Morgunblaðið - 31.12.1996, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 49
I s
; ing á vegg á tyllidegi, ekkert sjálf-
sagðara. „Æ blessuð fyrirgefið lítil-
' ræðið.“
Við hjónin og hann kenndum
saman í áraraðir við Langholtsskóla
þar sem Sigfús var teiknikennari.
I Langholti mættumst við daglega
eins og skip á fullu stími. Alltaf
átti Fúsi falleg orð og tillit sem
gladdi. Skellihláturinn hans magn-
aði upp leynda gleði; fyllti húsið og
, skemmtisögumar voru sagðar til
^ áð kæta. Oft settist hann líka í.
I sparistofuna í hléum og lék nokkra
tóna;1 við hin lygndum augum og
nutum návistar ljúflings, sólargeisla
í dasgsins önn.
Honum sjálfum var vissulega
mikið gefið og um hann gilti ekki
almenna reglan um eina óskastund
í lífinu. Hann átti margar óska-
stundir enda lögin hans öll ljúflings-
lög. Fyrir þá dýrmætu gjöf ber að
þakka, þótt seint verði fullþakkað.
| Gleði og hlýja hörpunnar hans
| Sigfúsar mun ylja okkur um ókomna
daga, og ljósið hans lýsa sálum
þeirra sem kunna að þiggja og njóta.
Ég þakka vinahót í áranna rás.
Blessuð sé minning Sigfúsar Hall-
dórssonar, tónskálds og mannvinar.
Elín G. Ólafsdóttir, kennari.
I
■
>
»
í dag kveðjum við mikilhæfan
og öflugan liðsmann Lionsklúbbs-
ins Ægis, Sigfús Halldórsson, tón-
skáld og listmálara. Sigfús gekk
til liðs við klúbbinn 1961 og var
það sérstakt lán fyrir starfsemi
okkar að fá svo mikilsmetinn og
atorkusaman liðsmann, sem hann
ætíð var. Eins og kunnugt er hefur
höfuðviðfangsefni Lionsklúbbsins
Ægis verið að styrkja starfsemi
Sólheima í Grímsnesi. Á góðum
stundum þegar Lionsmenn heim-
sóttu vistmenn Sólheima, átti Sig-
fús jafnan senuna þegar hann
skemmti með píanóleik og söng og
var jafnan tekið kröftuglega undir
þegar hann flutti mörg hin vinsælu
og þekktu lög sín, ekki síst Litlu
fluguna. Á árlegum fjáröflunar-
skemmtunum okkar á Hótel Sögu,
svokölluðum „Kúttmagakvöldum"
var Sigfús jafnan á sviðinu og flutti
þar lög sín við ljóð ýmissa skálda
okkar og þá ekki síst „höfuðborg-
arskáldsins“, Tómasar Guðmunds-
sonar. Þar hittust tvær listamanns-
sálir sem eiga saman mörg ógleym-
anleg verk sem syngja munu í sál-
um okkar. Þá má ekki niður falla
að geta þeirra mörgu málverka
sem Sigfús gaf til happdrættis-
vinninga á þessum fjáröflunar-
kvöldum. Sigfús Halldórsson átti
stóra sál eins og kom fram í þeim
verkum sem alþjóð þekkir á sviði
tónlistar og málaralistar. En sú sál
rúmaði ekki síður mikla samúð
með þeim sem minna máttu sín og
áttu undir högg að sækja. Það
sýndi hann í öllu starfi sínu fyrir
málefni Lionsklúbbsins Ægis. Þeg-
ar okkur barst á sínum tíma hvatn-
ingarljóð frá Aðalheiði Þórarins-
dóttur, samdi Sigfús þegar við það
fagurt lag, Lions-sönginn, sem
hljómar síðan ætíð á setningarhá-
tíðum Lionsumdæmisins á Islandi
og almennum fundum okkar. Það
minnir okkur um leið á þennan
mikilhæfa félaga, sem nú hefur
kvatt. Það er með miklu þakklæti
og djúpum söknuði, sem Lions-
klúbburinn Ægir kveður þennan
frábæra félaga og styrktar- og
velgjörðarmann klúbbsins.
Guðmundur A. Gunnarsson,
formaður Lionsklúbbsins Ægis
Sigfús Halldórsson heiðursborg-
ari Kópavogs er látinn.
Hann hafði átt við ströng veikindi
að stríða síðustu vikumar. Dánar-
fregnin hefði því ekki átt að koma
á óvart eins og komið var. Samt var
það svo þegar Gunnlaugur sonur
hans hringdi til mín árla laugardags-
ins 21. desember sl. til að segja mér
lát föður síns, að ég virtist alls ekki
viðbúinn því að minn góði vinur
væri horfinn á braut.
Alþjóð þekkir tónskáldið og lista-
málarann Sigfús Halldórsson. Ég tel
að á engan sé hallað þegar sagt er
að ekkert íslenskt tónskáld eigi jafn
breiðan hlustendahóip og hann. Tón-
list hans er sígild og sívinsæl og
útgáfa á þrem geislaplötum með
tónlist hans á þessu ári, sem nú er
að líða, sýnir vel hvem sess_ tónlist
hans á í huga þjóðarinnar. í tilefni
af 75 ára afmæli Sigfúsar 7. sept-
ember 1995 gekkst Kópavogsbær
fýrir tónleikum í Listasafni Kópa-
vogs undir stjóm Jónasar Ingimund-
arssonar þar sem flutt vom lög af-
mælisbamsins af ágætum söngvur-
um, öllum búsettum í bænum. Níu
sinnum vom þessir tónleikar endur-
teknir, alltaf fyrir fullu húsi, og hefði
mátt halda lengi áfram. Það sem
ég upplifði svo sterkt í lok þessara
tónleika vom viðbrögð fólksins. Það
var sérstök tilfínning að horfast í
augu við tónleikagesti og skynja og
sjá þá gleði, virðingu og þakklæti
sem skein úr hveiju andliti er tón-
leikagestir hylltu „Fúsa sinn“ með
dynjandi lófataki.
Eg leyfi mér að vitna í umsögn
Jóns Ásgeirssonar þar sem hann
fjallar um tónskáldið, en þar segir:
„Meðal frumstæðra þjóða þekkist
ein venja, að þegar stúlka fínnur
hjá sér þörf að taka undir söng ein-
hvers manns er hún stúlkan hans.
Þetta á í raun við um alla góða
söngvara með ólíkum þjóðum, að
fagur söngur þeirra laðar fram í
mönnum bræðraþel og ást. Hver
hefur ekki fundið hjá sér þörf að
taka undir með Sigfúsi Halidórssyni
og syngja með honum söngva hans
og fundið þar fagurt samspil tilfínn-
inga og tónunar þeirra. Sigfús
syngur okkur söngva sína og við
stöldmm við, hlýðum á um stund
og tökum svo undir fullum hálsi,
því söngvar hans em slegnir þeim
galdri sem ekki verður skilgreindur,
aðeins lifaður. Galdri sem aðeins
góð tónskáld hafa á valdi sínu.“
Þessi orð Jóns fínnst mér segja
mikið og lýsa listamanninum vel.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur
kannski ekki alltaf verið þekkt fyr-
ir góða samstöðu. Þó fínnst mér
oft að gert sé meira úr því en efni
standa til. Eitt er víst, að ekki skorti
á samhug bæjarstjómar þegar það
var ákveðið að gera Sigfús að heið-
ursborgara Kópavogs en það var
árið 1994. Það er mér ein eftir-
minnilegasta athöfn sem ég sem
bæjarfulltrúi hefí tekið þátt í, gegn-
um tíðina, þegar honum var veitt
sú virðing.
Sigfús var mikill drengskapar-
maður, velviljaður, tryggur og sér-
lega skemmtilegur. Frásagnarhæfí-
leikar hans vom einstakir og svo
vel kom hann til skila sögum af
hinum ýmsu persónum að jafnvel
þó maður hefði aldrei séð eða heyrt
persónunnar getið fannst manni að
maður þekkti viðkomandi vel.
Hinn jákvæði tónn og hlýja sem
alltaf fylgdi frásögnum hans stað-
festi vel hve góður og hlýr maður
hann var. Heimili þeirra hjóna,
Steinunnar og hans að Víðihvammi
16 er eitt það fallegasta heimili sem
ég hef komið á. Þar var snyrti-
mennskan og hlýjan í fyrirrúmi og
öllum sem þangað komu hlaut að
líða þar vel í návist þeirra hjóna.
Steinunn er bráðgreind kona sem
allir er henni hafa kynnst meta
mikils.
Sigfús Halldórsson hefur slegið
sinn síðasta tón. Hann skilur mikið
eftir handa okkur sem nú kveðjum
hann. íslenska þjóðin mun um
ókomna tíð njóta þess að heyra og
syngja lögin hans ljúfu og ávallt
minnast hans með þakklæti og
hlýju.
Eg sendi Steinunni, börnum
þeirra og barnabörnum, svo og öðr-
um aðstandendum hugheilar sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
góðs drengs.
Guðni Stefánsson.
Einn síðborinn ágústdag fyrir
margtlöngu sat ég við að ljúka töflu-
gerð fyrir næsta starfsár Langholts-
skólans. Kom þá vinur minn og sam-
verkamaður, Sigbjöm Eiríksson, og
hafði í fylgd með sér væntanlegan
kennara tilað kynna hann fyrir
skólastjómendum. Sá hét Sigfús
Halldórsson og vom þeir Sigbjöm
góðkunningjar að ég hygg gegnum
samstarf í karlakómum Fóstbræður.
Hversu óralöng er ekki ferðin úr
íjarlægu landi minninganna á vit
þess sem er? Báðir em þeir nú allir.
Auðvitað kannaðist ég við Sigfús
Halldórsson, Fúsa Halldórs, hann
þekktu allir íslendingar, þeir sem
lagvísir vom sem og hinir. En þetta
voru fyrstu beinu kynnin sem ég
hafði af manninum. Einhvemveg-
inn æxlaðist þessi kynningarfundur
þannig að ekki hafði verið lokið vð
að drekka meir en úr hálfum kaffi-
bolla þegar gamansögur tóku að
ganga borðsenda á milli með til-'
heyrandi kátínu og skemmtni.
Þannig gengu kaffitímar við Lang-
holtsskólann öll þau ár sem Sigfús
Halldórsson átti þar vinnustað.
Á íslandi hefur jafnvel Drottinn
sjálfur, hvað þá aðrir, stundum ver-
ið nokkuð sparsamur á daglegt
brauð listamönnum til munns.
Margir þeirra því þurft að grípa til
brauðsstritsverka svo sem t.d.
kennslu. Með misjöfnum árangri
einsog gengur, því að þótt andinn
sé að vísu reiðubúinn er holdið
stundum veikt. Frábærir listamenn
þurftu ekki endilega að vera frá-
bærir kennarar. Frá þessari reglu
var Fúsi, vinur minn, undantekning.
Þóað hann væri frábær listamaður
lagði hann metnað í að vera líka
frábær kennari.
Á samstarfsámm okkar Fúsa
lagði ég oft leið mína niður í Neðsta,
einsog við okkar á milli kölluðum
vistarveru teiknikennslunnar. í yfír-
fullum, þrísetnum skólum, var þeim
námsgreinum sem stundum voru
kallaðar „aukafög", af illri nauðsyn
holað niður þar sem einhvers staðar
fannst kjallari undir öðrum kjallara.
Stundum fór ég í þessa undirheima-
göngu að eigin frumkvæði, stund-
um, ef langt varð milli húsvitjana,
eftir afar hógværlega uppörvun. Þá
komst ég að raun um að teiknikenn-
arinn var metnaðarfullur fyrir sína
hönd og nemenda sinna og gladdist
innilega hveiju sinni sem góður
árangur uppmálaðist.
Leiðir skildust. Ég skipti um
vinnustað og vík varð milli vina.
Fundum fækkaði. En gott var alltaf
að hitta Sigfús Halldórsson þótt
tækifærin væru stopul. Of stopul
og mín sök.
Nú hefur leiktjaldið milli tilveru-
sviðanna fallið. Tjald aðskilnaðar
þess, sem er héma megin og hins,
sem er hinum megin. Eftir situr
tómleiki hjá þeim sem sakna vinar,
og söknuður þeirra sem minnast
ástvinar. Hversu fátæklegar eru
ekki samúðarkveðjur til þeirra þótt
fram séu bornar af heilum hug.
En tjaldið er fallið. Gegnum það
geta ekki aðrar boðleiðir brotist en
vonin, trúin, og hugarflugið.
Skyldu hinir himnesku herskar-
ar eingöngu syngja uppúr íslensku
sálmabókinni? Allt er þar af góðum
hug gert og til sáluhjálpar, sem
mest er um vert, en stundum að-
eins meira af vilja en mætti. Ekki
kæmi mér á óvart að englakórinn
gleddist ef Tómas og Fúsi tækju
nú aftur höndum saman og byggju
til ljóð og lög, sem lífguðu svolítið
uppá stemmninguna I himnaríki,
með fínspunninni lyrik og lúmskum
húmor.
Kannski færi þessi alvöruþungni
Jahve, Drottinn Allsheijar, meira-
aðsegja að brosa?
Kristján J. Gunnarsson.
Sigfús Halldórsson tónskáld
flutti í Kópavog árið 1963 og var
kosinn heiðursborgari Kópavogs-
bæjar af bæjarstjórninni þann 22.
mars 1994. Þannig var honum sýnt
þakklæti fyrir ómetanlegt framlag
til menningarmála sem íbúar Kópa-
vogs og landsmenn allir hafa feng-
ið að njóta lengi.
Það er með söknuði sem við
kveðjum Sigfús. Steinunni Jóns-
dóttur og bömum þeirra hjóna fær-
um við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Bæjarstjórn Kópavogs.
• Fleiri minningargreinar um
Sigfús Halldórsson bíða birtingar
ogmunu birtast í blaðinu næstu
daga.
t
Innilegarþakkirtilallra.semsýndusamúðogvinsemdviðfráfall 1 r
SVANLAUGAR FINNBOGADÓTTUR
frá Galtalæk,
Víðimel 21,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur á Arnar-
holti.
Gleðilegt nýtt ár.
Magnús Magnússon.
Alúðarþakkir til allra, er sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
móður okkar,
GYÐU BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Gautlandi 5,
Reykjavík.
Bryndis Skúladóttir,
Gunnsteinn Skúiason,
Guðlaug Skúladóttir,
Sigrún Skúladóttir,
Halldór Skúlason.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
VALGEIRS M. EINARSSONAR,
Nökkvavogi 29,
Reykjavik.
Helga Sigurðardóttir,
Einar Björn Valgeirsson,
Sigurður Valgeirsson, Birna Leifsdóttir,
Valgeir Valgeirsson, Auður Ingólfsdóttir,
Hörður Valgeirsson, Kristín Ásta Þórsdóttir
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og systur,
SIGRÍÐAR HELGU SKÚLADÓTTUR,
Arahóium 2,
Reykjavík.
Guð gefi ykkur gleðilegt og gæfuríkt ár.
Jóhannes Konráðsson,
Lóa Konráðsdóttir,
Levi Konráðsson,
Þorsteinn Konráðsson,
Sigríður Konráðsdóttir,
Ósk Konráðsdóttir,
Anna Konráðsdóttir,
Ebeneser Konráðsson,
Jódfs Konráðsdóttir,
Unnar Reynisson,
Marfa
Þóra Kristjánsdóttir,
Margrét Sigurðardóttir,
Gylfi Óskarsson,
Gísli H. Árnason,
Ásmundur Magnússon,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Skúladóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.