Morgunblaðið - 09.02.1997, Side 43

Morgunblaðið - 09.02.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 43 I DAG BRIPS llmsjón Guómundur Fáll Arnarson SPILIÐ í dag kom upp í aðalsveitakeppni Bridsfé- lags Suðurnesja á mánu- dagskvöldið. Geim í hálit er allt sem NS jiola, en Eyþór Jónsson og Ómar Olgeirs- son höfðu meiri metnað og fóru alla leið í sex spaða: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁDG7 ▼ K1098643 ♦ -- ♦ 75 Vestur ♦ 986 ¥ ÁD7 ♦ Á ♦ KG10963 Austur ♦ 103 ¥ G5 ♦ DG10942 ♦ D84 Suður ♦ K542 ¥ 2 ♦ K87653 ♦ Á2 í andstöðunni voru Jó- hann Benediktsson og Sig- urður Albertsson: Vestur Norður Austur Suður Jóhann Ómar Sig. Eyþór - 1 hjarta Pass 1 spaði 2 lauf 4 tíglar! Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Bensínið í botni alla leið! Jóhann hefði afgreitt málið vörninni í hag með laufút- spili, en hann valdi hjartaás og hélt síðan áfram með hjarta í þeirri von að makker gæti trompað. Eyþór var full- fljótur á sér þegar hann lét hjartatíuna í öðrum slag. Betra hefði verið að stinga upp kóng og henda laufi. Trompa svo hjarta. Taka síð- an laufás og spila blindum inn á tromp til að stinga lauf. Þá er bjöminn unninn. En Eyþóri tókst að bjarga sér fyrir hom. Hann tromp- aði hjartagosa austurs, tók laufás, tvisvar tromp og end- aði í borði. Þaðan spilaði hann hjartakóng og kastaði laufi heima, þegar austur gat ekki trompað. Hann stakk síðan lauf, svo tígul í borði, tók síðasta tromp vesturs og fékk afganginn á fríhjörtu. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbams þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 eða sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Arnað heilla (A/AÁRA afmæli. í dag, i/Usunnudaginn 9. febr- úar, er níræður Gunnar Grímsson, fyrrverandi starfsmannastjóri Sam- bandsins, Fannborg 9, Kópavogi. Eiginkona hans er Sigurlaug Helgadóttir. Þau verða að heiman á af- mælisdaginn. /*r|ÁRA afmæli. A OUmorgun, mánudag- inn 10. febrúar, verður sex- tugur Ragnar Þ. Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri, Ofanleiti 3, Reykja- vík. Eiginkona hans er Dagný Björnsdóttir. Þau hjónin eru stödd á Hospital- ity Inn, London. Bréfsími: 00-441-719-252-586. pT/\ÁRA afmæli. í dag, OU sunnudaginn 9. febr- úar, er fimmtugur Haukur Ingibergsson, forstöðu- maður Hagsýslu ríkisins. í því tilefni taka hann og kona hans Birna Bjarna- dóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar Kópavogs og bæjarfull- trúi á móti gestum í Vík- ingasal Hótel Loftleiða í dag kl. 17. rAÁRA afmæli. Á UUmorgun mánudaginn 10. febrúar, verður fimm- tug Erla Guðbjörnsdóttir, skólaritari í Fellaskóla, til heimilis í Bröttuhlíð 3, Mosfellsbæ. Eiginmaður hennar er Kristinn Víg- lundsson. Þau hjónin taka á móti gestum laugardag- inn 15. febrúar nk. kl. 20 í Flugröst við Nauthólsvík. SILFURBRÚÐKAUP og 45 ára afmæli. Að kveldi mánu- dags þess 10. febrúar munu þau hjónin Ingibjörg Guðna- dóttir og Gunnar Þorsteinsson halda upp á silfurbrúð- kaup sitt. Við sama tækifæri fagnar Ingibjörg 45 ára afmæli sínu. Þau taka á móti gestum í húsnæði Krossins við Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi frá kl. 19. ORÐABOKIN Spilla - spjalla Þessi tvö ofangreindu sagnorð eru vissulega náskyld, en merking þeirra ekki að öllu leyti hin sama, svo sem flest- ir munu vita. Fyrra so. spilla merkir m. a. að skemma, vinna tjón á e-u, gera verri, svo sem stendur í Orðabók Menningarsjóðs (1983). Dæmi: spilla góðum hlut, spilla góðum sið- um. Eins er talað um að spilla fyrir e-m eða e-u um það að skemma fyrir e-m eða gera hon- um erfitt fyrir. Þá er einnig talað um að spilla mat, þ. e. láta hann fara til ónýtis. Spilltur mat- ur er skemmdur matur. Um mann, sem er lýttur í andliti, er sagt, að hann sé spilltur í andliti. Aft- ur á móti hefur so. að spjalla fengið sérstaka og vel afmarkaða merk- ingpi í hugum flestra. So. að spjalla er skýrt svo í OM: spilla, skemma, vinna tjón á. Hér virðast sagnorðin fara saman. Hins vegar kemur svo þessi sér- merking so. að spjalla í téðri orðabók: liggja, barna konu, svipta konu meydómi: s[pjalla] stúlku. Þessar hugleið- ingar komu upp í huga mér, þegar ég heyrði eitt sinn í fréttum Ríkis- útvarpsins, þar sem ver- ið var að ræða um vatns- ból Reykjavíkur, komizt svo að orði, að vatnið haldist óspjallað. Ég hrökk við þetta orðalag, enda er talað um óspillt vatn, ekki óspjallað, og eins óspilltan mat, ekki óspjallaðan mat. - J.A.J. STJÖRNUSPA eftir Frances Drake * VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert viðkvæmur skapandi einstaklingur sem stend- ur við orð sín. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Þú fmnur nýja lausn á gömlu vandamáli og eyðir kvöldinu í að gera nýja fjárhagsáætl- un. Ættingi þinn er á verði gagnvart vini þínum. Naut (20. apríl - 20. maí) Það flýtir ekki fyrir þér að reyna að þvinga eitthvað fram en töluverðar breyting- ar eru framundan í rómantík- inni. Tvíburar (21. maí- 20.júní) Ágreiningsefni kemur upp fyrri part dags, en þrátt fyr- ir það nærðu góðum árangri og ættir að skella þér í ferða- lag og njóta þess. Krabbi (21.júní - 22. júlí) HBB Þú hefur miklar væntingar til framtíðarinnar og ferð á fulla ferð í að undirbúa hlut- ina. Eitthvað krefst lagfær- inga heima fyrir og mundu að hafa réttu verkfærin. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þetta er dagurinn til að hvíla sig og hnýta lausa enda heima fyrir, enda höfðar heimilið meira til þín núna en útiveran. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Félagslífið tekur sinn toll um þessar mundir en sláðu ekki hendinni á móti góðu boði. Þó þarftu að virða skoðanir barns sem þér viðkemur. Vog (23. sept. - 22. október) Félagslífið er í blóma en þú þarft að aga þig til að ná markmiðum þínum. Hóg- værð er lykill að velgengni. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Það eru jákvæðir straumar og meðbyr í vinnunni en þessa dagana ertu frekar menningarlegur og vilt kynna þér eitthvað nýtt. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þér hættir til að eyða um of í skemmtanir, en þér finnst það vel þess virði og ferð bara aftur út í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er rétti timinn að fá góð ráð varðandi fasteigna- og verðbréfamál. Njóttu sam- vista við fjölskylduna í kvöld. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) ðh Hafðu hægt um þig þessa dagana og notaðu tímann í að klára óunnin verkefni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) S£k Þér hentar vel að vera um- vafinn vinum í dag, en kýst einveruna! kvöld. Vandamál varðandi bam gerir þig óró- legan. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Geymist þar sem börn ná ekki til... Skobleg efni og hœttulegar vörur. # Takið mark á varnaðarmerkjum - varnaðarmerki eru svört á appelsínugulum grunni og vísa til hættunnar sem af efninu getur stafað. # Lesið varnaðarorð. # Fylgið notkunarleiðbeiningum. # Geymið ekki hjá matvælum og öðrum neysluvörum. # Geymið efnin ávallt í upprunalegum umbúðum. # Leitið læknis ef slys ber að höndum - sýnið umbúðamerkingar ef mögulegt er. # Skilið spilliefnum til viðurkenndra móttökustöðva. HOLLUSTUVERND RIKISINS Ármúla 1a, Reykjavík. Þjónustu- og upplýsingasími 568-8848. MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ Indverskir grænmetísréttir Námskeið 1 í 2 skipti hclgina 15. og 16 febrúar kl. 18-21. Námskeið 2 í tvö skipti 18. og20. febrúarkl. 19-22. Lærið að elda ljúffenga og heilsusamlega indverska grænmetisrétti á einfaldan hátt. Skráning hjá Shabönu, sem er löngu þekkt iyrir snilldarlega matreiðslu, í síma 552 1465. Á Lokað mánudag Opnum á þriðjudag með nýjar vörur frá Þýskalandi tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561-5077 SamHeppni um hönnun á minjðgripum Hreppsnefnd Skoftörhrepps hefur ákveðið að standa fyrir samkeppni um hönnun minjagripa. Verkefnisstjórn í ferðamálum mun sjá um samkeppnina fyrir hönd hreppsnefndar og vera í nánu samstarfi við handverkshópinn sem starfar í hreppnum. Tilgcmgurinn með samkeppninni er þrfþœftun • Að leita eftir grip, sem getur verið ímynd Skatárhrepps. • Að hvetja handsverksfólkí heimabyggð og vekja athygli á verkum þeirra. • Að ýta undir atvinnusköpun í hreppnum. < > Um samkeppnína gilda eftirfarandi reglur: • Samkeppnin er öllum opin. • Hugmyndum má skila í formi fullunninna gripa eða sem teikningum. Einnig skal skila skriflegri lýsingu ó hráefnisnotkun og framleiðsluferli, ásamt sýnishornum af þvi hráefni sem nota skal. • Gripirnir þurfa að vera lýsandi fyrir menningu, sögu og/eða náttúrufar svœðisins. • Hráefni skal vera íslenskt að svo miklu leyti sem unnt er og œskilegt að það sé fáanlegtíhéraðinu. • Gripirnir þurta að vera einfaldir í framleiðslu og gert er ráð fyrir að þeir verði framleiddir i heimabyggð. • Keppendur eiga höfundarétt að sínum gripum, en Skaftárhreppur heldur framleiðsluréttinum á verðlaunuðum hugmyndum. • Prenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun fyrir grip, sem gœti orðið ímynd Skaftárhrepps 100.000 kr. 2. verðlaun fyrir grip, sem aœti orðið ímynd Skaftárhepps 80.000 kr. Verð fyrir bestu hugmynd frá tbúa t Skaftárhreppi 50.000 kr. • Verðlaun fyrir grip, sem gœti orðið imynd Skaflárhepps, verða þvi aðeins veitt að gripur berist sem talinn er þess verður. • Hugmyndum skal skila á skrifstofu Skaftárhepps í iokuðum umbúðum I síðasta lagi fyrir lokun skrifstofunnar föstudaginn 23. apríl 1997. Hugmyndirnar skulu merktar með dulnefni, en fullt nafn höfundar og heimilisfang skal fylgja með í lokuðu umslagi. • Þriggja manna dómnefnd mun velja þœr hugmyndir sem hlióta verðlaun. Trúnaðarmaður dómnefndar er Jóhanna B. Magnúsdóttir, ferðamálafulltrúi, og veitir hún allar nánari upplýsingar í síma 487 4840. > Dómnefndin mun skila niðurstöðum sínum þann 8. maí 1997.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.