Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4- Þórður Vilberg ' Oddsson fædd- ist í Ráðagerði á Seltjarnarnesi 23. september 1910. Hann lést á Land- spítalanum, af völdum innvortis blæðinga, aðfara- nótt síðastliðins að- fangadags, 24. des- ember eftir skamma sjúkdóms- legu. Foreldrar hans voru Guð- ríður Þórðardóttir húsmóðir, f. 23.5 1876, d. 30.1 1916, og Oddur Jónsson hafnarfógeti, f. 12. 10 1878, d. 26.2 1934. Níu ára gamall fluttist Þórður með föður sínum frá Ráðagerði á Stýrimannastíg 11 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1932, prófi í læknis- fræði frá HÍ 1940 og stundaði framhaldsnám á lyflækninga- deild og húðsjúkdómadeild St. James Hospital í London árið 1949. Þórður var settur stað- gengill læknis á Hólmavík 1935, var settur héraðslæknir í Ögurhéraði við Isafjarðar- djúp árið 1938. Síðan varð hann héraðslæknir í Þistil- fjarðarhéraði árið 1941 til 1950 og þjónaði um tíma hluta af Öxarfjarðarhéraði á móti héraðslækninum á Húsavík. Árið 1950 var Þórði veitt Kleppjárnsreykjahérað í Borgarfirði og var hann hér- aðslæknir þar til ársins 1964 er hann tók við embætti hér- aðslæknis í Borgarnesi. Þar þjónaði hann til ársins 1969, varð þá héraðslæknir á Akra- nesi og hætti þar störfum árið 1975. Árin 1975 til 1989 var Þórður heimilislæknir í Reykjavík, fyrst með lækn- ingastofu á Laugavegi en síð- an í húsi sínu á Háaleitisbraut 23. Alsystkin Þórðar, Ásta f. 14.11 1905, húsmóðir býr í Brönderslev í Danmörku, en hún giftist Carlo Jensen tann- lækni, f. 25.5 1905, d. 20.5 1989, Jón, f. 23.12 1908, d. 21.5 1988, verksljóri í Vél- smiðjunni Héðni, en hann var kvæntur Bergljótu Björnsdótt- ur, f. 28.3 1911, d. 12.9 1996. Systur Þórðar, samfeðra voru Fanney, f. 7.12. 1917, d. 2.8. 1989 húsmóðir, gift Gunnari Daníelssyni verkamanni, f. 7.12 1910, d. 2.91988, og Gyða, húsmóðir í Reykjavík, f. 20.12 1917, en hún giftist Guðvarði Vilmundarsyni skipstjóra, f. 29. 3. 1912, d. 31.1 1984. Dótt- ir Þórðar og Guðnýjar Jónínu Sigurbjörnsdóttur er Erla Jó- hanna, f. 19.2 1938, félags- málafulltrúi í Reykjavík, gift Vali Páli Þórðarsyni og eiga þau fjögur börn. Sonur Þórðar og Olgu Bergmann Bjarna- dóttur er Þórður Bergmann, f 23.2 1941, brunavörður á Langri og farsælli ævi mikils atorkumanns er lokið. Á öðrum degi nýs árs verður til moldar borinn afi minn, Þórður Oddsson læknir. Hann lést aðfaranótt að- fangadags. Þetta ár hefur verið mér og flölskyldu minni mjög erf- itt. Stjúpsonur Þórðar og föður- bróðir minn, Ámundi Ámundason lést fyrr á þessu ári, langt um aldur fram og í gær var til moldar borin móðir góðrar vinkonu minnar, kona á besta aldri. Elsku afi minn, það er svo margt sem mig langar til að segja á þessari stundu, en ég kem ei orðum að. Ég hef alla tíð borið ómælda virð- ingu fyrir þér og skipti álit þitt mig ávallt miklu máli, enda hófust Keflavíkurflug- velli, kvæntur Helgu Magnús- dóttur og eiga þau þijú börn. Þórður kvæntist 7.2. 1942 Sigrúnu Aðalheiði Kærnested hatta- saumameistara, f. 2.11 1910, en hún léstþann 1.9 1991. Foreldrar hennar voru Óli Ólason Kærnested, járn- smiður í Reykja- vík, og kona hans Gróa Jónsdóttir húsmóðir. Synir Þórðar og Sigrúnar eru Óli Hörður, f. 5.2. 1943, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, kvæntur Þur- íði Steingrímsdóttur og eiga þau fjögur börn, Oddur, f. 27. 10 1944, starfsmaður Rann- sóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og eiga þau fimm börn, Jón, f. 2.12 1946, húsa- smíðameistari í Ákarp í Sví- þjóð, kvæntur Guðríði Theó- dórsdóttur og eiga þau fjögur börn. Stjúpsonur Þórðar var Ámundi Ámundason blikk- smíðameistari, f. 9.6 1937, d. 27.2 1996, kvæntur Herdísi Jónsdóttur og áttu þau fimm börn. Á læknisárum sínum á Þórs- höfn sat Þórður í stjórnum Kaupfélags Langnesinga og Sparisjóðs Þórshafnar, var formaður hafnarnefndar og sat i skólanefnd Þórshafnar- skólahverfis. í Borgarfirðin- um sat hann m.a. í skólanefnd Reykholtsdalsskólahverfis og hafði á hendi póstafgreiðslu á Kleppjárnsreykjum í nokkur ár. Þegar hann bjó í Borgar- nesi og á Akranesi var hann félagi í Rotaryhreyfingunni, en gaf sér annars lítinn tíma til félagsmálastarfa, enda starfinn oft ærinn í erilsömum læknishéruðum. Hann var mikill ræktunarmaður, átti gróðurhús á Kleppjámsreykj- um og þar og alla tíð síðan lagði hann mikla áherslu á fallegan gróður við híbýli sín. Þórður hafði mikið yndi af lestri góðra bóka, var afar víðlesinn og las alla tíð mikið, sérstaklega bækur og blöð um læknisfræðileg efni en hin síð- ari ár einkum bækur um heim- spekileg viðfangsefni. Árið 1943 fékk Þórður, annar tveggja íslenskra lækna, Ford jeppabifreið frá ameríska setuliðinu til reynslu við akst- ur á vegleysum. Lýsti Þórður þessu fjórhjóladrifna tæki sem miklu þarfaþingi í erfiðu læknishéraði og sá í jeppanum framtíðarbifreið fyrir íslensk- ar aðstæður. Útför Þórðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 2. janúar nk. kl. 13.30. oft mjög svo spekingslegar og oft og tíðum spaugilegar samræður þegar við hittumst, bæði jafn þijósk en sá vægði er vitið hafði meira og alltaf varst það þú. Gæfan hossi þeim hugdjörfu er rómverskt spakmæli sem þú studdist alla tíð við, enda rómaður af samferðamönnum í gegnum tíð- ina fyrir dirfsku og þor. Maður sem þorði að taka ákvarðanir og standa við þær, heyrði ég eitt sinn sagt um þig af konu sem sagði þig hafa tekið ákvörðun í starfi þínu sem skipti sköpum fyrir líf hennar. Þú bjargaðir lífi hennar ásamt lífi svo margra annarra. Elsku afi, það er ró yfir hjarta mínu því ég veit að þér líður vel og þú, amma og allir aðrir sem eru með ykkur munu fylgjast með mér um ókomna tíð. Minningin um stórbrotinn mann mun lifa. Sumir deyja og síðan ekki söpna meir. Aðrir með söng sem aldrei deyr. (Þorsteinn Valdimarsson) Ásta Dís Óladóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku afi minn, nú ertu kominn til ömmu, og þar veit ég að þér líður vel. Þegar þú varst héraðslæknir á Akranesi frá 1969-1975 var það toppurinn á tilverunni að fá að vera hjá þér og ömmu. Við Þórður bróðir komum svo oft til ykkar, það var bara svo gott að vera hjá ykkur. Þegar ég var tólf ára var ég búin að vera meidd á fæti eftir fall úr koju, margir læknar voru búnir að reyna að laga þetta en ekkert gekk. Þá fór ég til afa. Hann var ekki lengi að lækna stelpuna sína frekar en venjulega. Það var alveg sama hvað var að, alltaf gat maður leitað til afa. Afi var einstakur persónuleiki, það var enginn sem líktist honuym að ráði, hann var mjög ákveðinn en samt svo góður, það var ekki annað hægt en að bera mikla og djúpa virðingu fyrir honum. Afí hafði mjög gaman af að ferðast til útlanda, og þau voru ófá skiptin sem hann og amma fóru til annarra landa, og þá helst á nýja staði. Já, hann afi fór yfir- leitt ótroðnar slóðir, þannig var hann. Ég held að ég geti _með góðri samvisku sagt að fáir íslendingar hafi lesið eins mikið og hann afi minn, hann gat endalaust lesið, enda vissi hann ótrúlegustu hluti. Það var alveg saman um hvað var talað og við hvern, alltaf gat afi verið hrókur alls fagnaðar í um- ræðunum, hann einfaldlega vissi svo til allt. En elsku besti afi minn, nú ertu kominn til hennar ömmu sem þú elskaðir svo heitt og saknaðir svo mikið. Nú líður ykkur vel saman eins og alltaf forðum. Elsku afí minn, þakka þér fyrir allt. Þín, Rúna Óladóttir. Okkur langar bara til að kveðja þig elsku besti langafi okkar, þú varst alltaf svo góður við okkur. Nú ertu kominn upp til Guðs og englanna og við vitum að hún langamma passar þig. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. Góði Guð, vertu með elsku afa, Oddi, Jonna og fjölskyldum og styrktu _þau í sorginni. Óli Haukur, Sunna Dís, Hanna Þurý og Garðar. Mig langar með örfáum orðum að minnast „afa“ eins og ég kall- aði hann alltaf þó að hann hefði verið afi konunnar minnar. Hann var bara þannig að allir hefðu vilj- að eiga svona afa. Ég man alltaf eftir því þegar ég hitti hann fyrst. Hann fór strax að spjalla eins og við hefðum þekkst í mörg ár, en eins og flest- ir þekkja er oft erfitt þegar maður kemur í fyrsta fjölskylduboðið hjá tilvonandi maka. Þetta get ég ekki sagt því ég var boðinn svo velkom- inn á Háaleitisbrautina þegar ég kom þangað fyrst að það varð aldr- ei erfítt. Hann „afi“ og hún „amma“ voru svo gestrisin, það var alltaf svo gott að koma til þeirra. Það er líka eitt lítið atvik sem ég aldrei gleymi en það var þegar við Rúna giftum okkur. Við pabbi stóðum uppi við altarið og buðum gesti velkomna í kirkjuna með því að hneigja okkur eins og venja er, fólk kom inn og settist, allir nema „afí“ hann labbaði fram allt gólf- ið, hneigði sig djúpt, labbaði svo til baka og settist. Þessu gleymi ég aldrei. Svona var hann „afí“ alveg einstakur. Ég vil að lokum, kæri „afi“, þakka þér fyrir að fá að kynnast þér. Guð blessi minningu þína. Óli Garðarsson. Þegar við erum börn finnst okk- ur það svo sjálfsagt að eiga for- eldra, ömmur, afa og aðra þá sem maður elskar. Þau eru þarna til að gleðjast með þér og hugga þig þegar illa gengur. Þau eru fasti punkturinn í tilverunni og þannig fínnst manni þá að það muni allt- af verða. Ég var svo heppin að eiga tvö sett af ömmum og öfum auk langömmu og svo foreldra, þetta tel ég hafa verið mín forrétt- indi. Það að fá að alast upp á Kleppjárnsreykjum hjá ömmu og afa þar sem meira að segja sjö- fréttirnar í útvarpinu hjómuðu öðruvísi en annars staðar. Afí talaði á annan hátt við mann en aðrir, hann sagði eitthvað og spurði svo álits og þá fannst manni að maður væri bæði full- orðnari og gáfaðri en maður hafði áður talið. Því afi hafði lag á að tala þannig við alla að þeir komu með sitt álit og skoðanir á því sem rætt var um. Oft gerði hann sér líka upp skoðanir til að fá fram rökræður. Þessar stundir við eld- húsborðið eða annars staðar voru oft þeir tímar sem gáfu af sér gullkorn, eitthvað sem hann sagði og seinna á lífsleiðinni varð að speki sem hugsað var um og vitn- að var í. Garðáhugi var eitt af því sem afí hafði í ríkum mæli og báru þeir merki þess garðarnir sem hann gerði að yndislegum sælu- reitum, fyrst á Kleppjárnsreykjum síðan í Borgarnesi, því næst á Akranesi og síðast á Háaleitis- brautinni. Hann vann þar stórvirki bæði með afli og listnæmi. Genginn er réttsýnn rökhyggju- maður sem bjó yfír miklu afli og styrk, bæði andlega og líkamlega. Hann vann sín læknisstörf lengst af úti á landi í erfiðum héruðum við ófullnægjandi aðstæður og þar bjargaði hann mörgum mannslíf- um. Nokkrum tímum fyrir andlát- ið vorum við að ræða saman og þá bar ég honum kveðju frá gam- alli frænku minni, sem sagði um hann „mörgum hefur hann nú hjálpað og bjargað um dagana. Hann hlustaði svo vel á allt sem maður þurfti að segja og gerði svo allt sem í hans valdi stóð til að hjálpa og snöggur var hann að bregðast við ef kallað var á hann í vitjun“. Mér fundust þessi orð fyrrverandi sjúklings hans vera svo mikð lýsandi fyrir hann og það langa ævistarf sem hann innti af hendi. Nú þegar ég sit hérna og hugsa um þau þijú sem farin eru með svo stuttu millibili, ömmu, pabba og núna síðast afa, fara tárin að steyma og sjálfsvorkunnin nær yfirhöndinni. Þá hugsa ég til þess sem stendur í Spámanninum: „Þú grætur vegna þess sem áður var gleði þín“ og ég þakka góðum Guði fyrir alla þá gleði sem ég fékk frá þeim öllum. Elsku besti afí minn, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar, þær eru perlur í minningasjóð. Elsku Óli, Oddur og Jonni, Guð gefi ykkur og okkur öllum sem ÞORÐUR ODDSSON syrgjum, kraft og styrk til að vinna úr sorgum okkar. Sigrún Aðalheiður Ámundadóttir. í dag kveð ég afa minn með trega og söknuði. Mig langar að minnast hans með nokkrum orð- um. Það er alltaf erfítt að kveðja þá sem manni þykir vænt um og hafa átt svo stóran þátt í öllu lífi manns, sérstaklega þegar ekki gefst tími til að þakka fyrir allt. Afí var fróður og víðlesinn maður og hafði alltaf gaman af því að setjast niður og tala við okkur krakkana um allt milli himins og jarðar og ef vantaði svör við spurn- ingum þá var alltaf hægt að leita til hans. Afi kunni að gleðjast á góðum stundum og hafði gaman af margs konar rökræðum um pólitík og önnur mál. Það voru ófá skiptin sem við systkinin fengum að fara upp á Akranes til ömmu og afa en þar starfaði afi sem læknir á árunum 1969-75. Alltaf var jafnt gott að heimsækja þau ömmu og afa. Ég man t.d. eftir einum jólum sem við systkinin dvöldum hjá þeim og ég sagði mömmu að jólasveinninn á Akranesi væri miklu betri en þessi í Rvík, allavega fékk maður alltaf meira í skóinn þar. Seinna fluttu amma og afi á Háaleitis- brautina og þangað var jafngott að koma og heimsækja þau. Sér- staklega eru mér minnisstæð jólin hjá þeim, þá safnaðist öll fjölskyld- an saman, synir þeirra hjóna, börn og barnabörn. Jólasveinninnn kom með góðgæti fyrir yngstu börnin, allir dönsuðu kringum jólatréð og potturinn stóð í eldhúsinu fullur af ijúpum. Stórt skarð hefur verið höggvið í þennan hóp. Amma dó fyrir 6 árum og var það mikill missir fyrir afa og síðan í febrúar á þessu ári þegar uppeldissonur hans Ámundi dó eftir mikil og erfið veikindi. Með afa er horfínn mikill og merkilegur maður. Sjálfur vil ég þakka afa fyrir allar góðar stund- ir sem við höfum átt saman. Og elsku afi, þú valdir daginn til að fara til ömmu og Adda^ Þórður Ólason. Látinn er vinur minn Þórður Oddsson læknir, 86 ára að aldri. Þórður var kvæntur föðursystur minni Sigrúnu Aðalheiði Kærne- sted sem lést 1. september 1991. Þau Rúna og Þórður gengu í hjóna- band 7. febrúar 1942, og má því segja að leiðir okkar hafi legið saman allt frá fæðingu minni til þessa dags. Eiginleg kynni mín af Þórði tel ég hefjast þá er ég man hann fyrst en það mun hafa verið um það leyti sem hann hóf störf sem héraðslæknir á Kleppjárns- reykjum í Reykholtsdal, og frá okkar fyrstu heimsókn til dagsins í dag hef ég ávallt borið mikla virð- ingu fyrir Þórði og hans skoðunum, þótt viðurkennt sé að á fullorðins- árum mínum vorum við þó alls ekki alltaf á sömu skoðun en höfð- um feiknalega gaman af að skipt- ast á skoðunum um menn og mál- efni. Þórður var myndarlegur maður á velli, hár og samsvaraði sér vel og frá honum stafaði alltaf ör- yggi. Hann hafði fas þess sem veit að hann er að minnsta kost jafningi þeirra er hann var að hitta hveiju sinni. Honum lá frekar hátt rómur og var ódeigur við að hafa skoðanir á dægurmálum jafnt sem stjórnmálum og öllu er laut að mannlegu eðli og háttum. Hann var fæddur heimspekingur og þurfti alltaf að bijóta hvert mál til mergjar. Hann var aldrei ánægður fyrr en hann og viðmæl- andi hans höfðu komist að niður- stöðu á einn eða annan máta. Lestrarhneigð hans var með ólík- indum og hin síðari ár er annasöm- um starfsferli lauk þá gafst kær- komið tækifæri til lestrar og var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.