Morgunblaðið - 31.12.1996, Side 14

Morgunblaðið - 31.12.1996, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Umferðaróhapp við Héraðsvötn Sauðárkróki - Einmuna veður- blíða hefur verið í Skagafirði yfir jólin og eins og annars staðar á landinu var kirkjusókn góð og hátíðahald allt fór vel fram. Vegir voru greiðfærir til allra átta, en mikil hálka gerði nokkr- um ökumönnum erfitt fyrir og varð orsök nokkurra umferðaró- happa, en sem betur fer urðu eng- in alvarleg meiðsl á fólki. Alvarlegasta óhappið varð síð- astliðinn föstudag þegar bifreið á leið frá Sauðárkróki fór útaf veg- inum við eystri brú Héraðsvatna. Ökumaðurinn missti stjórn á bif- reiðinni, sem er fólksbifreið af Toyota gerð, rétt áður en að brúnni kom og lenti bifreiðin á vegriði við brúna, kastaðist út af veginum og hafnaði á hvolfi um 15 metra frá brúarsporðinum úti á ísilögðum Héraðsvötnunum. Mikil mildi var að traustur ís var á Vötnunum eftir mikinn frosta- kafla að undanförnu og því fór betur en annars hefði orðið, en í bílnum voru börn auk ökumanns- ins og sluppu allir án teljandi meiðsla. Morgunblaðið/Silli LANDSBANKI íslands hlaut fyrstu verðlaun fyrir jólaskreytingu, Húsavík - Húsvíkingar áttu hvít og friðsæl jól í hinu fegursta og hagkvæmasta veðri. Þeir fjöl- menntu til aftansöngs á aðfanga- dag og var kirkjan fullsetin kirkjugestum, sem sungu jólasálmana og hlýddu á orð sóknarprestsins séra Sighvats Karlssonar. Bærinn var skreyttur með mesta móti og ljósum prýddur fyrir þessi jól, enda var starfandi nefnd sem hvatti til þess að menn svo gerðu og að verslað væri í heimabyggð frekar en að sækja verslun til fjarlægari staða og talið er að það hafi haft nokkur áhrif. AHtaf er þó eitthvað af því að menn sæki jólaverslanir sínar Hvítog friðsæljól á Húsavík til fjarlægari staða innanlands og einnig til útlanda. Verðlaunuð voru þau fyrir- tæki, sem talið var að hafi átt eftirtektarverðustu jólaskreyt- ingarnar og þótti skreyting Landsbankans vera best, önnur verðlaun hlaut Shell-skálinn og 3.-4. sæti skipuðu Garðarshólmi og Öryggi. Af íbúðarhúsum hlutu eigendur Uppsalavegar 19 fyrstu verðlaun, Álfhóll 6 önnur verð- laun og Mararbraut 11, gamli Jörvi, þriðju verðlaun. Fyrsta áfanga jólafagnaðarins lauk svo með friðsælum dansleik í Félagsheimilinu. Barnaball kvenfélagsins var fjölmennt af börnum og foreldrum. Sala flugelda er hafin og eftir er að sjá hve mikið menn eiga eftir í buddunni til kaupa á þeim, en um síðustu áramót fauk út í loftið á aðra milljón króna og þeim eldri þótti nóg um og að betur hefði mátt veija því fé. Hátíðleg jól í Hólmínum Stykkishólmur - Jólin voru íbúum Stykkishólms góð. Veðráttan var hagstæð svo allir komust leiðar sinnar fyrir jólin og góð þátttaka var í helgihaldinu. Það sem einkenndi jólaundir- búninginn í Stykkishólmi var hve miklum jólaskreytingum var kom- ið fyrir á götu, stofnunum og í heimahúsum. Aidrei fyrr hefur bærinn verið jafn mikið og fallega skreyttur. í byijun desember var kveikt á stóru jólatré sem er gjöf frá Drammen sem er vinabær Stykkishólms í Noregi. Stykkis- hólmsbær setti miklar götuskreyt- ingar og kom fyrir jólatijám á áberandi stöðum í bænum. íbúar voru duglegir við að skreyta hús sín og garða ljósum. Allt þetta fólk var meira meðvitað um að jólin væru að nálgast. Einmuna tíð hefur verið í des- ember og þar af leiðandi allir veg- ir færir. Það varð til þess að marg- ir fóru í verslunarferðir til Reykja- víkur til að kaupa inn fyrir jólin. Þrátt fyrir það eru kaupmenn í Stykkishólmi ánægðir með versl- unina. Að sögn þeirra fór hún seint af stað en líflegt var í búðunum síðustu dagana fyrir jól. Jólin voru rauð Flestum fínnst það tilheyra jól- um að hafa snjó. Hólmarar fengu að þessu sinni rauð jól. Á aðfanga- dag var hvöss sunnanátt með rign- ingu og fór þá það litla snjóföl sem hér var. Margir áttu leið í kirkju- garðinn til að setja ljós og skreyt- ingar á leiði ættingja. Erfiðlega gekk að halda loga á kertunum vegna veðursins, en um kvöldið lægði og á jóladag var hið feg- ursta veður. Hólmarar fengu sinn skammt af jólamessum. A aðfangadag var messað í Stykkishólmskirkju og eins á annan dag jóla. Á miðnætti á jóianótt fjölmenntu, að venju, Hólmarar við messu í katólsku kirkjunni og þá héldu hvítasunnu- menn sína jólamessu á jóladag. Kirkjusókn var mjög góð. Það var mikil ró yfir bænum þessa jólahá- tíð. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kœru viðskiptavinir! Guð gefi ykkur blessunarríkt ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. ______________________________________. . S5 & i 1 0 llí . Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir EKKI þótti þeim Unni, Steinari og Birtu lyktin góð af skötunni sem þau báru fram. Börnin buðu til skötuveislu Drangsnesi - Sá siður að borða skötu er að sjálfsögðu í heiðri hafður á Drangsnesi eins og annars staðar á landinu á Þor- láksmessu. Að vísu hefur yngri kynslóðin átt það til að fussa og fitja upp á nefið yfir lykt- inni sem fyllir húsið þegar for- eldrarnir háma í sig vel kæsta skötuna með sælubros á vör. f Drangsnesskóla eru hug- myndaríkir og framtakssamir krakkar sem fengu þá hug- mynd að bjóða til skötuveislu í samkomuhúsinu Baldri á Þor- láksmessu. Og veisla var það svo sannarlega. Vel kæst skata á borðum, en saltfiskur fyrir þá sem ekki borða skötu og heimabakað rúgbrauð með smjöri. Eina aðstoðin sem þau þurftu var að sjóða skötuna, um allt annað sáu þau sjálf. Skipulagningu, innkaup, fram- reiðslu, uppvask og þrif á hús- inu á eftir. Allt þetta sáu þau um með miklum sóma. /)ö/iAufii oifAsAf/tifi Interflora. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, símar 553 1099 og 568 4499.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.