Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 45 lestrarefnið af ýmsum toga allt frá vísindalegu og læknisfræðilegu efni til léttra skáldsagna, svona rétt til að hvíla hugann. Þá er fund- um okkar bar saman var hann ávallt með eitthvert áhugaefni á takteinum og oftar en ekki var hann alveg undrandi á að ég sem hafði eytt lunganum úr starfs- ævinni við bókaútgáfu hafði ekki lesið hitt eða þetta sem hann var nýbúinn að lesa. Hann var bara undrandi á að ég skyldi ekki vera búinn að kynna mér þetta mál til hlítar og hvatti mig til að gefa mér nú tíma til að efla andann og þroska sjálfan mig, lesa þetta við fyrsta tækifæri og hafa síðan sam- band. Þá gætum við rætt þetta nánar. Þórður var afar raunsær í skoð- unum og sem læknir leit hann svo á að lífskeðjan hæfist við fæðingu, þroski hvers og eins væri í hans höndum og aldrei væri of seint að bæta við sig og þegar maðurinn hefði ekki lengur áhuga á að bæta við sig þá væri eiginlegri jarðvist hans í raun og veru lokið og má því með sanni segja að mér hafi verið frekar brugðið en hitt er við hittumst í síðasta sinn hinn 27. nóvember sl. í 80 ára afmæli móð- ur minnar. Er við tókum tal saman að venju tjáði hann mér að nú væri svo komið að hann hefði ekki lengur áhuga á að lesa og eins og hann orðaði það sjálfur, að þá væri hann nú kominn á endann á lífsreipinu og ætti „bara eftir að sleppa“. Þá vissi ég að þetta væri okkar síðasti fundur og þegar við kvöddumst var það með miklu þakklæti og gagnkvæmri væntum- þykju. í barnsminni eru mér allar ferð- ir fjölskyldu minnar til Rúnu og Þórðar að Kleppjárnsreykjum og þar tókust auðvitað náin kynni milli okkar systkinanna og þeirra bræðra Ámunda, Óla Harðar, Odds og Jonna, og þegar faðir okkar lést 1957 langt um aldur fram þá reyndust þau okkur frábærlega vel og studdu okkur á allan hugsanleg- an hátt. Þórður eignaðist tvö börn áður en hann kvæntist föðursystur minni, þau Erlu og Þórð. Erla er gift Vali Páli góðvini mínum til fjölda ára og þannig tókust kynni með okkur Erlu, kynni sem hafa nú varað í tugi ára og segi ég stundum á góðri stundu að hún sé alveg eins og pabbi hennar og er þar ekki leiðum að líkjast. Þórði syni hans hef ég því miður ekki kynnst, en efa ekki að hann sé úr sama eðalefni og þau systkinin. Ég vil að lokum votta nánustu fjölskyldu Þórðar Oddsonar samúð mína og fjölskyldu minnar og flytja látnum heiðursmanni kveðju okkar með þökk fyrir allt sem hann og hans yndislega kona gerðu fyrir okkur. Blessuð sé minning Þórðar Oddssonar. Anton Orn Kærnested. Við fráfall Þórðar Oddssonar læknis vil eg minnast hans með fáeinum orðum og flytja honum 'um leið kveðju mína og þökk fyrir liðnu árin, eigi hvað sízt á löngum samverutíma á skólaárum okkar. Við vorum bekkjarbræður í Menntaskólanum í Reykjavík og kynntumst fyrst þar haustið 1929, þegar eg kom utanskóla í 4. bekk. Síðan vorum við útskrifaðir þaðan stúdentar saman árið 1932. Næst lágu leiðir okkar saman í Háskól- anum, þótt við værum hvor í sinni deild, hann í læknadeild og eg i lagadeiid. Þá var Háskólinn til húsa á neðstu hæð Alþingishúss- ins, og fjöldi stúdenta var þá ekki meiri en svo, að við umgengumst úr öllum deildum skólans og héld- um kunningsskap og kynntumst á þeim vettvangi. Á háskólaárum okkar vorum við Þórður meðal fyrstu íbúa á Gamla stúdentagarð- inum, sem tekinn var í gagnið haustið 1934. Þar bjuggum við báðir fjögur góð og ógleymanleg ár. Það var bæði hagstætt og gott að búa á Garði, félagsandi meðal stúdenta var þar góður og vinsemd öli í bezta lagi, - og oft var glatt á hjalla hjá okkur og alls engin lognmolla, ef svo bar undir. Við Þórður umgengumst mikið með öðrum félögum okkar á þessum árum og kynntumst vel, og hélzt sú vinátta, sem þá myndaðist með okkur, æ síðan. Þórður var þeim kostum búinn að vera góður og öruggur félagi, sem vel mátti treysta, hreinskilinn og heiðarlegur og karlmenni í allri framkomu, í raun og veru drengur góður. Marg- ar góðar minningar á eg frá þess- um árum, einkum frá veru okkar á Garði. Að loknu háskólanámi skildu leiðir okkar: Við fórum í embættis- störf hvor á sínu sviði og bjuggum víðs fjarri hvor öðrum. Þó höfum við ætíð fylgzt vei með hvor öðrum um ævina, eftir því sem ástæður hafa leyft. Mér hefir m.a. þótt ánægjulegt að minnast þess af kynnum af öðru fólki, sem bjó eða var kunnugt á þeim stöðum, sem voru starfsvettvangur Þórðar, að hann átti þar alls staðar vinsældum að fagna og naut almenns trausts, og talar sú viðurkenning sínu máli og gefur til kynna, að hann var fær og dugandi maður í starfi sínu, auk þess sem hans var vel getið fyrir skyldurækni og ósérhlífni, þegar hann einatt þurfti að leggja á sig erfið ferðalög og vökur til þess að veita læknishjálp þeim, sem með þurftu. Þess hefir verið getið sérstaklega, hve hann brást vel og skjótt við, þegar tii hans var leitað, en slík viðbrögð geta að sjálfsögðu haft mikið að segja í sjúkdómstilfellum og jafnvel ráðið úrslitum um árangur. Þess ber að geta, að Þórður tók þátt í félagslegum störfum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þeim héruðum, sem hann starfaði í, svo sem rakið er í yfirliti hér að framan. Slík störf hans hafa átt vel við hann, því að hann var alla tíð félagslyndur og almennt áhuga- samur um að láta gott af sér leiða. Eg lít svo á, að Þórður hafi ver- ið gæfumaður um ævina, og vissu- lega hefir hann sjálfur átt sinn þátt í þeim örlögum vegna hæfi- leika og lyndiseinkunna, sem hann var gæddur. Hver er sinnar gæfu smiður, segir gamalt máltæki. Að leiðarlokum vil eg þakka Þórði fyrir góðar minningar frá liðnum árum. Börnum hans, barna- börnum og öðrum venzlamönnum votta eg innilega samúð. Jóh. Salberg Guðmundsson. Ég kynntist Þórði föðurbróður mínum því miður aldrei persónu- lega. Hins vegar minnist Jón faðir minn oft æskuára þeirra bræðra og Ástu eldri systur þeirra í Ráða- gerði á Seltjarnamesi og voru þær minningar honum kærar. Þau systkini voru vart af barnsaldri þegar móðir þeirra lést og þær breytingar sem urðu í kjölfarið á heimilishögum, aldursmunur og ólik áhugamál urðu væntanlega til þess að þeir bræður lögðu fyrir sig mjög ólík ævistörf og rofnuðu þá tengsl þeirra. Ég varð þess þó oft áskynja að faðir minn fylgdist grannt og af stolti með ötulum störfum Þórðar bróður síns og mat þau mikils enda taldi hann læknis- starfið flestum öðrum göfugra. Síðast hitti ég Þórð við útför föður míns fyrir nokkrum árum. Þá hafði Þórður stuttu áður heimsótt bróður sinn þar sem hann lá á sjúkrahúsi í erfiðum veikindum og af frásögn föður míns af þeim fundi og um- mælum Þórðar síðar varð mér ljóst að sú stund var þeim báðum mik- ils virði og þeir kvöddust vel sátt- ir. Fyrir það frumkvæði og bróður- hug sem Þórður sýndi á þeirri stundu minnist ég hans ætíð, með þakklæti í huga. Eg votta börnum ÍÞórðar og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð mína við fráfall hans. Þórður Jónsson. JÓN ÞORKELSSON + Jón Þorkelsson fæddist í Litla- Botni í Hvaifirði 17. október 1915. Hann lést á Akranesspít- ala 20. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorkell Pétursson bóndi í Litla-Botni, en hann var ættaður frá Heiðarbæ í Þing- vallasveit, f. 7. des- ember 1879. Kona hans var Petrína Kristín Björg Jóns- dóttir ættuð frá Brennu í Lundarreykjadal, Borgarfirði, f. 3. maí 1886. Jón var elstur systkina sinna en næst honum var Málfríður fædd 19. ágúst 1917, eiginmaður hennar var Brynjólfur Kjartans- son, húsasmíðameistari á Akra- nesi en þau eru bæði látin. Sig- ríður, f. 9. júlí 1920, eiginmaður er Jónas Magnússon, húsasmíða- meistari í Reykjavík. Pétur fæddur 9. apríl 1927. Hann lést af slysförum. Börn Péturs eru Þorkell Kristján, Kristín Sigur- björg og Sigurður Kristófer. Barnabörn hans eru 6 og eitt Nonni, eins og Jón Þorkelsson frá Litla-Botni var oftast kallaður var dásamlegur ljúflingsmaður. Það er mikill söknuður í huga mér við frá- fall hans en um leið þakklæti fyrir að hafa fengið að eignast vináttu hans og fengið að njóta samverunn- ar sem ég og flölskylda mín vorum svo lánsöm að fá. Ég kynntist Nonna fyrir tæpum 30 árum þegar ég fór að vinna hjá Essó í Hvalfirði. Ég var með ungan son minn með sér. Nonni vann þá í bensínafgreiðsl- unni, en hafði einnig verið vaktmað- ur yfir oiíutönkunum sem Natóher- inn var með í Hvalfirði í samvinnu við Essó. Nonni var þá einnig bóndi í Stóra-Botni. Kristján sonur minn fór ungur í karlaálmuna í starfsmannabústaðn- um sem olíufélagið lét reisa af mikl- um myndarskap. Hann var svo lán- samur að fá að vera í herbergi með Nonna. Þetta var mikil gæfa fyrir Kristján því þarna fékk hann ör- yggi, hlýju og handleiðslu eins og hún best getur orðið. Aldrei get ég fullþakkað forsjón- inni fyrir þetta því sú leiðsögn og kærleikur sem hann veitti þessum unga dreng hélst fram á fullorðins aldur því Kristján vann sumarvinnu hjá_ olíufélaginu alla sína skólatíð. Á þessum árum vann Pétur bróð- ir Nonna einnig hjá Essó og naut ég þess að eiga hann líka að félaga. Fyrir mér var Hvalfjörðurinn mjög skemmtiiegur heimur þar sem þrjú fyrirtæki stór voru rekin hlið við hlið, Natóstöðin, Essó og Hvalur hf. Þarna iðaði allt af fjöri og lífi þvi mikið var af ungu sumarfólki. í barnabarnabarn. Barnsmóðir hans er Kristbjörg Kristó- fersdóttir. Jón giftist eftirlif- andi eiginkonu sinni Guðleif Margréti Þorsteinsdóttur í júlí 1941. Faðir hennar var Þor- steinn Kristjánsson bóndi og sjómaður á Löndum í Stöðvar- firði en móðir var kona hans Guðlaug Guttormsdóttir ætt- uð frá Stöð í Stöðv- arfirði. Systkini Guðleifar eru Krislján, f. 1905, Guttormur f. 1906, Þórhildur f. 1907. Hún var tvíburi en bróðirinn dó í fæð- ingu. Einar, f. 1929. Aðeins eru á lífi Guðleif Margrét og séra Einar bróðir hennar sem er prestur á Eiðum. Jón og Guðleif Margrét eignuðust tvo syni, Steinþór, f. 13. okt. 1940 og Þorkel Kristin f. 10. sept. 1942. Steinþór vinnur hjá Natóstöð- inni í Hvalfirði og Þorkell Krist- inn hjá Þyrli í Hvalfirði. Útför Jóns fór fram frá Akra- neskirkju 30. desember. Hvalnum voru ungu mennirnir í meirihluta en í Essóskálanum voru fagrar yngismeyjar. Nonni okkar virtist eiga jafnauðvelt með að vera með öllum aldurshópum og þótti mjög gaman að fylgjast með fjöri og gleðskap unga fólksins. Nonni var mikill dýravinur. Með honum var hundurinn hans, hann Kobbi. Hann vék helst ekki langt frá húsbónda sínum. Kobbi var ótrúlega gáfaður og gat smalað fé á við marga menn. Kobbi var mjög flinkur í boltaleik og ósjaldan spilaði hann fótbolta við strákana en hann gat gripið og sent boltann á ótrúlegan hátt. Einu sinni fór Nonni til Reykja- víkur og Iokaði Kobba inni áður en hann fór af stað. Þegar Nonni er kominn suður undir Kjalarnes stekk- ur Kobbi upp úr skurði í veg fyrir húsbónda sinn. Kobbi var tekinn upp í bílinn og ferðin farin til Reykjavík- ur. Á leiðinni til baka, þegar þeir félagar eru komnir að Saltvík, eru þar börn í boltaleik. Kobbi geltir og geltir og vill fara út að leika við börnin. Nonni stoppar og Kobbi fer í leikinn. Hann fékkst ekki til að hætta og börnin vildu ekki sleppa þessum ótrúlega hundi en svo fóru leikar að Nonni bar dýrið örmagna upp í bílinn eftir góðan leik. Þetta lýsir Nonna vel. Við fengum fjög- urra vetra fola hjá Nonna og þegar kom að því að sækja folann kviðum við fyrir að ná ótömdum hesti. Nonni sagði okkur að labba með sér út á tún sem var nokkuð fjarri réttinni. Hann var með brauð í poka og þeg- ar við komum að túninu sem var nokkuð stórt kallaði hann á allt stóð- GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR + Guðrún Benediktsdóttir hús- freyja fæddist í Reykjavík 10. október 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. desember síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Askirkju 23. desember. Lífíð er samsett af sögum. Auð- velt er að fylgja straumnum án spurninga og athugasemda, taka á móti næsta skammti af litlum frum- leika og leggja lítið af mörkum. Með fordæmi sínu sýndi amma okkur að sem einstaklingar gætum við skreytt líðandi stund og ef ekki annað, að minnsta kosti haft skoðun. Sett okk- ar svip á söguþráðinn. Þegar við systurnar vorum litlar töfraði hún okkur með einstökum frásagnarhæfileikum. Það var ekki nóg að gæða okkur með sögu, heldur var hvítur dúkur settur á borðið, útsaumaðar servéttur og skreyttir kaffíbollar. Alltaf talaði hún við okk- ur sem jafnaldra og ekki skemmdi fyrir að eiga okkar leyndarmál, pabbi átti til dæmis alls ekki að vita af þessari kaffídrykkju. Þegar allt var komið á sinn stað mátti byrja; lýsing- arorð fylgdu okkur inn í annan heim, raddbreytíngar og hlé settu spenn- una í hámark. Þegar við hættum að biðja um Búkollu sagði hún okkur frá tiltækjum þeirra Olafar, tvíbura- systur sinnar, eða menntaskólakynn- um sínum af afa. Kímnigáfan fylgdi alltaf, þó varð maður að vera vel vakandi vegna þess að hún átti það til að vera háðsk .....Hann var í sjötta bekk, jú, og ætli það hafi ekki líka verið jakkafötin," sagði hún með lúmsku brosi, aðspurð hvað heillaði hana í fyrstu. En eitthvað hefur það ið. Allir hestarnir sem voru mest ótamdir lölluðu í átt til hans. Hann sagði okkur að opna hliðið og lallaði sjálfur í fararbroddi með brauðpok- ann dinglandi fyrir aftan sig og gekk til réttarinnar í hægðum sínum með allt stóðið í ró á eftir sér. Við rákum lestina í keng af hlátri við þessa upplifun. Enginn nær svona valdi á dýrum nema mikill dýravinur. Nonni bjó allan sinn búskap á Stóra-Botni en jörðina leigði hann. Þegar halla fór undir að hætta að mestu búskap reisti hann heilsárs hús í Litla-Botni. Hann valdi dásam- legan stað þar sem mér finnst alltaf vera skjói. Unaðsfagurt útsýni er frá húsinu að Hvalijarðarbotninum og út Hvalfjörðinn. Fjöllin eru á þtjá vegu skógi klædd því skógrækt hef- ur verið frá Stóra- og Litia-Botni. Nonni hefur verið ötull í skógrækt- inni. Mér finnst þessi staður hjá Nonna og bræðrunum sonum hans vera Paradís. Þarna er stórhugur og regla á öllum hlutum. Botnsá rennur þarna í gegn milli jarðanna og þar er laxveiði. Nonni naut þess vel að veiða og einnig að veita þeim viður- gjörning sem voru að veiða á hans vegum eða annarra. Alltaf var heim- ilið opið öllum sem þörfnuðust að- stoðar, ekki síst hestamönnum sem áðu hjá Nonna. Nonni ferðaðist mik- ið um landið og naut þess að vera með góðum félögum. Einnig fór hann bændaferðir til útlanda. Nonni var mikill bókamaður og víðlesinn. Mér þótti mikill fengur að fá að líta í bókasafn hans því þar fann ég oft mikil fróðleiksrit, sérstaklega um forna þjóðhætti. Fyrir sex árum veiktist Nonni svo mikið að um tíma var honum ekki hugað líf. Með einurð og dugnaði náði Nonni sér á strik en hefur þurft að lúta lögmálum líkamans síðustu árin. Guðleif kona hans hefur aldrei getað notið húss þeirra sem skyldi því heilsa hennar var orðin það slæm að nauðsynlegt var að hún fengi meiri aðhlynningu læknislega en hægt var að fá í Hvalfirði. Hún flutt- ist fyrst í húsnæði sonar þeirra á Akranesi en síðustu árin hafa þau hjónin verið á dvalarheimilinu Höfða við gott atlæti. Nonni veiktist svo alvarlega síðastliðið sumar. Ég sakna Nonna en samgleðst honum jafnframt að hann þarf ekki að kveljast lengur. Hann skilur eftir sig skarð en í því skarði er mikið ljós sem mun fylgja okkur alla okk- ar tíð sem fengum að vera samferða honum langan eða skamman tíma. Guð varðveiti alla hans ættingja en fyrst og fremst eiginkonu hans sem sér á eftir félaga sem hún hef- ur gengið með í 55 ár í gegnum súrt og sætt, og syni hans tvo sem alltaf hafa verið á heimili þeirra og unnið því með ábyrgð og kærleika alia tíð. Elsku Nonni, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Dvölin í dásamlegum skógar- reit þínum og á heimili þínu hefur gefið okkur mikið. Vinátta þín og fólks þíns er okkur ómetanleg. Guð gefi þér frið og hvíld um eilífð. Selma Júlíusdóttir. nú verið dýpra. Stríðið skildi þau að í átta ár. Trúlofuð í átta, átta ár! Hvernig gast þú eiginlega beðið svona lengi, spurðum við hana, það var afar auðvelt, svaraði hún, það var enginn sem jafnaðist á við hann afa ykkar. Hún var óvenju minnug og örlát á þekkingu sína. Stundum sátum við tímunum saman með gömul albúm og aldrei þreyttist hún á að segja okkur hver væri hver „þetta er vinur pabba sem ...“ Ekki var nóg að segja okkur sögur heldur gaf hún okkur sínar uppáhalds bækur og mælti með öðrum. Á bréfaskriftum hennar sáum við að bréf þurftu ekkert endilega að vera tveggja til þriggja síðna löng heldur máttu þau alveg vera tutt- ugu, þrjátíu síður, það voru engin takmörk. Hún fagnaði okkur alltaf með ein- stakri blíðu. Og nú er erfitt að kveðja hana. Það eru ekki aðeins við sem hún hefur snert heldur öll bamaböm- in. Við erum þakklát fyrir allt sem hún skildi eftir í okkur. Kristín og Guðrún Zoega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.