Morgunblaðið - 31.12.1996, Síða 42

Morgunblaðið - 31.12.1996, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MININIINGAR MORGUNBLAÐIÐ AGUST JÓNSSON -I- Ágúst Jónsson, ' fyrrverandi skipstjóri hjá Eim- skipafélagi íslands, fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1926. Hann lést á Landspítalan- um 26. desember síðastliðinn, 70 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kristjánsson, læknir í Reykjavík, og Em- ilía_ Sighvatsdóttir. Ágúst var tví- kvæntur. Fyrri eig- inkona hans var Jón- ina Guðný Guðjónsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Boga og Emilíu. Þau skildu. Eftirlif- andi eiginkona hans er Margrét Sigurðardóttir. Ágúst varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 og lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1952. Ágúst starfaði eftir það hjá Eimskipafélagi Islands sem stýrimaður og síðar skip- stjóri á ýmsum skipum félags- ins. Hann varð að hætta sjó- Kær vinur okkar, mágur og svili, Ágúst Jónsson skipstjóri, er látinn eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þess sjúkdóms kenndi hann sér fyrst fyrir meira en 20 árum, sem leiddi til þess að hann gekkst undir hjartaaðgerð í London um mitt ár 1978. Vafalítið heppnaðist sú aðgerð vel á þess tíma mælikvarða, en ekki er ólíklegt að í dag hefði fyrr verið gripið inn í rás viðburða, og batinn þá kannski orðið bæði betri og varanlegri. Kynni okkar af Gústa hófust fyrir um 35 árum, er þau Magga kynnt- ust, bæði starfandi í millilandasigl- ingum hjá Eimskip. Reyndar urðu þau kynni óbein, þar sem við þjugg- um þá með dætur okkar þrjár um nokkurra ára bil vestan hafs, en með skýrum og ítarlegum bréfa- skriftum Möggu fengum við að fylgj- ast vei með atburðarásinni allri. Glöddumst við innilega með Möggu vegna ánægju hennar og hamingju, sem lýstu sér svo skýrt í bréfum hennar og náðu hámarki, er þau giftu sig í ágúst 1963 í Reynivaila- kirkju hjá móðurbróður systkinanna, sr. Kristjáni Bjarnasyni. Kynnin við Gústa urðu síðan bæði persónulegri og varanlegri _er flölskylda okkar kom heim til íslands í sumarleyfi árið 1966. Svipmyndir frá því sumri hrannast upp í minningunni - fer- tugsafmæli Gústa, beijaferðir í Kjós- ina o. fl. En hæst ber þó án efa í minningum dætra okkar ferð þeirra til Vestmannaeyja með ms. Reykja- fossi, sem Gústi skipstjóri bauð þeim í ásamt móður þeirra. Er við snerum aftur heim til ís- lands sumarið 1969, hagaði svo til, að Magga og Gústi, ásamt okkur og öðrum systkinum Möggu, byggðu sín heimili á Seltjarnarnesi, en þar voru þau öll fædd og uppalin. Gústi og Magga byggðu sér lítið og nota- legt heimili að Nesbala 7, þar sem þau nutu þess að græða upp og snurfusa allt í kring, enda var garð- ur þeirra einkar snyrtilegur og gróskumikill. Og ekki má gleyma flaggstönginni, en húsbóndinn flaggaði þegar við átti og sá til þess, að öllum reglum um notkun og með- ferð fánans var fylgt út í æsar. Þá eru ógleymanleg fjölskylduboðin á Nesbalanum, þar sem skipstjórinn stýrði skútunni af festu og röggsemi og sá til þess að börnin öll og síðar - barnabörnin fengu sinn skammt af gijónagosinu og góðgerðum öll- um, sem á borðum voru. Við minnumst sumarleyfisferðar með þeim Gústa og Möggu um suð- vesturríki Bandaríkjanna, Utah, Arizona, Nevada og Suður-Kaliforn- íu 1980, sem Gústi minntist alltaf með sérstakri ánægju. Þá má ekki gleyma sumarleyfum okkar hérlend- is í Borgarfirðinum, ferðalaga út á Snæfellsnes og í Breiðafjarðareyjar, mennsku 1978 vegna heilsubrests. Ágúst tók mikinn þátt í félagsstörf- um, var í Odd- fellow, en afi hans, Sighvatur Bjarna- son bankastjóri, var einn stofnenda Odd- fellow-hreyfingar- innar á íslandi. Ág- úst var einnig í Kiw- anis-klúbbi Sel- tjarnarness og í sóknarnefnd Sel- tjarnarneskirkju um skeið. Ágúst Iék handknattleik í Vík- ingi á yngri árum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann var heiðraður af færeysku landstjórninni 1974 með heið- ursmerkinu „Bundinn er bát- leysur maður“, eftir að áhöfn ms. Múlafoss hafði bjargað áhöfn færeyska skipsins Kóngs- hafn úr sjávarháska. Útför Ágústs fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudag- inn 2. janúar og hefst athöfnin klukkan 15. ferðar á æskuslóðir tengdaföður okkar Gústa út á Vatnsnes í Vestur- Húnavatnssýslu, o. fl. Gústi var mjög félagslyndur mað- ur aila tíð, og virkur þátttakandi í starfí sinna félaga. Fyrst og fremst var hann kannski Víkingur, og kvaðst hann hafa verið skráður þar félagi um fæðingu eða skömmu síð- ar. Og Víkingur var hann alla tíð og tók mikinn þátt í gleði þeirra, þegar vel gekk. Hann var virkur félagi í Oddfellowstúkunni Hall- veigu, og í Kiwanisklúbbinn Nes gekk hann á árinu 1975. Hann var forseti klúbbsins starfsárið 1981 - 1982, og sótti fundi þar svo lengi sem honum var fært heilsunnar vegna. Veitti klúbburinn honum sér- staka viðurkenningu, svokallaðan afreksbikar, fyrir síðasta starfsár, 1995 - 1996, fyrir þá tryggð, sem hann hafði alla tíð sýnt klúbbnum og starfi hans. Gústi var trúaður maður, sem leit- aði ásjár og huggunar hjá guði sín- um, þegar á bjátaði, og erum við þess fullviss, að þar fann hann frið. Hann var varamaður um hríð í sókn- arnefnd Seltjarnarneskirkju, honum þótti vænt um kirkjuna sína og sótti hana reglulega. Og nú er hann kom- inn á fund feðra sinna og laus við þær þjáningar og veikindi, sem hann bjó við síðustu árin. Við kveðjum Gústa með söknuði og þökk fyrir góða viðkynningu, sem aldrei bar skugga á. Við sendum þeim Möggu, Boga og Emilíu okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um guð að styrkja þau og hugga í sorg þeirra. Svala og Þorbjörn. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast Agústs Jónssonar vinar míns og fyrrverandi vinnufélaga. Kynni okk- ar hófust í júlí 1970 þegar ég hóf störf hjá Hf. Eimskipafélagi Islands, sem háseti á ms. Reykjafossi. En Ágúst var þar 1. stýrimaður og Ieysti af sem skipstjóri þar til í desember sama ár, en þá varð Ágúst fastur skipstjóri á því sama skipi. Ágúst var góður yfirmaður, hann kunni vel á þetta hárfína atriði að stjórna fólki sínu af festu og ákveðni, og jafnframt að umgangast undir- menn sína sem jafningja þegar það átti við. Hann lét sér annt um okkur yngri mennina og hvatti þá sem honum leist vel á til að fara í Stýri- mannaskólann og afla sér stýri- mannsréttinda, enda tel ég að Ágúst hafi metið starf skipstjórnarmanns- ins öðnim störfum meira. Árið 1977 varð Ágúst að fara í iand vegna veikinda og hóf í framhaldi af því að vinna í starfsmannahaldi félags- ins. Þar lágu leiðir okkar aftur sam- an árið 1983 og þar unnum við sam- an þar til Ágúst varð alfarið að hætta störfum árið 1990 vegna heilsubrests. Þá var fastmælum bundið að ákveðnu sambandi yrði haldið áfram og Ágúst lofaði að láta sjá sig í svokölluðu „kleinukaffi" sem alltaf var á föstudagsmorgnum. Þetta varð að föstum sið og oft var kátt á hjalla þessa stund, enda Ág- úst einstaklega glaðvær og skemmti- legur maður. Enda er ég sannfærður um að hans létta lund og jafnaðar- geð hafi hjálpað honum mikið í veik- indum hans. Síðustu árin versnaði enn heilsa Ágústs og þurfti Ágúst oft að leggjast inn á spítala. I öllum hans veikindum reyndist Margrét eiginkona hans honum stoð og stytta og er það gæfa hvers manns að eiga slíkan lífsförunaut. Ágúst var lánsamur skipstjóri. Þann 22. sept. 1974 átti hann því láni að fagna að bjarga áhöfn af færeyskum bát, ms. Kongshavn frá Rituvík, sem brann og sökk í Katte- gat. Fyrir þetta hlaut hann ásamt áhöfn ms. Múlafoss viðurkenningu frá landstjórninni í Færeyjum. Við- urkenningu þessa mat Ágúst mikils og hafði alltaf á veggnum fyrir ofan skrifborðið sitt. Ágúst hóf störf hjá Hf. Eimskipafélagi íslands árið 1947 og átti því að baki mjög langan og farsælan starfsferil hjá félaginu. Hann eignaðist á þessum tíma marga vini meðal starfsfélaganna sem ég veit að minnast hans með hlýhug og virðingu. Eiginkonu, börnum og barnabörn- um votta ég samúð mína. Dagþór Haraldsson. Leiðir okkar Gústa lágu víða sam- an. Þegar ég hóf mína sjómennsku 17 ára gamall var ég svo heppinn að ég lenti á vakt með Gústa sem var þá þriðji stýrimaður á ms. Sel- fossi og fékk ég því mínar fyrstu leiðbeiningar um nýjan starfsvett- vang undir hans stjórn, leiðbeiningar sem ég tel að hafi enst mér vel. Gústi var fjallmyndarlegur maður og minnist ég hans í fullu „uni- formi“ sem menn klæddust í þá tíð við brottför og komu í höfn. Á fyrstu vakt okkar kom í ljós að við vorum báðir Víkingar og höfum við í gegn- um 40 ár gengið hvor á sinn máta í gegnum sögu Víkings, og er mér ekki örgrannt um að ég hafi frá fyrstu kynnum notið þessa sameigin- lega áhugamáls okkar og kannski fengið mildari meðferð og meiri umhyggju fyrir bragðið. Þá var Gústi vel inni í fjarskiptamálum og hafði trúlega einhver áhrif á að ég valdi mér að læra til loftskeytamanns enn ekki til stýrimanns. Þekking Gústa á þessu sviði var orðlögð um flotann og trúlega hefur hann haft einhvern fróðleik frá bræðrum sínum þeim Kristjáni og Ólafi en þeir voru báðir færir loftskeytamenn. Að afloknu stúdentsprófi hóf Gústi sinn sjómannsferil og minnist ég þess sem ungur drengur að á flotanum þótti alltaf mikið til Gústa koma og var töluvert litið upp til hans fyrir góða undirbúningsmennt- un enda var hann frábær yfirmaður í alla staði. KRISTJAN BREIÐFJÖRÐ + Kristján Breið- fjörð fæddist í Reykjavík 1. janúar 1930. Hann lést á Vífilsstaðaspítla 30. septembar síðast- . liðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Kristín Jónasdóttir úr Bjarneyjum og síðar Rúfeyjum á Breiðafirði og Bogi Guðmundsson úr Flatey á Breiða- firði. Kristján var tvíburi á móti Ingv- ari Breiðfjörð, símaverkstjóra í Stykkishólmi. Um tveggja ára aldur var Krist- ján settur í fóstur til Stefáns Stefánssonar og Jónínu Gunn- laugsdóttur í Bjarneyjum. Eftir að Jónína og Stefán létust ólst Kristján upp hjá dóttur þeirra, Ingveldi Stefánsdóttur, og hennar manni, Ágústi Péturs- syni i Flatey. Börn Jóhönnu Kristínar voru: Ragnheiður Björnsdóttir Blöndal, f. 1.10. 1921, látin. Hulda Þorvarðar- dóttir, f. 18.8.1924, látin. Krist- ján Breiðfjörð, f. 1.1. 1930 lát- inn. Ingvar Breiðfjörð, f. 1.1. 1930. Svanhvít Pálsdóttir, f. 20.6. 1936. Kristján eignaðist með Sigríði Finnbogadóttur soninn Guðjón, f. 12.11. 1953. Kristján kvæntist 29.5. 1955 Ástu Sigrúnu Þórðar- dóttur, frá Hergilsey á Breiða- firði. Þau eignuðust tvö böm. Þau em: 1) Þórður Hreinn, f. 27.5. 1956, maki Anna Scheving Jó- hannesdóttir, f. 19.2. 1963. 2) Jó- hanna Ósk, f. 20.5. 1959, sambýlismað- ur Ingólfur Bene- diktsson, f. 17.11. 1953. Auk þess dvaldist systurdótt- ir Kristjáns, Eyrún Jónsdóttir, f. 24.4. 1953, hjá þeim um þriggja ára skeið eftir lát Huldu móð- ur sinnar. Kristján og Ásta skildu 1966. Böm Guðjóns em: Ingyar Freyr, f. 26.5. 1974, Ævar Om, f. 8.12. 1977, og Hrannar Már, f. 29.9. 1979. Börn Þórðar em Andri Már, f. 16.4. 1987 og Egill Öm, f. 4.3. 1993. Böm Jóhönnu em Kristján Öm Frið- jónsson, f. 7.6. 1977, Sigrún Ósk Sveinsdóttir, f. 24.4. 1981, Ró- bert Hlífar Ingólfsson, f. 28.4. 1991, og Númi Fjalar Ingólfs- son, f. 27.11. 1992. Kristján fór ungur til sjós. Lauk minna mótoristanám- skeiði í Ólafsvík 1949. Lengst af starfaði Kristján á sjó ásamt því að grípa í leigubílaakstur tima og tíma. Síðustu starfsárin starfaði hann sem vélstjóri hjá Landhelgisgæslunni, liðlega 15 ár, og þar af lengst á varðskip- inu Tý þar til hann lét af störf- um vegna veikinda. Útför Kristjáns fór fram frá Fossvogskirkju 10. október. Elsku pabbi minn. Nú ert þú farinn í þína síðustu ferð til ókunnra stranda. Ekki óraði mig fyrir því að ég ætti ekki eftir að hitta þig aftur í lifanda lífi, þeg- ar við kvöddum þig á hjartadeild Landspítalans í byijun september. Ekki heldur að við ættum ekki eftir að tala oftar saman í síma, þeqar ég hringdi til þín upp á Vífilsstaði, rúmri viku áður en þú fórst. En þín var beðið á æðri strönd og veit ég að það var tekið vel á móti þér þar og það voru opnir arm- ar sem biðu. Minningarnar hafa sótt á huga minn að undanförnu, sem eðlilegt er. Þar er að finna ýmislegt, bæði spaugilegt og líka sárt. Það sárasta var á sínum tíma þegar þið mamma skilduð, en ég er löngu komin yfir það. Einnig var ég alltaf hrædd um þig í vondum veðrum, þegar þú varst úti á sjó. Einnig flýgur oft í gegnum huga minn hvað þið tvíburarnir voruð lík- ir bæði í útliti og háttum, það var greinilega ósýnileg taug á milli ykk- ar sem enginn sá, en við vissum af. Það var einu sinni sem oftar, þeg- ar við systkinin vorum börn vestur í Stykkishólmi, að þú fórst með okk- ur í sunnudagsbíltúr. Þá keyrðum við niður að höfn og fórum svo inn á Skúlagötu. Þegar við vorum komin til móts við húsið sem Ingi og Helga bjuggu í, þá kom einn sonur þeirra hlaupandi á eftir bílnum og kallaði: „Pabbi,pabbi“. Við skildum ekkert í því af hveiju drengurinn lét svona, Gústi varð að hætta skipstjórn árið 1978 er hann fékk hjartáfall, en næstu árin starfaði hann á skrif- stofum Eimskips hér í Reykjavík. Um árabil var Gústi söluhæsti einstaklingurinn í sölu getrauna fyr- ir Knattspyrnufélagið Víking og lagði þannig fram ómetanlegan stuðning til síns félags sem hann mat alltaf mikils. Við Gústi gengum í sömu Odd- fellow-stúkuna og áttum þar sam- eiginlegan starfsvettvang í yfir 20 ár og oft heilsaði Gústi mér á mánu- dagskvöldum með orðunum: „Jæja, okkar menn höfðu það,“ og var þá að vísa til sigurs Víkings í hand- knattleik þá á sunnudeginum á und- an. Hin síðari ár treysti Gústi sér ekki á leiki en fylgdist náið með útvarpslýsingum og vissi því jafn- harðan leikslok. Ekki hef ég tölu á öllum þeim ferðum er Gústi átti á hjartadeild Landspítalans, en þær voru ófáar, og nú er þeirri baráttu lokið. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja vin minn og félaga í gegn- um mörg ár með þökk fyrir góðar leiðbeiningar og handleiðslu á yngri árum mínum. Blessuð sé minning Ágústs Jóns- sonar. Anton Örn Kærnested. • Fleiri minningargreinar um Agúst Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. svo þú stoppaðir bílinn og skrúfaðir niður rúðuna um leið og drengurinn rann upp að bílnum. Þá áttaði stráksi sig á villunni og sagði: „Ó ert þetta þú, ég hélt að þetta væri hann pabbi." Svona voruð þið líkir að jafn- vel börnin ykkar tóku feil. Einhvern tíma um 10 ára aldur bauðst mér að ganga á Helgafell með fleira fólki, til að óska mér, sem ég og gerði. Og viti menn, óskin mín rættist stuttu seinna, því þá sendir þú mér dúkkuvagn að gjöf, en það sem ég óskaði mér uppi á Helgafellinu var einmitt dúkkuvagn! Þegar þú varst á millilandaskipum einhvers staðar úti í hinum stóra heimi, þá hringdir þú stundum til okkar og ég varð alltaf svo glöð og ánægð eftir símtölin. Oft talaðir þú um það, þegar þú varst einu sinni staddur í Júgóslavíu og það var allt fullt af froskum. Þeir voru úti um allt og uppi um allt. Svo fóru þeir að gera sig heima- komna um borð, og einn hélt til ofan í skónum þínum, sem ekki voru í notkun. Þá hugsaðir þú til mín og varst að hugsa um að taka nokkur stykki með heim til að gefa mér, en hættir við á síðustu stundu, því þú vissir ekki hvað væri hægt að gefa þeim að borða á heimsiglingunni. Þú vissir sem var, að ég var og er óttaleg dýrakelling! Alltaf varst þú boðinn og búinn að hjálpa til, ef þú mögulega gast. í júlí síðastliðnum, þegar heyannir voru byijaðar hérna hjá okkur, töluð- um við saman í símann og þú baðst okkur að láta þig vita ef þú gætir eitthvað hjálpað til. „Þú gætir nú í það minnsta keyrt dráttarvélina oq slegið túnin.“ Sumarið 1951 fórstu sem kaupa- maður á bæinn Pjall á Skeiðum, og varst þar fram eftir hausti og um þann tíma talaðir þú með hlýju og söknuði; þar hefði þér liðið vel og þú verið mjög ánægður og hjá ágæt- isfólki. Seinast þeqar þú varst á heilsu- hælinu í Hveragerði, hittir þú Sig- ríði, konuna sem átti og á heima þar, og saman fóruð þið svo í bíltúr austur að Fjalli einn sunnudaginn. Mikið held ég að þú hafir verið í essinu þínu þá, að koma þangað aftur oq rifja upp gamla tíma. Ótal fleiri myndir og minningar um þig geymi ég í hjarta mínu sem gulj. Á morgun, nýársdag, hefðir þú átt 67 ára afmæli og þess vegna valdi ég þennan dag fyrir kveðju- greinina mína. Megir þú hvíla í friði hjá Jóhönnu ömmu um ókomna tíð. Þín dóttir, Jóhanna Ósk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.