Morgunblaðið - 12.01.1997, Side 13

Morgunblaðið - 12.01.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 13 ERLENT Borís Berezovskí. Reuter En hann kemur víðar við. Árið 1993 stofnaði hann Rússneska bif- reiðabandalagið (AVVA), sem seldi rússneskum fjárfestum skuldabréf að andvirði rúmlega þriggja miilj- arða króna undir þeim formerkjum að þeir fengju nýja bfla síðar meir. Hugmyndin var sú að auka umsvif Avtovaz. Það var ekki fyrr en 1996, þremur árum síðar, að AVVA hóf fjárfestingar í lítilli verksmiðju í Finnlandi. Fram að því gat Berezovskí farið með féð eins og honum sýndist. Á meðan þeir, sem fjárfestu í AWA, biðu eftir nýju bílunum sín- um versnaði fjárhagur Avtovaz stöð- ugt. Berezovskí keypti hins vegar fasteignir að andvirði tæplega 20 milljarða króna í Moskvu og Péturs- borg. Hann keypti eitt virtasta dag- blað Rússlands, Nezavisemaja Gaz- eta, vinsælt fréttatímarit og hlut í nýrri sjónvarpsstöð, sem nefnist TV 6. Hann hefur eignast að minnsta kosti 80% hlut í Sibneft, einu stærsta olíufyrirtæki Rússlands. Tsjetsjenska mafían Samkvæmt skýrslum lögregl- unnar í Moskvu var Berezovskí í nánu samstarfi við hin voldugu tsjetsjensku glæpagengi þegar hann stofnaði bílasölu sína. Talið er að þeir hafí gætt lífs hans, veitt honum „þak“ eins og það heitir á undirheimamáli í Rússlandi. Fyrir tveimur árum reyndu rúss- nesku glæpasamtökin Solntsevo að losa um tak Tsjetsjenana á bíia- markaðinum í Moskvu. Að sögn ónefnds rannsóknarmanns komu rússnesku glæpamennirnir að máli við Berezovskí vildu ganga i banda- lag við hann. Berezovskí er sagður hafa svarað: „Ég er með „þak“. Talið við Tsjetsjenana." Það samtal átti sér stað fyrir utan sýningarsal Logovaz í Moskvu og notuðu hvorir tveggja, Rússarn- ir og Tsjetsjenarnir, skotvopn í stað orða. Sex Tsjetsjenar létu lífið og fjórir Rússar. Berezovskí segir að sig reki minni til að hafa heyrt um þennan skot- bardaga, en hann kveðst ekki vita um hvað hann hafi snúist. Tilræði við Berezovskí Skömmu síðar komst Berezovskí í hann krappan. Verið var að aka honum út úr skrifstofuhúsi sínu þegar fjarstýrð sprengja sprakk næst bifreiðinni. Bílstjóri hans lífið, en Berezovskí brenndist aðeins á höndum og í andliti. Nokkrum dög- um síðar var framið sprengjutilræði í höfuðstöðvum Obedínení-banka, sem er í eigu Berezovskís. Tilræðis- mennirnir náðust ekki. Berezovskí kveðst ekki vera hefnigjarn. Það getur hins vegar farið illa fyrir þeim, sem reyna að standa í vegi hans. Þekktasta tilvik- ið er sennilega þegar Berezovskí haslaði sér völl í sjónvarpi. Fyrir tveimur árum var Vladíslav Lístjev vinsælasti samtalsþátta- stjórnandi og umsvifamesti þátta- framleiðandi Rússlands. Hann hafði nýlega talið stjórnvöld á að einka- væða Stöð 1, stærstu sjónvarps- stöðina í Rússlandi, sem nær til landsins alls. I uphafi ársins 1995 var Lístjev gerður að stjórnanda hinnar endurskipulögðu sjónvarps- stöðvar, sem nú nefndist ORT. Rík- ið hélt 51% eignarhlut í ORT. Hóp- ur kaupsýslumanna með góð sam- SJÁ NÆSTU SÍÐU Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig meÖ gjöfum og skeytum á 75 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur. Guðrún Jónasdóttir. - kjami málsins! Kæru viðskiptavinir! Þann 1 3. janúar hefur Valgerður Víkingsdóttir störf á hárgreiðslustofunni Prímadonnu. -p^naaDojj^ Grensásvegi 50,sími 588 5566. Námskeidid byggist þannig upp: 1992 Slim-Slank-kúrinn 1993 Fyrir giftinguna-kúrinn 1994 Sítrónu-kúrinn 1995 Áramótakúrinn-kúrinn 1996 Hölbalíu-kúrinn 1997 Viltu losna viö 20 kg eöa meira fyrir fullt og allt? Hættu í megrun! 12 vikna námskeiö hefst 20a /ðfla Þú kynnistþví hvernig mögulegt er að missa aukakílóin og halda þeim frá fyrir fullt og allt en jafnframt njóta lífsins og borða Ijúffengan mat. Vertu með í nýjum og léttari lífsstíl! Ekki fleiri megrunarkúra, heldur árangur sem endist. Láttu skrá þig strax í síma 533 3355 Takmarkaður fjöldi. Við vitum að megrunarkúrar virka ► Vikulegir fundir - mikil fræðsla og stuðningur ► mjög mikið aðhald - viktun og fitumæling ► matardagbók ► 150 uppskriftir af léttum réttum ► upplýsingaheftið „í formi til framtíðar" ► ...og margt fleira fróðlegt og uppbyggjandi. SKEIFAN 7 101 REYKJAVÍK S. 533-3355 n • Útsalan hefst á morgun • Útsalan hefst á morgun HERRAFATAVERSLUN BIRGIS_________ FÁKAFEN 11 • SÍMI 553 1170

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.