Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuter MÓTMÆLENDUR í borginni Ylore í Albaníu bera gamla konu á herðum sér. Ríkisstjórnin nýtur nú mikilla óvinsælda í kjölfar þess að óprúttnir fjárglæframenn hirtu aleigu fjölda fólks, sem nú sér fram á gjaldþrot. Draumurinn uin ríkidæmi endaði með gjaldþroti BAKSVIÐ Einræði kommúnista í hálfa öld gerði Alb- aníu að fátækasta landi í Evrópu og nú hafa óprúttnir fjárglæframenn notað frels- ið til að hirða af fóiki síðasta eyrinn. Píram- ítafyrirtækin, sem lofuðu fólki gulli og grænum skógum, eru flest gjaldþrota og hætta er á víðtækum uppþotum í landinu. ALBÖNSKU píramítafyr- irtækin svoköiluðu rúlla nú hvert á fætur öðru og óttast er, að um það bil sem það síðasta heyrir sögunni til, muni upplausn og ofbeldi ein- kenna lífið í Albaníu, þessu ör- snauða og óupplýsta Evrópuriki. Hingað til hefur lögreglunni tekist að halda mótmælum hundraða þúsunda manna nokkuð í skefjum en það er líklega aðeins tímaspurs- mál hvenær almenningur í landinu, sem er búinn að tapa mestum hluta sparifjár síns í hendur óprúttinna fjárglæframanna, muni rísa upp gegn yfirvöldunum. Fyrir meira en ári voru þau vöruð við en létu það sem vind um eyru þjóta. Sum vinsælustu píramítafyrir- tækin hjara enn en hagfræðingar segja, að þau muni fara sömu leið og önnur á næstunni. Hér er held- ur ekki um nein venjuleg fyrirtæki að ræða, heldur eins konar keðju- bréfavitleysu, sem getur ekki gengið upp nema fyrir þá fáu, sem verða fyrstir til að fjárfesta í henni. Níu stærstu píramítafyrirtækin í Albaníu auk ýmissa smærri lof- uðu fjárfestum allt að 100% vöxt- um á mánuði og fyrst í stað voru vaxtagreiðslurnar miklar eða á meðan féð streymdi inn frá nýjum fjárfestum. Þeim gat hins vegar ekki fjölgað endalaust og því hlaut að draga að því, að fyrirtækin yrðu gjaldþrota. Þannig gekk það líka fyrir sig annars staðar eftir í Aust- ur-Evrópu, til dæmis í Rússlandi, Rúmeníu og Búlgaríu, en talið er, að Albanir hafi lagt allt að 70 milljarða ísl. kr. í þessa svikamyllu. Dýrðardagar í Lushnje Sögur um ævintýralegan gróða fyrstu fjárfestanna urðu til að kynda undir eins konar gullæði meðal landsmanna og ekki spillti fyrir, að sum píramítafyrirtækjanna studdu ýmis íþróttafélög í auglýs- ingaskyni. Sem dæmi um það má nefna knattspymufélagið í borginni Lushnje en skyndilega var það kom- ið með fullar hendur fjár. Það hafði allt í einu efni á að kaupa erlenda leikmenn og gera rúmlega 24 millj. kr. samning við kunnan þjálfara frá Argentínu. Var jafnvel talað um, að Diego Maradona væri á leiðinni til Lushnje og myndi færa liðinu Evrópumeistaratitilinn. Þetta var að sjálfsögðu of gott til að geta verið satt. Píramítafyr- irtækið varð gjaldþrota í síðasta mánuði og þar með knattspyrnu- félagið og efnahagslífið í Lushnje, svo burðugt sem það var, riðar til falls. Austur-Evrópuríkin voru að mörgu leyti einangruð frá umheim- inum um hálfrar aldar skeið og hvergi eins og undir harðstjórn stalínistanna í Albaníu. Nú þegar múrarnir eru fallnir hættir mörg- um Albönum til að líta á markaðs- frelsið með saklausum augum barnsins en með græðgi hinna full- orðnu í hjarta. „Við vissum ekkert hvernig þetta gekk fyrir sig,“ sagði Qazim Shabani, borgarstarfsmaður í Lus- hnje. „Hér hefur aldrei frést af ríkum manni en samt áttu allir sér þann draum að verða ríkir.“ Örsnauð þjóð Albanía er ekki aðeins fátækt land, heldur örsnautt. Ef ítalir hefðu ekki komið landsmönnum til hjálpar veturinn 1991-’92, hefði komið til hungursneyðar í landinu. Það segir kannski mest um ástand- ið í landinu þegar kommúnista- stjómin hrökklaðist frá fyrir fimm árum, að þá voru aðeins 5.500 bifreiðar í landinu og í höfuðborg- inni, Tirana, voru 12 lyftur. Um- ferðarljós voru ekki til enda óþörf. Verðmætasti útflutningur Al- bana síðustu árin hefur verið vinnuafl. Landsmenn eru 3,5 millj- ónir en hundruð þúsunda hafa far- ið til vinnu annars staðar í_ Evr- ópu, einkum í Grikklandi og Ítalíu. Þetta fólk sendir það, sem það getur, af laununum heim til fjöl- skyldunnar og þótt það sé ekki mikið, þá er það samt stórfé á al- banskan mælikvarða. Erlendir stjórnarerindrekar segja, að þar að auki hafi Albanir hagnast vel á að flytja olíu og aðra vöru til lýðveldanna í Júgóslavíu fyrrver- andi meðan á Bosníustríðinu stóð þvert ofan í bann Sameinuðu þjóð- anna. Þetta fjárstreymi hefur meðal annars sagt til sín í því, að sjopp- ur, krár, kaffihús og veitingastaðir hafa skotið upp kollinum í hverri einustu borg; gervihnattadiskun- um fjölgar stöðugt; tugir eða hundruð þúsunda bíla með ný- græðinga undir stýri hafa breytt Tirana í algera martröð og miklar byggingarframkvæmdir eru í borginni, aðallega til að hýsa fólk af landsbyggðinni, sem vill fá að taka þátt í fjörinu. Ríkisstjórn Sali Berisha veit lítið um leyndardóma fjármálamark- aðarins og talin spillt að auki en samt hefur hún komið ýmsu áleið- is. í landbúnaði hefur framleiðslan stóraukist síðan jarðirnar voru af- hentar bændum; henni tókst að ná tökum á verðbólgunni og erlend fjárfesting nemur nú 14 milljörðum ísl. kr., sem er að vísu smámunir á evrópskan mælikvarða en samt dálítil byrjun. Meirihluti Albana veit eftir sem áður ekkert um kapitalismann og þegar píramítafyrirtækin fóru af stað hlupu allir upp til handa og fóta. Hagfræðingar, prófessorar, embættismenn ríkisins, leigubíl- stjórar, hermenn — það er varla hægt að finna þá fjölskyldu í öllu landinu, sem ekki freistaði gæf- unnar. Margir seldu húsin sín til að geta grætt sem mest og fiestir trúðu því, að ríkið ábyrgðist pen- ingana. Kveikt í ráðhúsinu Þegar hrunið byijaði fyrir alvöru fyrir þremur vikum, brutust út miklar óeirðir í Iandinu. Opinberar byggingar hafa verið grýttar og kveikt var í ráðhúsinu í Lushnje með mólótovkokkteil. Ríkisstjórnin brást við með því að handtaka nokkra af forstöðumönnum píra- mítafyrirtækjanna og hún hefur lofað að endurgreiða að minnsta kosti eitthvað af því fé, sem fólk hefur tapað. Erlendir stjórnarerindrekar segja, að ríkisstjórnin hafi ekki efni á að endurgreiða neitt að ráði og benda á, að hún hafi notið fjár- hagslegs stuðnings sumra píram- ítafyrirtækjanna í kosningunum á síðasta ári. Þá hafi hún ekkert mark tekið á Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og albanska seðlabankan- um þegar þeir vöruðu hana við starfsemi fyrirtækjanna. Afleiðingar hrunsins eru meðal annars þær, að smásöluverslunin hefur minnkað um helming. Óttast upplasun Margir óttast, að upp úr sjóði í Albaníu á næstunni en fréttaskýr- endur segja, að stjómarandstaðan í landinu hafi ekki á að skipa nein- um, sem líklegur sé til að taka forystuna og beina óánægjunni gegn ríkisstjórninni. Þá sé hætta á, að þeir, sem töpuðu öllu sínu, kjósi sér einhvern úr eigin röðum og það geti endað með blóðbaði. Eins og fyrr segir er knatt- spyrnufélagið í Lushnje gjaldþrota og argentínski þjálfarinn og er- lendu leikmennirnir, tveir Brasil- íumenn, eru famir heim slyppir og snauðir. Raunar er ekki um neina knattspymu að ræða, hvorki í Lushnje né annars staðar, því að ríkisstjórnin hefur bannað öll íþróttamót af ótta við, að þau geti breyst í mótmæli. Heimildir: Reuter, The Washington Post. Dæmd fyrir að borga í stöðumæla Cincinnati. Reuter. AMMA ein í ríkinu Ohio í Banda- ríkjunum hefur verið dæmd fyrir að borga fyrir ókunnuga í stöðu- mæla. Var henni gefið að sök að hindra framgang réttvísinnar. „Þetta eru mikil vonbrigði,“ sagði Sylvia Stayton, 63 ára göm- ul amma frá borginni Cincinnati, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp og kvaðst ekki sjá eftir neinu. „Mér finnst að við séum hér til að hjálpa hvert öðru. Þess vegna setti Guð okkur hér og þeir hafa ekki fengið mig til að skipta um skoðun með þessum dómi.“ Átta manna kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Stayton hefði hindrað framgang réttvísinn- ar með framkomu sinni 24. októ- ber á liðnu ári. Þá var hún á gangi á götu í Cincinnati og kom þar að sem lögregluþjónn var að skrifa stöðumælasektir. Hún brá fljótt við og setti peninga í tvo stöðumæla, sem voru útrunnir, og hugðist þannig bjarga eigendum bifreið- anna, sem við þá stóðu, frá sekt- um. Eigendur bifreiðanna þekkti hún ekki. Lögregluþjónninn skipaði henni að borga ekki í mælana, en hún lét orð hans sem vind um eyru þjóta. Við það var Stayton stungið í fangelsi, en hún var skömmu síð- ar látin laus gegn tryggingu. Kviðdómurinn sýknaði hana af ákæru um óspektir á almanna- færi, sem telst þyngri sök en hindr- un réttvísinnar. Stayton á yfir höfði sér þriggja mánaða fangelsi og 750 dollara (51 þúsund króna) sekt. Saksóknarinn í málinu kvaðst aðeins fara fram á að hún greiddi sekt fyrir athæfi sitt. Lögfræðing- ur hennar sagði að ekki hefði ver- ið tekin ákvörðun um það hvort málinu yrði áfrýjað. Reuter Elleman- Jensen fær orðu í Litháen UFFE Elleman-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, var á föstudag heiðraður fyrir þátt sinn í að fá þjóðir heims til að viðurkenna sjálfstæði Litháens árið 1991. Hér sést Algirdas Brazauskas, forseti Litháens, sæma Elleman-Jensen orðu Gediminasar í Vilnius, höfuðborg Litháen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.