Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýtt álver á Grundartanga og stækkun Járnblendiverksmiðjunnar Hagvöxtur verður 4,3% 6%- Hagvöxtur á Islandi 1993-97 -samanburður við iðnríki og ESB-ríki b——| Ef Colu iðnríki —J Ef Columbia-álverið rís og verksmiðja Járnblendifélagsins verði stækkuð ESB-ríki 1 1 Im J ■ n n 1 ■ ■ u n ’94 '95 '96 '97 '93 '94 '95 ’96 '97 U '94 ’95 ’96 ! Heimild: Þjóðhagsstofnun, Hagvísar -1 HAGVOXTUR stefnir í að verða um 4,3% á næsta ári að mati Þjóð- hagsstofnunar, ef bæði verður ráð- ist í byggingu álvers Columbia Ventures Corp. og stækkun Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga, eins og vaxandi líkur eru á. Þetta er verulega meiri hagvöxt- ur en gert var ráð fyrir í þjóðhagsá- ætlun, en þar var gert ráð fyrir 2,5% hagvexti á árinu 1997. Jafn- framt aukast þjóðarútgjöld um 7% í stað 3,5% eins og ráð var fyrir gert í þjóðhagsáætlun og hallinn á viðskiptajöfnuði verður 4,5% á næsta ári samanborið við 2,9% í þjóðhagsáætlun. Þetta kemur fram í nýjum hag- vísum Þjóðhagsstofnunar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, segir að ef ráðist verður í þessar framkvæmdir stefni í að árið 1997 verði annað veltiárið í röð, því gert sé ráð fyrir að hag- vöxtur í ár verði 5,5%. Þetta sé gríðarlega mikil breyting á efna- hagshorfunum og sé verulega um- fram þann hagvöxt sem spáð sé í helstu viðskiptalöndum okkar. Að- aláhyggjuefnið sé hins vegar mikill viðskiptahaili. í þjóðhagsáætlun hafi verið reiknað með að hann yrði um 15 milljarðar króna, en verði af þessum framkvæmdum megi gera ráð fyrir að hann stefni í að verða um 25 milljarðar króna á næsta ári. íjárfestingarhlutfallið ykist hins vegar í 22% á næsta ári, sem væri mikil aukning á stutt- um tíma eða um sjö prósentustig frá árinu 1995. 38 miiyarða fjárfesting Áætlað er að fjárfesting vegna nýja álversins og framkvæmda Járnblendiverksmiðjunnar nemi samtals tæplega 38 milljörðum króna. Þar af eru 23 milljarðar vegna orkumannvirkja, 12 milljarð- ar vegna nýs álvers og tæplega 3 milljarðar vegna Járnblendiverk- smiðjunnar. Gert er ráð fyrir að framkvæmt verði fyrir 15 milljarða á næsta ári og meginhiuti fram- kvæmdanna falli til á árunum 1997 og 1998. Aðspurður segir Þórður að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að stemma stigu við þessum halla og þenslu, bæði með peningamála- aðgerðum í haust, afgreiðslu fjár- laga með afgangi og tilflutningi og frestun á opinberum fram- kvæmdum. Hvort nægilega sé að gert verði reynslan að leiða í ljós. Menn verði að fylgjast vel með framvindunni og vera tilbúnir til að bregðast við verði þess þörf. Stöðugleikinn skipti mestu máli og að halda verðbólgu niðri. Það sé undirstaðan að þeim árangri sem við höfum verið að ná í efnahags- málum á síðustu 2-3 árum. Gott ár Þórður sagði aðspurður um árið 1996 að það hefði á alla helstu mælikvarða verið gott ár [ efna- hagslegu tilliti fyrir okkur íslend- inga. Hann sagði jafnframt að al- mennt væri því spáð að árið 1997 yrði gott ár í alþjóðlegum efna- hagsmálum. Bjóða hluta- bréf með dvalarrétti HEIMAR hf. hafa hafið sölu á hluta- bréfum sem veita dvalarrétt í orlofs- íbúðahóteli fyrirtækisins á Hvalfjarð- arströnd. Það hét áður Norræna skólasetrið, en nafni þess var breytt nú í haust. Jafnframt hefur félagið hlotið staðfestingu ríkisskattstjóra um að það sé almenningshlutafélag og geta kaupendur því fengið skatta- afslátt með hlutabréfakaupum. Fram kemur í frétt að Heimar hafa gerst aðili að orlofshlutdeildar- kerfi RCI (Resort Condominiums International) sem er alþjóðlegt fyrir- tæki með yfir 3 þúsund íbúðahótel um allan heim. Með aðild sinni að RCI gefst hluthöfum í Heimum kost- ur á að skipta á dvalarrétti sínum í íbúðahótelinu á Hvalfjarðarströnd og á jafnlangri dvöl í öðrum íbúðahótel- um RCI. Gefur þetta möguleika á að eyða sumarleyfi sínu hvar sem er í Evrópu, Bandaríkjunum, og víða í Asíu og Afríku. Hægt er að velja á milli þriggja möguleika eftir því hvaða tími ársins er valinn, þ.e. B-hlutabréfa fyrir 490 þúsund, C-hlutabréfa fyrir 390 þús- und eða D-bréfa fyrir 190 þúsund. Hvert hlutabréf veitir rétt til viku- dvalar í íbúðahóteli á hverju ári næstu 99 ár, en hluthafar geta skipt á jafn löngum tíma í öðru RCI-íbúða- hóteli hvar sem er í heiminum. Gífurleg auknmg hjá hlutabréfasjóðum VIÐSKIPTI með hlutabréf voru blómleg hjá verðbréfafyrirtækjunum í gær. Alls voru skráð 186 viðskipti á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðnum í og nam söluverðmæti þeirra rúmum 96 milljónum króna. Meiri ásókn var í hiutabréf í hluta- bréfasjóðum verðbréfafyrirtækjanna og nam salan í þá nokkur hundruð milljónum króna. Telja sérfræðingar að sala í hlutabréfasjóðum í desem- ber sé ekki undir 1.200 milljónum króna en í fyrra seldust hlutabréf í sjóðunum fyrir um 800 milljónir króna í sama mánuði. Mikill erill var hjá verðbréfafyrir- tækjunum í allan gærdag. Állar símalínur voru rauðglóandi og sums staðar mynduðust langar biðraðir viðskiptavina. Þeir verðbréfamiðiar- ar, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, voru sammála um að ásóknin í hlutabréf, og þá sérstaklega bréf í hlutabréfsjóðum, væri mikil og hefði aldrei verið meiri en fyrir þessi áramót. í fyrra keyptu um 16.600 manns hlutabréf í því skyni að nýta sér skattafrádrátt vegna hlutabréfa- kaupa. Magnús Guðmundsson, við- skiptafræðingur hjá Kaupþingi, taldi síðdegis í gær að á árinu hefðu a.m.k. tuttugu þúsund manns keypt sér hlutabréf í þessu skyni. Þessi tala segir ekki alla söguna því að flest verðbréfafyrirtækin voru opin fram eftir kvöldi í gær og verða opin til hádegis í dag, gamlársdag. Taldi Magnús að sala í hlutabréfa- sjóðum í desember væri ekki undir 1.200 milljónum króna en í desem- ber í fyrra seldust hlutabréf í sjóðun- um fyrir um 800 milljónir Margir að kaupa í fyrsta sinn Um fimmleytið í gær hafði Kaup- þing hf. selt hlutabréf í Hlutabréfa- sjóðnum Auðlind hf. fyrir um 70 milljónir króna það sem af var degin- um en fyrir um 250 milljónir sam- tals í mánuðinum öllum. Magnús sagði að mikið væri um ný andlit meðal viðskiptavina og áberandi að margir væru að kaupa í fyrsta sinn. „Þetta fólk er margt að stíga sín fyrstu skref á hluta- bréfamarkaðnum og vill því helst kaupa í sjóðum til að lágmarka áhættuna. Það er athyglisverð stað- reynd að yfir tuttugu þúsund manns fjárfesta í hlutabréfum til að nýta sér skattafrádrátt e_ða þriðjungur af þeim sextíu þúsund íslendingum sem greiða tekjuskatt. Þetta sýnir að þátttaka aimennings á hlutabréfa- markaðnum er orðin mjög almenn en einskorðast ekki við litla „elítu“ eins og sumir halda.“ Hjá Verðbréfamarkaði íslands- banka fengust þær upplýsingar að sala hlutabréfa væri með mesta móti. Síðdegis í gær hafði heildar- sala í Hlutabréfasjóðnum hf. í des- ember numið um 260 milljónum króna og þar af hafði verið selt fyr- ir 63 milljónir í gær. Þökkum. viðskiptin rí rírinu xnícxkmon t 3. jan. vegna vörutalningar. i 4. jan frá kl. 10-17 Morgunblaðið/Kristinn Maður ársins í viðskiptalífinu AÐALSTEINN Jónsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., var útnefndur maður ársins 1996 í íslensku viðskiptalífi af tímarit- inu Frjálsri verslun. Var viður- kenningin afhent í veislu á Hótel Sögu á sunnudag. Á myndinni eru f.v. Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða hf., Að- alsteinn Jónsson og Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. i^/aocrMacotio H)CS Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðskiptaverðlaun 1996 VIÐSKIPTAVERÐLAUNIN 1996, sem DV, Stöð 2 og Við- skiptablaðið standa fyrir, hafa verið veitt hjónunum Arngrími Jóhannssyni og Þóru Guð- mundsdóttur hjá Atlanta, sem valin voru menn ársins í íslensku viðskiptalífi, og Kára Stefáns- syni, prófessor, sem valinn var frumkvöðull ársins, en hann hefur stofnað fyrirtækið deCODE genetics, sem fæst við rannsóknir í erfðafræði. Á myndinni auk þeirra eru Óli Björn Kárason, ritsljóri Við- skiptablaðsins, og Finnur Ing- ólfsson, viðskiptaráðherra, sem afhenti verðlaunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.