Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Erlendir stór- atburðir í myndum Reuter FLUGSLYS I NEWYORK MÖRG flugslys urðu árið 1996. 228 manns fórust þegar breið- þota af gerðinni Boeing 747 frá flugfélaginu TWA fór í sjóinn undan Long Island í New York skömmu eftir flugtak 17. júlí. Miklar vangaveltur voru um það hvort vélinni hefði verið grand- að, en allt þykir nú benda til þess að slys hafi orðið. Hér sést hluti af væng úr vélinni mara í hálfu kafi. KARLOG DÍANA DÍANA prinsessa af Wales og Karl Bretaprins skildu endan- lega á árinu eftir 15 ára hjóna- band undir smásjá fjölmiðla úr öllum heimshornum, en þó eink- um gulu pressunnar heima fyrir. Um þau hafa verið gerðar leikn- ar „heimildamyndir" og hver uppljóstrunarbókin gefin út á fætur annarri. Hér sést Díana koma til söfnunarfundar fyrir enska þjóðarballettinn í ágústlok með trúlofunar- og giftingar- hringa á fingri. FÁR í EVRÓPU VEGNA KÚARIÐU NAUTAKJÖT hrapaði í verði þegar bresk stjórnvöld greindu frá því að verið gæti að riða smitaðist með því í menn og leiddi til þess að þeir fengju hinn svokallaða Kreutzfeldt-Jakob- sjúkdóm. Evrópusambandið lagði blátt bann við sölu naut- gripaafurða frá Bretlandi í aðild- arríkjum og Egyptar gengu svo langt að banna innflutning bresks nautaskinns. Franskir bændur sendu nefnd á fund Jacques Chiracs forseta og skildu kýr sínar eftir á beit við Eiffel-turninn í París á meðan. ÓLYMPÍULEIKARNIR voru haldnir í Atlanta í Bandaríkjun- um í sumar. Þar voru mörg afrek unnin og met slegin. Það varpaði skugga á leikana þegar sprengja sprakk í Ólympíugarðinum í mið- borg Atlanta með þeim afleiðing- um að einn lést og 200 særðust. Hér sést yfir garðinn. HEIMSBYGGÐIN öll var slegin óhug í aprílmánuði er óður mað- ur braut sér leið inn í skóla í smábænum Dunblane í Skotlandi og skaut til bana 16 börn og kennara þeirra. Morðin urðu til að kalla fram háværar kröfur FORNARLAMBA MINNST um breytingar á byssulöggjöf- inni í Bretlandi og hafði stjórn íhaldsflokksins frumkvæði að því að hertar voru mjög reglur allar og skilyrði þar að lútandi. Mynd- in sýnir unga stúlku leggja blóm- vönd til minningar um fórn- arlömb fjöldamorðingjans við barnaskólann í Dunblane. Reuter FLOTTAMANNASTRAUMUR FRÁZAIRE . BORGARASTYRJ ÖLD í Zaire kom miklu róti á nokkur hundruð þúsund rúandíska flóttamenn úr röðum Hútúa þar í landi. Hér sjást tugir þúsunda flóttamanna frá flóttamannabúðunum Mug- unga streyma gegnum landa- mærabæinn Goma til Rúanda um miðjan nóvember. Skömmu síðar héldu mörg hundruð þúsund rú- andískir flóttamenn í Tanzaníu aftur heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.