við sögu.
Menn urðu að taka reglulega og með ótvíræðum
hætti þátt í svallinu, það var erfítt fyrir menn
að segja nei.
Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að fáar
konur voru í æðsta valdahópnum. Þegar Jeltsín
átti fund með leiðtogum Úkraínu og Hvíta-
Rússlands í síðastnefnda landinu haustið 1991
til að semja um endalok Sovétríkjanna gömlu
var ég sérstakur ráðgjafi Jeltsíns í málum þjóða
og þjóðabrota og naut fyllsta trausts hans, ég
tók fullan þátt í að undirbúa samninginn. Mér
var á hinn bóginn ekki boðið að vera viðstödd
sjálfan fundinn í Hvíta-Rússlandi vegna þess
að þeir gerðu ráð fyrir að þar yrði óspart lyft
glasi!“
Eystrasalts-
ríkin óttast
grannana
Skipbrot kommúnisma og
vestrænna hugmynda
- Vestrænt lýðræði og markaðshyggja eru
ekki vinsæl hjá almenningi í Rússlandi sem
berst við fátækt og glæpafár. Hugmyndafræði
kommúnismans er einnig illa þokkuð. Hvaða
hugmyndir myndi sá stjórnmálamaður einkum
nota sem ætlaði sér að bijótast til valda núna?
Gæti það orðið öfgafull þjóðernisstefna?
„Já þetta er mikilvæg spuming. Andúð á
Vesturlöndum er nú útbreiddari í Rússlandi en
hún var fyrir fimm áram, eftir valdaránið 1991
og hran kommúnismans og Sovétríkjanna. Þá
fannst Rússum yfirleitt að þeir væru Evrópu-
þjóð, þeir beindu sjónum sínum til vesturs.
Þeir mátu mikils vestræn gildi, vora hrifnir af
Evrópusambandinu, Evrópuráðinu og öllu sem
því fýlgir. Þótt Rússland sé bæði í Evrópu og
Asíu era Rússar að uppistöðu evrópsk þjóð.
Þúsund ára kristnar hefðir valda því að hugarf-
arið er að mestu evrópskt, hvort sem þeir búa
á Kamtsjatka eða í Evrópuhlutanum.
Það hefur á mjög skömmum tíma orðið til
ákveðin stéttaskipting og ný tegund Rússa
komið fram á sjónarsviðið, mjög óvænt. Fjöldi
venjulegra borgara missti verndina sem ríkið
hafði veitt og hefur jafnframt orðið vitni að
mikilli spillingu meðal þeirra sem stjóma,
manna sem kalla sig lýðræðissinna. Margir sem
tóku þátt í grasrótarstarfi okkar fyrir lýðræðið
í upphafi hafa svikið þessi gildi eftir að hafa
komist til valda og fólk veit þetta.
Við höfum einnig orðið fyrir vonbrigðum
með framferði grannþjóða okkar sem nú hafa
fengið sjálfstæði, jafnt þeirra sem era í Sam-
veldi sjálfstæðra ríkja og Eystrasaltsríkjanna.
Þegar við lýðræðissinnar studdum sjálfstæðis-
hreyfingu þeirra gátum við ekki séð fyrir að
fólki af rússneskum uppruna í þessum löndum
yrði mismunað. Það er litið á það sem synda-
hafra fyrir allt illt sem Sovétveldið gerði af
sér. Það er ekki hægt að sætta sig við slíkar
hugmyndir um samsekt heillar þjóðar.
Sviknir hagsmunir og
vonbrigði með lýðræðið
Um 20 milljónir Rússa búa í grannlöndunum
og verða nú allt í einu að líta á sig sem innflytj-
endur þar. Þeir eiga marga ættingja í Rúss-
landi. Allt þetta fólk sakar umbótasinna og
fijálslynda um að hafa svikið hagsmuni þess,
því finnst að traðkað sé á sér og þarna er enn
ein ástæðan fyrir vonbrigðum með lýðræðið."
- Líta Rússar í þessum löndum aldrei á sig
eins og breska og franska nýlendubúa í Afríku
og Asíu á sínum tíma?
„Nei, það gera þeir aldrei. Það er auðvitað
ljóst að Eystrasaltsríkin vora undirokuð en
Georgíumenn og fleiri þjóðir í Kákasus báðu
fyrir tveim til þrem öldum Rússa um vernd
vegna árása Tyrkja og Persa.
Nýlendubúarnir sem settust að utan hins
eiginlega Rússlands voru ekki handan hafsins,
eins og Bretarnir og Frakkamir, heldur í lönd-
um sem lágu að Rússlandi. Mjög víða er um
--------- blandaða byggð að ræða, erfitt að
draga mörk, mikið um að fólk eiga
maka af öðra þjóðemi. Þetta gerðist
á löngum tíma og landamæri milli
______ sambandsríkjanna í hefðbundnum
skilningi vora ekki viðurkennd í Sov-
étríkjunum. Lengi tíðkaðist að fólk sem lauk
háskólanámi var sent til starfa einhvers staðar
í Sovétríkjunum og gat engu ráðið um áfanga-
staðinn en skaut þar oft rótum.“
Eðlileg sjálfsvörn?
- Eystrasaltsþjóðirnar era mjög fámennar í
samanburði við Rússa. Er það ekki eðlileg
sjálfsvörn hjá þeim að reyna að koma í veg
fyrir að Rússar og rússnesk menning beri þær
ofurliði?
„Ég skil þetta að nokkru leyti, einkum hvað
viðvíkur Lettlandi, þar sem rússneskumælandi
fólk er nær helmingur þjóðarinnar. En hvað
eiga milljónir Rússa, sem voru skyndilega orðn-
ir innflytjendur án þess að hafa ráðið nokkru
um það sjálfír, að gera? En ég heimsótti nýlega
Lettland og skil að þeir óttast granna sína í
austri. Líklega ætti stjórn Rússlands að ítreka
þá afstöðu sína að engar áætlanir séu um að
leggja þessi lönd á ný undir Rússland."
Rasmuss-
en stokk-
ar upp
POUL Nyrup Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, til-
kynnti í gær um uppstokkun
í ríkisstjórninni en miðdemó-
kratar hafa
hætt stuðn-
ingi sínum
við hana.
Fækkar
ráðherrum
um einn,
eru 19 í
stað 20, og
hefur sam-
starfsflokk-
ur jafnað-
armanna, Radikale Venstre,
nú fjögur ráðherraembætti í
stað þriggja áður. Helstu
breytingarnar eru þær, að
jafnaðarmaðurinn Jan Trej-
borg hættir sem samgöngu-
ráðherra og tekur við af mið-
demókratanum Mimi Jakobsen
sem viðskipta- og iðnaðarráð-
herra og Ebbe Lundgaard frá
Radikale Venstre verður
menningarráðherra. Enginn
kemur í stað miðdemókratans
Yvonne Herlov Andersen sem
heilsufarsráðherra.
Kínverjar
herða tökin í
Tíbet
TÍBESKA útlagastjórnin
sagðist í gær óttast að kín-
versk yfirvöld myndu notfæra
sér sprengjutilræði, sem var í
Lhasa, höfuðborg Tíbet, í síð-
ustu viku, til að auka pólitíska
kúgun í landinu. Kínverjar
hafa boðið sem svarar til átta
milljóna íslenskra kr. hveijum
þeim sem getur gefið upplýs-
ingar um sprenginguna, og
hafa hert allt eftirlit í Tíbet
vegna þessa. Sprengingin varð
í Lhasa, snemma á jóladag,
fyrir utan stjórnarbyggingar í
borginni. Er þetta öflugasta
sprengja sem andstæðingar
kínverskra yfirvalda hafa
sprengt til þessa.
28 Alsírbúar
myrtir
HÓPUR róttækra múslima
drap 28 manns í þorpi í Ain
Defla-héraði í Alsír á sunnudag
og alls voru 82 Alsírbúar drepn-
ir í fímm slíkum fjöldamorðum
í desember, flestir þeirra skom-
ir á háls. Tuttugu manns særð-
ust einnig í sprengjutilræði í
veitingahúsi í Algeirsborg og
átján særðust í tveimur
sprengjuárásum í norðaustur-
hluta landsins um helgina. 19
manns hafa beðið bana og 210
særst í slíkum tilræðum á einni
viku.
Enn ólga í
S-Kóreu
STARFSMENN neðanjarðar-
lesta og hjúkrunarfólk í Suður-
Kóreu var farið að snúa aftur
til vinnu í gær en verkalýðsleið-
togar í landinu boðuðu auknar
aðgerðir á nýja árinu. Vinna lá
enn niðri í skipasmíðastöðvum
og í bílaverksmiðjum og eru
verkföllin farin að hafa veruleg
áhrif á útflutning frá landinu.
Stúdentar, sem hafa látið lítið
fyrir sér fara síðan í átökunum
við stjórnvöld í ágúst, fóru í
gær í göngur til að lýsa yfir
stuðningi við verkfallsmenn og
mótmæla nýrri vinnulöggjöf.