Morgunblaðið - 22.01.1997, Síða 39

Morgunblaðið - 22.01.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 39 BREF TIL BLAÐSINS Foreldravænt menntakerfi Frá Stefáni Sturlu Sigurjónssyni: NÚNA tala allir um að íslensk ung- menni séu eftirbátar annarra ung- menna á Norðurlöndum í einstökum fögum menntakerfisins. Mennta- málaráðherra hefur af þessu þungar áhyggjur. Skólamálayfirvöld hafa sínar skýringar. Já, allir keppast við að leita skýringa og þar er helst leitað innan menntakerfisins, eðli- lega, eða hvað? Fræðingarnir báru íslensk ung- menni saman við ungmenni á Norð- urlöndunum og niðurstaðan varð öll- um kunn, og við verðum að sætta okkur við það að börnin okkar eru eftirbátar annarra barna. En þar er menntakerfið byggt upp á töluvert mikið annan hátt. Um einn þátt eru flestir sammála, það getur ekki ver- ið hollt, líkamlega gott né þroskandi fyrir börn sem eru að taka út líkam- legan og andlegan þroska að sitja við kennsluborð í allt að átta tíma á dag. Útlendir fræðingar hafa kom- ist að þeirri athyglisverðu niðurstöðu að vel þjálfuð fullorðin manneskja nái hámarksafköstum og einbeitingu við vinnu sína, á nánast hvaða sviði sem er, í sex klukkustundir. Auðvit- að er hægt að bjóða íslenskum börn- um meira en útlenskum letingjum, þau verða líka að vinna upp heimsk- una í raungreinunum. Getur verið að íslenska mennta- kerfíð sé allt í molum? Kennsludag- urinn of langur, kennsluárið of sam- fellt, álagið of mikið? Er menntakerfí of bundið við gamla bændasamfélag- ið? Krakkarnir lausir úr skólanum fyrir lok sauðburðar og send_í sveit- ina í geymslu yfír sumarið. I gamla daga var ekki boðið uppá sumarnám- skeið í öllu mögulegu og ómögulegu til að hafa ofan af fyrir bömunum. Skólinn á að vera geymslustaður fyrir börn meðan foreldrarnir vinna tvöfalda eða þrefalda vinnu fyrir lúsarlaunum, hvar ættu börnin ann- ars að vera? Síðan eru þau send í sveit eða á sumarnámskeið. Þá er búið að leysa vandamálið hvað á að gera við börnin meðan foreldrarnir vinna. Norðurlöndin, sem við viljum gjarnan geta borið okkur saman við, byggja sitt kerfí upp á talsvert annan hátt. í fyrsta lagi er kaupmáttur launa það mikill fyrir sex til átta stunda vinnudag að fólk lifír af þeim launum einum. Og gildir það jafnt um kennara sem aðra launþega. Grunnskólinn er fyrir börnin en ekki foreldrana, þeir hafa lokið sínu skyldunámi og valið að eiga sín börn, það gerir enginn annar fyrir þá. I öðru lagi eru frí nemenda á Norður- löndunum fleiri og dreifð yfir skólaár- ið, á kostnað langs sumarfrís. Þetta gefur kennurum einnig betra færi á að bera saman bækur sínar á meðan á skólaárinu stendur. í þriðja lagi líta skólayfírvöld á menningargeirann sem samstarfsaðila en ekki andstæð- ing. Hér er sú skoðun nánast alger meðal skólafólks að allt sem kallast má list, leikþættir, tónlist, myndlist, ballett, hafi truflandi áhrif á nemand- ann. Leggja það jafnvel að jöfnu að kynna listviðburð í frímínútum skól- anna, sem er skólunum algerlega að kostnaðarlausu, og sölumaður kóka- kóla kynni sína vöru. Annars staðar á Norðurlöndunum eru listfögin not- uð í mjög ríkum mæli til að auka skilning bama. Getur verið að þröngsýni, vinnu- álag, lág laun og of mikill sparnaður 5 menntakerefinu, sem ég hef aldrei skilið því menntun einstaklingsins er arðbærasta fjárfesting sem til er, að þetta allt sé aðalástæðan fyrir því að menntakerfið sé sniðið fyrir fullorðna en ekki börnin? STEFÁN STURLA SIGURJÓNSSON leikari. Um aldamót Frá Kolbeini Þorleifssyni: SÍÐUSTU daga hef ég tekið eftir því, áð nú eru á ný hafnar í Morgunblaðinu umræður um það, hvenær næstu aldamót skuli vera. Hér langar mig til að skjóta inn orðum til stuðnings þeirri skoðun, að öldin verði að byrja á árinu eitt. Fyrst ætla ég að útskýra, hvernig hið vestræna kristna tímatal varð til, og síðar ætla ég að reyna að benda á, hvers vegna ártal getur ekki byijað á árinu núll (0) Sú venja virðist hafa fylgt mann- kyni um aldir, að miða tímatal þjóða við ríkisstjórnarár kónga og keis- ara, og var slíkt gert í kristnum sið eftir árið 325, og var þá byggt á tímatalsákvörðun sem Díókletían keisari hafði látið gera nokkrum árum áður (Anno Diocletiani), en þessi Díókletían var sá hinn sami sem hóf ofsóknir á hendur kristnum mönnum í byijun 4. aldar. Þetta létu kristnir menn sér vel líka, þar til 200 árum síðar, að mönnum þótti kominn tími til að miða tíma- talið við Krist konung. Tilheyrandi útreikninga vann skýtískur munk- ur, sem við getum til gaman ís- lenskað nafnið á, og kallað „Denna litla“ (Dionysius Exiguus). Af eðli- legum ástæðum, sem síðar verða útskýrðar, var talan núll (0) ekki til í hans kerfi, heldur byijaði ár Krists (Anno Christi) á tölunni einn. Ekki voru heldur á þeim tíma til neinar mínusartölur í tímatalinu; þær komu ekki til skjalanna fyrr en í franskri bók seint á 17. öld. Saman- ber: „Fyrir Krist“ og „eftir Krist“. Fæðing Krists átti sér samkvæmt þessu stað á nýársdag árið eitt. Menn voru mismunandi fljótir að tileinka sér þetta tímatal, sem breiddist vestur á bóginn um trú- boðssvæði hinnar litlu Rómaborgar á Italíu (Hin stóra Rómaborg var Mikligarður eða Konstantínópel) fyrir tilstilli Gregors páfa hins mikla og Benediktína. Norðurlönd tóku ekki upp þetta tímatal fyrr en á 11. öld, og Rússar ekki fyrr en löngu síðar. II Það hefur ruglað margan mann- inn, sem um aldamótin hafa skrif- að á síðum Morgunblaðsins, að síð- ustu 300 árin hafa reiknimeistarar Vesturlanda notað töluna núll eða 0 í upphafi talnaraða, og plúsa síðan og mínusa út frá þeirri tölu, sbr. hitamæla okkar, þar sem +4° þýðir fjögurra gráðu hita, en -5° fimm gráðu frost. Mér er sagt, að fundur tölunnar núll (0) sem reiknieiningar hafi á Vesturlöndum breytt öllum reikningi á þann veg, að framfarir hafi orðið miklar í fræðigreininni upp frá því, mönn- um til gleði eða hrellingar eftir atvikum, því að öll mengun og kjarnorka eiga þar upphaf sitt. En forðum daga þótti það djöfullegt athæfi, að halda því fram, að til væri eitthvað, sem væri brot af núlli, sem þýðir ekkert, eða þá partur af veraldarsögu, sem væri handan við ekkert. Þess vegna er óhugsandi, að fyrri tíðar menn hafi reiknað með einhveiju núll-ári í tímatalsfræðum sínum. En vita- skuld er erfitt fyrir fólk, sem lærir talnaraðir, sem byija á núll- punkti, og halda þaðan fram og til baka í tíma og rúmi að átta sig á þessu. En hitt er ljóst, að kristin talnaröð í tímatali hlýtur að vera 1-10, en ekki 0-9. Því eru alda- mótin á nýju ári 2001. SR. KOLBEINN ÞORLEIFSSON, kirkjusagnfræðingur, Ljósvallagötu 16, Reykjavík. Til höfunda „Þeim varð aldeilis á í messunni“ Frá Ólöfu Árnadóttur: ÉG LAS bók ykkar og hafði gaman af. Þó finnst mér að ykkur hafí aldeil- is orðið á í „messunni" í sögu um sr. Skúla Gíslason þegar hann jarðsöng sr. Sigurð Thorarensen. Rétt er sagt frá, að ekkjan Sigríður Pálsdóttir gat ekki fylgt manni sínum til grafar og spurði tengdasoninn hvað hann hefði sagt yfir moldum hans. Sömuleiðis er rétt, að sr. Skúli hefði átt að segja, að allir hefðu verið honum vondir, bæði skyldir og vandalausir. En svari gömlu konunnar slepptuð þið, en einmitt það gefur sögunni gildi: „Ekki tek ég það til mín, þvi hvorki var ég honum skyld né vandalaus." Með kveðju, ÓLÖF ÁRNADÓTTIR, Fagurgerði 5, Selfossi. „LADY’S ONLY" á HóteC ÖrH föstudagskvöldið 24. janúar „Kántrý“ kennsla og skemmtun Innifalið: Gisting, morgunverður af hlaðborði, þríréttaður kvöldverður, fordrykkur og óvæntur glaðningur. Glens oggaman langtfram á nótí Verð kr. 3.950 Upplýsingar og bókanir á Hótel Örk, Hveragerði. LYKIL HÓTEL Lykillinn að íslenskri gestrisni. Hveragerði - sími 483 4700, bréfsími 483 4775. ÁRBORGARÞORRI ‘97 Selfoss, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakki, Hveragerði, Ölfus og allir aðrir landsmenn. hORRABLÓT Á HÓTEL ÖRK Laugardaginn 25. janúar. SúrtoSsætt,pungArljlA^ Innan og utan, n/ðUr f fcy/ °s S*n,An svlð °S blótum saman. Veislustjori: Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Heiðursgestur: Sr. Heimir Steinsson. Omar Ragnarsson, stórgrínari, ertir hláturtaugarnar. Skrípalæti frá Skara Skrípó. Hljómsveitin Pass leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Verð Kr. 2.900. LYKIL Einstaklingar, fyrirtæki HÓTEL Lykillinn að íslenskri gestrisni. Hveragerði - Sími 483 4700, bréfsími 483 4775 singar síma 483 4700. aítarskóli ** OLAFS GAUKS Síðustu innritunardagar Enn er hægt að komast að í sum námskeið. Innritað daglega kl. 14-17 í skólanum, Síðumúla 17, og í síma 588-3730. Skírteinaafhending laugardaginn 25. jtuiúar kl. 14-17. Kennsla hefst 27. janúar. Allhabo hliðaronnandi iðnaoarhurð Kelley-RT/C hraðopnandi plastliurð RAYNOR KELLEY • ALLHABO ojjna þér nýjar leiðir VERKVER Smiðjuvegi 4B • Kópovogi S 567 6620 • Fax 567 6627

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.