Morgunblaðið - 22.01.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 22.01.1997, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Þingeyingar - nær og fjær Frá Níelsi Árna Lund: UM ÞETTA leyti árs kveða átt- hagafélög sér hljóðs. Spilakvöld eru auglýst, bingó, kaffikvöld, árshátíð- ir, söngskemmtanir og þorrablót svo eitthvað sé nefnt. Þessi átthaga- félög eiga það sammerkt að félags- mennirnir rekja ættir sínar til þeirra svæða sem átthagafélögin kenna sig við og eru hinir sömu gjarnan stoltir af - jafnvel gríðarlega montnir. Eitt af þessum átthagafélögum er Þingeyingafélagið í Reykjavík sem stofnað var 24. nóvember 1942. Alla tíð síðan hefur það starfað - með mismiklum krafti eins og geng- ur - og alltaf átt sinn trausta kjarna félagsmanna, sem hveijum félags- skap er nauðsynlegur. Arshátíðar félagsins voru áður fyrr með glæsilegustu skemmtun- um borgarinnar og ekkert hús rúm- aði fjöldann nema Súlnasalur Hótel Sögu. Var hann ávallt fullur út úr dyrum og komust færri að en vildu. Tímarnir breyttust og árshátíðir félaga og fyrirtækja eru ekki í dag eins mikil tilbreyting og áður, - nú þegar sjálfsagt þykir að fara út og skemmta sér um hveija helgi eða svo. Auðvitað varð þetta líka reynsla Þingeyingafélagsins hvað árshátíðirnar varðaði og að lokum var ákveðið að leggja þær af fyrir nokkrum árum. Nú, nú - Þingeyingafélagið var nú samt ekki á þeim buxunum að snúa tánum strax upp í loft og loka fundargerðarbókum. Aldeilis ekki. Var nú ákveðið að boða til þorra- blóts að þingeyskum sið. Leigja sal; - vera með þingeysk heimatil- búin skemmtiatriði, sem kosta ekk- ert en veita í það minnsta flytjanda ómælda ánægju, koma með trogin full að heiman - og umfram allt stilla verðinu þannig í hóf að fjöl- skyldur gætu komið saman og vina- hópar mæst og endurnýjað kynni. Og viti menn!! Þetta tókst með af- brigðum vel og sifellt fjölgar þeim sem koma, eta saman, drekka, syngja og dansa - og takið nú eftir - þá þurfa Þingeyingar sko pláss. Því var ákveðið að taka á leigu Félagsheimilið á Seltjarnarnesi sem er „ekta félagsheimili", svona eins og Skjólbrekka eða Skúlagarður þar sem til staðar er sena og dansgólf, sem ekki verður svo auðveldlega afgreitt hornanna á milli með fjór- um valssporum. Þar ætla Þingey- ingar að blóta þorra að kvöldi föstu- dagsins 24. janúar. Þar sem ég óttast að einhveijir hafi ekki séð fréttabréf félagsins, hvar blótið er auglýst, vildi ég vekja athygli á því á síðum Morgunblaðs- ins sem hefur töluvert meiri út- breiðslu og þó nokkuð stærri les- endahóp. Hér með hvet ég alla Þingeyinga á „Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ að mæta til leiks. í auknum mæli hafa íbúar heima í Þingeyjarsýslu komið á þorrablótin - „stílað ferðir sínar í bæinn“ eins og slíkt er nefnt. Þeir verða faðmaðir og kysstir og spurðir frétta úr héraði. Sömuleiðis hafa nágrannar okkar, til að mynda suður með sjó, gengið í salinn með bros á vör og tilheyrandi gleðilátum og boðnir velkomnir. Slíkt verður gert áfram. Að lokum vil ég vekja athygli á því, að eftir borðhald verður húsið opnað fyrir almennan dansleik. Ég yrði hissa ef blótinu lyki á öllum bæjum áður en fyrstu strætó- arnir taka morgunbununa. Með þingeyskri kveðju, NÍELS ÁRNILUND, Miðvangi 93, Hafnarfirði. Samverustundir í Laugarneskirkju Frá Ingibjörgu Björnsdóttur: FLESTIR tengja kirkjuna við hefð- bundnar athafnir svo sem messur, skírn, fermingar og jarðarfarir. Starf kirkjunnar er langtum víð- tækara, hún á marga liðsmenn og velunnara. í hverri sókn í Reykjavík eru safnaðarfélög eða kvenfélög, sum gömul, sem lagt hafa mikið af mörkum bæði með hjálparstörfum ogfjáröflun. í Laugarnessókn eru margvísleg störf unnin í þágu safnaðarins. Þar er mjög góður kirkjukór og drengja- kór sem öll borgin þekkir. Fyrir nokkrum árum var stofnað- ur þjónustuhópur kirkjunnar, í hon- um voru fimm konur. Þær voru sjálfboðaliðar og hafa aðstoðað- við guðsþjónustur einkum fyrir aldraða og heimsótt þá sem þess óskuðu... Síðastliðið haust átti presturinn séra Ólafur Jóhannsson frumkvæði að samverustundum í safnaðar- heimili kirkjunnar, vikulega kl. 2-4 á fimmtudögum. Þær voru einkum ætlaðar eldra fólki enda þarf það helst á afþreyingu að halda. Þarna er setið og spjallað, gripið í spil ef einhveijir vilja, hlýtt á upplestur, drukkið miðdagskaffi og endað með helgistund hjá prestinum. Oneitanlega hefur aðsóknin verið í minna lagi og því er vakin athygli á þessu starfi. Ég er ein úr þjón- ustuhópnum og þekki þetta vel. Eigi fólk í fórum sínum eitthvert efni sem þarna mætti flytja væri það vel þegið. Með ósk um gott samstarf og fleiri gesti. INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Laugateigi 54, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er várðveitt I upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt' tit að ráðstafá efninu þáðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.