Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IVIINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 43 BRAGIVALGARÐUR ERLENDSSON + Bragi Valgarð- ur Erlendsson fæddist á Siglufirði 20. júlí 1930. Hann lést að morgni 24. desember síðastlið- ins. Foreldrar hans voru Valgerður Hallsdóttir, f. 4. september 1904, d. 6. febrúar 1982, og Erlendur Þorsteins- son, f. 12. júní 1906, d. 10. júlí 1981. Bróðir Braga er Birgir Erlendsson skipstjóri, f. 12. febrúar 1928. Bragi kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Arnínu Guð- laugsdóttur, 7. febrúar 1953. Börn þeirra eru Sigríður Val- gerður, Birgir Þór, Jón Arni, Bragi Þorsteinn, Ásta Hólmfríð- ur og Helga Björg. Bragi varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1949. Hann lauk fyrrihluta prófi í verkfræði frá Háskóla Islands 1952 og M.Sc. prófi í raforku- verkfræði frá Danmarks Tekn- iske Höjskole 1955. Hann hóf fyrst störf hjá Elding Trading Co. í Reykjavík 1955. Síðan starfaði hann hjá íslenskum að- alverktökum sf. 1955-56, aðal- lega við gerð tilboða, undirbún- ing og eftirlit með framkvæmd- um. Árið 1956 stofnaði hann, ásamt öðrum skólafélögum, ráð- gefandi verkfræðistofu, Traust hf., og starfaði þar til 1960, eink- um við hönnun raflagna í bygg- ingar. Bragi hóf síðan aftur störf hjá íslenskum aðal- verktökum sf. 1960 og var þar deildar- verkfræðingur frá 1963 til 1968. Árið 1968 réðst hann til íslenska álfélagsins hf. í Straumsvík. Eftir námsdvöl á þeirra vegum í Sviss starfaði hann sem rekstrarstjóri við- haldsdeildar frá 1968 til 1984. For- stöðumaður sölu- framleiðslu steypu- skála og flutningadeildar var hann 1984 til 1988, og forstöðu- maður aðfanga- og flutninga- deildar 1988 til 1994 og sá þá um innkaup, birgðahald, tölvu- mál og flutninga innan- og utan- lands. Bragi var nýkominn á eftirlaun, þegar stækkun ál- versins var ákveðin, og vegna ómetanlegrar reynslu, var hann beðinn að koma aftur, tíma- bundið, til að sjá um ákveðna þætti við stækkun álversins, aðallega útboð og samninga um innkaup og verkþætti. Starfi þessu sinnti hann til dauðadags. Bragi var einn af stofnendum Rotaryklúbbsins í Görðum, og gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum. Ennfremur tók hann mikinn þátt í störfum Bridgefé- lags Reykjavíkur og var for- maður þess félags 1972 til 1974. Útför Braga Erlendssonar fer fram frá Garðakirkju á Álfta- nesi fimmtudaginn 2. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. Vinur minn, Bragi Valgarður Er- lendsson, er látinn eftir stutta en erf- iða sjúkdómslegu. Kynni okkar Braga hófust í verkfræðideild Háskólans Is- lands, en þessi kynni þróuðust síðan upp í náinn vinskap við hann og Ám- ínu konu hans svo og alla hans fjöl- skyldu. Bragi stundaði nám í raforku- verkfræði, og var í hópi níu verkfræð- inga, sem útskrifuðust frá Danmarks Tekniske Höjskole vorið 1955, en áður hafði hópurinn lokið fynihluta prófí í verkfræði frá Háskóla íslands. Bragi var mjög góður námsmaður. Hann var vandvirkur og skipulagður í öllum sínum störfum. Dvölin í Kaup- mannahöfn var ánægjuleg, námið var krefjandi, en þó gafst oft tími til að sinna öðrum og léttari áhugamálum. Á þessum tíma voru flestir okkar óbundnir eða a.m.k. bamlausir, þannig að meiri tími gafst til samvista, bæði í gleði og starfi, en síðar varð, þegar alvara lífsins tók við með húsbygging- um, bamauppeldi og fleim. Iðulega var þessa tíma minnst, þegar við síðar hittumst á góðum kvöldum og ræddum málin. Þegar heim kom, að námi loknu, lágu leiðir okkar saman á ný. Fyrst hjá íslenskum aðalverktökum, þar sem við unnum báðir 1955-56, og síðar í Traust hf. Mikill samgangur var við Ámínu og Braga, og margra ánægju- legra stunda minnist ég frá þessum tíma, enda var vinskapur mikill og umræður oft fjörugar og skemmtileg- ar. Á þessum ámm kynntist ég líka móður Braga, Valgerði, sem var mjög hlý kona, og mér fannst hún alltaf líta á okkur, vini Braga, sem „strák- ana“ sína. Bragi fór síðar að vinna hjá íslensk- um aðalverktökum, og eftir það hjá íslenska álfélaginu, þar sem hann vann til æviloka. Rétt áður en Bragi og Ámína fóru til námsdvalar í Sviss, á vegum Álfélagsins, komu þau til okkar í mat með allan bamaskarann, og er okkur enn í minni hvað þetta kvöld var skemmtilegt. Eftir að Bragi fór að vinna hjá ISAL fóm leiðir okkar aftur að liggja saman í starfi, og reyndi ég að koma við á skrifstofunni hjá honum, þegar ég átti leið þar um. Síðustu mánuði eftir að starf hófst við stækkun álversins, hittumst við oft, á skrifstofu hans, ýmist vegna starfsins, eða til rabba saman smástund. Bragi var alltaf hreinn og beinn í öllum samskiptum, en jafnframt sann- gjam. Hann var raunsær í skoðunum, þannig að það sem nauðsynlegt var, var fallegt í hans augum, enda sagði einn skólabróðir hans, að hann sæi alla hluti með „gagnaugunum". Bridge var uppáhalds„sport“ Braga, og hann var svo heppinn að áhugi Ámínu á bridge var síst minni. Aðal- spilafélagi Braga var vinur okkar beggja, Ríkarður Steinbergsson verk- fræðingur, sem lést í maí sl. og ég heyrði oft á Braga, að hann saknaði Rikka mikið, bæði sem vinar og spila- félaga. Bragi var mjög liðtækur golf- leikari, og spiluðum við saman nokkr- um sinnum, en allt of sjaldan. Golfið var eitt af þeim áhugamálum, sem Bragi ætlaði að stunda eftir að hann kæmist á eftirlaun, en því miður ent- ist honum ekki heilsa til þess. Það er mikil eftirsjá að góðum vini, sem fer langt fyrir aldur fram. Rafn. Einn framheijanna, sem var með í að starta álævintýrinu í Straumsvík fyrir 30 áram, er genginn, langt um aldur fram. Ég undirritaður og Bragi Erlendsson unnum saman, að upp- byggingu ISAL í hartnær aldarfjórð- ung, hann lengst af ábyrgur fyrir því að halda búnaðinum gangandi, sem mér var falið að setja upp. Við voram báðir ráðnir til starfa okkar af Ragn- ari S. Halldórssyni, núverandi stjómar- formanni ISAL. Við Bragi kynntumst fyrst árið 1968, þá báðir í starfsþjálfun hjá Alusuisse, hann í Sviss en ég í Austur- ríki, hvor í sínu álverinu. Okkar sam- eiginlega verkefni var að geta síðar staðfært tæknikunnáttuna til Straum- svíkur. Við Bragi áttum því eftir að hafa mikið samstarf við stækkanir verksmiðjunnar, endurbætur og við að koma nýjungum í gagnið, sem kom í hlut okkar verkfræðinganna hjá ISAL. Þá var það mikið verk að byggja upp útboðsmarkaðinn hér innanlands og leitast við að koma sem mestu af verkefnum til landsmanna. Vegna starfa okkar sem stjómdeild- arstjóra hjá ISAL fóram við ófáar við- skiptaferðir til útlanda á vegum at- vinnuveitandans til að skoða nýjan búnað eða semja um kaup hans, auk funda í byggingamefnd við stækkanir verksmiðjunnar. Á ég margar skemmtilegar minningar frá þessum ferðum, því að Bragi var mjög skemmtilegur ferðafélagi. Þá er mér enn í minni sú hefð Braga að Ijúka löngum og erilsömum degi í útlandinu með stórri nautasteik. Ég ímynda mér, að fáir geri sér lengur grein fyrir því átaki, sem var að gera ISAL að vel reknu fyrirtæki á alþjóðamælikvarða með heimamönn- um. Að halda öllum vélum og búnaði gangandi var ekki alltaf létt verk. Það höfðu ekki allir trú á landanum á þess- um áram. T.d. taldi okkar þýski fram- kvæmdastjóri árið 1978 Islendinga ekkert hafa við tölvustýringu á álfram- leiðslunni að gera. En ekki var farið að þeim ráðum og í dag efast enginn um getu landsmanna til að reka ál- verksmiðjur. Þetta síðasta sýnir bara, hve átakið var stórt og átti Bragi sinn stóra þátt í að þetta tókst. Hans stað- festa og óhaggandi rósemi vora eigin- leikar, sem bættu þetta lið okkar fram- heijanna svo um munaði. Ég tel það mikið lán að hafa fengið að starfa við hlið slíks fagmanns, sem Bragi var. ISAL fékk að njóta krafta hans til hins síðasta, enda lét hann sér alla tíð annt um velgengni þess. Við hjónin sendum þér, Ámý mín, og fjölskyldu, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Pálmi Stefánsson. 0 Fleiri minimgargreinar um Braga Erlendsson bíða birtingarog munu birtast í blaðinu næstu daga. GUÐNY JÓNSDÓTTIR + Guðný Jónsdótt- ir fæddist í Strandhöfn í Vopna- firði 15. janúar 1901. Hún lést hinn 24. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Jósefsson, bóndi frá Skógum í Vopna- firði, f. 1875, d. 1918, og Jórunn Eiríks- dóttir, f. 1875 í Holt- um í A-Skaftafells- sýslu, d. 1942. Systk- ini Guðnýjar voru Jósef Jónsson, f. 1900 en lést af slysförum ungur að árum, árið 1920, og Kristín K. Jónsdóttir húsfrú og saumakona, f. 1906, d. 1974, gift Jóni S. Benjamínssyni, hús- gagnasmíðameistara í Reykjavík. Jarðarför Guðrúnar fer fram frá Háteigs- kirkju fimintudaginn 2. janúar og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkur systkinin langar til að minnast móðursystur okkar, Guðnýjar Jónsdóttur, eða Nennu, eins og við vorum vön að kalla hana. Guðný ólst upp hjá foreldrum sínum í Vopnafirði á meðan föður hennar naut við, en hann lést þegar Guðný var ung að árum. Eftir lát hans flutti ekkjan ásamt börnum sínum þremur til mágkonu sinnar, Kristínar Jós- efsdóttur sem þá rak hótel og mat- sölustað á Þórshöfn á Langanesi. Á sínum yngri árum vann Guðný eins og flestir unglingar í sjávar- þorpum- oftast í fiskvinnu við beit- ingar og fisverkun, eftir því sem verk féll til hveiju sinni. Á Þórshafn- arárum hennar fórst bróðir hennar í sjóslysi, og hafði það mikil áhrif á hana. Þær, systurnar, Guðný og móðir okkar voru mjög samrýndar alla tíð, þær stunduðu saman nám við kvennaskólann á Blönduósi einn vetur. Þær áttu sameiginlegar vin- konur frá bernsku og skólaárum sem þær héldu vinskap við alla tíð meðan þrek og heilsa entist. Eftir að móðir okkar stofnaði heimili að Njálsgötu lOa fluttist Guðný fljótlega til okkar. Stuttu síð- GUNNAR JÓHANNSSON + Gunnar Jóhanns- son fæddist í Otradal í Arnarfirði, 3. september 1908. Hann lést á Landspít- alanum 20. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jóhann Eiríksson og Salome Kristjánsdóttir. Gunnar var elstur 12 systkina. Eftirlifandi eru: Jón, Emma Sig- ríður, Hulda Sigríð- ur, Halldóra, Högni og Þorsteina Svava. Látin eru: Högni, Ragnar, Gústaf Adolf, Gunnlaugur og Marinó. Hálfsystkini Gunnars samfeðra (af fyrra hjónabandi Jóhanns) Valgerður, Kristín Pálina, Eirík- ur, Jóhann, Ólafur, öll látin. Gunnar kvæntist Arnbjörgu Jónu Sveinbjömsdóttur frá Garði Þó langt sé um liðið síðan ég var hjá ömmu og afa á Bíldudal eru minningarnar skýrar í huga mínum. Mér hlýnar um hjartarætur í hvert sinn sem ég hugsa til þessa tíma. Enginn getur hafa átt betri afa og ömmu. Ást þeirra og umhyggja áttu sér engin takmörk. Amma var tekin frá okkur alltof fljótt og hef ég oft saknað hennar í gegnum árin. Nú er hann afi minn einnig farinn og ég veit að vel hefur verið tekið á móti honum. Ég minnist margs þegar ég hugsa um afa. Alltaf var hann ljúfur og góður, hann var fordómalaus og allt- af tilbúinn til að sjá góðu hliðarnar á fólki. Aldrei heyrði ég hann tala illt orð um nokkurn mann. Heimili hans og hjarta var öllum opið. Efst er mér þó í huga samvera okkar á Bíldudal þar sem ég eyddi mínum fyrstu árum og mörgum sum-' ram eftir það. Afi átti litla vinnu- kompu í húsinu okkar á Bíldudal og þar eyddi hann mörgum stundum í að smíða leikföng handa mér, mála myndir af hafinu og íjöllunum sem honum þótti svo vænt yiji og gera við eitt og annað sem þarfnaðist lag- færingar því hann afi var þúsund- þjalasmiður. í afa átti ég vemdara og ég minn- ist þess þegar ég og vinkona mín vorum í búaleik uppi á hjalllofti og strákar, tveir eða þrír, gerðu aðsúg að okkur og vildu ráðast til upp- göngu. Þá nægði að kalla hátt á afa og innrásarherinn lagði á flótta. Þeir vissu sem sé að hann afi var frár á fæti og eins gott fyrir þá að forða sér. Ég kveð þig nú, elsku afi minn, með þakklæti i hjarta. Mér þykir mjög vænt um þig og ég óska þér alls góðs á guðs vegum. Blessuð sé minning þín. Arnbjörg Linda. Það er erfitt að kveðja góðan vin hinstu kveðju. Þegar mér var til- kynnt lát Gunna Jó eins og hann var ætíð kallaður í minni fjölskyldu var mér brugðið. Lát hans kom svo ar hætti hún fiskvinnu og hóf störf við afgreiðslu í mjólkurbúðum, fyrst við almenna afgreiðslu en síðar voru henni fengin forstöðustörf í ýmsum mjólkurbúðum í Reykjavík lengst af á Freyjugötu. Nenna frænka var listfeng hann- yrðakona alla tíð og sú minning sem við höfum um hana er sitjandi við hannyrðir annaðhvort saumandi eða pijónandi, um leið og hún kom heim eftir langan og erilsaman vinnudag en henni féll aldrei verk úr hendi. Að hennar mati var það henni til vansa ef við áttum ekki glæsilega pijónaðar lopapeysur. Ekki minnkaði umhyggjan þegar okkar börn bættust í hópinn og var séð til þess að allir klæddust glæsi- legum lopapeysum að ótöldum vettl- ingum og sokkum. Þökkum við henni alla þá um- hyggju sem hún ávallt sýndi okkur, mökum okkar og börnum. Blessuð sé minnig hennar. Jórunn, Jón Birglr, Guðrún. á Suðumesjum, f. 30.6. 1917, d.1972. Þeirra böm em þijú: 1) Halldóra Svein- björg, gift Jóhanni Þorsteinssyni. Þau slitu samvistum. 2) Jóhann Salomon, kvæntur Matthildi Sif Jónsdóttur. 3) Guð- rún Eggerts, gift Jóni H. Jónssyni. Fóstur- dóttur Gunnars og Arabjargar er Salome Kristjáns- dóttir, gift Kára Sæ- bjömssyni. Gunnar var sjó- maður og lengst af formaður, einnig vélamaður. Hann fluttist til Reylqavíkur 1971 og bjó þar til dauðadags. Útför Gunnars fer fram frá Grensáskirkju 2. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. óvænt. Fáum dögum áður ræddi ég við hann í síma og ætlaði síðan að heimsækja hann og Villu vinkonu hans fyrir jólin, eins og ég hef gert mörg undanfarin ár. Minningamar streyma fram, allar ljúfar um þennan síkáta öðling, sem hafði sérstakt lag á að sjá spaugilegu hliðar tilverunnar. Gunnar hafði svo smitandi hlátur að allir voru í góðu skapi í nálægð hans og hnyttin til- svör var hann óspar á. Hann var síungur í anda og átti auðvelt með að skemmta sér með fólki á öllum aldri. Gunni Jó var mjög listrænn, málaði falleg málverk bæði eftir Ijós- myndum og því sem hugurinn bauð. Oftast urðu sjórinn og bátamir fyrir valinu enda stundaði hann sjósókn mestan hluta starfsævinnar. Sjóinn stundaði hann frá Bíldudal, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Þar stofnaði Gunnar heimili með eigin- konu sinni Arnbjörgu Jónu og ól upp börnin sín þijú. Einnig ólu þau upp systurdóttur Gunnars sem var hon- um eins kær og eigin börn. Árið 1971 urðu kaflaskipti í lífi Gunna Jó er kona hans veiktist alvar- lega, þau fluttu til Reykjavíkur í von um lækningu, sem reyndist tálvon. Konu sína missti hann í apríl 1972. Nærri má geta að einmanaleiki og breyttar aðstæður flarri öllu sínu gamla umhverfi hafi reynst honum erfitt. Þá var gott að hafa fasta vinnu. Nokkur sumur áður en kona hans veiktist höfðu þau unnið saman í brúarvinnufiokki, hún sem ráðs- kona. Gunnar vann áfram hjá vega- gerðinni og líkaði vel, eignaðist góða vini á öllum aldri. Eftir nokkurra ára einvera kynntist hann Villu. Það tókst með þeim vinátta sem þróaðist í sambúð. Þau keyptu síðan notalega íbúð að Stóragerði 22, þar sem þeim leið vel. Síðustu árin var sjónin farin að daprast svo að Gunnar var hættur að mála myndir sér til afþreyingar og ánægju. Ekki var hann að æðr- ast, gerði að gamni sínu eins og hann var vanur. Kveikti kannski aðeins oftar í pípunni, sem var alltaf hans fylgifiskur. Maður er lánsamur að kynnast góðu fólki og mannbætandi að eiga það að vinum. Ég þakka Gunna Jó alla hans tryggð og vináttu við mig og mína fjölskyldu. Öllum hans ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR /ýf/r WIND0WS Á annað þúsund nofendur g] KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.