Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga nýjustu kvikmynd James Ivorys og Ismails Merchants. Hún heitir Surviving Picasso og flallar um hið fræga og stormasama ástarsamband FranQoise og Pablos Picassos frá sjónarhóli hennar. I aðalhlutverkum eru Anthony Hopkins og Natasha McElhone. ANTHONY Hopkins leikur Picasso og Natasha McElhone leik- ur ástkonu hans, Franijoise Gilot í myndinni Surviving Picasso. Astir Picassos ARIÐ 1943 var Pablo Picasso orðinn hálfsjötugur og naut almennrar viðurkenningar sem einn mesti listamaður 20. aldarinnar. Með list sinni hafði hann veitt samtíðarmönnum sín- um nýstárlega fágaða og rót- tæka sýn á veruleikann. Þau átök og ástríða sem myndlist snillingsins báru vott um settu einnig svip sinn á einkalíf hans. Myndin Surviving Picasso fjallar um Picasso og samband hans við unga myndlistarkonu, Francoise Gilot. Astarsamband þeirra hefst árið 1943 í hemum- inni París og stendur næstu 10 árin. Picasso var á sjötugsaldri en ótaminn og ástríðufullur eins og ungur maður. Auðvitað er Fran?oise hvorki fýrsta né eina konan í lífí Picass- os. Þótt hann sveiji henni ævar- andi trúnað fer hann reglulega í heimsókn til hinnar þokkafullu og döpru Marie-Therese og dótt- urinnar sem samband þeirra gaf af sér. Hann hefur heldur ekki sagt alveg skilið við Dora, mál- ara sem er á barmi taugaáfalls. Svo er það rússneska eiginkonan hans, Olga, móðir elsta sonar Picassos, Paulos. Olga er dans- mær sem hefur látið Picasso gera sig hálfóða í bókstaflegri merkingu. Frangoise þarf að sætta sig við að þessar konur og böm þeirra séu hluti af sambandi hennar og Picassos. Hún verður einnig að sætta sig við óútreikn- anlegar skapsveiflur málarans, yfírgengilega kímnigáfu hans, nísku á fé, barnalegt ráðríki og stjómsemi og þá sælu sem það veitir honum að fá annað fólk til þess að lúta vilja hans í einu og öllu. En lífið með Picasso er spenn- andi. Hann veitir Francoise nýja innsýn í listaheiminn og hans vegna eignast hún listamenn á PICASSO (Anthony Hopkiuns) bregður á leik með Claude, sym þeirra Francoise. borð við Matisse að kunningjum. Sem elskhugi og félagi er Pic- asso alltaf skemmtilegur og stundum blíður en fýrst og fremst er hann snillingur og með því að vera ósvikinn og heill í því að helga sig allan list sinni nærir hann og veitir Franijoise innblástur í hennar eigin sköpun. Hún fæðir Picasso tvö börn og þau búa til skiptis í París eða á Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands. En stöðug nærvera hinna kvennanna hans varpar skugga á sambandið og einnig skapferli Picassos. Það samræmist ekki skapgerð hans að vera einnar konu maður og sívaxandi eirðar- leysið tærir og étur samband hans við Frangoise inn að beini. Hún reynir hvað hún getur til að bjarga sambandinu, sjálfr- ar sín vegna og barnanna en þegar hún stendur frammmi fyrir enn einu framhjáhaldinu þá horfíst hún í augu við það JULIANNE Moore leikur ást- konu Picassos, Dora Maar. að til þess að bjarga eigin lífi verður hún að yfirgefa þennan mann. En það að nokkurri konu detti í hug að fara í stað þess að bíða eftir að hann yfírgefi hana er Picasso slík áskorun að hann tekur að gera hosur sínar græn- ar fyrir Frangoise á ný. En það er of seint. Hún er nógu sterk til að standast hann og þannig verður Fran?oise Gilot sú eina af konunum hans sem tekst að eiga sér líf eftir Picasso. Leikstjórinn James Ivory var fyrir tilviljun nýbúinn að lesa ævisögu Francoise Gilot þegar kvikmyndaframleiðandinn David Wolper, sem lengi hefur safnað verkum Picassos og haft brenn- andi áhuga á að gera kvikmynd um ævi hans, hafði samband við hann með þetta verkefni í huga. Ivory og samstarfsmenn hans til 30 ára, kvikmyndaframleiðand- inn Ishmail Merchant og rithöf- undurinn Ruth Prawer Jhabvala, hið ómissandi þriðja hjól undir vagni Merchants og Ivorys, tóku að sér verkið í samstarfi við Wolper. Saman hafa þau áður gert myndir á borð við Howard’s End, Remains of the Day og A Room With a View. Leikaravalið er ekki af verri endanum. Anthony Hopkins tók að sér hlutverk Picassos. „Það lá beint við að ráða Tony, Hann hafði réttu líkamsbygginguna auk þess að vera einn þessara fágætu leikara sem geta á sann- færandi hátt leikið snilling - og gert það vel.“ Leikarinn var sendur í ljós til að ná í sól- brúnku, var krúnurakaður og settar í augu hans dökkar lins- ur. Hann las allt sem hann komst yfír um Picasso og eftir undir- búninginn var hann bókstaflega eins og Picasso enda er hæfni mannsins tii þess að tileinka sér líkamsburði og -tjáningu annarra við brugðið. í hlutverki Frangoise þreytir breska sviðsleikkonan Natasha McElhone frumraun sína á hvíta tjaldinu. Julianne Moore, sem lék m.a. í Short Cuts og Assassins, fer með hlutverk hjákonunnar Dora Maar, Joss Ackland leikur Matisse og eðalleikkonan breska Joan Plowright leikur ömmu Fran?oise. Stórkostleg- ur leikari Það þarf ekki að fjölyrða um það að Anthony Hopkins er stórkostlegur leikari, um það vitnar leikur hans í 46 kvikmyndum, og 36 sjónvarpsmyndum, óskarsverð- laun fyrir leik í hlutverki Hannibals Lecters í mynd- inni Silence of the Lambs, óskarsverðlaunatilnefning fyrir hlutverk ráðsmannsins í Remains of the Day og riddaratignin sem Bretlandsdrottning sæmdi hann árið 1993. Þrjár bækur hafa verið skrifaðar um ævi leikar- ans. Hann leikur Picasso í myndinni um ástarævintýri málarans og Fran^oise Gilot og er það i annað skipti á skömmum tima sem hann Ieikur í mynd um ævi stór- mennis. Frammistaða hans í hlutverki hins smáða bandaríkjaforseta Richards M. Nixons er ógleymanleg. Sir Anthony Hopkins er nú á sextugasta aldursári og er enn að feta ótroðnar slóðir. í fyrra leikstýrði hann mynd í fyrsta skipti. Sú hét August og auk þess að leika þar aðalhlutverkið samdi leikarinn, sem er afbragðsgóður píanóleikari, alla tónlist fyrir myndina. Sir Anthony er fæddur í Port Talbot í Wales á gaml- ANTHONY Hopkins í gervi Picassos. ársdag árið 1937. Hann þótti tossi í skóla og var ein- rænn og ómannblendinn fram eftir aldri. 17 ára gam- all ákvað hann að leggja fyrir sig leiklist. Hann fékk inngöngu og námsstyrk í Ieiklistar- og tónlistarhá- skóla Wales í Cardiff og 24 ára gamall hlaut hann styrk til þess að nema í rómaðasta leiklistarskóla Breta, RADA. Þar hlaut hann verðlaun við útskrift og vann síðan sem sviðsleikari þar til hann árið 1967 réðst til þjóðleik- húss Breta og varð staðgengill Sir Laurence Oliviers. Sama ár lék hann I sinni fyrstu kvikmynd; fór með hlutverk Rikharðs ljónshjarta í The Lion in Winter og var tilnefndur til bresku kvikmyndaverðlaunanna, BAFTA. Glæsileg byrjun á ferli sem stundum hefur þó verið skrykkjóttur. Hopkins átti um tíma við heiftarlegan alkóhólisma að striða en hefur ekki drukkið síðan árið 1975. Það sama ár sló hann rækilega i gegn i Bandaríkjunum þegar hann lék á sviði hlutverk geðlæknisins í Equus. Framan af var Hopkins oft borinn saman við annan velskan stórleikara, Richard Burton, og þess vegna var það kaldhæðni örlaganna að Burton hreppti hlut- verkið í óskarsverðlaunamyndinni sem gerð var eftir leikritinu Equus. Anthony Hopkins hefur haldið tengslum sínum við leikhúsið, bæði á Bretlandseyjum og í Bandarikjunum auk þess að vera ótrúlega afkastamikill kvikmyndaleik- ari. Hann hefur nú unnið til allra verðlauna sem einn leikari getur sóst eftir og stendur á hæsta tindi sem skapgerðarleikari. Seinni árin, þ.e. eftir gerð stórmyndanna Silence of the Lambs, Remains of the Day og Legends óf the Fall er Hopkins fyrst kominn í röð stærstu kvikmynda- stjarna vestanhafs enda er hann nú fluttur vestur til Hollywood og nýtur sældarlífsins þar til hins ýtrasta og þeirra forréttinda sem staða hans veitir. Næst munu kvikmyndahúsagestir beija Hopkins augum í myndinni Bookworm þar sem hann leikur á móti Alec Baldwin. Einnig eru væntanlegar myndir um Jack the Ripper og svo ætlar Hopkins að leika hetjuna miklu Zorró, á efri árum í mynd sem sýnd verður á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.