Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ H t Móðursystir okkar, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR frá Vopnafirði, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 13.30. Guðrún Ingveldur Jónsdóttir, Jórunn Jónsdóttir, Jón Birgir Jónsson. t Elskuleg móðir mín og amma, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Snorrabraut 56, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í föstudaginn 3. janúar 1997 kl. 13.30. Edda Sigurðardóttir, Guðný Einarsdóttir. t Útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁGÚSTAR JÓNSSONAR fyrrverandi skipstjóra, Austurströnd 4, áður Nesbala 7, Seltjarnarnesi, verður gerð frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 15.00. Margrét Sigurðardóttir, Bogi Ágústsson, Jónína María Kristjánsdóttir, Emilía Agústsdóttir, Yuzuru Ogino Ágúst Bogason, Þórunn Elísabet Bogadóttir, Jónfna Guðný Bogadóttir, Guðbjörg Yuriko Ogino. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vin- semd við andlát og útför okkar ástkæru dóttur, fósturdóttur og systur, ELÍNAR BIRGITTU ÞORSTEINSDÓTTUR, Fannafold 147, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. 1 Hildur Pálsdóttir, Aðalsteinn Sigurþórsson, Páll Aðalsteinsson, Ágúst Aðalsteinsson, Þorsteinn Ólafs, Lára Kristjánsdóttir, Þór Steinar Ólafs, Björg Magnea Ólafs, Kristján Már Ólafs. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför ástkærs sonar okkar, stjúp- sonar, bróður og mágs, HELGA EIRÍKSSONAR, Laugarásvegi 57. Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár. Vaka Sigurjónsdóttir, Eiríkur Helgason, Anna Eiríksdóttir, Jóhanna Eiríksdóttir, Jóhannes Eirfksson, Bergþór Sigurðsson, Bjarni Hákonarson, Jón Wendel, Kolbrún Steingrímsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall ÞURÍÐAR JÓNSDÓTTUR SÖRENSEN hjúkrunarfræðings. Óskum ykkur öllum gleðilegs árs. Jórunn Sörensen, Þorsteinn Magnússon, Þuríður Jónsdóttir, Viðar Gunnarsson, Katrfn Jónsdóttir, Sólborg Jónsdóttir, Lýður Valgeir Lárusson og barnabarnabörn. SIGFUS HALLDÓRSSON + Sigfús Halldórs- [U son var fæddur í Reykjavík 7. sept- ember 1920. Hann lést á Landspítalan- um hinn 21. desem- ber siðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Ey- mundsdóttir hús- móðir og Halldór Sigurðsson úrsmið- ur og var Sigfús yngstur átta barna þeirra hjóna. Sigfús kvæntist 17. janúar 1953 eft- irlifandi eiginkonu sinni Stein- unni Jónsdóttur, f. 27.12. 1923. Börn þeirra eru: 1) Gunnlaugur Yng^vi, f. 12.3. 1955, kvæntur Jóhönnu G. Möller, þeirra synir eru Sigfús í sambúð með Huldu Egilsdóttur, þeirra barn Gunn- laugur Yngvi; og Yngvi Páll. 2) Hrefna, f. 7.4. 1957, gift Agústi E. Agústssyni og eiga þau eina dóttur, Helgu. Sigfús nam við málaraskóla Björns Björnssonar og Mar- teins Guðmundssonar og söng- nám stundaði hann hjá Pétri A. Jónssyni óperusöngvara. Hann lauk prófi í leiktjalda- hönnun og málaralist frá Slade Fine Art Sehool, University of London árið 1945. Hann var við nám og störf við Stokkhólms- óperuna 1947 til 1948 og lauk prófi í uppeldis- og kennslu- fræðum frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1968. Sig- fús starfaði í Útvegsbanka Is- lands 1933-44, málarasal Þjóð- leikhússins 1950-52 og hjá J. Þorláksson og Norðmann 1954-55. Hann var starfsmað- ur á bókasafni Bandaríkjahers 1955-56, Skattstofu Reykjavík- ur 1957-68 og var teiknikennari við Langholtsskóla 1968-81. Sigfús hélt marg- ar málverkasýning- ar bæði einn og með öðrum. Hann stóð m.a. að fyrstu leik- tjaldasýningunni hér á landi árið 1947. Hann hélt m.a. einkasýningar í Listamannaskál- anum árið 1960, á Kjarvalsstöðum 1976, 1980 og 1986. Auk þess hélt hann sýningar viða um land þar sem myndefn- is hafði verið leitað á viðkom- andi stöðum. Sigfús samdi fjölda sönglaga og tónverka auk kór- verka. Meðal verka hans eru Stjáni blái við ljóð Arnar Arnar- sonar, Til sjómannsekkjunnar við jjóð Sigurðar Einarssonar, Amarrím við nokkur ljóð Amar Amarsonar og Austurstræti, lagaflokkur við kvæði Tómasar Guðmundssonar. Af sönglögum hans má nefna Dagný, Við Vatnsmýrina, Tondeleyo, Litla flugan, Vegir liggja til allra átta og fleiri kunn lög. Út voru gefin tvö sönglagahefti með lögum hans, það fyrra 1970 og hið síðara 1990. Sigfús hlaut fjölda viður- kenninga fyrir störf sín á sviði menningar og Iista. Þar á með- al Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1979. Hann hlaut heiðurslaun frá Alþingi og var heiðurslistamaður og heiðursborgari Kópavogs. Útför Sigfúsar fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 2. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég man fyrst eftir Fúsa föðurbróður mínum var hann orðinn frægur og vinsæll maður á íslandi. Það skipti mig þó litlu, enda bar ég ekki skynbragð á slíkt. Mér þótti hins vegar vænt um þennan frænda minn vegna þess hvernig hann var. Og þegar hann hélt til starfa í út- löndum hafði ég í barnslegri ein- feldni minni mestar áhyggjur af því að hann yrði þar ljónum og tígris- dýrum að bráð. Til þess kom þó ekki, sem betur fer. Fúsi kom heill heim aftur og hélt áfram að vera sami góði frændinn. Þrátt fyrir að hann væri umset- inn og aufúsugestur allstaðar mundi hann vel eftir systkinabörn- unum sínum og sýndi það með ýmsum hætti. Fúsi var mikill Vals- ari og átti það til að bjóða einhverj- um úr strákahópnum með sér á völlinn þegar Valur var að keppa. Hann átti það líka til að spila við okkur krakkana á hátíðis- og tylli- dögum, lúdó eða eitthvað annað skemmtilegt. Þegar að því kom að Fúsi festi ráð sitt hefði mátt ætla að við hyrf- um í skuggann, en svo var ekki. Mér er minnisstætt þegar hann og Stella voru í tilhugalífmu. Þá birt- ust þau turtildúfurnar einn laugar- dagseftirmiðdag á svörtum Morris- bfl, sem pabbi Stellu átti. Erindið var að bjóða okkur systkinunum í bíltúr. Á þeim árum voru bílar mun fátíðari en nú og þótti því slíkt boð vera heilmikið ævintýri. Stella var bílstjórinn, sem var fremur óvenju- legt í þá daga. Þó lítið væri um bíla var enn minna um að konur keyrðu. Þetta var söguleg ferð að því leyti að þetta var í fyrsta skipti sem við systkinin sátum í hjá kven- bílstjóra og í fyrsta sinn sem við komum til Hafnarfjarðar, svo ég muni. í Firðinum keypti Fúsi ís handa öllum og var þá sælan full- komnuð. Fyrr á árum voru samskipti fólks við útlönd að mestu bundin því að fara í siglingu eins og það hét og lengi var Gullfoss eina farþegaskip- ið í förum. Þegar einhver úr fjöl- skyldunni kom úr slíkri ferð var Fúsi sjálfskipaður í móttökunefnd- ina og gerði mikið tilstand úr mál- inu. A þessum árum samdi hann líka Gullfossvalsinn við texta Guð- jóns bróður síns en það er önnur saga. Fúsi fylgdist alltaf með því sem ættingjarnir aðhöfðust og lét sig varða hvemig þeim vegnaði. Þegar einhver merkisatburður var í fjöl- skyldunni, eins og stórafmæli eða ferming, lét Fúsi sig ekki vanta, ef hann mögulega gat komið. Hann var oftar en ekki fyrstur á staðinn og meðan hann var yngri var hann líka gjarna sá síðasti sem fór. Fúsi gat verið mjög hugulsamur. Einu sinni þegar ég var unglingur sýndi hann nokkrar smámyndir í Morgun- blaðsglugganum í Áðalstræti. Mér fundust myndirnar vera fallegar og hafði orð á því heima. Mamma sagði Fúsa frá þessu einhvern tímann þegar hún hitti hann, án þess að ætlast til nokkurra viðbragða af honum. Nokkrum árum seinna þeg- ar ég var að heiman um tíma kom Fúsi með eina þessara mynda og tilkynnti að hún skyldi hengd upp í herberginu mínu. Myndin hefur fylgt mér síðan og er nú stofustáss á mínu heimili. Fúsi var yngstur átta systkina og eru nú aðeins á lífi þau Nanna og Guðjón faðir minn, en þau voru næst honum í aldri. Það var hlýtt á miili systkinanna og eftir að þau urðu aðeins þijú eftirlifandi og ald- ur og lasleiki sótti meira á, hafa þau ef eitthvað er, orðið enn nán- ari en áður. Þeir bræðurnir höfðu mikla ánægju af því í seinni tíð að hittast og rifja upp liðna tíma og gátu þá setið lengi. Faðir minn var fimm árum eldri en Fúsi og þó að það hafi verið nokkur aldursmunur þegar þeir voru strákar mátti skilja það á frásögnum þeirra að þeir hafi samt verið miklir mátar á þeim árum. Fúsi veltist um af hlátri þegar hann sagði mér söguna af því þeg- ar hann var að skríða upp í rúm til Mansa bróður á sunnudags- morgnum til að láta hann segja sér framhaldssöguna þeirra. Þá spurði Mansi. Hvert vorum við komnir? Og Fúsi vissi það upp á hár. Sagan snerist síðan um að lýsa því hvem- ig Mansi bróðir bar sig að við að elta uppi ímyndaða misindismenn á götum bæjarins. Leikurinn barst þá gjarna um ganga Hafnarhússins þar sem hann geystist á eftir bófun- um á reiðhjóli. Þó aldurinn færðist yfir þá bræð- urna eins og aðra, held ég að þeir hafi ekki upplifað hvor annan þann- ig. Eða eins og Fúsi sagði við Gunn- laug son sinn þegar pabbi fyllti áttunda áratuginn: Alveg er þetta ótrúlegt. Mansi bróðir bara orðinn áttræður. En allt hefur sinn tíma. Fúsi var búinn að vera veill fyrir hjarta um árabil og nú fyrir skömmu varð ljóst að ekki yrði um frekari lækningu að ræða. Við feðgamir fórum upp á spítala og kvöddum hann viku áður en hann dó. Það var eftirminni- leg stund og aðdáunarvert hvað þessi fársjúki maður gat sýnt af sér mikla vinsemd og hlýju. Og nú hef- ur hann kvatt þennan heim. Á því er enginn vafi að lögin hans Fúsa munu lifa með þjóðinni um langa framtíð svo samofin sem þau era þjóðarsálinni. Um það er heldur engin spurning að í hugum okkar systkinabarnanna mun lifa minningin um góðan og sérstæðan frænda. Mansi bróðir og fólkið hans votta Stellu og fjölskyldunni ein- læga samúð sína á erfiðum tíma og þakkar fyrir allt. Gylfi Már Guðjónsson. € i i i i i ( ( ( i Nú er hátíð ljóss og friðar og þú ert farinn burt úr okkar jarðlífi, en ( ég veit að þú ert hjá mér og okkur öllum hinum sem þykir svo vænt um þig. Alltaf vora allir velkomnir til þín og þú gafst frá þér svo mikla hlýju og kærleika sem lifír og dafn- ar í minningu allra sem þér kynnt- ust. Það mun alltaf lifa í minningu minni hversu vel þú fagnaðir komu minni ef ég rétt kom til þess að heilsa upp á þig og athuga hvernig ( þú hefðir það. Þú varst alltaf svo hugljúfur og hjartagóður. * Elsku afi, ég sakna þín svo sárt, en ég veit að þú hefur fengið jafn góðar móttökur fyrir handan og þú ávallt veittir mér og öllum þínum ástkæra vinum, sem eru svo sann- arlega margir. Það sem þú hefur skilið eftir þig er ómetanlegt og vil ég þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir þessar ævilöngu gjafir. Þín afastelpa, Helga. Ljúflingur deyr. Hljóðnaður er hvellur hláturinn, þýður ómur hörpunnar og horfið blíða brosið. Yið vorum lánsöm að eignast hann Sigfús og máttum ekki við að missa hann svo fljótt. Vinir og annað gott fólk sem við hittum á lífsleiðinni er eftirsjárvert en til eru þeir sem eru óbætanlegir. Fúsi stóð einn og stakur í „frera- flóra“ mannlifs á íslandi, enginn kemur í hans stað. Á þessu fróni þar sem flestir eru ýmist með haus- inn niðri á bringu eða nefið upp í loftið og gefa sér ekki tíma nema stöku sinnum fyrir falleg orð eða tillit eru menn eins og Fúsi ómetan- legri en margt bænakvakið. Með sínum hvella skellihlátri og bullsög- um að ógleymdum töfrum tónanna gat hann á andartaki breytt hreysi í höll og hversdeginum í hátíðar- stund. Tónarnir eins og láku úr fingrum hans, beint frá hjartanu, að því er virtist algerlega fyrirhafn- ar- og áreynslulaust. Lögin hans eru líka ljúf og ómþýð; það er eins og þau hafi alltaf verið til eins og flest sem snjallt er. Tónlist hans var samin af einlægri ást og þörf til að gleðja. En Sigfúsi var fleira gefið, hann var einnig drátthagur í betra lagi. Eitt bókmerki milli vina, Matthíasar míns og Fúsa, eða teikn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.