Morgunblaðið - 31.12.1996, Page 26

Morgunblaðið - 31.12.1996, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Erlendir stór- atburðir í myndum Reuter FLUGSLYS I NEWYORK MÖRG flugslys urðu árið 1996. 228 manns fórust þegar breið- þota af gerðinni Boeing 747 frá flugfélaginu TWA fór í sjóinn undan Long Island í New York skömmu eftir flugtak 17. júlí. Miklar vangaveltur voru um það hvort vélinni hefði verið grand- að, en allt þykir nú benda til þess að slys hafi orðið. Hér sést hluti af væng úr vélinni mara í hálfu kafi. KARLOG DÍANA DÍANA prinsessa af Wales og Karl Bretaprins skildu endan- lega á árinu eftir 15 ára hjóna- band undir smásjá fjölmiðla úr öllum heimshornum, en þó eink- um gulu pressunnar heima fyrir. Um þau hafa verið gerðar leikn- ar „heimildamyndir" og hver uppljóstrunarbókin gefin út á fætur annarri. Hér sést Díana koma til söfnunarfundar fyrir enska þjóðarballettinn í ágústlok með trúlofunar- og giftingar- hringa á fingri. FÁR í EVRÓPU VEGNA KÚARIÐU NAUTAKJÖT hrapaði í verði þegar bresk stjórnvöld greindu frá því að verið gæti að riða smitaðist með því í menn og leiddi til þess að þeir fengju hinn svokallaða Kreutzfeldt-Jakob- sjúkdóm. Evrópusambandið lagði blátt bann við sölu naut- gripaafurða frá Bretlandi í aðild- arríkjum og Egyptar gengu svo langt að banna innflutning bresks nautaskinns. Franskir bændur sendu nefnd á fund Jacques Chiracs forseta og skildu kýr sínar eftir á beit við Eiffel-turninn í París á meðan. ÓLYMPÍULEIKARNIR voru haldnir í Atlanta í Bandaríkjun- um í sumar. Þar voru mörg afrek unnin og met slegin. Það varpaði skugga á leikana þegar sprengja sprakk í Ólympíugarðinum í mið- borg Atlanta með þeim afleiðing- um að einn lést og 200 særðust. Hér sést yfir garðinn. HEIMSBYGGÐIN öll var slegin óhug í aprílmánuði er óður mað- ur braut sér leið inn í skóla í smábænum Dunblane í Skotlandi og skaut til bana 16 börn og kennara þeirra. Morðin urðu til að kalla fram háværar kröfur FORNARLAMBA MINNST um breytingar á byssulöggjöf- inni í Bretlandi og hafði stjórn íhaldsflokksins frumkvæði að því að hertar voru mjög reglur allar og skilyrði þar að lútandi. Mynd- in sýnir unga stúlku leggja blóm- vönd til minningar um fórn- arlömb fjöldamorðingjans við barnaskólann í Dunblane. Reuter FLOTTAMANNASTRAUMUR FRÁZAIRE . BORGARASTYRJ ÖLD í Zaire kom miklu róti á nokkur hundruð þúsund rúandíska flóttamenn úr röðum Hútúa þar í landi. Hér sjást tugir þúsunda flóttamanna frá flóttamannabúðunum Mug- unga streyma gegnum landa- mærabæinn Goma til Rúanda um miðjan nóvember. Skömmu síðar héldu mörg hundruð þúsund rú- andískir flóttamenn í Tanzaníu aftur heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.