Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Opið bréf til stjómar Yeiðifé lags Miklavatns og Fljótaár Frá Sigurbjörgu Bjarnadóttur og Trausta Sveinssyni: HR. form. Þorsteinn Jónsson, Helgustöðum. Við undirrituð, landeigendur að Fljótaá og eigendur Ferðaþjón- ustunnar Bjarnargili ehf. viljum með þessu bréfi koma af stað opin- berri umræðu um málefni Veiðifé- lags Miklavatns og Fljótaár og vonumst við til að með því móti muni umræðan þróast í skynsemi- sátt og það siðleysi, sem ríkt hefur við vatnasvæðið um árabil, muni heyra sögunni til áður en langt um Iiður. Hagsmunir félagsmanna við Fljótaá, sem eiga meirihlutann samkvæmt arðskrá, hljóta að vega þyngst þegar hagsmunamálin öll eru sett á vogarskálar. Siðleysið, sem við nefnum, er að sjálfsögðu að stærstum hluta netalagnir í Miklavatni á göngu- tíma laxa og bleikju en nú eru „leyfðar“ 23 netalagnir. Það hefur verið viðurkennd þumalputtaregla í áraraðir að fyrir hvern 1 lax sem veiðist á stöng úr Fljótaá veiðast 2 laxar í veiðinetin í Miklavatni. Það staðfesta veiðiskýrslur síðustu ára. Það hefur verið skilningur okkar landeigenda við Fljótaá, alla tíð frá því að veiðifélagið var stofnað 1974, að arðskrá félagsins segði til um hvað landeigendur að Mikla- vatni eiga að fá í sinn hlut vegna upptöku netalagna á stangveiði- tíma Fljótaár. Á síðasta almennum fundi í veiðiélaginu sem fram fór í byrjun desember sl. fluttum við tillögu til skoðunar, um að veiðifé- lagið verði deildaskipt, eins og heimild er til um í lögum. Til áréttingar látum við fylgja hér með greinargerð tillögunnar Samkvæmt arðskrá fyrir Veiðifé- lag Miklavatns og Fljótaár skiptist arður félagsins þannig að í hlut landeigenda við Fljótaá koma 58,80% arðsins og í hluta landeig- enda að Miklavatni því aðeins 41,20% arðsins. Þrátt fyrri að land- eigendur að Fljótaá hafi þannig mikinn meirihluta arðs í félaginu hefur stjórn félagsins frá upphafi verið þannig skipuð að bændur og aðrir landeigendur við Miklavatn hafa jafnan haft meirihluta stjórn- ar í sínum höndum, eða tvo af þremur stjórnarmönnum. Þannig hafa landeigendur að Miklavatni í raun getað ráðskast með Fljótaá og allt vatnasvæðið að vild, í krafti meirihlutavalds í stjóm og at- kvæðamagns. Þannig hafa lan- deigendur að Miklavatni í krafti atkvæðamagns komist upp með að leggja net í Miklavatn á veiði- tíma í Fljótaá sem skaðað hefur landeigendur Fljótaár. Á þennan hátt hafa landeigendur að Mikla- vatni í raun tekið tvöfaldan arð af vatnasvæðinu, með veiði í vatn- inu og töku arðs vegna útleigu Fljótaár. Því telja flutningsmenn tillög- unnar að eðlilegt sé að Veiðifélagi Miklavatns verði skipt upp í tvær deildir, þannig að landeigendur að vatnasvæði Fljótaár verði ein deild innan veiðifélagsins og landeigend- ur að Miklavatni og þverám verði önnur deild eins og fram kemur í tillögunni. Þessar deildir semji síð- an sín á milli um ráðstöfun á vatna- svæðinu þannig að jafnræðis sé gætt milli beggja deilda félagsins. Nú förum við bréfritarar fram á það við stjórn Veiðifélags Mikla- vatns og Fljótaár að hún komi sam- an til fundar við okkur fyrir 12. feb. nk. til skrafs og ráðagerða um málefni veiðifélagsins. Þau mál sem við óskum sérstak- lega eftir að tekin verði fyrir til umræðu á þessum fundi eru m.a. þessi. 1. Framkomin tillaga um að deildaskiptavatnasvæðiMiklavatns og Fljótaár. Hvort stjórnarmenn hafi aðra tillögu betri, sem gerir þessa deildaskiptingu óþarfa, því deildaskipting er að sjálfsögðu neyðarúrræði. 2. Viðræður um ýmsa formgalla sem komið hafa í ljós á nýgerðum leigusamningi um veiðirétt í Fljótaá á milli Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár og Stangveiðifélags Siglu- íjarðar. 3. Við viljum kanna til þrautar hvort vilji sé til þess, innan stjórn- ar, að gera breytingar á þessum leigusamningi sem allir aðilar geta sætt sig við. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir landeigendur við Fljótaá og ekki síður fyrir landeig- endur að Miklavatni, þegar grannt er skoðað. Einnig hlýtur það að vera kær- komið fyrir Stangveiðifélag Siglu- fjarðar ef hægt er að ná fram sann- gjörnum breytingum á vondum samningi. 4. Allar samþykktir sem gerðar verða á þessum fundi eða sam- komulagsdrög, verði lögð fyrir aðal- fund félagsins sem við óskum eftir að fari fram ekki síðar en 1. mars 1997. 5. Beiðni um að fram fari yfir- mat á arðskrá félagsins, en átta ár eru nú liðin síðan síðasta yfir- mat fór fram. Það er von okkar og trú að niður- Frá Þorleifi Haukssyni: BELGÍSKA kvikmyndin Áttundi dagurinn er um þessar mundir sýnd í Háskólabíói og næstkomandi sunnudag rennur allur ágóði af miðasölunni til Landssamtakanna Þroskahjálpar og Styrktarfélags vangefinna. Áttundi dagurinn er óvenjuleg, listræn og vel gerð mynd sem snert- ir marga strengi í brjósti áhorfand- ans. Hún fjallar um tvo menn, ann- an þroskaheftan, hinn heilbrigðan, sem hittast af tilviljun. Sá fundur verður afdrifaríkur fyrir hinn „heil- brigða" sem lendir í ýmsum vand- ræðum og grátbroslegum atvikum fyrir tilstuðlan þessa nýja, skamm- sýna vinar síns. Smám saman verða þó kynni þeirra til þess að hann fer að endurmeta líf sitt og þau gildi sem hann hefur áður játast um- hugsunarlaust. Myndin er einstaklega fallega gerð. Til dæmis má nefna upphafs- atriðið, sköpunarsöguna séða frá sjónarhóli George, hins þroska- hefta, eitt fallegasta og frumleg- asta atriði sem ég minnist að hafa séð á kvikmyndatjaldi. Einn af staðan af þessum viðræðum verði sú, að tekin verði upp markviss ræktunar- og friðunarstefna fyrir vatnasvæðið, það er sú leið sem skapar okkur sönn verðmætr. Ef við stöndum saman og breyt- um stefnunni getum við gert Fljótaá að einni mestu draumaperlu ís- lenskra veiðiáa. SIGURBJÖRG BJARNADÓTTIR, TRAUSTI SVEINSSON, Bjamargili, Fljótum. helstu kostum myndarinnar er jafn- framt hve raunsönn hún er. Það er ekkert dregið úr samskiptavand- ræðunum þegar óskhyggja hins þroskahefta rekst á kaldan raun- veruleikann og ekki heldur úr skiln- ingsleysi né harðneskju samfélags- ins. Þó vekur myndin vonir um vax- andi skilning gagnvart þroskaheftu fólki og tilfínningalífi þess, sem er reyndar að flestu leyti eins og hjá okkur hinum. Annar aðalleikari myndarinnar er Daniel Auteuil, einn fremsti frönskumælandi kvikmyndaleikari sem nú starfar, en mótleikari hans, Pascal Duquenne, stendur honum fyllilega á sporði. Það var mjög vel til fundið af dómnefnd kvikmynda- hátíðarinnar í Cannes 1996 að veita þeim báðum sameiginlega verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverkum. Þeir sem sjá kvikmyndina á sunnudaginn eru um leið að styrkja gott málefni. Á þetta skal minnt um leið og fólk er hvatt til þess að láta þessa einstæðu mynd alls ekki fram hjá sér fara. ÞORLEIFUR HAUKSSON íslenskufræðingur og á þroskaheftan son. Áttundi dagnrinn I I < ( ( ( ( ( i ( ( J1 Vegna breytinga á lagerhúsnæði seljum við þessa vikuna takmarkað magn af ýmsum Siemens heimilistækjum á sérstöku afsláttarverði. Hláturtauaakitlandi oq skotsilfursparandi tilboð á ýmsum eldunartækjum, kæliskápum, frystiskápum, frystikistum, uppþvottavélum, þvottavélum, þurrkurum, litlum raftækjum, sjónvarpstækjum, myndbandstækjum, hljómtækjum, útvarpstækjum og símtækjum. Nú geturðu gert veruleqa góð kaun. Gríptu gæsina meðan hún gefst. T a k t u sérstaklega e f t i r þ e s s u: Sprenqhlæqileqt verð á frystikistum og kaffivél fylgir með í kaupæti. Allir þeir sem kaupa fyrir meira en 50.000 kr. lenda í potti. Mánudaginn 17. febrúar verður dreginn út einn heppinn vinninashafi og eignast hann qlæsileaan Siemens þurrkara (WT 61000FG) að andvirði 63.500 kr. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 511 3000 Láttu sjá þig. Við tökum vel á móti þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.