Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ I hljómmíklu húsi TONLIST Ilallgrímskirkja ÓRATORÍUTÓNLEIKAR Fluttir voru fjórir þættir úr jólaóra- toríu eftir Johann Sebastian Bach. Einsöngvarar. Þóra Einarsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Gunnar Guðbjömsson og Loftur Erlingsson. Mótettukór Hallgrímskirkju, Iiljóm- sveit leidd af Sigurbimi Bemharðs- syni. Stjómandi: Hörður Askelsson Sunnudagurinn 29. desember, 1996. JÓLAÓRATORÍAN eftir J.S. Bach er meistaraverk, eins og nær allt það sem þessi snillingur lét okkur eftir. Það er fyrst og fremst tónvefnaðurinn sjálfur og úr- vinnsla tónhugmyndanna, sem gefur tónlist hans gildi en einnig, að sú geirnegling tónhugmynd- anna, sem er stórkostleg hjá hon- um, hefti ekki þennan snilling í að yrkja og túlka af meiri reisn en menn kunnu á hans dögum, enda kom hans tími ekki fyrr en 100 ár voru liðin frá láti hans og enn er hann meðal okkar. Flutningur Mótettukórsins var í alla staði mjög góður, t.d. í upp- hafskórum 1., 3. og 5. kafla, sem allir eru stórbrotnar tónsmíðar og erfiðar í söng. Sálmarnir voru fal- lega sungnir en helst til blátt áfram. í þeim hefði mátt breyta ögn um flutningsmáta, til að skapa þeim sérstöðu innan verksins en í þessum perlum er að finna innilega og kyrrláta lotningu. Gunnar Guð- björnsson var frábær í hlutverki Guðspjallamannsins og söng ar- íuna, Froe Hirten, mjög vel, en með honum lék Martial Nardeau fallegan einleik á flautu. Rannveig Fríða Bragadóttir söng mjög vel og af öryggi nokkur tónles og aríurnar Bereite dich Zion, Schlafe mein Liebster, Schliesse, mein Herze en í síðastnefndu aríunni vefur Bach utan um sönglínuna, fallega einleikslínu fyrir fiðlu, sem SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA 21.-24. DESEMBER 1996. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. Bóksölulisti 1LIFSKRAFTUR Sr. PÉTUR OG IIMGA í LAUFÁSI (5) Fríðrík Eríingsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 2LÖGMÁLIIM SJÖ UM VELGENGI (3) Deepak Chopra. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur 3BENJAMÍN H.J. EIRÍKSSON í STORMUM SINNAR TÍÐAR (1) Hannes H. Gissurarson skrásetti. Útg. Bókafélagið 4KÖKUBÓK HAGKAUPS (2) Jóhannes Felixson. Útg. Hagkaup 5Z ÁSTARSAGA (-) Vigdís Grímsdóttir. Útg. Iðunn 6 EKKERT Að MARKA! Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell (6) 7 LATIBÆR Á ÓLYMPÍULEIKUM (8) Magnús Scheving. Útg. BókaútgágaÆskunnar 8 ÍSLANDSFÖRIN Guðmundur Andrí Thorsson. Útg. Mál og menning (-) 9 BROTAHÖFUÐ Þórarinn Eldjárn. Útg. Forlagið (-) 10 ÁLAUSU Smárí Freyr og Tómas Gunnar. Útg. Skjaldborg ehf. (9) Einstakir flokkar: Skáldverk 1 Z ÁSTARSAGA Vigdís Grímsdóttir. Útg. Iðunn (1) 2 ÍSLANDSFÖRIN Guðmundur Andri Thorsson. Útg. Mál og menning (3) 3 BROTAHÖFUÐ Þórarinn Eldjárn. Útg. Forlagið (5) 4 LÁVARÐUR HEIMS Ólafur Jóhann Ólafsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. (2) 5 LÍFSINSTRÉ Böðvar Guðmundsson. Útg. Mál og menning (4) 6 BÓNUSUÓÐ Andri Snær Magnason. Útg. Bónus (-) 7 ÚRÁLÖGUM Stephen King. Útg. Fróði (6) 8 RÓSIR DAUÐANS Mary Higgins Clark. Útg. Skjaldborg ehf. (7) 9 BLÓÐAKUR Ólafur Gunnarsson. Útg. Forlagið (-) 10 BROTNIR HLEKKIR Ken Follet. Útg. Vaka-Helgafell hf. (-) Almennt efni 1 LÍFSKRAFTUR Sr. Pétur og Inga í Laufási (4) Friðrik Erlingsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 2 LÖGMÁLIN SJÖ UM VELGENGNI (3) Deepak Chopra. Bókaútgáfan Vöxtur 3 BENJAMÍN H.J. EIRÍKSSON I stormum sinnartíðar (1) Hannes H. Gissurarson. skrásetti. Útg. Bókafélagið 4 KÖKUBÓK HAGKAUPS (2) Jóhannes Felixson. Utg. Hagkaup 5 ÚTKALL Á ELLEFTU STUNDU (6) Óttar Sveinsson. Útg. íslenska bókaútgáfan 6 MANNLÍFSSTIKLUR (5) Ómar Ragnarsson. Útg. Fróði 7 þjqðsqgur jóns MULA ARNASONAR (8) Jón Múli Árnason. Útg. Mál og menning 8 LÆKNINGAMÁTTUR LÍKAMANS (-) Andrew Weil. Útg. Setberg 9 NOSTRADAMUS & SPÁDÓMARNIR UM ISLAND (-) Guðmundur S. Jónasson. Útg. Reykholt 10 MARS OG VENUS I SVEFN- HERBERGINU (10) Dr. John Gray. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur Börn og unglingar 1 EKKERT AÐ MARKA! (2) Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 2 LATIBÆR ÁÓLYMPÍULEIKUM (3) Magnús Scheving. Útg. Bókaútgáfa Æskunnar 3 ÁLAUSU (4) Smári Freyr og Tómas Gunnar. Útg. Skjaldborg ehf. 4 JÁTNINGAR BERTS (1) Anders Jacobsson & Sören Olsson. Útg. Skjaldborg ehf. 5 ALLTÍ SLEIK (5) Helgi Jónsson. Útg. Bókaútgáfan Tindur 6 HRINGJARINN í NOTRE DAME (8) Walt Disney. Útg. Vaka-Helgafell 7 BESTU BARNA- BRANDARARNIR (-) Börn tóku efnið saman. Útg. Bókaútgáfan Hólar 8 KVENNAGULLIÐ SVANUR (-) Anders Jacobsson og Sören Olsson. Útg. Skjaldborg ehf. 9 STAFRÓFSKVER (-) Sigrún Eldjárn. Þórarinn Eldjárn ljóðskreytti. Útg. Forlagið 10 VOR í ÓLÁTAGARÐI (-) Astrid Lindgren. Útg. Mál og menning. Morgunblaðið/Kristyinn FLUTNINGURINN í heild var mjög góður, einsöngvararnir frá- bærir, einstaka einleikarar innan hljómsveitarinnar góðir og hljómsveitin einnig. Kórinn stóð sig frábærlega vel... 'konsertmeistari hljómsveitarinnar, Sigurbjörn Bernharðsson, flutti mjög fallega. Loftur Erlingsson söng nokkur tónles og aríurnar Grosser Herr en þar átti Ásgeir H. Steingrímsson góðan mótleik á trompet og í Erleuchte auch, þar sem Daði Kolbeinsson lék kontra- punktrödd á óbó d’amore. Loftur er einn af ungu söngvurunum, sem nú eru að helja starfsdag sinn, að loknu löngu námi. Söngur hans var mjög góður, framfærður af öryggi og listfengi. Annar efnileg- ur söngvari, sem einnig söng af öryggi og listfengi, var Þóra Ein- arsdóttir. Hún söng með Lofti dúettinn Herr, dein Mitleid og í terzettinum Ach, wann wird die Zeit, með Rannveigu Fríðu og Gunnari. Tónvefnaðurinn er túlkunar- meðal Bachs og þótt erfítt sé að syngja flúraðar tónlínur meistar- ans, eru þær ekki ávallt mótaðar til að nýta aðeins besta tónsvið raddarinnar, sem oftar er hljóm- mest á efra sviði hverrar raddgerð- ar. Á móti röddinni á lágsviðinu er hvergi slakað á flóknum tón- vefnaði mótraddanna og í hljóm- miklu húsi, eins og Hallgríms- kirkju, getur verið erfitt fyrir söngvara að halda sínum hlut gegn tónfrekum hljóðfærunum. Hvað sem mikilli hljómgun kirkjunnar líður var flutningurinn í heild mjög góður, einsöngvararn- ir frábærir, einstaka einleikarar innan hljómsveitarinnar góðir og hljómsveitin einnig. Kórinn stóð sig frábærlega vel, því sumir kafl- arnir eru ekki auðveldir, sérstak- lega þar sem flúr og hraði gáfu engin grið, undir öruggri stjórn Harðar Áskelssonar. Með þessari umfjöllun fylgir ósk um gleðilegt ár og farsæla framtíð. Jón Ásgeirsson Skapadómur skáldjöfurs KVIKMYNPIR Iláskólabíó HAMSUN ★ ★ ★ Leikstjóri Jan Troell. Handritshöf- undar Olav Enquist, Madeleine Fant. Kvikmyndatökustjórar Mischa Gavijusjov. Aðalleikendur Max Von Sydow, Ghita Nörby, Eindride Eidsvold, Gard B. Eidsvold,, Anette Hoff, Ernst Jacobi, Sverre Anker Ousdal, Edgar Selge. 160 mín. Norsk/þýsk/dönsk/sænsk. Nordisk Fikn 1996. SORGARSAGAN að baki elliára norska skáldjöfursins Knud Hams- un (Max Von Sydow) er rakin í þessari vönduðu og metnaðarfullu, en jafnframt ógnarlöngu mynd. Hamsun hefst 1935, skáldið er tekið að reskjast, ósamkomulag ríkjandi milli hans og eiginkonunn- ar Marie (Ghita Nörby). Blikur á lofti í Evrópu, Hitler (Ernst Jacobi) að komast til valda. Hamsun, og ekki síður Marie, eru sannfærð um að þar sé lausnarinn endurbor- inn. Stríðinu lýkur og þjóðskáldið fellt af stalli. Norðmenn vilja ekki dæma hann landráðamann en gamli maðurinn krefst réttarhalda - sem hann fær. Það hefur hent og mun henda bestu menn að veðja á rangan hest, hrífast af málefni og mönn- um sem standa ekki undir vænt- ingum, verða andhverfa draums- ins. Norðmenn mega eiga það að hér er ekkert verið að frægja eða ófrægja minningu Hamsuns held- ur fylgt staðreyndum, m.a. er Regnboginn, ævisaga Marie, einn aðalstuðningur handritshöfunda. í höndum kvikmyndargerðarmann- anna er Hamsun geðstirt gamal- menni, sérvitringur, gallharður á meiningunni. Með innbrennt hatur á Bretum og glæsta sýn á framtíð síns elskaða föðurlands eftir sigur Þriðja ríkisins, gengur hann ótrauður til liðs við nasista. Marie hefur staðið í skugga manns síns, í boðskap nasismans finnur hún hljómgrunn fyrir jafnréttisbaráttu kvenna. Og verður jafnvel enn harðari fylgismaður Hitlers og ára hans en bóndinn. Hamsun er hættur að skrifa þegar hér er komið sögu, myndin snýst einkum um viðskipti hans við stríðsherrana, en skáldið bjarg- aði mannslífum úr klóm þýska setuliðsins í bland við að hylla Vidkun Quisling (Sverre Anker Ousdal). Fræg er ferð hans á vit „Foringjans" og er hún endursögð hér með miklum ágætum. En for- inginn reyndist daufheyrður á bænahjal skáldsins. Þeir drápu Quisling en ekki Hamsun-hjónin. Samkvæmt sagn- fræði Hamsun virðist það ljóst að hann var aðeins nytsamur, trú- gjarn sakleysingi. Það er betra að trúa því en ýmsu öðru sem haldið hefur verið á lofti um þessa örlaga- tíma. Ekki sér maður myndina fyrir sér án Max Von Sydows, sem er mikilfenglegur og ekki ólíkur Hamsun í útliti og yfirbragði. Af- burðaleikur sænska snillingsins kemur ekki á óvart, það gerir hins- vegar snilli Ghitu Nörby, dönsku leikkonunnar sem lék ósjaldan á móti Dirch Passer í „den“. Það voru ekki kröfuhörð hlutverk. Hér blómstrar Nörby, það er leikur hennar sem hrífur menn með sér og fær þá til að líta sjaldnar á klukkuna en sá valinkunni leik- stjóri, Jan Troell, hefur verið alltof spar á skærin. Um listrænt útlit sér Karl Júlíusson af gamalkunnri natni og smekkvísi. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.