Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Að hugsa á íslensku
Dagur íslenskrar tungu
Frá Valgarði Egilssyni: Kvarði og túlkun í orðum
DAGUR íslenskrar tungu er ný-
liðinn. Fjölþjóðleg könnun sýnir
ónóga færni íslenskra ungmenna
í stærðfræði og raungreinum.
Nýlega var kannað sérstaklega
hvert vald 12 ára nemar í íslensk-
um skólum hefðu á íslensku og
stærðfræði. Var þetta undir um-
sjá opinberrar rannsóknastofnun-
ar. Á skilablöðum þaðan segir um
stærðfræðina að duglegur nem-
andi „hefur vald á grunnfærni"
(sjá meðfylgjandi mynd).
Samkvæmt minni málkennd
hefur orðið grunnfærni merking-
una: grunnur skilningur, grunn-
hyggni, andstæða við djúpan
skilning. Svipað segir Orðabók
Menningarsjóðs. En nú hefur
semsé orðinu verið fengin ný
merking - og gagnstæð!
Hér hefði nægt að segja: „hef-
ur vald á“ eða „hefur náð færni“
Hefur vald á
grunnfærni
Vantar
nokkuð á
grunnfærni
Vantar
verulega á
grunnfærni
en ofílagt er „að hafa vald á
færni“ hvað þá á grunnfærni.
Það læra börnin sem fýrir þeim
er haft. Ekki er kyn þótt keraldið
leki.
VALGARÐUR EGILSSON, læknir
Hólatorgi 4, Rvk.
Lygi, haugalygi,
moggalygi
Frá Einari Júiíussyni:
ÞAÐ FER tvennum sögum af því
hver taldi tölfræði vera hæsta stig
lyginnar. En sá þekkti allavega
ekki til Morgunblaðsins. í blaðinu
frá 21. des er farið svo stórkostlega
rangt eða villandi
með staðreyndir
að ég fæ ekki orða
bundist. Þar segir
í fyrirsögn frétta-
greinar: „Skatt-
byrðin hefur auk-
ist um 10,6% frá
1988.“ 10,6% er
alls ekki lítil
skattahækkun.
Slík tekjuskatts-
hækkun væri álíka mikil og fast-
eignaskattahækkun Reykjavík-
urlistans með holræsaskattinum ill-
ræmda sem sjálfstæðismenn hafa
réttilega mótmælt harðlega og
munu vafalaust leggja snarlega af
þegar þeir komast til valda því
stefna Sjálfstæðisflokksins hefur
hingað til verið skattalækkun en
ekki skattahækkun. Getur það verið
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stuðl-
að að 10,6% skattahækkun? Getur
það virkilega verið? Með greininni
fylgdu línurit sem sýndu að skatt-
leysismörkin hafa á þessu tímabili
lækkað úr 78.256 kr í 60.888 kr
en skattaprósentan hækkað úr
35,20% í 41,98%. Skattur af 100
þús. króna meðallaunum (lektors-
launum) hefur því aldeilis ekki
hækkað um 10,6% heldur hefur
hækkað úr 92 þús kr í 197 þús kr
eða um 114,5%. En stefna ríkis-
stjórnarinnar er ekki bara að hækka
skattana heldur líka að auka mis-
réttið í þjóðfélaginu og leggja skatt-
byrðirnar mest á bognu bökin.
Skattur af 80 þús króna láglaunum
(leiðbeinendalaunum) hefur hækk-
að um hvorki meira né minna en
1.207% þ.e. rúmlega þrettánfaldast
eins og allir geta sjálfir reiknað.
Þó að enn séu sem fyrr miklu meira
en næg verkefni í landinu fyrir all-
ar vinnufúsar hendur og þó að út-
gerðarmenn hafi aldrei dregið úr
sjó neitt nálægt því eins mikinn
afla og í ár þá færir ríkistjórnin til
þeirra hundruð milljarða króna
verðmæti en tekur atvinnuna frá
þeim sem minnst bera úr býtum
og ætlar nú að fara að draga veru-
lega úr bótagreiðslum til þeirra.
Ég veit ekki hve lengi almenningur
lætur níðast svona á sér en ég fer
fram á að Morgunblaðið biðjist af-
sökunar á því að hafa misreiknað
eða mistúlkað 1.207 prósenta
skattahækkun sem 10,6% skatt-
byrðisaukningu. Ég vil líka að þeir
stjórnmálamenn og flokkar sem
ekki styðja þessa misréttisstefnu
heiti því að skila þjóðinni aftur sam-
eign sinni, veita öllum atvinnu að
nýju og lækka skattbyrði Iáglauna-
manna niður í það sem hún var
áður en núverandi ríkisstjórn tók
völdin um leið og þeir taka við
stjómartaumunum. Vonandi verður
það sem fyrst því ríkistjórn sem
hefur það sem sín æðstu markmið
að skapa atvinnuleysi og flytja fjár-
munina frá þeim fátæku til hinna
ríku og gefa þeim stærstu auðlindir
þjóðarinnar meðan hún hækkar
skattana á lægstu launin um
1.207% á alls ekkert langlífi skilið.
Náttúruauðlindir þjóðarinnar á
að nýta á skynsamlegan, réttlátan
og sjálfbæran hátt þannig að fram-
tíðarávinningur þjóðarinnar verði
sem mestur. Fiskimiðin og fugla-
verin eru sameign ríkjandi og óbor-
inna kynslóða íslendinga og enginn
hefur rétt eða vald til þess að gefa
eða selja sjóræningjum og spell-
virkjum né neinum öðrum það sem
hann á ekki sjálfur. Sé það nauðsyn-
legt að þrettánfalda skattbyrði ein-
hverra til að fjármagna þá fordæm-
is- og gegndarlausu eyðsluaukn-
ingu ríkisstjómarinnar sem þegar
hefur orðið á minna en áratug þá
ætti að horfa til annarra en þeirra
lægst launuðu.
Hætta mætti t.d. að veita há-
tekju- og stofneignamönnum skatt-
fijálsar fjármagnstekjur og hluta-
bréfaarð og skattfrelsi annarra
tekna gegn hlutabréfakaupum.
EINAR JÚLÍUSSON,
eðlisfræðingur.
Einar
Júlíusson