Morgunblaðið - 31.12.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 31.12.1996, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + fltrpmMiiMí STOFNAÐ 1913 Davíð Oddsson forsætisráðhe: og formaður Sjálfstæðisflokk ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐ VARÐVEITA ÁRANGURINN MIKILSVERÐUR árangur hefur náðst í íslenzku efna- hagslífi á árinu, sem nú er á enda runnið. Gengi fyrir- tækjanna hefur haldið áfram að batna eftir langan harðinda- kafla. Sjávarafli hefur aldrei orðið meiri í íslandssögunni í tonnum talið og útflutningsverðmæti hans hefur heldur aldr- ei orðið meira. Aukinheldur hefur nýjum stoðum verið skot- ið undir efnahagsbatann með stækkun álversins í Straums- vík og með fjárfestingum íslenzkra fyrirtækja erlendis. Góð von er um að nýtt álver verði reist á Grundartanga. Um leið og segja má að 1996 hafi verið árið, sem krepp- unni lauk, svo ekki verður um deilt, er ljóst að tekizt hefur að varðveita stöðugleikann í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur ekki farið úr böndunum á nýjan leik og í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið voru fjárlög ríkisins afgreidd með nokkrum afgangi. Stöðugleiki efnahagslífs er meiri á Islandi en í flestum öðrum Evrópuríkjum, eins og sjá má af því að ísland uppfyllir skilyrðin fyrir aðild að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, þótt það eigi ekki kost á slíkri aðild nú um stundir. Önnur Evrópuríki streitast við að ná sömu mark- miðum. Hins vegar eru blikur á lofti. Hætta er á að þensla verði í efnahagslífinu vegna mikilla framkvæmda á nýju ári, verði af áformum um byggingu álvers og virkjana. Stærsti óvissu- þátturinn er aftur á móti komandi kjarasamningar. Eftir mörg mögur ár er skiljanlegt að launþegar krefjist hlutdeild- ar í efnahagsbatanum. Kröfurnar verða hins vegar að vera raunhæfar og mega umfram allt ekki verða til þess að verð- bólgan fari úr böndunum á ný. Verðbólgan er versti óvinur íslenzks launafólks, eins og flestir muna frá fyrri árum. Verðstöðugleikinn hefur stuðlað að bættu verðskyni almenn- ings, lægra verðlagi og bættum kaupmætti. Inn í viðræður um kjarasamninga blandast nú einnig málefni, sem mikið hafa verið rædd á árinu; hvernig auka megi framleiðni í atvinnulífinu og stuðla þannig að bættri samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja, auk þess að stytta vinnutímann og hvetja þannig til þess að fólk eyði meiri tíma með fjölskyldu sinni og kynin skipti jafnar með sér verkum á heimilinu. Stöðugleikinn er hins vegar ein mikilvægasta forsenda þess að auka megi framleiðni og stytta vinnudaginn. Þannig hvílir nú gífurleg ábyrgð - meiri en oftast áður - á herðum forystumanna launþega og vinnuveitenda í kjara- viðræðum á nýju ári. Það er ekki sízt undir þeim komið, hvort okkur tekst að varðveita árangur liðinna ára og halda áfram á umbótabrautinni. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur nú setið að völdum í rúmlega hálft annað ár. Á miðju kjör- tímabili hljóta menn að vænta árangurs í mörgum stórmál- um, sem ríkisstjórnin setti á stefnuskrá sína í upphafi. Þar má í fyrsta lagi nefna fyrirheit stjórnarinnar um að endur- skoða og einfalda skattkerfið og lækka jaðarskatta, sem eru að sliga marga, ekki sízt ungar barnafjölskyldur. í öðru lagi verður ríkisstjórnin að efna það heit sitt að jafna atkvæðis- rétt milli kjördæma og binda enda á það óþolandi óréttlæti, sem felst í núverandi kosningakerfi. I þriðja lagi er kominn tími til að gera gangskör að einkavæðingu ríkisfyrirtækja, ekki sízt ríkisbankanna. ísland hefur á árinu eflt enn samstarf sitt við önnur Evr- ópuríki með undirritun samstarfssamnings við ríki Schengen- vegabréfasamkomulagsins. Undir aldamót ættu íslendingar því að geta ferðazt án vegabréfs allt austur til Grikklands og suður til Spánar. Á næsta ári blasa við fleiri viðfangsefni í utanríkismálum; ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins lýkur og aðildarviðræður gætu hafizt við fjölda ríkja í Austur- og Mið-Evrópu. Jafnframt dregur nær gildistöku Efnahags- og myntbandalagsins, sem mun hafa mikil áhrif á íslenzka hagsmuni. íslendingar verða í ljósi þessarar þróunar að kanna og ræða rækilega afstöðu sína til Evrópusambandsins á næsta ári. Samningar um síldveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, sem tókust á árinu, eru mikilsvert skref í átt til þess að setja niður deilur íslands við nágrannana í fiskveiðimálum. Erfið- asta deilan er þó enn óleyst. íslenzk stjórnvöld verða að róa að því öllum árum á nýju ári að ná samningum við Noreg og Rússland um fiskveiðar í Barentshafi. Deilan er ekki leng- ur sæmandi þessum vinaríkjum, sem öll styðja a.m.k. í orði málstað skynsamlegrar og ábyrgrar stjórnunar auðlinda hafsins og áttu stóran þátt í að setja alþjóðlegar reglur, sem áttu að auðvelda lausn deilna sem þessarar. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári. VIÐ ÁRAMC NÚTÍMAÞJÓÐFÉLAG er uppfullt af hverskyns mæli- kvörðum. Opinberir aðilar, samtök og stofnanir at- vinnulífsins hafa stórmenntað úölmenni í vinnu til þess að gera upp fortíðina og hafa uppi ágiskanir um fram- tíðina. Þeirra mælistikur eru sjálfsagt réttar svo langt sem þær ná og forsendur mælikerfanna eru vel þekktar. En til þess að tölurnar verði skiljanlegar þarf ætíð að bera þær saman við aðrar tölur frá liðnum tíma. Þá fá þær líf og við skynjum hvort að vel eða illa hefur miðað og hvort hægt er að vænta þess að áfram muni úr rætast. AMÆLISTIKU Veðurstofu íslands var árið 1996 gott ár. Veturinn var miklu mildari en gerist og gengur, sumarið ágætt og haustið þokkalegt, þrátt fyrir kaldan nóvembermánuð. Á mælikvarða Fiskistofu var árið líka gott. Heildarafli landsmanna hefur aldrei orðið meiri. Þokkalega gekk á heimamiðum, þrátt fyrir að þorskafli sé ennþá skertur, síldin hefur kvatt sér hljóðs, eins og karlinn sagði og úthafsveiðar hafa orðið þjóðinni dtjúg búbót. Mælistikur hagfræðinganna sýna okkur einnig hagfellda þróun. Atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt og dró reyndar meira úr því en bjartsýnustu spámenn höfðu haft á orði fyrir réttu ári og enn er því trúað að atvinnuleysi muni minnka. Og svo er það hagvöxturinn. Þar er gleði mælikvarð- anna mest, því hagvöxtur á íslandi er meira en þrisvar sinn- um meiri en gerist í löndum Evrópusambandsins að meðal- tali og meira en tvisvar sinnum meiri en í þinum svonefndu iðnríkjum. Hér ber vissulega nýrra við. Á þennan kvarða mælt höfðum við verið aftarlega á merinni undanfarin sex ár og vorum jafnvel komin aftur af merinni, þegar verst gekk. Verðbólgumælar sýna líka góðar tölur og höfum við ekki búið fyrr við jafn stöðugt verðlag í fimm ár, að minnsta kosti ekki síðan mælingar hófust. Halli ríkissjóðs varð einn- ig minni en ætlað hafði verið. Þótt útgjöld yrðu meiri en efni stóðu til, gerðu auknar tekjur betur en að brúa það bil. Ríkið safnaði því minni skuldum en óttast var og vaxta- greiðslur verða því minni í framtíðinni en ella. Skjálftamæl- ar vinnumarkaðarins sýndu miklu minni óróa en oftast á árum fyrr. Sá friður bætti hag fyrirtækja og kaupmátturinn óx meira en björtustu vonir stóðu til. Sannar það enn, sem flestir ættu að vita, að vinnudeilur og átök eru ekki upp- spretta vaxandi kaups, eins og forðum var talið. En kannski er yndislegasti mælikvarðinn af þeim öllum sá sem Slysa- varnafélag íslands birtir. Hann sýnir okkur að mannslát af slysförum hafa sjaldan orðið færri en gerðist á árinu 1996. Sérstakt fagnaðarefni er hversu dregið hefur úr þeim umferð- arslysum, sem haft hafa dauðans alvöru í för með sér. Hvert sem litið er, á alla þessa fjþlmörgu mælikvarða, má þjóðin sameiginlega vel við una. Á hinn bóginn hefur hver og einn einstaklingur, sem þjóðina myndar, sína sögu að segja um þetta ár. Sumum hefur það sjálfsagt verið dapur- legra en önnur, en aðrir munu rekja til þess gæfu og giftu- rík spor. En hvernig verður næsta ár? Vandi er um slíkt að spá. Á þessari stundu er margt sem bendir til þess að það geti orðið gott ár. Og það sem meira er, þá er líklegt að við getum ráðið nokkru um það sameiginlega, hvernig til muni takast. Þjóðhagsstofnun sýnir sjálfsagða varfærni í spám um hagvöxt á næsta ári, en telur þó að hann geti orðið mjög viðunandi, eða um 2,5%. Á þessu augnabliki er ekkert sem bendir til þess að úr þessum hagvexti dragi. Hins vegar eru allmörg merki um að hagvöxtur kunni að verða nær helm- ingi meiri en þjóðhagsspáin sýnir og þar með nálgast það sem varð á árinu, sem kveður í dag. Það yrði vissulega fagnaðarefni. En á hinn bóginn fylgir þeim snara vexti all- margir verkir, sem við eigum þó kost á að stilla. Þess vegna hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að aðrar stórframkvæmdir en þær sem fylgja fjárfestingum í orkuverum og nýjum verksmiðjum verði látnar bíða. Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar þarf að gæta þess að þensla verði viðráðanleg og jafnframt er skynsamlegt að eiga í handraðanum mikil- væg nauðsynjaverk, til að ráðast í, þegar að hið mikla fall í stóriðjuframkvæmdunum verður á árunum 1999 til 2000. Þann efnahagslega slaka er þýðingarmikið fyrir okkur að milda með nýju framkvæmdaátaki og hafa geymt til þess næginlega fjármuni. Allir alþingismenn vita að þekking þjóð- arinnar á efnahagsmálum hefur vaxið og stuðningur við festu og stöðugleika og skynsamlega peningastjórnun er orðin almennur. Því mun fólk um land allt sýna ofangreind- um sjónarmiðum skilning. EG HEF stundum séð það skrifað og haft á orði að núverandi ríkisstjórn léti ekki mikið til sín taka og minna færi fyrir ráðherrum hennar en í fyrri tíð. Slíkur vitnisburður kætir mig og gleður, þótt til þess hafi sjálfsagt ekki verið stofnað. Samstarfið í ríkisstjóminni er gott og ríkir sátt innan hennar. Ekki svo að skilja, að það komi ekki fyrir að tekist sé á um einstök aðtriði. En slíkar deilur era ekki bornar á torg og þær gerðar illleysanlegri með þeim hætti, eins og áður' henti. Miklu auðveldara er að greiða úr flækjum og leita lausna, við slíkar aðstæður, en gerist þegar að stormur í tebollum ráðherranna er orðinn að fárviðri í fjölmiðlum. Það er misskilningur sumra að ríkis- stjómir eigi að vera þjóðinni til erfiðis og þó einkum að sjá henni fyrir efni í fjölmiðlum um togstreitu og ágreining með sífelldum samningalotum á næturfundum um starf, sem á að eiga sér stað með skipulögðum hætti og í mestu rósemd. Ríkisstjóm á að leitast við að vinna sín verk hljóðlega, þótt hún eigi auðvitað að gæta í hvívetna upplýsingaskyldu sinnar við almenning. Hennar er að búa í haginn, til þess að fólk og fyrirtæki í landinu fái notið sín. Fjölmiðlagieði stjórnmála- manna er oftar en ekki ógleði fjöldans í landinu. Mörg stórmál hafa þegar verið afgreidd á Alþingi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Um þau hafa orðið átök, innan þings og utan, en lyktum þó náð með ásættanlegum hætti. Breyt- ingar hafa verið gerðar í skattamálum, vinnumarkaðsmálum, stjómsýslumálum og atvinnumálum. Kaflaskipti hafa orðið í samskiptum við sveitarfélögin með gríðarlegum tilfærslum verkefna frá ríki til þeirra. Umbreytingar verið gerðar í lög- regiu- og dómsmálum, ákveðið hefur verið að gera myndar- legt átak í skógrækt og landgræðslu og þannig mætti lengi áfram telja. Það sést, þegar litið er til þeirra verkefna sem að stjórnarsáttmálinn tekur sérstaklega til, að margt hefur áunnist. Áfram er unnið að því að bæta efnahagslegt um- hverfi landsins og laga skilyrði íslensks atvinnulífs að því sem annars staðar er best gert. Þessa árangurs sér stað þegar að samningar eru gerðir við erlenda aðila um stórfram- kvæmdir. Þá sætta þeir sig við að lúta i öllum meginefnum íslenskum skatta- og gjaldeyrisreglum, en forðum tíð varð jafnan fyrsta verk að búa til sérreglur fyrir hina erlendu aðila. Þeir treystu sér ekki til þess að vinna við hlið ís- lenskra fyrirtækja og við innlendar aðstæður. Skattalegt umhverfi íslenskra fyrirtækja er nú áþekkt því sem annars staðar er. Mikilvægustu verkefni í skattamálum snúa því í rn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.