Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 47 MINNIIMGAR GUÐ- VARÐUR JÓNSSON + Guðvarður Jónsson, mál- arameistari á Akureyri, fæddist á Bakka í Sléttuhlíð í Skagafirði 23. nóvember 1916. Hann lést á Akureyri 22. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 30. desember. Það er erfítt að trúa því að afí sé farinn burt frá okkur. Þegar ég var lítil var ég mikið hjá afa og ömmu. Minningarnar sem ég á um hann afa eru margar og væru efni í heila bók ef ég myndi skrifa þær allar. Afí var alltaf svo ljúfur og góður og skeytti aldrei skapi sínu á öðrum. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa öðrum, og launin sem hann vildi var gleði í hjarta. Betra er að gefa en þiggja. Ef ég gerði eitthvað fyrir hann afa, hversu lítið sem það var stóð aldrei á þakklætinu. Við afí áttum nokkrar góðar stundir saman, þær voru bara allt of fáar. Maður gefur sér aldrei tíma fyrr en það er orðið of seint. En þessar fáu stundir sem við áttum saman eftir að ég eltist töluðum við mest um ýmsa söfnun. Það hef ég erft frá honum afa mínum að safna ýmsum hlutum að mér. Eitt safnið er mér þó dýrmætast og það er spilasafnið mitt sem hann afi minn gaf mér þegar ég fermdist. Já, alltaf fannst mér gott að koma til afa og ömmu. Og eftir að ég eignað- ist sjálf fjölskyldu var alltaf farið til afa og ömmu í Afastræti, fyrst að afí átti heima þar hiaut gatan að heita Afastræti en ekki Aðalstræti. Það var aldrei leiðrétt hjá bömunum, þau kölluðu götuna Afastræti þang- að til þau fóru sjálf að lesa. Minningin mun alltaf lifa hjá bæj- arbúum þegar þeir horfa austur í Vaðlaheiði um áramót og sjá ártalið. Og stolt ég er af því að geta sagt: Það var hann afi minn sem gerði ártalið í heiðinni fyrst. Elsku afí minn, ég kveð þig nú með söknuði og vona að þér líði vel þar sem þú ert nú staddur. Harpa. Skilafrest- ur minn- ingar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fýrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fýrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. «4 m ssi nxrjc Erfídrykkjur * H a P E R L A N Síwi 562 0200 nnmmf t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET MARÍA JÓHANNSDÓTTIR, Baldursgarði 12, Keflavík, lést á heimili sínu 29. desember. Óskar Þórhallsson, Hrefna Björg Óskarsdóttir, Þórhallur Óksarsson, Karl Einar Óskarsson, Anna Pálína Árnadóttir, Kristinn Óskarsson, Steinþóra Eir Hjaltadóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN SIGURÐSSON frá Bergi, Grindavík, lést á öldrunardeild Víðihlíðar 28. desember. Sigurður Kristjánsson, Björg Kristjánsdóttir, Ólafia Kristjánsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður, sonur og stjúpi, BJÖRN SIGURÐSSON, Birkimel 8, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 30. des- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Eygló Kristófersdóttir, Sigurður Magnússon, Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÚÐVÍK THORBERG ÞORGEIRSSON, Hæðargarði 35, sem lést 27. desember sl., verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. janúar kl. 10.30. Guðriður Halldórsdóttir. Halldór Geir Lúðviksson, Birgir Lúðviksson, Helga Brynjólfsdóttir, Þorgeir Lúðvfksson, Valdís Gróa Geirarðsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÓLFUR BECK SVEINBJARNARSON húsgagnasmiður, er lést á Landspítalanum 22. desem- ber, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 3. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Fríða Guðrún Árnadóttir, Árni Þórólfsson, Guðbjörg Elín Daníelsdóttir, Arna Björk Árnadóttir, Daníel Bjartmar Sigurðsson. t Elskuleg fóstursystir mín og frænka okkar, SVANLAUG DANÍELSDÓTTIR, áður Barmahlíð 42, Hrafnistu, Reykjavík, verður kistulögð f Fossvogskapellu fimmtudaginn 2. janúar kl. 13.45. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Björg Rögnvaldsdóttir, Guðfinna Margrét Óskarsdóttir, Stefán Dan Óskarsson, Brynjólfur Óskarsson, Rögnvaldur Þór Óskarsson, Már Óskarsson, Arnar Óskarsson og fjölskyldur. t Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, JÓN SNORRI BJARNASON frá Ögurnesi, er lést á Landspítalanum 20. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Álftanesi, föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Lára S. Bjarnadóttir, Sæmundur M. Bjarnason, Ingibjörg Þ. Bjarnadóttir, Kristján J. Jónsson, Baldur Bjarnason, Ásta K. Bjarnason, Sigríður J. Bjarnadóttir, Gunnlaugur Finnsson, Sæmundur Kristjánsson, Svanur Kristjánsson, María Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur. € t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS KJARTANSSON bóndi, Austurey I, Laugardal, sem lést á heimili sínu þann 22. desem- ber, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju laugardaginn 4. janúar kl. 13.30. Jarðsett að Laugarvatni. Sætaferð frá B.S.Í. kl. 12.00. Hermína Sigurrós Hansdóttir, Kjartan Lárusson, AuðurWaage, Ragnar Matthías Lárusson, Fríða Björk Hjartardóttir, Margrét Sigurrós Lárusdóttir, Karl Eiriksson, Hanna Lárusdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Kristín Jóhanna Andersdóttir, Ástgeir Arnar Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGFÚS HALLDÓRSSON tónskáld, Vfðihvammi 16, Kópavogi, sem lést laugardaginn 21. desember sl., verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 13.30. Steinunn Jónsdóttir, Gunnlaugur Y. Sigfússon, Jóhanna G. Möller, Hrefna Sigfúsdóttir, Ágúst E. Ágústsson, Sigfús Gunniaugsson, Hulda Egilsdóttir, Yngvi Páll Gunnlaugsson, Helga Ágústsdóttir, Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HJÖRTRÓS ALDA REIMARSDÓTTIR, Nesvegi 63, Reykjavík, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 25. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag vangefinna og Krabba- meinsfélagið. Bergur Sigurpálsson, Bjarni Reynir Bergsson, Sigurpáil Bergsson, Hjördfs Harðardóttir, Bergur Bergsson, Sigrún Ólafsdóttir og barnabörn. Árnína Guðlaugsdóttir, Sigriður V. Bragadóttir, Hafþór B. Guðmundsson, Birgir Þór Bragason, Marfanna Friðjónsdóttir, Jón Árni Bragason, Elísabet Einarsdóttir, Bragi Þ. Bragason, Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir, Ásta H. Bragadóttir, Helga Björg Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BRAGI ERLENDSSON, Stekkjarflöt 11, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.