Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 13 ERLENT Umræða um nas- istagull tendrar gyðingahatur Ásakanir um að sviss- neskir bankar liggi á svokölluðu nasistagulli hefur vakið ólgu í Sviss og hefur borið á fordóm- um í garð gyðinga. Anna Bjarnadóttir greinir frá umræðunni í Sviss um nasistagullið. SIGI Feigel, heiðursforseta Svissneska-ísraela bræðralagsins (Schweizer- ische Israelitische Ge- meindebund) í Ziirich, hafa borist 260 bréf á undanförnum vikum í sambandi við útistöður Svisslend- inga við gyðinga út af peningum sem fórnarlömb helfararinnar lögðu inn á svissneska banka og enn liggja þar. Bréfin eru frá Svisslend- ingum. Helmingur þeirra er jákvæð- ur í garð gyðinga en tónninn í hin- um er allt frá því að vera óvingjarn- legur upp í hreint gyðingahatur. „Hitler lét skrúfa of fljótt fyrir gaskranana," skrifar einn og Feigel hristir ráðalaus höfuðið yfír skoðun- um sumra landa sinna. Það hefur alltaf vottað fyrir gyð- ingahatri í Sviss. Nú hefur það fengið byr undir báða vængi. Feig- el kennir klaufaskap stjórnmála- manna og merkilegheitum banka- manna um: „Bankamennirnir héldu lengi vel að þeir gætu virt kröfur gyðinga að vettugi og sögðust ekki hræðast hótanir. Stjórnmálamenn áttuðu sig ekki á ástandinu fyrr en um seinan. Og Delamuraz er asni. Orð hans í áramótaviðtalinu voru meiriháttar mistök. Hann hefur sagst sjá eftir þeim svo við gleymum þvi.“ Sendiherra segir af sér Jean-Pascal Delamuraz, við- skiptaráðherra, sagði í áramótavið- tali að krafa „vissra hópa“ um 250 milljóna franka sjóð væri fjárkúg- un og kæmi ekki til greina. Enginn veit af hveiju ráðherrann nefndi þessa upphæð en hann dró líklega þá ályktun að bandarískir gyðingar væru að kúga fé út úr Sviss af skýrslu sem Carlo Jagmetti, sendi- herra Sviss í Washington, skrifaði fyrir jól. Orð Delamuraz hneyksl- uðu meiri hluta Svisslendinga og STOLNIR gullhringar í fangabúðum nasista í Buchenwald. J afnaðarmannaflokk- urinn fór fram á að hann segði af sér. Honum er kennt um að hafa opnað flóð- gáttir gyðingahaturs í landinu. Það búa um 18.000 gyðingar í Sviss. Flavio Cotti, utan- ríkisráðherra, var í forsæti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) á síð- asta ári og sinnti fáu öðru. Spennan milli Sviss og gyðinga með stuðningi Heimsráðs Gyðinga (World Jew- ish Congress) og Alfonse D’Amato, öldungadeildarþingmanns, jókst dag frá degi, án afskipta utanríkis- ráðuneytisins. Jagmetti skrifaði harðorða skýrslu i desember þar sem hann líkir ástandinu við stríð og segir það háð gegn óáreiðanleg- um mönnum. Skýrslunni var lekið og hluti úr henni birtur í Sonntags Zeitung. Orð Jagmettis, rifin úr samhengi, hljóma sem gyðinganíð. Hann taldi sig ekki geta gegnt embætti sendiherra sem skyldi eft- ir að skýrslan var birt og sagði af sér. Formaður borgarráðs New York lagði nýlega til að borgin hætti að eiga viðskipti við svissneska banka þangað til þeir brygðust við kröfum afkomenda helfararinnar. Tillagan verður væntanlega tekin fyrir í mars. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir svissneska banka ef Bandaríkjamenn hættu að eiga viðskipti við þá. Aðstoðarráðherra í bandaríska utanríkisráðuneytinu hefur fullyrt að Sviss- lendingar þurfi ekki að óttast það. Næturvörður hetja dagsins Gyðingar hafa lengi reynt að fá svissneska banka til að borga út peninga sem fórnardýr helfararinnar áttu. í fyrra var gerð leit að þessum peningum og þá fundust 40 milljónir franka á svokölluðum „eigendaiausum reikn- ingum“ sem voru opn- aðir á árunum 1933 til 1945 og hafa ekki ver- ið hreyfðir í 10 ár. Feigel segir að bankarnir hefðu átt að gera al- mennilega leit að þessum pening- um fyrir fimmtán til tuttugu árum: „Þeir hefðu kannski gert það ef reikningarnir væru kallaðir „blóð- peningar" eða eitthvað álíka. „Eig- endalausir reikningar“ hljómar svo sakleysislega." Margir álíta að mun meiri blóðpeningar leynist í svissneskum bönkum en bankarnir hafa gefið upp. Bankarnir skýldu sér lengi vel á bak við bankaleyndina í Sviss og sögðust ekkert geta aðhafst í mál- inu. Utanaðkomandi þrýstingur hefur orðið til þess að bankaleynd- inni hefur verið aflétt svo að nefnd virtra einstaklinga undir forsæti Paul Volckers, fv. bankastjóra bandaríska seðlabankans, geti farið yfir skjöl bankanna. Sérstakur um- boðsmaður hefur einnig verið ráð- inn til að leita að reikningum sem einstaklingar telja ættingja hafa opnað í Sviss á nasistaárunum. Jean-Pascal Delamuraz STARFSM AÐUR þýska seðlabankans telur gullstangir. Myndin var tekin í Berlín árið 1941. Traustið á bönkunum jókst ekki þegar það fréttist að skjalavörður og sagnfræðingur Schweizerische Bankgesellschaft, stærsta banka Sviss, hefði látið eyðileggja stóran bunka af skjölum frá fjórða ára- tugnum áður en fulltrúar Volckers- nefndarinnar fengu að skoða skjöl- in. Næturvörður í bankanum kom hluta skjalanna undan. Christoph Meili, þrítugur fyrr- verandi tölvumaður og tveggja barna faðir, hafði starfað í rúmt ár hjá bankanum þegar hann rakst á hrúgu af bréfatætlum á eftirlits- för um bakann um miðjan janúar. Við hlið tætarans biðu bækur og blöð, sem átti að eyðileggja. Meili sá að þetta voru skjöl varðandi fasteignaviðskipti og fjárnám á stríðsárunum og ákvað að forða þeim frá eyðileggingu. Hann tók þau heim með sér í plastpoka og faldi nokkur undir úlpunni. Hann afhenti ísraelska menningarfélag- inu í Ziirich gögnin og fékk lof mannréttindahreyfingarinnar Anti-Defamation League of B’nai B’rith fyrir. Samtökin stofnuðu 50.000 franka (2,4 milljónir ís- lenskra króna) sjóð fyrir Meili hjá tveimur næst stærstu bönkum Sviss. Hann getur notað sjóðinn fyrir lögfræðikostnaði eða til fram- færslu fái hann ekki aðra vinnu. Bankinn hefur kært hann fyrir þjófnað og hann hefur kært banka- stjórann fyrir ærumeiðingar. Skjalaverðinum hefur verið veitt leyfi frá störfum. Bankinn fullyrðir að skjölin hafi ekki tengst eigenda- lausum reikningum á nokkurn hátt. Volcker hefur nú fyrirskipað að rannsakað verði hvaða reglur gildi hjá bönkum í Sviss um eyðilegg- ingu skjala. Hann kvaðst vilja tryggja að nefnd sín gæti rannsak- að skrár svissneskra banka í þaula. Sjóður í minningu helfararinnar Forystumenn í banka- og við- skiptalifinu eru nú sammála um að það sé rétt að stofna sjóð fyrir afkomendur fórnarlamba helfarar- innar. Klaus Urner, sagnfræðipró- fessor við ETH í Zurich, lagði til í haust að sett yrði á fót stofnun sem myndi styðja fórnardýr helfar- arinnar og afkomendur þeirra og halda minningunni um helförina á loft. Urner telur rétt að ríkið veiti 250 milljónir franka í þessa stofn- un en það jafngildir ágóðanum sem seðlabankinn í Sviss hafði af gull- verslun við Þýskaland á stríðsárun- um. Svisslendingar hafa verið knúnir til að horfast í augu við fortíðina og rifja upp stríðsárin. Gagnrýni margra er hörð og stundum mætti halda að Svisslendingar væru jafn sekir og Þjóðveijar. Urner segir að það verði að dæma hlutina með tilliti til ástandsins sem ríkti. Hann fagnar því að sérstök nefnd sagn- fræðinga hefur verið skipuð til að fara ofan í saumana á viðskipta- hlið stríðsáranna: „Það þarf að rannsaka hvað Svisslendingar gerðu til að lifa stríðsárin af og hvað þeir gerðu í gróðaskyni." Hann sagði að stjórnmálamenn hefðu áttað sig of seint á vandan- um. „Það hefði átt að samþykkja strax að stofna minningarsjóð um helförina," segir Urner. „Það er nógu mikið vitað um fortíð Sviss til að slíkur sjóður eigi rétt á sér.“ 26. mars - 9. apríl Albir er nýr áfangastaður Samvinnuferða - Landsýnar ekki langtfrá Benidorm. Umhverfið er gullfallegt, staður- inn býr yfir ævintýraljóma og býður upp á allt það sem finna má í sólarparadís. Þarna ríkir friðsæld og mannlífið er fjölskrúðugt en Albir er í næsta nágrenni við listamannaþorpið Altea. SamvliniufeFðir-Liiiiúsýii Albir Garden, staðgreitt á mann, tveir saman f íbúð með einu svefnherbergi 49.430 Albir Garden, staðgreitt á mann, fjórir saman, tveir fuliorðnir og tvö börn (2-11 ára) í íbúð með einu svefnherbergi 38.740 * Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn óg skattar. Reykjavík: Austurstrætl 12 • S. 569 1010 • Sfmbréf 552 7796 og 569 1095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 5691070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbrél 562 2460 Halnartjóríur: Bæ)arhrauni 14 • S. 565 1155 • Símbréf 565 5355 Keflavfk: Hafnargðtu 35• S. 421 3400• Slmbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386• Símbréf 431 1195 ■■■■ 0ATLAS & ísafjörður: Hafnarstræti 7 • S. 456 5390 • Símbréf 456 5392 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Símbréf 461 1035 ^UROOARD Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Símbréf 481 2792 Einnlg umboðsmenn um land allt L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.