Morgunblaðið - 31.12.1996, Side 33

Morgunblaðið - 31.12.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 33 ELDGOS HEFST UNDIR VATNAJÖKLI ELDGOS hófst undir Vatnajökli í 4 til 6 km langri sprungu á milli Bárðarbungu og Grims- vatna á ellefta tímanum mánu- dagskvöldið 30. september. Litl- ar flugvélar virtust agnarsmáar í samanburði við sigkatlana sem mynduðust í kjölfar gossins, eins og sést hér til hægri hliðar. Tveir þeirra voru orðnir um 2 km í þvermál og 100 m djúpir degi eftir að gosið hófst. Eldgosið braust upp úr ísnum 2. október og aska fór að dreif- ast yfir jökulinn. Reykjarstrók- urinn var tilkomumikill eins og sjá má hér fyrir neðan. Gosið kom upp þar sem hryggurinn frá 1938 var hæstur og braust í gegnum 450 metra þykkan ís. Gosvirknin hélst stöðug til 11. október. Þá minnkaði hún og um miðjan mánuðinn fjaraði gosið út. Fjórða stærsta eldgosi aldar- innar á íslandi var iokið. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Golli SKEIÐARÁRHLAUP hófst að morgni þriðjudagsins 5. nóvembers með 4 til 5 metra hárri fljóðbylgju sem bar með sér krap og aur. Um miðjan dag var rennslið í hlaupinu a.m.k. 30 þúsund rúmmetrar á sekúndu og var það að öllum líkindum orðið jafnstórt síðasta stór- hlaupi á Skeiðarársandi árið 1938. Verulegt eignatjón varð á mannvirkjum. Brúin yfir Gígjukvísl hvarf þegar á hádegi í vatnsflauminn og brýmar yfir Skeiðará og Sæluhúsakvísl stórskemmdust. Einnig urðu stórskemmdir á þjóðveg- inum yfir Skeiðarársand og varnargörðum. SKEIÐARARHLAUP HOFST MEÐ 4 TIL 5 METRA HÁRRI FLÓÐBYLGJU I l c Morgunblaðið/Kristján RIFSNES SH RAKUPP í FJÖRU OG STRANDAÐI VIÐ GRÍMSEY RIFSNES SH-44, 230 tonna stál- bát frá Rifi, rak upp í fjöru í svokailaðri Grenivík við Grímsey að morgni mánudagsins 21. októ- bers. Vonskuveður var þegar strandið átti sér stað og lamdist skipið til í fjöruborðinu. Fimm manns voru í áhöfn bátsins og sakaði þá ekki. Skipið náðist aftur á flot dag- inn eftir. Þrjú skip drógu það á flot, Margrét EA, Dagfari GK og Sæljón SU. Heimabáturinn Þorleifur EA aðstoðaði við að koma taugum á milli skipanna. I fyrstu var talið að um lítið tjón hefði verið að ræða, en síðar kom í ljós að það nam tugum milljóna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.