Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sjávarhæð með mesta móti SJÁVARHÆÐ við stórstreymi við Suður- og Suðvesturland er með mesta móti dagana 7.-11. febrúar og í flóðspá fyrir Reykjavík var gert ráð fyrir mestri reiknanlegri flóðhæð í morgun, sunnudag, kl. 7.37, 4,7 m. Á mánudagsmorgun er búist við að sjávarhæð verði 4,6 m ki. 8.21. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Reykjavíkurhafnar urðu engin óhöpp vegna sjóhæðar í gærmorgun, laugardag, þegar sjó- hæð náði 4,6 m, en veður reyndist hagstætt. Sjómælingar íslands vekja reglu- lega athygli á mikilli sjávarhæð og nauðsyn þess að fylgjast _vel með veðri samfara stórstreymi. í tilkynn- ingu frá stofnuninni er sérstaklega varað við mikilli sjávarhæð á ákveðnum dögum á tímabilinu frá desember sl. fram í maí á þessu ári. Miklu skiptir við þessar aðstæður að veður sé hagstætt og vindhraði lítill. Sjómælingar minna á að sjávar- hæð eykst eftir því sem loftþrýsting- ur er lægri. Fióðspá er miðuð við meðalloftþrýsting við yfirborð sjáv- ar, 1013 millibör. Á hinn bóginn má nota þá þumalputtareglu að 1 miilibar breyti flóðhæð um 1 sm. Áætluð sjávarhæð í fyrramálið er 4,6 m og samkvæmt reiknireglunni gæti flóðhæð verið 5,2 m ef loft- þrýstingur yrði 950 mb. -----♦ ♦ 4---- Bíll ónýtur eftir útaf- akstur BIFREIÐ með þremur mönnum innanborðs fór út af veginum í Hval- firði í fyrradag og stórskemmdist. Er hún jafnvel talin ónýt samkvæmt upplýsingum lögreglu í Borgamesi. Engin meiðsli urðu þó á fólki og er bílbeltanotkun allra þeirra sem í bíln- um voru þakkað að slys urðu ekki. Bifreiðin var á suðurleið. Skammt sunnan við Þyril í Hvalfírði, þar sem talsvert er um blindhæðir og krapp- ar beygjur, missti ökumaðurinn vald á bílnum. Bíllinn rann út af vegin- um, lenti á stómm steini og endur- kastaðist af honum upp á annan hnullung. Nokkuð bratt er þama niður og stöðvaðist bifreiðin um sex metra fyrir neðan veginn. Pákum Sin- fóníunnar skipað út PÁKUM Sinfóníuhljómsveitar ís- lands var skipað út i danska varð- skipið Hvítabjörn í Reykjavíkur- höfn á föstudag. Skipið siglir til Nuuk í Grænlandi þar sem hljóm- sveitin tekur þátt í vígslu Menn- ingarmiðstöðvar Grænlands laugardaginn 15. febrúar auk þess að koma fram á sjö tónleik- um næstu daga á eftir. Sjálf held- ur hljómsveitin utan á fimmtudag en þetta verður önnur tónleika- ferð hennar um þessar norðlægu slóðir — sú fyrri var farin fyrir áratug. Morgunblaðið/Ásdís Á 96 km yfir hámarkshraða Eigendur slái af ufsum GRÝLUKERTI stór og þung hanga nú víða niður úr ufsum húsa, en lögreglan hefur af því nokkrar áhyggjur að þau geti valdið fólki og fénaði tjóni, falli þau niður. Lögreglan bendir á að sam- kvæmt lögreglusamþykkt er húseigendum skylt að fjarlægja slíka klakadröngla, svo ekki stafi hætta af þeim. UNGUR ökuþór var stöðvaður fyrir glæfraakstur í fyrrinótt á Akur- eyri, eftir að lögreglumenn höfðu mælt ökuhraða hans 96 kílómetrum yfír hármarkshraða. Pilturinn, sem er á 19. aldursári, ók bifreið sinni á 166 kílómetra hraða, þar sem leyfður er 70 kíló- metra hámarkshraði, skammt norð- an bæjarins. Reyndi að stinga af Pilturinn, sem var með farþega í bifreiðinni, reyndi að stinga lögreglu af og freistaði þess eftir skamman eltingarleik að fela bifreiðina bakvið skýli í útjaðri bæjarins. Lögreglumenn létu ekki blekkj- ast og höfðu rakleiðis upp á kauða, sem varð kindarlegur við, enda sviptur ökuskírteini sínu á staðnum og mun verða bið á að hann sjái það að nýju. Fátt varð um svör hjá ökumanni, spurður um ástæður þessa hraðaksturs, og er að sögn lögreglu talið um fíflagang að ræða. Ekki þótti honum til málsbóta að hálka er og snjór á vegum, sem þykja ekki fyrirmyndar aðstæður til aksturs, hvað þá hraðaksturs. Eldur í einbýlishúsi TALSVERÐAR skemmdir urðu af völdum sóts og elds í einbýlishúsi við Melabraut á Seltjarnamesi í gærmorgun. Skömmu fyrir klukkan 7 barst tilkynning til slökkviliðsins í Reykjavík um eldsvoða þar. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn voru íbúamir komnir út fyr- ir og hafði ekki orðið meint af. Allar rúður vom orðnar svartar, en ekki logaði út um glugga húsins og var eldur viðráðanlegur. Eldur hafði læst sig i innréttingu og gólfdúk með þeim afleiðingum að mikil sótmyndun varð af. Era upptök eldsins talin hafa verið í raf- magnsofni sem var í húsinu. Slökkvi- starf gekk greiðlega, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Læknir rannsakaði íbúa hússins á staðnum, en ekki þótti ástæða til að færa þá á slysadeild. 10 ára íslenskur drengur sigurvegari í samnorrænni lestrarkeppni í Noregi Las 400 blað- síður á dag TÍU ára gamall íslendingur, Krislján Mímir Kristjánsson, bú- settur í Noregi, varð hlutskarp- astur í samnorrænu lestrar- keppninni Mími sem haldin hefur verið að undanförnu og las mest nemenda í Noregi. Alls las Krist- ján 5.400 blaðsíður á tveimur vik- um, eða um 400 blaðsíður á dag. „Ég las,“ segir Kristján Mímir, aðspurður hvernig hann hafi náð þessum árangri. „Mér fínnst gríð- arlega skemmtilegt að lesa því að þá þarf maður að hugsa sjálf- ur, ímynda sér persónumar og hvað er að gerast. í sjónvarpinu hins vegar sér maður allt gerast.“ Hann kveðst oftast lesa minna en hann gerði fyrir keppnina, eða um 100 blaðsíður á dag, en stund- um lesi hann meira en 400 blaðs- íður. „Ég átti ekkert frekar von á að vinna, en er nyög ánægður með sigurinn." Keppnin var haidin á vegum Norræna ráðsins og fór kcppnin, sem var tvískipt eftir aldri þátt- takenda, fram milli bekkja í grunnskólum á Norðurlöndum. Verðlaunaafhending verður haldin í Stafangri í Noregi á morgun, sunnudag, og mun Krist- ján taka á móti sigurvegurum keppninnar og lesa upp ijóð við afhendinguna, auk þess að vera I þeirra hópi yfir helgina. Sam- tímis verður efnt til þings 350 rithöfunda og annarra gesta um norrænar barnabækur. Bekkur Kristjáns Mímis er ekki í hópi sigurvegara, þar sem kenn- ari hans skilaði ekki inn nið- urstöðum um árangur nemenda, en að sögn föður Kristjáns, Krist- jáns Guðlaugssonar, hefði bekk- urinn þó varla fengið verðlaun þar sem bekkjarsystkini Krist- jáns lásu talsvert minna en hann. Kristján Mímir les hvenær sem tækifæri gefst frá skólagöngu, skylmingum og fótboltaiðkan, og segir faðir hans að oft þurfi að slökkva hjá honum ljósin þrívegis á kvöldin, því hann vilji halda KRISTJÁN Mímir í norskum þjóðbúningi ásamt hundinum Bakkusi. áfram að lesa. Strákurinn horfir afar sjaldan á sjónvarp en spilar stundum tölvuleiki. Skyttumar þijár eftirlæti Meðan á keppninni stóð las Kristján Mímir meðal annars ís- landsklukku Halldórs Laxness, Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, Skyttumar þrjár eftir Dumas, sem hann segir í sérstöku uppáhaldi hjá sér, og aðrar bækur sama höfundar, Hringadróttinssögu eftir Tolkien á ensku, auk margvíslegra ævin- týra- og barna- og unglingabóka. Bækumar sem hann las vom á norsku, ensku, sænsku og dönsku. Reyna að halda í við hann Kristján eldri segir að löngu áður en Kristján Mímir hafi lært að lesa, haf i hann setið og blaðað í bókum, og skipti þá litlu hvort í þeim vom myndir eða eklu. „Hann hefur verið bókelskur frá fyrstu tíð og við höfðum áhyggjur af því framanaf að hann yrði ein- angraður og erfiður fyrir vikið, en þær áhyggjur hafa reynst ástæðulausar. Við reynum samt að halda svolítið í við hann,“ seg- ir Kristján. Kristján Mímir talar ensku reiprennandi og hefur ferðast víða, þrátt fyrir ungan aldur, m.a. til Japans, Kína og Banda- ríkjanna. Faðir hans segir að hann hafi lesið mikið um íslenska sögu og norræna goðafræði, og hann hafi í hyggju að senda strákinn í sveit á íslandi, til að skerpa á íslenskukunnáttu hans. Með ofbirtu í augum ►Fyrir tíma rafmagnsins var sjaldan kvartað undan of mikilli birtu á kvöldin og nóttunni en nú er algengt að lýsing sé ofnotuð á Vesturlöndum. /10 Draumurinn endaði með gjaldþroti ►Einræði kommúnista í hálfa öld gerði Albaníu að fátækasta landi í Evrópu. Fjárglæframenn hafa notað frelsið til að hirða af fólki síðasta eyrinn. /12 Gieggsta gestsaugað ►í haust stendur til að frásögn hins þýzka fræðimanns og íslands- vinar, Konrads Maurers, af ferðum sínum um ísland árið 1858 verði gefín út fyrsta sinni. /20 Alveg að ná takmarkinu ►í Viðskiptum/Atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Guðjón Kristinsson, forstjóra ístex. /24 B ► 1-32 Ekkert líf án vatns ►í Mósambik hefur Hjáiparstofn- un kirkjunnar unnið að neyðar- og hjálparstarfí síðustu ár. Þama er regn ótryggt og á þessum áratug hafa þurrkar valdið miklum usla. /1,14 &16-17 Sagnfræðin og myndirnar ► Sagnfræðingurinn Karsten Fledelius er sérfræðingur í kvik- myndarannsóknum og hefur kann- að sagnfræðilegt gildi fréttakvik- mynda, bíómynda og heimildar- mynda. /2 Veðrið getur gert okkur skráveifu ►Jonathan Tinker mun stjóma hópnum sem íslensku fjahgöngu- mennimir verða í þegar þeir reyna að kh'fa Everest í vor. /4 Gott fóik og mann- lífið rúllaði áfram ►Andrés Gestsson nuddari er um áttrætt. Hann missti sjónina í slysi í Vestmannaeyjum og þurfti þá að hefja nýtt líf. /10 C FERÐALOG ► 1-4 Costa Rica ►Sannkölluð náttúruparadís. /2 Sumarleyfið skipulagt ►Búast má við örtröð í Kringl- unni í dag, þar sem Flugleiðir halda árlega ferðahátíð sína. /4 D BILAR ► 1-4 Flyst Skoda tii Heklu? ►Jöfur ekki fengið formlega upp- sögn. /1 Reynsiuakstur ►Hyundai Sonata - rúmgóð og með nýjum línum. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42 Leiðari 28 Skák 42 Helgispjall 28 Fólk í fréttipn 44 Reykjavíkurbréf 28 Bíó/dans 45 Skoðun 80 Útvarp/sjónvarp 50 Minningar 32 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Gárur 6b Bréf til blaðsins 40 Mannlífsstr. 6b ídag 42 Dægurtónl. 13b Brids 42 INNLENDAR FF ÆTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.