Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 53
4 morgunblaðið SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 53 i i i Í I I i 4 4 4 ( ( ( < < < < < i MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNPBÖND Stormasöm en spennandi eftirlíking Nótt hvirfilvindanna (The Night of the Twisters)_ Spennumynd ★ ★ Leikstjóri: Timothy Bond. Fram- leiðendur: Sean Ryerson og Steph- en Roloff. Byggt á sögu Ivy Ruck- man. Aðalhlutverk: Devon Sawa, Amos Crawley, John Schneider. 91 mín. Bandarísk. Atlantis Films/Myndform. 1996. Leyfð öll- um aldurshópum. Útgáfudagur 4. febrúar. STÓRSLYSAMYNDIR eru aftur komnar í tísku, fyrir sakir vel- gengni mynda eins og Twister. Nú keppast stóru kvik- myndaverin við að framleiða við- líka myndir og virðist lausnar- orðið að vel- gengni þeirra vera tæknibrellir og aftur tækni- brellur. Þegar hugmyndasmiðir Hollywood detta ofan á slíka töfra- uppskrift er ávallt reynt að mjólka hana eins mikið og unnt er. A það ekki hvað síst við um minni spá- menn, þá sem ekki hafa úr eins miklu áhættufé að moða. Nótt hvirfilvindanna er sjón- varpsmynd, sem vafalaust hefur verið gerð í lq'ölfar vinsælda Twist- er. Byggir hún á sönnum atburðum sem áttu sér stað í smábænum Blainsworth í Nebraska, þegar röð hvirfílvinda fóru um nótt eina, þyrl- uðu upp öllu steini léttara og lögðu bæinn í rúst. Sagan fylgir unglings- pilti, sem á erfítt með að uppfylla væntingar föður síns en neyðin sem óveðrið skapar knýr hann hinsvegar til þess að spýta í lófana og mann- ast með hraði. Það voru stórfenglegar tækni- brellur sem léku aðalhlutverkið í Twister og gerðu- hana að þeirri skemmtun sem hún var. Hér hefur hinsvegar orðið að beita öðrum og ódýrari brögðum til þess að skapa spennuna og er því meiri áhersla lögð á sjálfa nærveru óveðursins. Leikurinn er í sjálfu sér ekki upp á marga físka (ekki frekar en í Twist- er) en slíkt er aukaatriði í mynd sem þessari. Vissulega stendur Nótt hvirfilvindanna fyrirmyndinni talsvert að baki en þrátt fyrir það má vel hafa af henni gaman. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Sérsveitin (Mission Impossible) ★ ★ ★ Bréfsprengjuvargurinn (Unabomber) ★V2 í leit að sannleikanum (Where Truth Lies) ★ Fjölskyldumál (A Family Thing) ★ ★ ★ Sólarkeppnin (RacetheSun) ★'/2 Engin undankomuleið (No Exit) Leiðin að gullna drekan- um (The Quest) ★ ★ Lífhvolfið (Bio-Dome) Vi Háskaleikur (The Final Cut) ★ Loforðið (KeepingthePromise) ★ ★>A Ráðgátur: Tunguska (The X-fiies: Tunguska) ★ ★•/2 Vopnahlálð (Nothing Personal) ★★★‘/2 Undur í djúpum (Magic in the Water) ir ir Lokadansinn (LastDance) ★ ‘/2 KLEMENZ Jónsson rifjar upp íslandssöguna. Morðin á Sjöundá „ÞETTA er ekki leikrit,“ segir Rúrik Haraldsson. „Þetta er saga með einstaka samtalssen- um sem gefa þessu dálítinn lit.“ Rúrik er einn af mörgum leikur- um sem koma fram í Morðunum á Sjöundá, en fyrsti þáttur af þremur verður fluttur í Ríkisút- varpinu í dag. Þættirnir eru byggðir á frásöguþætti Jóns Helgasonar ritstjóra og er Klemenz Jónsson umsjónarmað- ur og höfundur handrits. „Fjallað verður um hin óhugnanlegu morð sem voru framin á Sjöundá á Rauðasandi 1802,“ segpr Klemenz. „Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveins- dóttir drápu þá maka sina til að ná saman. Mikið hefur verið rætt og skrifað um þessa at- burði. Svartfugl Gunnars Gunn- arssonar er um þetta mál og Jón Helgason ritstjóri skrifaði ná- kvæma lýsingu á því sem gerð- ist í „Séð heim á Sjöundá". Steinunn og Bjarni máttu dúsa í fangelsi frá 1804 i gamla tugthúsinu, Stjórnarráðshús- inu. Hún lést ári síðar og var husluð uppi á Skólavörðuholti. Margir kannast eflaust við gömlu Steinkudysina, en Leifs- stytta stendur á þeim stað núna. Bjarni var hins vegar fluttur til Noregs þar sem hann var háls- r höggvinn árið 1805.“ Fóru haJIoka í lífinu Klemenz hefur unnið þætti fyrir Ríkisútvarpið um þekkt sakamál á íslandi í tiu ár. Hann hefur gert tíusakamálum skil i 27 þáttum. „Ég er að rifja upp fslandssöguna, það sem kemur okkur við og stendur okkur nærri,“ segir hann. „Það má segja að ég sé að rekja örlaga- sögu þeirra sem fóru halloka í . lífinu." Ci >\ JT. RíÐ Eíí A MÆSTA LEí 1 HEFUR ÞÚ ATHUGAÐ FERÐAMÖGULEIKA ÞÍNA ? Vib verbum á ferbakynningu í Kringlunni á sunnudaginn. Kíktu vib. flöTeyj afeú'ók á frábíeru vtr'oi VERÐ frá kr. 11.700,- á mann* *Verð miðast við 4. manna fjölskyldu á eigin bíl í svefnpokaplássi. Tveir fullorðnir og tvö börn yngri en 15 ára. Vikuferðir 5. og 12. júní. Bíllinn er að sjálfsögðu innifalinn í verðinu. Taktu húsbílinn, hjólhýsib, hústjaldib, tjaldvagninn, fellihýsib, bílinn, mótorhjólib og reibhjolib meb í fríib SUMARBÆKLINGURINN ER KOMINN ÚT ! s D ca $ « M- H os co 3 u* FAÐU HANN SENDAN HEIM ! GERIÐ VERÐSAMANBURÐ ! BÓKIÐ TÍMANLEGA ! . iMor'n udðndÍB. áfilgin bíi VERÐ frá kr. 19.550,- á mann* ‘Verð miðast við 4. manna fjölskyldu á eigin bíl í fjögurra manna klefa. Tveir fullorbnir og tvö böm yngri en 15 ára. Tu Danmerkur S.júní og heim frá Bergen í Noregi 18.júní. Bfllinn er að sjálfsögbu innifalinn í verðinu. VERÐ frá kr. 40.350,- á mann* *Verð miðast vib 2 fullorbna í 2. manna klefa meb WC og sturtu. Til Danmerkur S.júní og heim frá Bergen í Noregi 18.júni. Bfllinn er ab sjálfsögbu ínnifalinn í verðinu. Fjöldi annarra ferbamöguleika. Flug og ferja. Bílpakkatilbob. ÖLL ALMENN FERÐAÞJÓNUSTA . fi- (D NQRRÆNA FE RÐAS KRIFSTD FAN LAUGAVEGUR 3 • SÍMI: S62 6362 AUSTFAR HF UMBOÐSMENN 472 1111 «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.