Morgunblaðið - 12.01.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.01.1997, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B/C/D 9. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ^ Morgunblaðið/RAX I SLIPPNUM Búist við að Milo- sevic gefi eftir Beljgrad. Reuter. BUIST var við því í gær að Slobodan Milo- Sevic, leiðtogi Serbíu, myndi viðurkenna sig- ur stjórnarandstöðunnar í sveitarstjórn- arkosningum sem fram fóru í nóvember og að hann myndi hvetja til myndunar sam- steypustjórnar. Yfirlýsing sem tveir aðstoð- arforsætisráðherrar og fulltrúar náms- manna úr hópi mótmælenda sendu frá sér um miðjan dag í gær styður þetta en þar segir að stjórnvöid verði að virða úrslitin. Heimildarmaður fíeuter-fréttastofunnar, sem sagður er háttsettur stjórnmálamaður, fullyrti um hádegi í gær að forsetinn væri að undirrita yfirlýsingu þar sem hann féll- ist á niðurstöðu Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu (ÖSE). Stofnunin kynnti sér úrslit kosninganna, sem Milosevic hafði lát- ið ógilda, og hefur þrýst mjög á'hann að viðurkenna sigur stjórnarandstöðunnar. Ekki var vitað hvenær yfirlýsingin yrði gerð opinber en búist var við að það yrði í tengslum við fund fimmveldanna svoköll- uðu, Bandaríkjanna, Rússlands, Þýska- lands, Frakklands og Bretlands, í Brussel í gær en þar átti að ræða stjórnmálaástand- ið i Serbíu. Verður mynduð stjórn vinstri- og lýðræðisaflanna? Nefnd á vegum ÖSE komst að þeirri nið- urstöðu í desember að fullyrðingar stjórnar- andstöðunnar um að hún hefði borið sigur úr býtum í 14 af 18 stærstu sveitarfélögum Serbíu, væru réttar. Hefur stofnunin veitt stjórnvöldum frest til 16. janúar til að viður- kenna sigur stjórnarandstöðunnar. Heimildarmenn Reuter segja að ákvörðun um að verða við þessum kröfum hafi verið tekin á föstudag á fundi háttsettra embætt- ismanna úr Sósíalistaflokknum og Samein- uðu júgóslavnesku vinstrifylkingunni, en leiðtogi hennar er Mirjana Markovic, eigin- kona Milosevic. Segja þeir að ennfremur verði hvatt til að „öll vinstri- og lýðræðisöfl í landinu sameinist og myndi samsteypu- stjórn í nafni þjóðarhagsmuna". Eng'in nið- urstaða á neyðarfundi Sofia. Reuter. ENGIN niðurstaða fékkst á neyðarfundi ör- yggisráðs búlgarska ríkisins, sem haldinn var í gær vegna hins eldfima stjórnmálaástands í landinu. Um 100 manns slösuðust á föstu- dag og aðfaranótt laugardags í átökum óeirðalögreglu og mótmælenda sem höfðu setið um þinghúsið í Sofia í um hálfan sólar- hring. í gærmorgun lenti öryggissveitum og um 500 mótmælendum saman að nýju í og við þinghúsið og voru þeir síðarnefndu hrakt- ir á braut. Zhelyu Zhelev, forseti Búlgaríu, hefur lýst samúð með málstað mótmælenda en jafnframt sagst mótfallinn því að þeir grípi til ofbeldis. Fólkið sem safnaðist saman fyrir utan þing- húsið vildi með því mótmæla þeirri ákvörðun sósíalista, sem eru í meirihluta á þingi, að neita að taka fyrir tillögu stjórnarandstöðunn- ar um að boðað verði til nýrra kosninga. Tugir þúsunda komu saman við þinghúsið og breyttust mótmælaaðgerðir brátt í umsát- ur. Grýtti fólkið þinghúsið, braut glugga og velti um bílum þingmanna sem lagt hafði verið fyrir utan þinghúsið. Jeltsín sagður hressari LÆKNAR Borísar Jeltsíns Rússlands- forseta sögðu í gær að hann væri hress- ari og að ástand hans væri mun stöð- ugra en áður. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu í vikunni. Læknar sögðu forsetann hitalausan og að blóðþrýstingur væri eðlilegur. Segja þeir hann afar ósáttan við að þurfa að leggjast aftur inn á sjúkrahús. Hann hafi þijóskast við fyrst eftir að hann veiktist og í raun hefði þurft að leggja hann fyrr inn. Kínverjar beita neitunarvaldi KÍNVERJAR beittu neitunarvaldi í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á föstudagskvöld í fyrsta skipti í tæpan aldarfjórðung, til að koma í veg fyrir að friðargæslusveitir verði sendar til Guatemala. Kínverjar eru þarlendum stjórnvöldum reiðir vegna tengsla Gu- atemaiastjórnar við Tævan. Vörðu þeir ákvörðun sína í gær, kváðust ekki eiga annars úrkosti. Senda átti 155 manna alþjóðlegt gæslulið undir stjórn SÞ tii Guatemala til að fylgjast með afvopnun stríðandi fylkinga sem sömdu frið eftir 36 ára borgarastyrjöld í landinu. Brugðust full- trúar Guatemala hjá SÞ við hart og hótuðu þegar að fara með málið fyrir allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna. Þá reyndu háttsettir embættismenn SÞ að finna lausn á málinu. Á meðal þeirra tillagna sem fram komu var að sent yrði alþjóðlegt gæslulið og að viðkom- andi lönd greiddu kostnaðinn við starf sinna hermanna. Þá kemur einnig til greina að senda herlið undir stjórn Sam- taka Ameríkuríkja. Fleiri hús rýmd í Norður-Noregi UM 100 manns urðu að yfirgefa heimili sín í nágrenni Tromso aðfaranótt laug- ardags vegna snjóflóðahættu. Eldri hjón fórust á föstudag í snjóflóði sem féll á tvö íbúðarhús og bifreið en bílstjórinn komst lífs af. Ekki var talin mikil snjó- flóðahætta þar sem fióðið féll og munu snjóflóðasérfræðingar meta hættuna á frekari flóðum í Troms-fylki. í gærmorgun fór að snjóa að nýju og nálgast snjóhæðin óðum tvo metra. Veg- ir eru lokaðir og hefur reynst erfitt að komast á ýmsa þá staði sem nú er talið að kunni að vera í hættu. Þeirra á með- al er Breivik-eiði, sveitarfélagið þar sem snjóflóðið féll á föstudag. Tuttugu manns, sem búsett eru þar, neituðu lengi vel að rýma hús sín en i gær hafði þeim snúist hugur. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að koma fólkinu til aðstoðar vegna ófærðar. Eru hæfileikaríkbörn hornrekur Vafasamur athafnamaður í innsta hring 100 MILLJARÐA ÁRSVELTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.