Morgunblaðið - 22.01.1997, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
í tilefni 90 ára afmælis KRFÍ
UM LEIÐ og minnst
er 90 ára afmælis
Kvenréttindafélags Is-
lands standa kjara-
samningar yfir. Því er
ekki úr vegi að velta
fyrir sér hvernig megi
draga úr launamun
kvenna og karla hér á
landi með aðgerðum
aðila vinnumarkaðar-
ins.
Um 90% allra
kvenna á aldrinum
16-74 ára hafa at-
vinnutekjur. Meirihluti
þeirra er þó í hluta-
starfi. Þegar litið er til
tekna fullvinnandi
karla og kvenna eru tekjur kvenna
rúmlega 60% af tekjum karla og
hefur hlutfallið lítið breyst síðasta
áratuginn. Kannanir hafa leitt í ljós
að um 10-20% af þessum mun sé
ekki hægt að útskýra með öðru en
kynferði.
Nokkrir augljósir þættir hafa
áhrif á launamun kynja aðrir en
lengd vinnutíma. Má þar fyrst nefna
kynskiptingu starfa, þá staðreynd
að konur bera enn meginábyrgð á
heimili og uppeldi barna og ófull-
nægjandi úrræði í dagvistar- og
skóiamálum bitna á konum. Jafn-
framt er það staðreynd að launa-
kerfi kjarasamninga kunna að auka
á launamun kynja. Þótt kjarasamn-
ingar séu ókynbundnir viðhalda þeir
því ástandi sem er. Dagvinnukaup
er lágt, yfirvinnukaup víðast með
80% álagi á dagvinnukaup. Karlar
hafa bætt sér upp lágt dagvinnu-
kaup með yfirvinnu. Konur hafa
ekki átt þess kost. Ef vægi dag-
vinnulauna yrði aukið myndi það
stuðla að launajafnrétti. Einnig
bæta karlar fremur en konur sér
upp lág dagvinnulaun með vakta-
skipulagi og aukavinnu sem betur
er borguð en dagvinnan.
Hvaða Ieiðir má fara í kjarasamn-
ingum til að jafna launamun og
hver getur hlutur stéttarfélaga verið
í því sambandi? Það sem gerir kjara-
samninga á almennum vinnumark-
aði erfitt tæki til að ná fram launa-
jöfnuði kynja er sú staðreynd að
þeir kveða á um lágmarkskjör. Öll-
um er heimilt í ráðningarsamningi
að semja um hærra kaup og betri
kjör en kjarasamningar kveða á um.
Það sem þó er hægt að gera í kjara-
samningi er þó aðallega þrennt:
1. Semja um leiðir fyrir aðila,
einstaklinga og hópa, til að bera
saman mismunandi störf og kjör og
fá leiðréttingar, svo
sem með starfsmati eða
j afnréttissamningum.
2. Breyta þeim inn-
byggðu atriðum kjara-
samninga sem auka á
launamisrétti, svo sem
breytingu á vægi dag-
vinnu og yfirvinnu.
3. Bæta félagslegar
aðstæður kvenna svo
þær geti sinnt störfum
sínum á jafnréttis-
grundvelli.
Starfsmat
Samningar um sam-
anburð á störfum og
kjörum og leiðrétting-
ar eru samningar um viðspyrnu.
Hægt er með faglegum hætti að
bera saman tvö ólík störf. Þessi
leið hefur verið farin hér á landi
með góðum árangri hjá starfs-
mönnum sveitarfélaga og þótt til-
gangur þess hafi ekki endilega ver-
ið sá að ieiðrétta launamun kynja
hefur starfsmatið verið hagstætt
konum. Þótt smæð fyrirtækja, lágt
taxtakaup og frelsi atvinnurekenda
til yfirborgana hafi aðallega komið
í veg fyrir starfsmat í einkageiran-
um til þessa skora ég á samnings-
aðila að íhuga alvarlega þennan
kost.
Erlendis, t.d. í Kanada og víðar,
hafa aðilar vinnumarkaðarins sam-
ið sín á milli um starfsmat beinlín-
is í þeim tilgangi að bera saman
launakjör karla og kvenna og leið-
rétta. Sú leið hefur verið farin að
í kjarasamningi er samkomulag um
að framkvæma starfsmat. Sam-
komulagið nær þó ekki til þess að
atvinnurekandi skuldbindi sig til
að leiðrétta laun á grundvelli mats-
ins, heldur þarf að sækja það mál
sérstaklega. Nefndir fulltrúa launa-
manna og atvinnurekenda í ein-
stökum verkalýðsfélögum hafa
umsjón með starfsmatinu. Samið
er fyrirfram um það hve einstakir
þættir í störfum eigi að vega þungt
og síðan mæla sérfræðingar störfin
á þessari mælistiku með þar til
gerðum spurningalistum.
Á vegum félagsmálaráðuneytis
hefur um nokkurt skeið verið starf-
andi nefnd um starfsmat og er for-
maður hennar Siv Friðleifsdóttir
þingmaður. Þar má eflaust fá góð
ráð um frekari útfærslur.
J afnréttissamningar
í Danmörku hafa aðilar vinnu-
markaðarins gert sérstaka jafn-
Lára V.
Júlíusdóttir
Kjaraákvæði í þessa átt,
segir Lára V. Júlíus-
dóttir, yrðu góð afmæl-
isgjöf til hins aldna en
síunga Kvenréttinda-
félags íslands.
réttissamninga. Þar er markmið-
um samninganna lýst almennum
orðum, s.s. að tryggja jafnrétti á
vinnumarkaði, skipta störfum milli
karla og kvenna og starfsmanna-
stefna fyrirtækja taki tillit til sam-
eiginlegrar foreldraábyrgar. Sam-
starfsnefndum fyrirtækjanna sem
fjalla um vandamál sem upp koma
milli starfsmanna og atvinnurek-
enda er falið að fást við vandamál
sem tengjast kynjamisrétti sem og
önnur vandamál. Í Noregi gera
heildarkjarasamningar ráð fyrir
að hægt sé í einstökum fyrirtækj-
um að semja um jafnréttisáætlan-
ir, að fyrirtækin setji sér markmið
sem þau skuldbinda sig til að ná
innan ákveðins tíma.
Afnám innbyggðrar
mismununar í
kjarasamningum
Svo sem að framan er greint eru
ýmis atriði kjarasamninga ekki
fallin til að auka á jafnrétti milli
karla og kvenna á vinnumarkaði.
Dæmi um þetta er lágt kaup í
dagvinnu, en hátt í yfirvinnu og
ósveigjanlegur vinnutími sem tek-
ur fyrst og fremst mið af þörfum
vinnustaðarins. Hægt er í kjara-
samningum að eyða þessum áhrif-
um með ýmsu móti, t.d. auka vægi
dagvinnulauna. Til að hægt sé að
fara þessar leiðir þarf samkomulag
innan verkalýðshreyfingarinnar.
Ákveðnir hópar hafa hingað til
talið að sér vegið með breytingum
í þessa átt, jafnvel hafa konur í
fiskvinnslu talið að hátt yfirvinnu-
kaup sé liður í vinnuvernd þeirra,
ella væru þær beðnar um að vinna
óheyrilega langan vinnudag. Nýr
Prófvarsla í molum
í Háskólanum
UNDANFARIÐ
hefur mikið verið rætt
um samkeppnispróf í
efnafræði, sem lækna-
nemar á fyrsta ári
þreyttu í desember síð-
astliðnum. Að þessu
sinni áttu sér stað
margháttuð mistök við
prófvörslu og fram-
kvæmd prófsins og er
málið allt saman Há-
skóla íslands til vansa.
Meðal þess sem úr-
skeiðis fór var að nem-
endur í einni af stofun-
um, sem próf fóru
fram í, fengu lengri
tíma til að leysa próf-
verkefnin. Nokkrir nemendur hafa
nú kært þetta mál til Háskólaráðs
og gæti jafnvel farið svo að málið
komi til kasta dómstólanna. Þetta
mál beinir kastljósinu að fram-
kvæmd prófa i Háskóla íslands og
er það skoðun undirritaðs að hún
sé að miklu leyti í molum.
Til hvers er prófað?
Próf þjóna ekki til-
gangi nema þau upp-
fylli ákveðin skilyrði.
Þar má meðal annars
nefna að nemendur
njóti jafnræðis við
próftökuna hvað varð-
ar tíma og hjálpar-
gögn. Þetta er auðvit-
að algert lykilatriði
þegar um ræðir sam-
keppnispróf í líkingu
við haustmisserispróf í
læknadeild. Lækna-
nemar nutu ekki jafn-
ræðis í umræddu efna-
fræðiprófi og það eitt
segir okkur að taka verður niður-
stöðu þess með fyrirvara.
Háskólinn taki sig á
Læknadeildarmálið leiðir hugann
að því hvernig framkvæmd prófa
er almennt háttað í Háskólanum.
Leyfi ég mér að fullyrða að fiestir
Tryggva Björn
Davíðsson
samningur um hámark vinnutíma
ætti að draga úr þeirri hættu.
Bættar félagslegar
aðstæður kvenna
Hægt er enn frekar en orðið er
að bæta félagslegar aðstæður með
gerð kjarasamninga og í tengslum
við þá. Atriði eins og lengdur réttur
vegna veikinda bama snýr fyrst og
fremst að konum. Vemd gegn upp-
sögnum sem stafa af fjölskylduástæð-
um kvenna hefur ekki verið komið á
hér á landi hvorki í kjarasamningum
né lögum ef frá em talin lög um
fæðingarorlof. Með kvennasamningi
Sameinuðu þjóðanna hefur Island
skuldbundið sig til að sjá til þess að
banna, að viðlögðum viðurlögum,
brottvísun úr starfi vegna þungunar
eða fjarveru vegna bamsburðar, svo
og misrétti varðandi brottvísun úr
starfi vegna hjúskaparstöðu.
Hér að ofan hefur verið bent á
nokkur atriði sem þeir sem nú sitja
að samningaborði ættu að taka til
umfjöliunar. Kjarasamningsákvæði í
þessa átt væra ákjósanleg afmælis-
gjöf til hins aldna en síunga Kvenrétt-
indafélags íslands.
Höfundur er lögmaður og
fyrrverandi formaður KRFÍ og
framkvæmdastjóri ASI.
háskólanemar hafi lent í eða orðið
vitni að einhvers konar mistökum,
t.d. að prófbækur vanti, misskiln-
ingur skapist um próftímann, nem-
endum sé átölulaust leyft að sitja
lengur o.s.frv. Framkvæmd prófa í
Háskólanum verður að taka til
gagngerrar endurskoðunar. Af
þeim sökum var lögð fram tillaga
í Háskólaráði, að frumkvæði Vöku-
manna í ráðinu, um að gerð yrði
„Háskólinn getur ekki
sætt sig við skipulags-
leysið, segir Tryggvi
Björn Davíðsson, sem
birtist í desemberpróf-
um í læknadeild.
gangskör að endurbótum. Þessi til-
laga var einróma samþykkt enda
hlýtur það að vera metnaðarmál
æðstu menntastofnunar landsins að
hafa þessi mál í góðu lagi. Háskóli
íslands getur ekki sætt sig við
skipulagsleysið sem birtist í efna-
fræðiprófinu í desember.
Höfundur er í Vöku og er fulltrúi
stúdenta í Háskólaráði.
Sendiráð í Finnlandi
Meðal annarra orða
Auðvitað eru fleiri rök fyrir því að setja á stofn íslenskt sendiráð
í Helsinki en gagnkvæmnin ein. Njörður P. Njarðvík telur
að næsta íslenskt sendiráð ætti að setja á stofn í Helsinki,
ÞAÐ vakti athygli margra, þegar Davíð
Oddsson forsætisráðherra ræddi á dögunum
um stofnun nýrra sendiráða og nauðsyn þess
að auka fyrirgreiðslu við íslensk fyrirtæki
vegna útflutnings. Nefndi hann sérstaklega
Japan í þessu sambandi, enda mikilsvert við-
skiptaland okkar, og sagði að búast mætti
við gagnkvæmni í þessum efnum. Með öðrum
orðum að þess mætti þá vænta, að japanskt
sendiráð yrði fljótlega sett á stofn í Reykja-
vík. í þessum umræðum var einnig vikið að
þeim möguleika að fjölga íslenskum sendiráð-
um enn frekar, og vora nefnd lönd eins og
Ítalía og Kanada og heimshlutar eins og
Suður-Ameríka og Austur-Evrópa. Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra nefndi einnig
Finnland, og er full ástæða til að huga nán-
ar að þvi.
Nú era liðin 15 ár frá því að Finnar opn-
uðu sendiráð í Reykjavík 1982, og enn hefur
ekki bólað á þeirri gagnkvæmni, er Davíð
Oddsson gerir ráð fyrir í samskiptum við Jap-
an. Auðvitað áttu Finnar von á því, er þeir
ákváðu að stofna sendiráð í Reykjavík til að
efla samskipti þjóðanna, að íslendingar myndu
fljótlega opna íslenskt sendiráð í Finnlandi.
Af því hefur þó ekki enn orðið, en stofnað
hefur verið nýtt sendiráð í Kína, sem hefur
væntanlega vakið nokkra undrun hjá Finnum.
Ekki hafa þeir þó kvartað, að minnsta kosti
ekki opinberlega. Eigi hins vegar að stofna
fleiri sendiráð án þess að huga að gagn-
kvæmni í diplómatískum samskiptum við vina-
þjóð okkar í Finnlandi, þá hlýtur það að vekja
nokkra athygli, ekki aðeins þar, heldur einnig
hjá öðrum þjóðum, sem hafa opinber sam-
skipti við okkur íslendinga.
Engin upplýsingamiðlun
Auðvitað era fleiri rök fyrir því að setja á
stofn íslenskt sendiráð í Helsinki en gagn-
kvæmnin ein. Þótt það kosti nokkurt fé að
opna sendiráð í Finnlandi, þá getur það líka
kostað sitt að hafa þar enga fulltrúa og enga
upplýsingamiðlun. Samskipti þjóðanna hafa
aukist umtalsvert frá árinu 1982. Þórður
Einarsson, fyrrverandi sendiherra, í Stokk-
hólmi hefur margoft sagt mér, að sendiráðið
þar réð ekki vel við að sinna málefnum Finn-
lands. Og aðalræðismaður íslands í Helsinki
segir, að kjörræðismaður ráði engan veginn
við nauðsynleg samskipti enda eru það ólaun-
uð hjáverk.
Innflutningur frá Finnlandi hefur aukist
jafnt og þétt og þar skipti fínnska sendiráðið
hér án efa miklu. Aftur á móti er ekki sömu
sögu að segja um útflutning okkar til Finn-
lands og ferðir Finna til íslands. Það er raun-
ar skiljanlegt. Hvert eiga þeir Finnar að snúa
sér, sem vilja kaupa vörur frá íslandi, ferð-
ast til íslands eða kynnast íslenskum menn-
ingarmálum? En þrátt fyrir þennan tilfinnan-
lega skort á upplýsingum, hafa Finnar sýnt
islenskum málefnum mikinn áhuga. Haldnir
hafa verið íslenskir menningardagar í Finn-
landi, og miklu fleiri íslenskar bækur eru
þýddar á finnsku, en finnskar bækur á ís-
lensku. Má þar t.d. nefna útgáfu Otava á
íslendinga sögum í þýðingu Antti Tuuris, sem
er hreint brautryðjendastarf. Hann hefur nú
þegar þýtt Egils sögu og Njáls sögu, og er
tekinn til við að þýða Grettis sögu.
Einlæg vinaþjóð
Finnar eru mjög einlæg vinaþjóð okkar
íslendinga og í raun sú eina af sjálfstæðum
þjóðum á Norðurlöndum, sem er eðlilegt að
líta á okkur sem jafningja. Hinar þijár eiga
í sannleika sagt fremur erfitt með það í reynd.
Þegar til kastanna kemur, hættir þeim tala
til okkar eins og krakka vegna þess sem þær
kalla smæð en við fámenni. Á því örlar aldr-
ei hjá Finnum. Eðlislæg vinátta þeirra veldur
því, að allt sem íslenskt er, hefur sérstakan
meðbyr. Við höfum hins vegar ekki nýtt
okkur þann meðbyr á meðvitaðan hátt. Og
á því þarf að verða breyting.
Allir vita að menningartengsl eru ákaflega
þýðingarmikil í samskiptum þjóða og leiða
af sér annars konar tengsl og þar á meðal
verslunartengsl. Upplýsingamiðlun vekur for-
vitni og svarar forvitni, og þrátt fyrir alla
nútíma tækni í fjarskiptum koma þau aldrei
i staðinn fyrir mannleg samskipti, þar sem
menn horfast í augu. Það eru lifandi sam-
skipti sem eru miklu áhrifameiri en nokkur
tækni. Því er brýnt nú, þegar hugað er að
því að efla utanríkisþjónustu okkar, sem
vissulega er nauðsyn, að gleyma ekki gagn-
kvæmnisskyldu okkar við vini okkar í Finn-
landi.
Og svo má bæta því við sem mikilsverðum
rökum, að frá Helsinki er auðveldara að sinna
málefnum Eystrasaltsríkjanna þriggja, held-
ur en að skipta þeim á milli tveggja sendi-
ráða í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Við
höfum sýnt sjálfstæðisbaráttu þeirra mikinn
áhuga, stutt þær með viðurkenningu á rétti
þeirra til frelsis og haldið áfram að reyna
að fylgjast með þróun þeirra. í Helsinki er
hægur vandi að fylgjast með málum í þessum
ríkjum, þar sem finnskir íjölmiðlar sinna
þeim mikið, og styttra og auðveldara að fara
þangað.
Það hníga því öll rök að því, að næsta
íslenskt sendiráð ætti að setja á stofn í Hels-
inki.
Höfundur er prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla íslands.