Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 35 - rra ;ins » augnablikinu ekki að fyrirtækjunum heldur einstaklingunum. Á meðan barist var harðast við atvinnuleysið, sem virtist ætla að rísa upp úr öllu valdi, svo óttast var að það yrði hið sama og verst gerist í Evrópu, varð að láta fyrirtækin ganga fyrir. Nú er komið að öðrum tímamótum. Á næstu árum hljótum við að iagfæra skatta einstaklinganna. III ORRÁÐAMÖNNUM Alþingis og ríkisstjórnar er tamt að meta ágæti þingstarfanna eftir því hversu mörg mál og þó einkum lög, eru afgreidd á hveiju þingi. Er nú svo komið að sett eru að meðaltali ein lög á hverjum starfsdegi Alþingis. Þetta er mikil framleiðsla. Oftast nær gleðjast menn að verðleikum yfir góðri og mikilli fram- leiðslu. En það er ekki endilega víst að þau lögmál sem eiga við í almennum verksmiðjum gildi einnig um þjóðþing- ið. Metnaðarfull fyrirtæki koma sér upp öflugum færibönd- um, til þess að auka framleiðsluna, en skyldi það henta Alþingi? Færa má fyrir því gild rök að Alþingi ætli sér rúm- an tíma við undirbúning lagasetningar og beinlínis fækki þeim málum sem afgreidd séu á hveiju þingi. Hér er ekki átt við að nauðsyn beri til að auka almennar umræður í þingsal. Slíkar umræður eru tímafrekari hér en víðast hvar. Hins vegar þarf að ætla þingnefndum góðan tíma við að vinna úr frumvörpum frá ríkisvaldinu og einstökum þing- mönnum og gefa þeim tóm til að leita fanga víða við störf sín. Það er líka verðugt verkefni fyrir þingið og einstök ráðuneyti að hefja róttæka lagagrisjun. Þá þarf ekki aðeins að fella niður lög sem úrelt eru orðin vegna breyttra að- stæðna ellegar notkunarleysis, heldur einnig að losa þjóðina við lagaboð sem gera tilveru hennar flóknari og óþjálli en nauðsynlegt er. Jafnhliða ættu ráðuneytin að setja menn í að grisja reglugerðarskóginn, sem fylgt hefur í kjöifar laga og orðinn er óþarflega greinóttur og með æði mörgum noma- hreiðrum, en slíkur skógur er erfiður umferðar, óásjálegur og fremur til óþurftar en gagns. AVORDÖGUM mun ríkisstjórnin leggja fram viðamikil mál, sem hljóta munu ítarlega umíjöllun í þinginu. Þau varða mikla hagsmuni og munu lengi hafa vera- leg áhrif á marga þætti þjóðlífsins. Hér má nefna löggjöf um ríkisbanka, sem breyta eignarhaldsformi þeirra og vafa- lítið einnig eignarhaldi, þegar fram líða stundir. Jafnframt verður gerð breyting á hinum öflugu fjárfestingarlánasjóðum ríkisins. Megin tilgangurinn er að afnema úrelta starfs- greinaskiptingu og breyta formi sjóðanna í einkaréttarlega átt. Næsta skref verður að færa eignarhaldið beint út til almennings með einkavæðingu. Hér er um stór mál að ræða. Þá munu koma til kasta þingsins lagafrumvörp um eignar- hald og nýtingu á auðlindum í jörðu og frumvörp um þjóð- lendur og ákvörðun marka eignarlanda þjóðlendna og af- rétta. Afstaða fólks til öræfa og hálendis íslands er að breyt- ast vegna þess að almennur aðgangur að þessum gersemum hefur verið að opnast á allra síðustu árum. Óhjákvæmilegt er því að lagaleg staða þessara þjóðlendna verði algjörlega skýr. Á þessu ári mun einnig fara fram grundvallarvinna fulltrúa allra flokka á þingi til undirbúnings að nýrri kosn- ingalöggjöf og breyttri skipan kjördæma, en ekki er ágrein- ingur um að kosningalögin og kjördæmaskipunin hafa marga galla. Sá galli sem öllum er kunnur, er misvægi atkvæða einstaklinga, en annar galli er sá, að þessi löggjöf, sem varðar grundvallarréttindi fólksins í landinu, er æði flókin og torskilin. Reyndar hefur því verið haldið fram, meira í gamni þó en alvöra, að aðeins einn maður í landinu öllu skilji kerfið til hlítar. Framangreind mál verða fyrirferðarmikil í stjómmálaum- ræðu á komandi ári og auðvitað mörg önnur. V Ú ER SVO komið að íslenskir ráðherrar verða að veija sífellt stærri hluta af tíma sínum í fundahöld á erlendri grundu. Þetta er ekkert séríslenskt fyrir- bæri. Stærri hlutverk alþjóðlegra sem svæðisbundinna stofn- ana og samtaka gera kröfu til þess að bekkur íslands sé skipaður, þegar fundir eru haldnir um hvers kyns málefni. Það hefur verið lenska hér, að gefa sér að ráðherrar séu sólgnir í slíkar ferðir og leiti eftir því að komast í þær sem flestar. Þessu er þveröfugt farið. Fæstar slíkar ferðir eru mönnum til yndis eða ánægju. Ótrúlega mikill tími eyðist í flugvélum og á flugstöðvum. Fundarstaðir á hótelum og í ráðstefnusölum eru fiestir áþekkir og heldur óyndislegir. íslenskir ráðherrar hafa reynt að koma sér hjá slíkum ferð- um í ríkara mæli en aðrir gera. Það kemur meðal annars til af því, að siíkar ferðir eru tímafrekari fyrir íslendinga en marga aðra. Starfsbræður þeirra á Norðurlöndum geta til dæmis komist til slíkra funda og lokið fundastörfum á einum eða mesta lagi tveimur dögum. Iðulega verða íslenskir ráð- herrar að sjá af þremur dögum til að geta fundað einn. Er þó jafnan farið eldsnemma á morgnana og komið seint að kveldi, með tilheyrandi raski fyrir þeirra nánustu. Menn hafa sagt að slíka fundi sé óþarft að sækja því tækni nútím- ans bjóði upp á aðrar lausnir. Slíkar lausnir era notaðar og þær hjálpa til, en aðrar þjóðir telja tæknibúnaðinn ekki geta komið í stað fundahaldanna sjálfra og einir getum við ekki komið slíku kerfí á. Þátttaka í alþjóðlegum stofnunum reynir æ meir á hið fámenna íslenska embættismannakerfí og hefur til að mynda_ EES-samningurinn kallað á mikiu fleiri menn til starfa á íslands vegum, bæði innan lands og utan, en nokkum óraði fyrir. Þykjumst við þó enn undirmannaðir. Það eykur á þessa erfiðleika að sendiráð íslands erlendis eru ekki mörg og starfsmenn afar fáir á hveijum stað. Af þessum sökum hefur ísland minni áhrif á gang mála víða en eðlilegt væri og sinnir tæpast öllu því sem sjálfstæðu ríki ber skylda til. Hér á landi hefur þótt fínt að tala um að réttast væri að leggja niður sendiráð okkar erlendis. Þau séu eingöngu til marks um eyðslu og flottræfilshátt. Þessi afstaða kann að vera skiljanleg, þótt ekki sé hún mjög ígranduð. Sennilegast er að íslendingar hafi af því hreinan fjárhagslegan ávinning að opna sendiráð á stöðum þar sem nú eru engin og þeir hafa ríkra hagsmuna að gæta. Menn gleyma því að forsenda þess að erlend ríki opni sendiráð hér á landi er að gagnkvæmni sé fylgt. Japan er eitt okkar stærsta og öflugasta viðskiptaland og við eigum samleið með því í ýmsum efnum. Viðskiptin á milli landanna era orðin svo umfangsmikil að einkaaðilar hafa lagt í mikinn kostnað við að efna til skrifstofuhalds í höfuðborg Japans. Þar er ekkert íslenskt sendiráð. Það mundi kosta töluvert fé að koma því þar upp. Slík ráðstöfun mundi borga sig, ekki bara með óbeinum hætti, heldur í beinhörðum peningum talið. íslenskt sendiráð í Japan myndi væntanlega leiða til opnunar á japönsku sendiráði hér. Sendiráðin hér á landi eru yfirleitt margfalt mannfleiri en þau sendiráð, sem við höldum uppi í löftdum þeirra, og fjárfesting þeirra og rekst- ur meiri en okkar. Kynningarstarfsemi íslenskra sendiráða er til þess fallin að auka viðskipti og auka ferðamanna- straum til landsins. Það er þekkt, að ferðamenn fara frem- ur til landa, sem framandi eru, ef þeim er ljóst að land þeirra hefur þar starfandi sendiráð, sem getur orðið þeim til þjónustu og aðstoðar, _ef út af ber. Flest framangreind rök eiga einnig við um Ítalíu, en komið hefur til tals að ítalir opni sendiráð hér á landi, en ekki orðið af. íslands sér hvergi stað í Latnesku-Ameríku svo enn sé dæmi nefnt. Þar geta miklir viðskiptahagsmunir opnast. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi krefst þess að.við endurskoðum vinnu- brögð okkar og viðbrögð. Heimóttarháttur má ekki standa okkur fyrir þrifum. VI OKKURT fjaðrafok varð á síðustu dögum þingsins þegar ljóst varð, að við ákvörðun fjárlaga var ekki tekin ákvörðun um að laga persónuafslátt í skatti að þróun vísitölu. Ekki er verið að afla ríkissjóði tekna eða spara honum útgjöld með þessari framkvæmd, enda sér þessara peninga hvergi stað í fjárlögunum. Ástæðan er sú, að þeir fjármunir, sem falla til þar sem persónuafslátturinn eltir ekki vísitöluna eiga að ganga til skattgreiðenda á nýj- an leik. Með sama hætti liggur fyrir yfirlýsing ríkisstjórnar- innar, að sá ávinningur, sem verður af fjánnagnstekju- skatti, skuli ekki koma ríkissjóði til góða, heldur verða nýtt- ur til þess að lækka aðra skatta. Nú er í gangi vinna nefnd- ar undir forsæti ráðuneytisstjórans í forsætisráðuneytinu, sem mun á næstu mánuðum kynna tillögur um skattakerfís- breytingar og jafnframt verður þá leitast við að marka skattalækkunarferil út kjörtímabilið. Forsenda þess að skattalækkunaráform þessi geti gengið eftir er að ríkissjóð- ur verði áfram rekinn hallalaus. Það er ábyrgðarleysi að lækka skatta, ef því fylgir að ríkissjóður safni skuldum. Hins vegar er rík nauðsyn á að tekjuskattar og eignarskatt- ar verði lækkaðir. Það má gera í markvissum áföngum á næstu þremur árum. Ríkisstjórnin hefur þegar fellt niður skatt af greiðslum launþega í lífeyrissjóði sem samsvarar 1,7% lækkun á tekjuskattsprósentunni. Ríkisstjórnin hefur náð að tryggja hallalaus fjárlög og getur því ótrauð undir- búið næsta skref, sem er að lækka tekjuskatta og eignar- skatta einstaklinganna. Tekjuskatturinn er nú það hár, að hann dregur úr vilja manna til þess að leggja sig fram um að afla aukinna tekna. Það má einnig færa rök fyrir því, að svo hár skattur ýti undir skattsvik. í þessu sambandi er að mörgu að hyggja, meðal annars að jaðarsköttum og fyrir- komulagi millifærslna og tilfærslna í skattkerfínu. Ellilífeyr- isþegar hafa farið illa út úr tekjutengingu bóta og er aug- ljóst orðið, að þar hefur verið of langt gengið. Þessi mál verða til ítariegrar skoðunar á hinu nýja ári. VII MRÆÐAN um sjávarútvegsmál hefur verið fyrirferð- armikil í ijölmiðlum á undanförnum árum. Það er engin ný bóla. Allt frá því að ljóst var að fijálsar fiskveiðar væru úr sögunni, þar sem flotinn var orðinn af- kastameiri en fiskistofnarnir þoldu, hafa verið mikil átök og deilur um með hvaða hætti veiðarnar skyldu takmarkað- ar. Það er afar slæmt hve umræðan um þessi mikilvægu mál hefur verið ruglingsleg. Allt er þar í einni bendu og einum graut og fátt verið gert til að greiða úr þeirri flækju. Nokkrir þættir eru þó á hreinu. Hinn fyrsti, að veiðarnar verður að takmarka. Annar er sá, að þær takmarkanir verð- ur að framkvæma með þeim hætti að arður af veiðum sé sem mestur og viðgangur fiskistofnanna sé sem best tryggð- ur. Varla er mikill ágreiningur um að núverandi fiskveiði- stjórnarkerfi nær þessum tveimur markmiðum. En réttilega er bent á að annmarkarnir eru margir og mörgum svíður undan fylgikvillum kerfisins. En betri lausn hefur ekki ver- ið kynnt. Annmarkar sóknarkerfisins í sjávarútvegi eru kunnir og viðurkenndir af flestum. Hugmyndir um veiðileyfa- gjald hafa verið settar fram, en því miður er framsetning þeirra hugmynda í skötulíki. Fylgjendur þeirrar aðferðar virðast ekki koma sér saman um neitt annað en nafnið á hugmyndinni. Sumir hafa talið, að með henni gæti ungu fólki, sem nú séu allir vegir lokaðir, opnast greið leið til þess að fara að stunda sjávarútveg! En þegar veiðileyfa- gjaldshugmyndin er útfærð af talsmönnum hugmyndarinnar á Alþingi kemur í ljós að með þeirri skattheimtu yrðu slíku fólki allar bjargir bannaðar. Skatturinn ieggst ofan á þá kvóta, sem fyrir eru, þannig að núverandi kvótaleyfishafar myndu greiða vaxandi skatt til ríkisins. Þannig er augljóst að veiðileyfaskatturinn yrði viðbótargjald fyrir þá sem þurfa að leigja eða kaupa sér kvóta. Sumir prédikarar veiðileyfa- gjaldsins hafa talað um að því skuli fylgja stórkostleg geng- isfelling og þegar þeir hafa verið spurðir um hvernig þeir ætluðu að koma í veg fyrir hrikalega kollsteypu í þjóðfélag- inu, hefur svarið verið einfalt: „með uppskurði á landbúnaðar- - kerfinu". Það er kannski hægt að reikna sig til slíkra niður- staðna, en raunveruleikinn er annar. Sumir veiðileyfagjalds- menn vilja árleg uppboð á aflaheimildum. Hveijir skyldu standa best að vígi til þess að taka þátt í slíkum uppboðum? Skyldu það vera þeir sem eiga fjármagnið og fyrirtækin fyrir - togara og vinnsluhús, eða hinir, sem ætla að hasla sér völl? Ekkert af þessu hefur verið skilgreint þannig að skiljanlegt sé og þá er flúið í síðasta vígið og sjálft „réttlæt- ið“ kallað til sögunnar. í rauninni eru það þau rök sem skilj- anlegust eru. Vandinn er sá, að það hefur enginn öðlast „pat- ent“ á réttlætinu frekar en á draumunum, og draumur eins er martröð annars. Veiðileyfagjaldshugmyndin hefur hvergi verið praktíserað hjá þjóð, sem á allt sitt undir fiskveiðum. Það er brýnasta verkefni þessarar umræðu, að þeir menn sem segjast fýlgja hugmyndum um veiðileyfagjald nái áttum, sam- ræmi sín sjónarmið og geri upp við sig hvað í hugmyndinni felst og hvemig sé hægt að útfæra hana. Á meðan það er ekki gert er hugmyndin og það trúboð, sem henni hefur fylgt, ' engum til gagns, og eingöngu til þess fallið að ýta undir óánægju, öfund og óróleika. Hver hefur hag af slíku? VIII INS OG FYRR greinir hefur þátttaka íslendinga í alþjóðlegu samstarfi farið ört vaxandi á síðustu árum og verulega reynt á þolrif hins fámenna íslenska embættismannakerfís. I framhaldi af samningnum um EES hefur ríkisvaldið fullgilt gríðarlegan fjölda tiiskipana, sem frá Evrópusambandinu hafa komið og jafnframt breytt ýmsum lögum til samræmis við slíkar ákvarðanir, eftir því sem nauðsynlegt hefur þótt. Það er ekkert leyndarmál, að flestum, sem nálægt þessum tilskipunum koma, ofbýður í senn umfang þeirra og smámunasemi. En hitt er verra, að flestar þessar tilskipanir era viðteknar án þess að nægileg innlend athugun hafi átt sér stað. Það er ekki til mannskap- ur að sinna því verki. Það er lítil huggun í, þótt fullyrt sé að Evrópusambandslöndin sjálf gleypi þetta allt hrátt með sama hætti og sum þeirra komist svo upp með að láta sig þessar samþykktir engu skipta. Vitað er að hvorki íslensk lögmannastétt né dómarar hafa haft nein tök á því að kynna sér allan þennan fyrirmælahaug sem hingað hefur borist, enda gerðu þau ekki annað á meðan. Forystumenn Evrópu hafa flestir hveijir borið sig aumlega undan þessu tilskipun- ar- og reglugerðafargani, sem útungunarstofnanir í Brussel spýta frá sér með ógnarhraða. Því miður er ekkert sem bendir til að á þessu verði lát. Ríkjaráðstefnu ESB mun sennilega verða lokið um mitt næsta ár. Flest bendir þó til þess, að sambandið muni ýta mörgum erfiðustu vandamálun- um á undan sér. Gríðarleg óánægja ríkir með Evrópusam- bandið meðal margra þjóða þess. Það kemur sjálfsagt mörg- um á óvart hér á landi, að hver einasta skoðanakönnun sem gerð er i Þýskalandi sýnir að mikill meirihluti þeirra Þjóð- verja, sem afstöðu taka, er alfarið á móti því að tekin verði upp sameiginleg mynt í Evrópu, þótt kanslarinn Kohl láti engan bilbug á sér fínna. Fáum blandast hugur um að íslendingum væri ógerlegt að gerast aðilar að sameiginlegri mynt Evrópu. Þeir misstu þá umsvifalaust forræði á mikilvægustu þáttum íslensks efnahagslífs. Sveiflum á verði og magni á okkar megin afurð- um yrði ekki lengur mætt með því að laga íslenskan veru- leika að nýrri stöðu. Til yrðu að koma sérstakir sveiflujöfnun- arsjóðir í Brussel, sem sæju á okkur aumur, þegar illa gengi. Fyrir fáeinum árum giltu slík viðhorf til íslensks atvinnulífs hjá stjórnvöldum hér. Flestum ber saman um það nú, að það hafi haft afar óholl áhrif á rekstur fyrirtækja og orðið þeim til mikillar bölvunar, þegar til lengri tíma er litið. Hitt er annað mál, að fyrir okkur mun það eingöngu vera til hagræðis ef Evrópusambandsríkin ákveða að búa öll við -• eina mynt. Megin viðskipti okkar mundu þá eiga sér stað við þijú myntkerfi, það bandaríska, japanska og evrópska. Enn telja flestir að af evrópsku myntinni verði, jafnvel þeg- ar árið 1999, þótt ekki verði nærri allir með í fyrstu lotu. Margir óttast þó, að sá grundvöllur, sem hin sameiginlega mynt átti að byggjast á, verði miklu veikari en að var stefnt. í þessu felst veruleg áhætta sem forráðamönnum evrópskra peningamála er ljós og þeir hafa vakið athygli á og fengið ákúrur fyrir af pólitískum yfirmönnum sínum. íslendingar fylgjast auðvitað náið með þessari þróun og verða í stakk búnir til þess að laga sig að henni, þegar þess gerist þörf. IX AÐ ER sólarlítið um sinn, en dagur lengist nú ört. Ég hef reynt að færa fyrir því rök að framundan geti verið gott ár, að svo miklu leyti sem við fáum því ráðið sjálf. En þó að við fáum ekki miklu ráðið um hið ókomna, ber okkur skylda til að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að vel takist til. Sóknarfærin eru mörg og við skulum vera sókndjörf og minnast þess að „það er sókn- in sjálf, sem manninn stækkar". Ég óska landsmönnum öll- um gleðilegs árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.