Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 33 ELDGOS HEFST UNDIR VATNAJÖKLI ELDGOS hófst undir Vatnajökli í 4 til 6 km langri sprungu á milli Bárðarbungu og Grims- vatna á ellefta tímanum mánu- dagskvöldið 30. september. Litl- ar flugvélar virtust agnarsmáar í samanburði við sigkatlana sem mynduðust í kjölfar gossins, eins og sést hér til hægri hliðar. Tveir þeirra voru orðnir um 2 km í þvermál og 100 m djúpir degi eftir að gosið hófst. Eldgosið braust upp úr ísnum 2. október og aska fór að dreif- ast yfir jökulinn. Reykjarstrók- urinn var tilkomumikill eins og sjá má hér fyrir neðan. Gosið kom upp þar sem hryggurinn frá 1938 var hæstur og braust í gegnum 450 metra þykkan ís. Gosvirknin hélst stöðug til 11. október. Þá minnkaði hún og um miðjan mánuðinn fjaraði gosið út. Fjórða stærsta eldgosi aldar- innar á íslandi var iokið. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Golli SKEIÐARÁRHLAUP hófst að morgni þriðjudagsins 5. nóvembers með 4 til 5 metra hárri fljóðbylgju sem bar með sér krap og aur. Um miðjan dag var rennslið í hlaupinu a.m.k. 30 þúsund rúmmetrar á sekúndu og var það að öllum líkindum orðið jafnstórt síðasta stór- hlaupi á Skeiðarársandi árið 1938. Verulegt eignatjón varð á mannvirkjum. Brúin yfir Gígjukvísl hvarf þegar á hádegi í vatnsflauminn og brýmar yfir Skeiðará og Sæluhúsakvísl stórskemmdust. Einnig urðu stórskemmdir á þjóðveg- inum yfir Skeiðarársand og varnargörðum. SKEIÐARARHLAUP HOFST MEÐ 4 TIL 5 METRA HÁRRI FLÓÐBYLGJU I l c Morgunblaðið/Kristján RIFSNES SH RAKUPP í FJÖRU OG STRANDAÐI VIÐ GRÍMSEY RIFSNES SH-44, 230 tonna stál- bát frá Rifi, rak upp í fjöru í svokailaðri Grenivík við Grímsey að morgni mánudagsins 21. októ- bers. Vonskuveður var þegar strandið átti sér stað og lamdist skipið til í fjöruborðinu. Fimm manns voru í áhöfn bátsins og sakaði þá ekki. Skipið náðist aftur á flot dag- inn eftir. Þrjú skip drógu það á flot, Margrét EA, Dagfari GK og Sæljón SU. Heimabáturinn Þorleifur EA aðstoðaði við að koma taugum á milli skipanna. I fyrstu var talið að um lítið tjón hefði verið að ræða, en síðar kom í ljós að það nam tugum milljóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.