Morgunblaðið - 22.01.1997, Side 22

Morgunblaðið - 22.01.1997, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ___________LISTIR_________ Brotaveröld beitusalans KVIKMYNPIR K r i n g 1 u bí ó í HEFNDARHUG (HEAVEN’S PRISONERS) ★ ★'/2 Ltíikstjóri Phil Joanou. Handritshöf- undur James Lee Burke, Scott Frank. Kvikmyndatökustjóri Harris Savides. Tónlist George Fenton. Að- alleikendur Alec Baldwin, Kelly Lynch, Mary Stuart Masterson, Eric Roberts, Teri Hatcher, Joe Viterelli. 132 mín. Bresk/bandarísk. Rank/Savoy Pictures 1996. RITHÖFUNDURINN James Lee Burke skrifar ágætar og vel metnar spennusögur um lögreglu- manninn Dave Robicheaux. Ein þeirra, / hefndarhug, birtist nú á tjaidinu. Þar er Dave, brottrækur úr lögregluliði New Orleans, og óvirkur alki, myndarlega leikinn af Alec Baldwin. Eftir brottvísun- ina hefur Dave, ásamt Annie konu sinni (Kelly Lynch) komið sér fyr- ir í friðsældinni í óshólmum Miss- issippi þar sem hann gerir út báta og selur beitu. í einni veiðiferðinni verða þau hjónin vitni að flug- slysi, Dave fer fyrstur manna nið- ur að flakinu og sér einum (manni) of mikið. Gamli lögreglumaðurinn fer að rannsaka málið, sem snýst um eiturlyfjasmygl og -sölu. Ekki er rétt, vegna væntan- legra áhorfenda, að fara nánar útí efnisþráðinn. Af nógu er þó að taka og þar með er komið að helsta galla að mörgu leyti ágætr- ar myndar; söguflétturnar og sögubrotin eru of mörg og ekki gefst tími til að vinna úr þeim öllum. Er þó of löng. Bubba (Eric Roberts), fyrrum skólabróðir Daves og stórvirkur dópmangari, er t.d. forvitnileg persóna sem hefði mátt vera meira áberandi. Robin (Mary Stuart Masterson), mella með gullhjarta, er annar karakter sem rétt kíkir við, en þau Roberts og Masterson, (til allrar guðslukku er þessi hæfi- leikaríka leikkona hætt að leika annað en sakleysið uppmálað) gera hlutverkum sínum góð skil. Þá er mætt til leiks hin íðilfagra Teri Hatcher úr sjónvarpsþáttun- um Lois og Clark. Hún skilar sínu vel sem hin slægvitra „femme fatale“ og eiginkona Bubba. Kvik- myndataka Savides hæfir efninu vel; er á muskulegu nótunum, hvort sem það er í fenjunum eða hinum hrörlegri hverfum New Orleans og tónlist Fentons er tii bóta. Phil Joanou, sem m.a. gerði ágæta hljómleikamynd með írsku hljómsveitinni U2, hefði mátt finna sýnilegri þungamiðju en tekst vel upp í nokkrum aðalsen- um. Brött mynd á köflum en verð- ur alltof snúin í viðleitni sinni við að hanga í stemmningsríkum söguþræði Burkes - sem er best- ur í lýsingum sínum á vettvangi. Sæbjörn Valdimarsson Um þyngdar- punkta * I tilefni útkomu nýlegra tölublaða tímarítanna Bjarts og Andblæs veltir Eiríkur Guðmundsson því fyrír sér hvort tímar hinnar afhjúpandi sögu séu runnir upp. Fulltrúi þessarar sögu er Heinrích von Kleist, nefndur „fyrsti þýski módemistinn“, en hugarheimur hans ein- kenndist af nútímalegum efa, líf hans af stöðugri leit. ÞRIÐJA sérrit Bjarts og frú Emilíu 1996 er tileinkað prússneska rithöfundinum og aðalsmanninum Heinrich von Kleist (1777- 1811), einum af merkari höfundum þýskrar tungu. Líkt og margir aðrir spámenn á sviði bókmenntanna var hann lítt metin á sinni tíð, verk hans voru á vissan hátt ótímabær. Meira en hundrað ár liðu frá dauða hans þar til leikrit hans voru sett á svið. Höfund- urinn sem skrifaði á tímum klassíkur og rómantíkur var ekki uppgötvaður fyrr en módernisminn var orðinn allsráðandi á öðr- um og þriðja áratug þessarar aldar. Kleist hefur því oft nefndur fyrsti þýski módernist- inn. Hjálmar Sveinsson segir í inngangi: „Rauði þráðurinn í öllu sem hann skrifar er óttablandin vissa um að engin æðri merk- ing eða tilgangur sé til í sköpunarverkinu, að líf okkar sé algjörlega undirorpið tilvilj- unum“ (6). Hugarheimur Kleists einkennd- ist þannig af nútímalegum efa, líf hans af stöðugri leit. Hann ætlaði að verða mesta skáld sinnar samtíðar, þjáðist í senn af ofur- mannlegum metnaði og banvænni sjálfsfyr- irlitningu. Sú óhefta sannleiksþrá sem rak hann áfram á unga aldri kom í veg fyrir glæstan frama í prússneska hernum og vék síðar fyrir þeirri skoðun hans að vitundin væri böl sem gerði mennina óhamingju- sama. Þekkingarleit hans rak hann út í blindgötur sem settu mark sitt á flest hans skrif; hugsun Kants rændi hann veröldinni og sannfærði hann um að algildur sannleik- ur væri tálsýn. í dag mun Kleist ekki að- eins vera mest leikna leikskáld Þjóðverja heldur þykja sögur hans og ritgerðir á meðal þess markverðasta sem ritað hefur verið á þýsku máli. í heftinu eru nokkrar sögur, anekdótur og íhuganir sem Hjálmar hefur þýtt. Þar á meðal er fræg saga Kleists um jarðskjálft- ann í Chili þar sem segir af elskendum sem fundu ekki skammvinna hamingju fyrr en eftir hræðiiegar náttúruhamfarir sem minntu á dómsdag en sköpuðu engu að síð- ur aldingarð í hörmungunum miðjum. Líkt og aðrar persónur Kleists eru þeir leiksopp- ar tilviljana. Glæsilegar anekdótur hans lýsa uridarlegum atvikum, ósennilegum sannind- um, grátbroslegum fáránleika sem minnir meira á ýmis verk Frans Kafka en það sem flestir samtímahöfundar hans fengust við. Búrger höfuðsmaður sleppur við eldingu eftir að daglaunamaðurinn Brietz rekur hann undan tré á nýja lystistígnum, veiði- maður einn drepur í ógáti herramann sem stendur í sakleysi sínu bakvið runna; „Eftir allt var það kannski ekki annað en kiprur í efri vör eða tvírætt fikt í skyrtuhnöppum sem umturnaði öllu Frakklandi," segir í sögunni um það hvernig hugsunin verður smátt og smátt til um leið og maður talar (83). Sagan af hefndarleiðangri Mikkjáls frá Kolbeinsbrú (Michael Kohlhaas, ein af þekktustu sögum Kleists), sem Gunnar Gunnarsson endursagði fyrir fimmtíu árum, lýsir heift sem blandin er sturlun þess sem settur er utan vébanda þjóðfélagsins og svífst einskis til þess að ná fram rétti sín- um; mótsagnir tilviljana og forlaga takast á í heiftarlegri baráttu mannsins fyrir eigin sjálfræði. Hvergi kemur vissa Kleists um böl vitund- arinnar betur fram en í frægri hugleiðingu hans um brúðuleikhúsið þar sem ballett- dansari útlistar þá hugmynd sína að manns- líkaminn geti aldrei búið yfir yndisþokka strengjabrúðunnar sem er laus við þá mann- legu tilgerð sem fylgt hefur mannkyninu frá því að Adam og Eva átu af skilnings- trénu forðum. Samkvæmt dansaranum verður þokkinn þeim mun skærari og sterk- ari sem meðvitundin verður daufari og veik- ari: „[...] Paradís er harðlokuð og kerúbinn að baki okkur; við verðum að ferðast hring- inn í kringum heiminn og gá hvort hún er ekki opin einhversstaðar baka til“ (69). Niðurstaðan er sú að við öðlumst ekki yndis- þokkann aftur fyrr en „þekking- in hefur gengið í gegnum hið óend- anlega“ og þá „í mannslíkama sem býr annaðhvort yfír engri meðvit- und eða óendan- legri; það er að segja í strengja- brúðunni, eða í guði“ (73). Sjálfur náði Kleist, mað- urinn sem þráði „algeran samruna við heiminn“ (16), aldrei ástandi strengjabrúðunnar, hann skorti þyngdarpunktinn. Hann var lengst af vansæll maður og féll fyrir eigin hendi árið 1811, þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Án sárinda Bandaríski áfengissjúklingurinn Charles Bukowski (1920-1994) taldi, öfugt við Kleist, að skáldið ætti ekki að velta sér upp úr hugmyndafræði skáldskaparins heldur yrkja nánast umhugsunarlaust. Hann lét orðin flæða yfir pappírinn eins og hnífí væri brugð- ið á slagæð, segir Jón Kalman Stefánsson í formála að þýðingum sínum á nokkrum ljóð- um skáldsins í öðru sérriti Bjarts og frú Emilíu 1996, veikindabrúnu að lit. Líkt og Kleist var Bukowskí landlaus maður að eðlis- fari og báðir lifðu þeir eins og þeir skrifuðu, skrifuðu eins og þeir lifðu; skáldið og ljóð Bukowskis eru eitt, segir Jón. í stað þess að ráfa á milli landa í leit að sannleika sem hann vissi að hvergi var til staðar, eins og Kleist gerði, reikaði Bukowski lengst af slompaður milli bara og orti berorð kvæði um drykkju og vændiskonur, ef hann var ekki að flokka póst fyrir póstþjónustu í Englaborginni. Lífið var fyrir honum dásam- legur bardagi sem hann færði í óhefluð orð; ljóð hans minna á slitin jakkaföt, hátíð sem fyrir löngu er liðin, eitthvað margþvælt og nýtt. Með skrifum sínum og líferni bjó hann til lífseiga ímynd sem því miður skyggir allt- of oft á skáldskapinn - sem vissulega er misjafn að gæðum. Þegar heimurinn kallaði sat hann við píanóið sitt og sló fast og án allrar forskriftar. Stundum spilaði hann falskt en það var allt í lagi eins og segir í ljóðinu Chopin Bukowski úr bókinni Ást er hundur frá helvíti, góð handfylli af ljóðum hans á eftir að lifa, eins og Jón Kalman bendir á. Þrátt fyrir allhranalegt yfírbragð búa Ijóð Bukowskis yfír einlægni sem rífur í og það er sú einlægni sem gerir hann að góðu skáldi, ekki töffaraskap- urinn sem ótal skáld hafa reynt að gera að sínum með afar misjöfn- um árangri. Val Jóns á kvæðum skáldsins endur- spegla þessa ljóð- rænu hlið Bukowskis, hlið væntumþykju sem leynist undir hijúfu yfirborði. Ljóð heftisins sýna ekki yfirborðs- kennda mynd af manni sem klæddist nærbolum með myndum af sjálfum sér heldur ná mörg þeirra að lýsa upp nóttina eins og orð Lís Pós sem fljóta niður ána á meðan skáldin sitja drukkin á árbakkanum í ljóðinu ég og félagi minn (55). Astkona hans deyr og hann yrkir um tígrana sem hafa elt hann uppi og skuggana sem stundir ástarinnar varpa ennþá í herberginu; hann vaknar þurrkverka og burknarnir dauð- ir þegar heimurinn hefur brugðist honum og formælandi leigusalanum sem hótar hel- víti. Eftir dauðann er „mjög lítið eftir, allt í hörpulíki/án tóna“ þar sem „Hector Rich- mond í næstu gröf/hugsar bara um Mozart og sykraðar/lirfur/hann er mjög slæm- ur/félagsskapur“ (mamma, 24). Hann orti eins og sá sem er laus við ok vekjaraklukk- unnar, hann sá skáldskap þar sem aðrir sáu skranhaug, eins og Jón Kalman bendir á: „þetta er án sárinda og því betra en/ást“ segir hann I ljóðinu indæla tónlist (32) - nákvæmlega þarna er Bukowski bestur: ein af bestu línum Lorca er „angist, alltaf angist... “ hugsaðu um hana þegar þú drepur kakkalakka eða seilist í hnífinn til að raka þig eða vaknar á morgnana til að mæta sólinni (satt, 53) í leit að nafnorðum sem virka Fimmta hefti tímaritsins Andblæs er að mestu leyti helgað skáldskap unglegra höf- unda þótt háttbundinn Andblær Hákonar Aðalsteinssonar sem lýsir því yfir að veturinn sé að baki gæti verið frá liðinni öld eða öðrum tíma sem vissulega er liðinn. Sonnetta Kristj- áns Þórðar Hrafnssonar er tilraun til að lýsa nútímalegu óþoli í gamalkunnu formi þar sem allir bíða eftir því að græna ljósið kvikni. Allir eru í sínu stríði við vanann og leiðann þótt silungsbirtu bregði fyrir í ljóði Ásdísar Óladóttur og „Tveir hvítir kettir í snjó“ Ósk- ars Árna Óskarssonar horfi á mann eins og þeir vilji fá eitthvað að borða eða bara kom- ast inn úr kuldanum. Ámi Ibsen yrkir um nafnorð sem virka en einnig um langar setn- ingar sem „sigla óræðar/um loftið eins og pípureykur, eins og/langur rökkvaður dagur" (Þrjú brot úr ljóðabálki, 11). Tímaritinu er skipt upp til helminga milli ljóða og smásagna. Sögurnar lýsa hamskipt- um þar sem litlir menn hætta að vera litlir og verða stórir, sorgum í samskiptum manns og konu þar sem allur leikur er leikur að eldi eins og segir í sögu Bjarna Bjarnason- ar, Sólarlag við sjávarströnd, sem fjallar einnig um_ þrautreynt samband listar og veruleika. í sögu Kristjáns Kristjánssonar, Endastöð, horfir söguhetjan, dópsali í tíma- þröng, á sjálfan sig í myrkrinu þar sem hann engist af sársauka án þess að fínna til vorkunnar og maðurinn í sögu Jóns Halls Stefánssonar sem varð dimmgulur á nokkr- um dögum reynir að sannfæra sjálfan sig um að hann liggi ekki ennþá í gulu skini haustsólarinnar, að rúðan sem skilur að skáldskap og veruleika sé brotin en ekki hann (Gula glerið). Veruleiki allra þessara sagna er á einhvern hátt brotinn, líkt og hugsun Kleists eftir að hann las Kant. í dag eru það hins vegar tilfinningarnar sem bera vitundina ofurliði; söguhetja Fjöruferða eftir Rúnar Helga Vignisson situr uppi með af- neitun stúlkunnar sem hann elskar og fikrar sig eftir einstigi fjörunnar til hennar á ný þar sem hún bíður þrátt fyrir allt með fjólu- blátt hárið slegið og leyfír veðrinu að ríða húsum afskiptalaust. Eins og eðlilegt er í tímariti þar sem margir höfundar leiða saman hesta sína er þyngdarpunkturinn vandfundinn og útkom- an sundurleit, þó ekki í neikvæðri merk- ingu. Þeir undirstrika hver með sínum hætti að framundan er annaðhvort dauði eða áframhaldandi óþolandi leit, eins og Þröstur Helgason segir í hugleiðingu um sálarlíf skáldsögunnar sem að hans mati einkennist ekki af hlátri heldur „einhverri bölvaðri ólund“ (23). Sú fullyrðing getur staðist í sjálfri sér eins og ótal margar aðrar sem settar hafa verið fram um eðli skáldsögunn- ar, enda fyrst og síðast um huglægt mat að ræða. Ef til vill staðfesta hugmyndir Þrastar að tímar hinnar afhúpandi sögu, anekdótunnar sem Kleist hóf til vegs og virðingar, séu runnir upp. Fagurfræði an- ekdótunnar færir okkur heim sanninn um að markmið skáldskaparins getur aldrei orðið að festa hendur á einu eða neinu, hvorki orði né kennd, stjörnu eða tungli, heldur að njóta þess áfram að grípa í tómt með þá fullvissu að leiðarljósi að herbergið í ljóði Þorvarðar Hjálmarssonar bíði okkar enn, „alveg eins og við skildum við það/löngu áður en við nokkurn tím- ann/sáum það/eða vissum að það væri til“ (Ég leitaði þín, 7). Hinn tilviljunarkennda hnykk sem veldur því að allt fer að hreyf- ast á taktfastan hátt eins og í dansi er sennilega hvergi að finna nema í lýsingu Kleists á strengjabrúðunum. Þyngdar- punktslaus nútímaskáld neyðast til að kasta orðunum á milli sín í hnausþykkum pípu- reyknum og sigrast á myrkrinu með sinni eigin birtu „meðan síðustu stundirn- ar/nálgast/og stækka" (við verðum, 70), eins og Bukowski segir í einu ljóða sinna - allavega þangað til nafnorðin byrja aftur að virka. Annars eru heimildir um þetta vefengjanlegar og vitnunum ber engan veg- inn saman, eins og Kleist hefði sennilega orðað það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.