Morgunblaðið - 22.01.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 22.01.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 15 VIÐSKIPTI Tölvusamskipti hf. flytja hluta starfseminnar til Bandaríkjanna Ætlað að styrkia mark- HUGBUNAÐARFYRIRTÆKIÐ Tölvusamskipti hf. mun á næstunni flytja hluta starfsemi sinnar til Flórída í Bandaríkjunum þar sem þau hafa stofnað dótturfyrirtækið Traffic Software USA Inc. Tilgang- urinn með flutningnum er að færa þróunarstarfið nær markaðnum, m.a. í því skyni að örva söluna á nýjustu afurð fyrirtækisins, skjá- faxforritinu Object-Fax NT. Tölvusamskipti hf. voru stofnuð fyrir tíu árum. Helsta framleiðslu- vara fyrirtækisins er forritið Skjá- fax en með því er hægt að senda skjöl á tölvutæku formi til faxvið- takanda. Velta fyrirtækisins nam 80-90 milljónum króna á síðasta ári og um 95% hennar er vegna útflutnings. Níu manns vinna hjá Tölvusam- skiptum og er ætlunin að 3-5 þeirra fari til starfa á Flórída, þar á með- al Hallgrímur T. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Segir hann að ásamt honum muni 2-4 forritarar starfa í Bandaríkjun- um. Nær markaðnum „Fyrir er rekin sjálfstæð sölu- skrifstofa í borginni Boca Raton á Flórída og nú munum við einnig flytja hluta þróunardeildar Tölvu- samskipta þangað. Með því erum við að flytja þróunarvinnuna nær hinum risavaxna bandaríska mark- aði en þar eru helstu sóknarfærin. Nær öll sala fyrirtækisins er til er- lendra aðila og því er á margan hátt nauðsynlegt að staðsetja hluta starfseminnar erlendis." Gífurleg samkeppni ríkir á því sviði sem Tölvusamskipti hafa hasl- að sér völl á. Segir Hallgrímur að a.m.k. 100 fyrirtæki vinni nú að því að þróa skjáfaxforrit en eftir því sem internetið verði vinsælla verði samkeppnin óljósari. Hingað til hefur rúmlega helmingur af sölu fyrirtækisins verið í Evrópu en stað- setning dótturfyrirtækisins er valin með nýjustu útgáfu Skjáfaxins í huga; Object-Fax NT. Notfæra sér kosti alnetsins „Þessi nýjasta afurð okkar not- færir sér kosti internetsins en það hefur náð miklu meiri útbreiðslu í Bandaríkjunum en Evrópu. Forritið hefur einnig vakið athygli í Asíu og höfum við m.a. selt það til Kóreu, Japans, Singapors og Malasíu." Engar breytingar eru fyrirhugað- ar á eignarhaldi Tölvusamskipta hf. en hluthafar eru um 100 og allir íslenskir. Áfram með starfsemi á íslandi Hallgrímur segir að fyrirtækið verði áfram með starfsemi á íslandi en töluverðar mannabreytingar verði hjá því á næstunni, einhveijir muni hætta en aðrir ráðnir í staðinn í aukin verkefni. „Enn er margt óljóst í þessu en í kjölfar flutning- anna stefnum við að því að auka þróunarvinnuna og fjölga starfs- mönnum. Samvinna við stór og lítil hugbúnaðarfyrirtæki úti í heimi hefur vissulega oft komið til tals en við leitum ekki eftir slíku af fyrra bragði. Við erum þó opnir fyrir öllum möguleikum.“ NICOLA Horlick, sjóðssljóri. Horlick berst enn fyrir máli sínu Umtöluð afsögn „ofurkonu“ hjá Morgan Grenfell London. Reuter. ^ LÍFEYRISSJÓÐIR, sem skipta við Morgan Grenfell Asset Manage- ment, segjast uggandi um áreiðan- leika MGAM vegna þess að sjóðs- stjóri lét af störfum hjá fyrirtækinu fyrir helgi - en segjast ekki munu grípa til harkalegra gagnráðstaf- ana. Afsögn sjóðsstjórans, Nicola Horlick, hefur vakið mikla athygli, enda hafði starfslið hennar umsjón með um 18 milljarða punda lífeyris- sjóðum í Bretlandi. Þegar hún sagði af sér hafði fyrirtækið enn ekki náð sér að fullu eftir brottvikningu ann- ars sjóðsstjóra, Peters Youngs, vegna fjármálaóreiðu í fyrra. Monsoon flytur á Lauga- veginum EIGENDUR verslunarinnar Mon- soon hafa keypt helminginn af jarð- hæð húsnæðisins að Laugavegi 66. Verslunin Monsoon hefur verið til húsa að Laugavegi 97 en mun flytja að Laugavegi 66 um mánaðamótin mars - apríl aðsögn Sigurðar Jens- sonár hjá Monsoon. Sigurður segir að verslunarrými Monsoon á Laugaveginum muni stækka um helming við flut'ningana en Monsoon rekur auk þess tvær verslanir í Kringlunni. MGAM rak Horlick fyrir samn- ingsbrot nokkrum dögum eftir að Robert Smith forstjóri skipaði hana sjóðsstjóra. Horlick hefur verið kölluð „ofur- konan“ í brezkum blöðum og er 35 ára fimm barna móðir. Hún vill komast að vinsamlegu sam- komulagi við MGAM að sögn lög- fræðings hennar, en er reiðubúin að fara í mál ef samningar nást ekki. MGAM er í eigu Deutsche Morg- an Grenfell, fjárfestingararms De- utsche Bank í Þýzkalandi. Alls eru sjóðir þeir sem fyrirtækið hefur umsjón með urn 70 milljarða punda virði. Tilraun til yfirtöku Lögfræðingar Horlicks og De- utsche Morgan Grenfell virðast hafa ræðzt við, en bankinn vill ekki breyta ákvörðun sinni. Bank- inn segir að Horlick hafi verið sagt upp fyrir að reyna stjórna tilraun hollenzka bankans ABN AMRO til að taka í raun og veru við rekstri lífeyrissjóðs MGAM og Horlick hafi síðan sagt af sér. DMG neitar að skipa Horlick aft- ur í stöðu sína eða greiða henni skaðabætur, því að hún hafí sagt af sér. Deutsche Bank kveðst ekki bú- ast við málaferlum við Horlick. „Staðreyndir málsins eru ljósar,“ sagðí Rolf Bruer úr stjórn Deutsc- he sém á að taka við stjórn De- utsche í maí af Hilmar Kopper. „Frú Horlick olli bankanum tjóni með tilraun til að hnupla starfs- fólki og sagði síðan af sér. Tietmeyer spáir 2-2,5% vexti 97 París. Reuter. HANS TIETMEYER seðlabanka- stjóri segir að mörg Evrópulönd hafí misst móðinn í efnahagsmálum og eigi ekki að að bíða eftir sameiginleg- um gjaldmiðli Evrópu áður en þau komi efnahagsmálum sínum í lag. Þessi lönd, þar á meðal Þýzka- land, hafa verið of sein að gera sér grein fyrir þörfinni á umbótum til að jafnast á við vaxandi veldi Asíu, aukna framleiðslu Austur-Evrópu og þróttmikla endurnýjun Banda- ríkjanna, sagði Tietmeyer í viðtali við International Herald Tribune. Seðlabankastjórinn sá fyrir sér 2-2,5% hagvöxt í Þýzkalandi, en bætti því við að kaldur vetur í Evr- ópu kynni að draga úr batanum á fyrsta ársfjórðungi. „Ég held að við séum á bata- vegi, en við höfum ekki nógu mik- ið af óstuddum efnahagsbata enn sem komið er,“ sagði Tietmeyer. Hann sagði að ríkisstjómir ættu ekki að tengja þessar bráðnauðsyn- legu umbætur sameiginlegum evr- ópskum gjaldmiðli, heldur líta á þær sem þýðingarmikil skref sem Evrópa þyrfti að stíga til að verða samkeppn- ishæfari í heimsbúskapnum. Sameiginlegur gjaldmiðill getur leitt til þess að sambandið við doll- arann og jenið verði í meira jafn- vægi, ef myntbandalagi fylgja skipu- lagsbreytingar, sagði Tietmeyer. Hann sagði að Evrópa yrði að hrinda í framkvæmd skipulagsbreyt- ingum á vinnumarkaði til að draga úr atvinnuleysi, sem hann kvað „þýðingarmikið mál fyrir framtíð Evrópu." Tietmeyer sagði líka að nauðsyn- legt væri að skýra hlutverk væntan- legs seðlabanka Evrópu (ECB). Aukin umsvif Marels inn anlands MAREL hf. jók enn stórlega hlut- deild sína á innanlandsmarkaði árið 1996, eða nánast um helming frá fyrra ári, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur því ráðið tvo starfsmenn til að sinna sérstaklega heimamarkaði. í frétt fyrirtækisins segir að af- hending heildarkerfa í fiskvinnslur og vinnsludekk um borð í skip ásamt flokkarakerfum eigi veruleg- an hlut í þeirri aukningu sem orðið hafi á heimamarkaði og á árinu 1997 sé enn gert ráð fyrir veru- legri aukningu. Fram kemur að starfsemin hafi á undanförnum árum þróast úr framleiðslu voga eða stakra tækja til fiskvinnslu yfir í að hanna og framleiða heildstæð tölvustýrð vinnslukerfi fyrir matvælaiðnað. Þessi vinnslukerfi spanni allt fram- leiðsluferlið frá löndun aflans að pökkun fullunninna afurða. Þessir tveir starfsmenn hafa ver- ið ráðnir sérstaklega til þess að sinna heimamarkaðnum: • ÓSKAR Óskarsson mun sinna Suður- og Vesturlandi, Óskar, sem er rúmlega fer- tugur að aldri, hefur starfað hjá Marel síðastliðið ár í framleiðslu en færist nú yfir í sölu- og markaðs- deild til að sjá um sölu á Marelbún- aði á svæði sem miðast við Suður- og Vesturland. Óskar er rafvirki að mennt og hef- ur margra ára reynslu við verk- stjórn í fiskvinnslu. • GUÐJÓN Stefánsson mun sinna Norður- og Austurlandi. Guð- jón, hóf störf um áramót og er með aðsetur að Hjalt- eyrargötu 20 í sama húsnæði og Slippstöðin á Ak- ureyri. Hann er fisktæknir að mennt og hefur starfað við verk- og framleiðslustjórn á Akureyri, Hornafirði og í Olafsfirði. Viðhaldsstöð Flugleiða í Keflavík leitar nýrra verkefna erlendis SAS segir upp viðhaldssanmingi SAS hefur sagt upp samningi sínum við viðhaldsstöð Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli um stórskoðanir á Fokker 50-vélum. Viðhaidsstöðin hefur annast sex stórskoðanir á þessari tegund flugvéla fyrir SAS á undanförnum tveimur árum og gerðu samningar ráð fyrir allt að 20 skoðunum. Guðmundur Pálsson, fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs Flug- leiða sagði í samtali við Morgunblað- ið að SAS hefði fengið tilboð um betri heildarlausn í allar skoðanir á Fokker-vélum félagsins. „SAS var í ákveðnum vandræðum með minni skoðanir því það var engan veginn hagkvæmt að ferja vélamar hingað tH lands vegna þeirra. Félagið .ákvað að ganga til saminga við Fokker Aircraft Services í Hollandi sem var stofnað á rústum Fokker-verksmiðj- anna. Þétta fyrirtæki geifíi greinllega mjög gott tilboð sem SAS taldi sig ekki geta litið framhjá. Hins vegar hefur verið mikil ánægja hjá SAS með þjónustu okkar sem m.a hefur komið fram í því að við höfum í þrí- gang sent hóp viðgerðarmanna til Danmerkur til að gera við vélar og framkvæma ákveðnar breytingar." Annast skoðun fyrir Transavia Viðhaldsstöðin hefur á síðustu misserum ráðið allmarga flugvirkja til starfa og segir Guðmundur að nokkrar ástæður liggi þar að baki. „Ein höfuðástæðan var sú að við vildum hraða okkar eigin skoðunum þannig að ekki þyrfti að leigja vélar í langan tíma. Flugvirkjar hafa síðan unnið verulega mikla yfirvinnu tölu- . Verðan hluta. ársins en hin nýja vinnutímátilskipun Evrópusam- bandsins setur þeim skorður. Hug- myndin með samningnum við SAS var sú að ná betri nýtingu á viðhalds- stöðina, þannig að núna þurfum við að fylla í þær eyður sem hafa mynd- ast. Við erum því á fullri ferð við að afla frekari verkefna og erum þokkalega bjartsýnir á að það tak- ist.“ Guðmundur segir nánast frágeng- ið að Flugleiðir muni annast skoðun á einni Boeing 757-vél hollenska flugfélagsins Transavia í vor og hafnar séu viðræður um skoðun á 757-vél sænska félagsins Transwede. „Þá er framundan í haust stærsta skoðun á tveimur elstu 737-vélum Flugleiða sem er mjög tímafrek og umfangsmikil. Það hef- ur ekki verið tekin ákvörðun um hvört við framkvæmum þær skoðan- ir sjálfir, eða; felum öðrum aðilum að sjá um þær. í útboðsgögnum okkar er gert ráð fyrir því að um skiptivinnu'geti verið að ræða, þann- ig a,ð við fengjum verkefni frá þeim aðiTa sem tæki áð sér þessar skoðan- ir fyrir okkur."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.