Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 57 Hugleiðingar um útvarp og sjónvarp Frá Ingibjörgu Gunnarsdóttur: EG HEF velt því fyrir mér hvernig á því stendur að ég legg höndina gjarnan fyrir augun þegar grá- skeggjaðir karlmenn birtast á skjánum. Það er svo undarlegt að þeir virka allir á mig eins og þeir hafí gleymt að þvo sér í framan. Þetta er mjög áberandi vegna þess að allar konur og skegglausir menn eru svo frábærlega vel snyrt. Dagsljós - Svanhildur er langtum betri en sl. vetur og talar mjög skýrt. Kolfinna talar heldur of hratt. Hún þarf að temja sér skýrari framburð, en þær eru báðar skemmtilegar í viðræðum og bráðfallegar, hvor á sína vísu, ljós og dökk. Það var gaman að sjá unga fólk- ið okkar 26. nóvember og gott að æfa sig í að tala við aðra með hátal- ara í hönd. Venjið ykkur á að tala skýrt, segja orðið alveg, tala svolít- ið hægar, leggja dálitla virðingu í málið, tungumálið okkar. Segja sem sjaldnast héma og sko, munið alltaf að beygja dóttir rétt, dóttir, um dóttur, frá dóttur, til dóttur. 0-3. desember fór að mestu leyti fyrir ofan garð og neðan vegna lélegrar framsagnar og efnið var í fyllsta máta lélegt. Selma skar sig þó úr með skýran framburð. Því miður finnst mér unga fólkið í Ó ekki tala nógu skýrt. Er tungu- málið okkar, íslenskan, virkilega að breytast í hálfsögð orð? Auglýsingar á bíómyndum - hvern langar að sjá tveggja tíma sýningu á þvílíku ógeði sem auglýs- ingarnar sýna? Það leiðir hugann að því hvernig reynt er að afvega- leiða skin manns frá venjulegu lífi. Þvílík sóun á tíma og fé til skaða. Oft hef ég undrast að ekki skuli hafa komist hér á reglulegar sýn- ingar á sinfóníutónleikum í sjón- varpinu annað slagið. Flutningur Sinfóníuhljómsveitar íslands einu sinni í mánuði ætti að vera fastur liður og þess á milli flutningur á öðrum klassískum tónleikum. Fjöldi íslendinga hefur mikla ánægju og þörf fyrir klassíska músík og flutn- ingur tónlistar verður allur annar ef maður sér hljómsveitarflutning- inn. Það er vissulega kennslustund í æðri tónlist. Hvenær skyldu íslendingar fá að sjá hina stórkostlegu óperu Verdis Nabucco í sjónvarpinu, en hana sá Að kunna sig — eða ekki Kyndugir kennarar Frá Auðuni Braga Sveinssyni: STUNDUM var sagt fyrr á tíð, að einhver kynni sig ekki. Var þá átt við, að sá hinn sami brygðist ekki á réttan hátt við, einkum hvað siði og venjur varðar. Þessu kynntist ég sem barn. Mér var sagt, og væntanlega fleirum á unga aldri, að berja skyldi að dyrum, áður en gengið væri inn í hús. Þá var manni að sjálfsögðu innrætt að þakka skyldi fyrir sig, ef eitthvað, ætt eða óætt, var þegið. Þá var ekki gleymt að minna börn á að láta ekki „veiða“ upp úr sér á bæjum, eins og það var orðað, þar eð vitað var, að viss heimili reyndu að fá böm til að segja ýmislegt, þar sem þau eru að jafnaði einlægari og opinskárri en fullorðið fólk. Þá mátti ekki gleyma því að kynna sig með nafni, ef komið var til ókunnugra. Þetta er gamalt, og þykir kannski gamal- dags, en verður aldrei úrelt. Mann- leg samskipti og siðvenjur eru við- kvæm og verða ekki vanrækt með góðu móti. Við eigum að vera yfir dýrin hafin, hvað samskipti varðar, vegna þess að okkur er gefið tungu- málið, en þeim ekki. Hér á eftir minnist ég þriggja tilvika, þar sem mannleg samskipti voru vanrækt, eða gengið á snið við þau. Þegar danska skáldið Klaus Rif- bjerg kom til íslands fyrir nokkrum árum og las upp eftir sig í Norræna húsinu, voru margir boðnir þangað. I fremstu sætaröð sátu kunnir rit- höfundar, eins og nærri má geta, svo og þekktir bókmenntamenn. Það margt manna var þama, að opna varð inn í bókasafnið og koma þar fyrir stólum. Slíkur rithöfundur og Klaus Rifbjerg heimsækir ekki ís- land á hveijum degi. Mér datt í hug, að í fremstu sætaröð mætti líta þann manninn, sem þá hafði þýtt á íslensku hina einustu bók eftir Rif- bjerg, en það var „Anna, ég Anna“. En ekki kom ég auga á manninn. Eg fór inn í bókasafnið, og hvem sá ég þar? Þýðandann Andrés Krist- jánsson. Hann sat þar yst í homi! Hvílík hneysa! Ekki fyrir hann, held- ur þá sem gleymdu honum. Ég orð- aði þetta við Andrés, en hann lét sem ekkert væri, enda prúðmenni. Auðvitað átti að bjóða Andrési sæti nærri Klaus Rifbjerg, á því fínnst mér ekki leika neinn vafí. Norskur rithöfundur heitir Anne- Cath Vestly og hefur skrifað fjölda bóka fyrir börn, sem öðlast hafa miklar vinsældir í heimalandi, svo og hér á landi, vegna ágætra þýð- inga. Höfundinum var boðið hingað til lands. Talaði húní Norræna hús- inu um bækur sínar, og var margt fólk þarna saman komið, þar á meðal mörg börn. Mátti greina að skáldkonan átti hér margt þakk- látra lesenda. Ætla mátti að þýð- anda bóka hennar hefði verið boðið, en því miður fórst það fyrir. Ég minti hann hins vegar á, að þarna yrði fjallað um bækur skáldkonunn- ar. Og ég leiddi höfund og þýðanda saman. Fór vel á með þeim, að vonum. Stefán Sigurðsson þýddi fjóra bókaflokka, alls 17 bækur, eftir Anne-Cath Vestly, og er það út af fyrir sig mikið afrek. En hon- um var gleymt. Fyrir jólin er eitt fagurt ljóð, meðal annarra, mjög sungið. A ég þar við Ijóð Ingólfs Jónssonar frá Prestsbakka (28.10 1918 - 9.3. 1993): „Bjart er yfír Betlehem". Það er orðið sígilt jólaljóð, og á vafa- laust eftir að vera mikið sungð. Enginn vafi leikur á, að Ingólfur hefur verið listrænt skáld, og á vafa- laust eftir að lifa lengi í þessu ljóði sínu. Þarna á það vel við, sem segir í einu ágætu kvæði: „Sá dó ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð.“ (E. Ben.) Fyrir nokkrum árum sat ég sam- komu kennara á eftirlaunum, sem hittast einu sinni í vetrarmánuði hveijum, sér til ánægjuauka. Það var rétt fyrir jólin. Þar söng barna- kór ljóð Ingólfs við hið fagra lag, sem öllum ætti að vera kunnugt. Svo vel vildi til að skáldið var þarna meðal gesta. Ég kvaddi mér hljóðs og vakti athygli viðstaddra á því, að sá sem ort hefði hið undurfagra ljóð væri í kallfæri. Ég bað um, að klappað væri fyrir skáldinu Ingólfi Jónssyni frá Prestsbakka og ljóði hans. Var það og gert. Með þökk fyrir væntanlega birt- ingu. AUÐUNN BRAGISVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. ég í útileikhúsinu í Akropolishæðum í Aþenu og er ógleymanlegt. Fyrir löngu var ég, ásamt fleir- um, að ræða um flutning klass- ískrar tónlistar í sjónvarpi og ein- hver sagði, að það væru nú svo fáir sem þekktu, eða hefðu gaman af þessu sinfóníugauli. Þá sagði ég, og ég er enn sama sinnis - börnin þín vildu kannske helst fá kók og prins póló í hvert mál, en þú myndir aldrei gefa þeim það eitt til matar. íþróttir eru allra góðra gjalda verðar, en þarf virkilega að sparka alla laugardaga? Sunnudaginn 1. desember hlust- aði ég á viðtalsþátt Bryndísar Schram við fólk á elliheimili og þvílíkur framburður á málinu hjá þessum íslendingum sem eru um áttrætt. Þar fór ekkert á milli mála, - ha og hérna og sko heyrðist aldr- ei. Þetta eru góðir og fróðlegir þættir og Bryndís er ágætur stjórn- andi og spyrjandi. Ljóð dagsins er ljós í morgun- myrkrinu - og von mín er sú að flutningur skálda okkar ájslenskum ljóðum hafi vakið marga íslendinga til ljóðalesturs, og söngvararnir okkar syngi meira íslensku. Ég er þó samþykk spyijanda í útvarps- þætti að stjórnandinn ætti alltaf að gera grein fyrir höfundi áður en flutningur ljóðsins hefst og skýra ljóðið eftir lesturinn. Skyldi vera búið að flytja „í Árnasafni" eftir Jón Helgason? Ljóðið mætti gjarnan vera flutt af höfundi og hann kynntur áður en lestur hefst. Frásögn Bubba Morthens, fyrir nokkru, að hann ætlaði eingöngu að syngja á íslensku, fannst mér sérstök og mætti halda vel á lofti. (Hann mætti þó gjarnan raka sig betur.) Tungumálið. - Vitið þið að á sín- um tíma réð aðeins eitt atkvæði því í „Nýja heiminum“ að enska en ekki þýska varð tungumál Banda- ríkja Norður-Ameríku. INGIBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, Fremristekk 9, Reykjavík. Frá Óðni Spencer: AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið rætt um menntun hér á landi í kjölfar falleinkunnar sem íslensk- ir nemar fengu í alþj. könnun um þekkingu í stærðfræði og raunvís- indagreinum. Menn urðu felmtri slegnir yfir niðurstöðunum og síð- an hafa kennarar, ráðamenn og sérfræðingar bent hver á annan og reynt að finna orsökina á þess- um slaka árangri nemendanna. Sjálfum finnst mér of lítið /hafa verið gert af því að spyija nemend- urna sjálfa um það hvað þeim finnst að mætti betur fara. Langar mig í því samhengi að leggja lítið en þarft innlegg í umræðuna um það lamandi viðhorf sem virðist vera í höfðinu á mörgum kennurum gagnvart kennslu og menntun. Laugardaginn 7. des. sl. birtist ágæt grein eftir Þóreyju Einars- dóttur kennara. Bendir hún þar á ýmislegt áhugavert og hef ég ekk- ert út á heildarmynd greinarinnar að setja. En ein setning i grein- inni, sem ég held að einkenni við- horf of margra kennara hér á landi, fór illa í mig. Þar stóð: „Allir sem þekkja til kennslu vita að nemend- ur bíða sjaldnast opinmynntir af spenningi eftir að nema hin dásam- legu fræði lærimeistaranna." Leyf- ist mér að spyija á móti: Hvernig í ósköpunum vitið þið kennarar það fyrirfram hvort ég eða aðrir nem- endur bíðum spennt af áhuga á námsefninu eða ekki? Auðvitað er eitthvað til í þessari setningu en að þetta viðhorf sé ráðandi hjá kennurum tel ég vera alvarlegt. Dettur mönnum ekki í hug að einmitt slík viðhorf kennar- anna smiti út frá sér til nemend- anna og það sé í rauninni orsök þess að nemendur sýna námsefn- inu lítinn eða engan áhuga? Hvern- ig væri að kennarar færu aðeins oftar í kennslustofuna með því hugarfari að nemendur hafi áhuga á að læra það sem þeir hafa fram að færa, sama hversu óspennandi efnið kann að virðast? Ég er nær fullviss um að jákvætt viðhorf kennarans til nemendanna myndi endurspeglast og nemendurnir myndu sýna meiri áhuga og Iegðu hugsanlega námsefnið oftar á langtímaminnið og íslensk þjóð færi jafnvel kinnroðalaust í gegn- um einhveijar alþj. kannanir. Kennarar, boltinn er í ykkar hönd- um! Að endingu vil ég minnast á annað lamandi viðhorf margra kennara og ráðamanna þjóðarinn- ar. Þeir segja að menntun sé ekk- ert annað en fjárfesting. Kæru kennarar, hæstvirtu ráðamenn pg aðrir velunnarar menntunar: Ég geng ekki í skóla í einhveijum fjár- festingarhugleiðingum. Námið snýst fyrst og fremst um það að öðlast þekkingu og færni til þess að geta tekist á við lífið og tilver- una með víðsýnum og fordóma- lausum huga. Auðvitað skilar menntun sér margfalt til baka til þjóðarinnar en það er ekki viðeig- andi að kynt sé undir það að nem- endur hafi það sem aðalviðmið í sínu námi. Ef um sanna fjárfest- ingu væri að ræða ættu kennarar, foreldrar og ráðamenn að hætta að snobba fyrir akademískum bók- legum fögum og setja þess í stað verkmenntun í öndvegi, en það er nú önnur saga ... Vona ég af alhug að með sam- vinnu takist að hefja menntun á íslandi til vegs og virðingar! ÓÐINN SPENCER, nemi, Lynghaga 18. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. janúar 1997 er 24. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 24 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 575,90 it tl 10.000 kr. skírteini = kr. 1.151,80 It fl 100.000 kr. skírteini = kr. 11.518,00 Hinn 10. janúar 1997 er 22. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 22 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir. Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.148,10 Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1996 til 10. janúar 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 1997. Reykjavík, 31. desember 1996 SEÐLABANKl ÍSLANDS i—K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.