Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR
G UÐJÓNSSON
+ HaUdór Guð-
jónsson fæddist
í Smádalakoti í Flóa
í Árnessýslu 30.
apríl 1895. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir í
Reykjavík 30. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðjón bóndi
í Sölvholti og Bitru
í Flóa, Guðnasonar
bónda í Brandshús-
um í Gaulveijabæj-
arhreppi, Jónsson-
ar, og kona hans
Halldóra Halldórsdóttir bónda
á Dísastöðum í Flóa, Magnús-
sonar. Alsystkini hans voru Sig-
ríður og Guðni, en hálfsystkini
Guðrún, Bryngeir og Guð-
mundur Guðjónsbörn, og lifir
Guðmundur bróður sinn.
Hinn 10. febr. 1922 kvæntist
Halldór Svövu Jónsdóttur al-
þingismanns á Haukagili í
Stafholtstungum í Mýrasýslu,
Sigurðssonar. Þau skildu. Barn
þeirra er Sigurður Guðni, raf-
magnsverkfræðingur í
Garðabæ, f. 13. apríl 1923,
kvæntur^ Sigrúnu Magnúsdótt-
ur frá Árnagerði í Fljótshlíð
sem er látin. Börn þeirra eru
Magnús hagfræðingur, Hall-
dór verkfræðingur, Sigrún
reiðkennarí, Svava meina-
tæknir og Sigurður mat-
reiðslumaður, öll búsett í
Garðabæ. Halldór
kvæntist Kristrúnu
Jónsdóttur kennara
28. sept. 1932. Þau
skildu. Hinn 7. des.
1940 kvæntist hann
Elinu Sigríði Jakobs-
dóttur bónda á Litla-
Ósi í Miðfirði í Húna-
vatnssýslu, Þórðar-
sonar, og Helgu Guð-
mundsdóttur, og lifir
hún mann sinn. Börn
þeirra eru Ragnar
Ingi, tækniteiknarí,
f. 17. janúar 1941,
d. 8. nóvember 1995,
og Halldóra Margrét, fram-
haldsskólakennarí í Reykjavík,
f. 15. desember 1942. Ragnar
Ingi var kvæntur Áse M. Sandal
Halldorsson, frá Noregi. Þau
skildu. Börn þeirra eru Torbjorg
Elín, kennari og Halldór Ingi,
framkvæmdastjóri, bæði búsett
í Noregi. Síðar eignaðist Ragnar
tvö börn, Liyu Dís og Bjartmar,
með Stellu Eiríksdóttur. Ilall-
dóra Margrét er gift Heiðari Þ.
Hallgrímssyni, verkfræðingi.
Börn þeirra eru Heiðrún Gréta,
fiðluleikarí, búsett í Þýskalandi,
Þorkell líffræðingur í Reykjavík
og Elín Hrund, menntaskóla-
nemi. Barnabarnabörn Halldórs
eru nú 13 talsins og barnabarna-
barnabörn tvö.
Halldór stundaði nám í Kvöld-
skóla Ásmundar Gestssonar í
Reykjavík, 1915-1917, tók síðan
Það er með hrærðum huga en
ljúfu geði sem ég minnist hér
tengdaföður míns og vinar, Hall-
* dórs Guðjónssonar, er kvaddur
verður á morgun að loknu nærri
102 ára æviskeiði. Leiðir okkar
hafa legið saman á þriðjungi þessa
langa tíma, allt frá því að við tengd-
umst íjölskylduböndum. Á þeim
tíma var Halldór að Ijúka farsælli
starfsævi sinni, fyrst sem kennari
og síðar skólastjóri bæði bamaskól-
ans og iðnskólans í Eyjum. Eftir
að hafa lokið starfsskyldu sinni þar
árið 1955 fluttist hann hingað til
Reykjavíkur og vann fyrir Fjár-
málaeftirlit skóla og við uppmæl-
ingar fyrir Múrarafélag Reykjavík-
ur, allt til þess er hann missti snögg-
lega sjón að miklu leyti upp úr sjö-
tugu.
Þær eru ótrúlegar breytingamar
sem orðið hafa hér á landi frá því
að lítill drengur steig sín fyrstu
spor í Flóanum á síðasta áratug
19. aldar. Þá var landið nær veg-
og hafnlaust. Enginn sími og mest-
öll þjóðin bjó í moldarhreysum. Þá
var enn hálf öld í að kaupstaðurinn
Selfoss tæki að myndast á uppvaxt-
arslóðum hans. Hann fæddist ári
áður en jarðskjálftamir miklu
dundu yfír, en aldarafmælis þeirra
var minnst á s.l. ári. Úti í hinum
stóra heimi var verið að fínna upp
kvikmyndir, en fyrsta flugvél heims
hóf sig ekki á loft fyrr en Halldór
var orðinn átta ára og fyrsti bfllinn
kom til Reykjavikur ári síðar. Þjóð-
in bjó við grútartýrur í stað rafljósa.
Hin harðduglega og hugsjóna-
ríka kynslóð sem spratt úr grasi
um síðustu aldamót átti því mikið
verk fyrir höndum og þar lá Hall-
dór ekki á liði sínu. Hann ólst upp
f Flóanum og fylgdi móður sinni
eftir að foreldrar hans slitu samvist-
um. Frá tíu ára aldri fór hann að
vinna fyrir sér á ýmsum bæjum þar
um slóðir og vann þar öll sveita-
störf unglinga sem þá tíðkuðust og
síðar almenna kaupa- og vinnu-
mennsku. Hann átti seinna eftir
' kynnast hinum Qölbreyttustu störf-
um, var m.a. formaður á opnum
báti sem reri frá Bakkafirði, var
hrossagæslumaður á stórbúi Thors
Jensens í Bjamarhöfn, en þar hljóp
hann einnig undir bagga með sr.
Ásmundi Guðmundssyni, síðar bisk-
upi, og varð organisti hans og einn-
ig meðhjálpari í forföllum. Halldór
minntist oft á að hann ætti sr.
Ásmundi að þakka að hann fór á
Kennaraskólann. Að loknu námi í
Kvöldskóia Ásmundar Gestssonar
hafði hann nokkru áður tekið próf
upp í 2. bekk Verslunarskólans, og
ætlaði sér starfsvettvang á sviði
verslunar og viðskipta, en Spænska
veikin 1918 og efnaleysi gerðu þau
áform að engu. Sr. Ásmundur, með
tilstyrk Magnúsar Helgasonar
frænda síns, skólastjóra Kennara-
skólans, gerði Halldóri kleift að
heija nám við skólann og taldi hann
það æ síðan hafa verið eitt mesta
gæfuspor lífs síns. Halldór lauk al-
mennu kennaraprófí ásamt söng-
kennaraprófí frá Kennaraskólanum
árið 1921. Hann tók jafnframt próf
í tónfræði gegnum danskan bréfa-
skóla. Á skólaárunum sá Halldór
um undirleik við morgunhelgi-
stundir, sem þá voru fastur liður á
stundaskránni. Hann var ágætur
nemandi og gat sér sérstakt orð í
skólanum fyrir fæmi sína í stærð-
fræði. Halldór minntist oft með sér-
stakri virðingu og hlýju Ásgeirs
Ásgeirssonar, síðar forseta íslands,
sem þá kenndi við Kennaraskólann.
„Aldrei að skipa fyrir, alltaf að
biðja," var setning sem Halldór
hafði oft eftir Ásgeiri og segja má
að einkennt hafí skólasijómarlist
hans síðar. Löngu seinna áttu örlög-
in eftir að haga því svo til að þeir
eignuðust sameiginlegan afkom-
anda f fímmta ættlið.
Að loknu kennaraprófi gerðist
Halldór kennari og síðar skólasfjóri
Bamaskólans í Vestmannaeyjum.
Hann tók einnig að sér stjóm Kvöld-
skóla iðnaðarmanna, kenndi á org-
el, og stærðfræði kenndi hann
mörgum nemendum sem hugðu á
framhaldsnám.
Halldór var maður friðsemdar og
sanngimi, var einarður en laus við
þrætugimi. Hann sat eitt kjörtíma-
bil í bæjarsijóm Vestmannaeyja en
felldi sig ekki við flokksaga og
hömlur á sjálfstæðum skoðunum
sem honum fannst fylgja stjómmál-
unum og dró sig út úr þeim. Hann
bar hag æskunnar og fleiri þjóð-
þrifamál fyrir bijósti og átti til að
láta í sér heyra ef honum fannst
þessi mál fyrir borð borin. Margir
muna enn þegar hann gagnrýndi
opinberlega eitt af höfuðskáldum
þjóðarinnar fyrir einkastafsetningu
sína, og taldi að slík sérviska gæti
lagt steina í götu réttritunarkennslu
í bamaskólum. Halldór gegndi §öl-
próf upp í 2. bekk Verslunar-
skólans, en aðstæður komu i
veg fyrir nám þar. Hann lauk
námi frá Kennaraskólanum
1921 og dvaldist við nám í Dan-
mörku 1928. Halldór var kenn-
arí við Bamaskólann í Vest-
mannaeyjum 1921-1939, skóla-
stjóri þar 1939-1956, kennarí
við Unglingaskóla Vestmanna-
eyja 1921- 1924, skólastjórí
Kvöldskóla iðnaðarmanna í
Vestmannaeyjum 1932-1955,
bæjarfulltrúi 1922-1925, bæjar-
gjaldkeri 1923-1930, í yfir-
skattanefnd oftast 1933-1956,
endurskoðandi hafnarsjóðs
1933-1936, sjúkrahúss 1937-
1945, sparisjóðs 1943-1947.
Eftir að hann fluttist til
Reykjavíkur 1955 vann hann
ýmis skrifstofustörf meðan sjón
hans entist og var aðstoðarmað-
ur í Fj ármálaeftirliti skóla frá
1959. Einnig vann hann þá við
útreikninga fyrir Múrarafélag
Reykjavíkur. Halldór var í
stjóm Kennarafélags Vest-
mannaeyja frá stofnun 1921 og
formaður eftir að það varð að
Stéttarfélagi bamakennara í
Vestmannaeyjum, 1933-1939 og
rítarí Rauðakrossdeildar frá
stofnun 1940 til 1950. Halldór
var stofnfélagi og heiðursfélagi
Karlakórs Vestmannaeyja,
stofnfélagi Bridgefélags Vest-
mannaeyja, sem hann tók mik-
inn þátt í og félagi í Oddfellow-
stúkunni Heijólfi nr. 4 og var
er yfír lauk elsti Oddfellow-
félagi landsins.
Útför Halldórs fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 10. febrúar, og
hefst athöfnin klukkan. 13.30.
mörgum trúnaðarstörfum fyrir bæj-
arfélag sitt. Fjölhæfni hans var
mikil bæði í starfi og tómstundum.
Hann söng og orti vísur og ljóð.
Hann byggði sjálfur tvö hús í Eyj-
um, hafði húsgagnasmíði að tóm-
stundagamni, var félagi í Odd-
fellow-reglunni, liðtækur skákmað-
ur og margfaldur bridsmeistari.
Síðast nefnda íþróttin átti eftir að
vera hans besta skemmtun fram til
hins síðasta.
Halldór gekk ekki í bamaskóla
frekar en margir af hans kynslóð
en menntaðist mikið með sjálfsnámi
og aðstoð móður sinnar. Hún var
Halldóri mjög kær og samband
þeirra náið. Ungur að aldri var
hann farinn að hjálpa henni að
skrifa utan á bréf til ættingja í
Kanada. Gamla almanakið varð
honum notadrjúgt við að læra und-
irstöðuatriði reikningslistarinnar.
Halldór lærði ógrynni af ljóðum og
sálmum utan að og kunni m.a. öll
Hávamál. Þessi fjársjóður reyndist
honum notadijúgur síðar á lífsleið-
inni.
Halldór var alla tíð nokkuð
heilsuhraustur, að undanskildum
magakvilla, sem hrjáði hann frá
þrítugsaldri. Hann sagði að sú
reynsla hefði kennt sér hófsemi í
mat og diykk, sem ætti eflaust ein-
hvem þátt í langlífi sínu, en hann
var þó alls enginn öfgamaður í þess-
um efnum fremur en öðram. Hall-
dór átti góðri heilsu og ágætri
umhyggju Elínar tengdamóður
minnar það að þakka að hann gat
dvalist á heimili þeirra allt fram á
síðasta ævimánuðinn, nú síðast í
Hraunbæ 103. Það var einkenn-
andi í fari Halldórs hve lund hans
var létt og hugurinn skýr. Hann
var sérlega ljúfur í umgengni, þakk-
látur fyrir allt sem fyrir hann var
gert. Síðustu 30 ár ævinnar var
hann blindur á öðra auga og með
mjög skerta sjón á hinu. Hann tók
þessari fötlun af mikilli geðprýði
og kvartaði aldrei. Sjón hans rétt
nægði til að sjá á spil við góða lýs-
ingu og allt fram til nýliðins nóv-
embermánaðar spilaði hann brids
að jafnaði Qóram sinnum í viku,
flóra tíma í senn, síðustu árin í
Félagsmiðstöðinni í Hraunbæ 105.
Sumir spilafélagar hans þar vora
gamlir nemendur hans úr Eyjum.
Þrátt fyrir háan aldur var hann
eftirsóttur spilamaður og var sem
hann sæi alla spilaleguna í hugan-
um eftir að vera búinn að rýna í
spilin í upphafi. Síðasta spilið spil-
aði hann á Eir tíu dögum fyrir and-
látið, sagði djarflega þijú grönd sem
stóðu.
Frá því í nóvember s.l. þurfti
Halldór að dveljast tvívegis á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur um tíma
vegna veikinda og ljóst var að þrótt-
urinn var farinn að dvína. Nú fyrir
jólin þegar við spurðum hann eitt
sinn hvort hann vildi ekki stytta
stundir með því að hlusta á útvarp-
ið svaraði hann: „Það er alveg
óþarfí, ég er að skemmta mér við
að hafa yfir ljóð í huganum". í þau
fáu skipti sem hann þurfti að dvelj-
ast á sjúkrahúsum og hjúkranar-
heimilum á sinni löngu ævi kom-
umst við hjónin ekki hjá því að taka
eftir hve hlýtt starfsfólki var til
hans og má segja að það hafi borið
hann á höndum sér. Viljum við
þakka starfsfólki á viðkomandi
stofnunum sérstaklega fyrir ágæta
umönnun Halldórs. Um miðjan jan-
úar fór Halldór á Hjúkranarheimilið
Eir til að jafna sig eftir fyrmefnd
veikindi, en fékk þar inflúensu og
síðan lungnabólgu. Hann virtist
samt ætla að ná sér og orðinn hita-
laus sfðasta ævidaginn, en kraftam-
ir þormir. Hugsunin var þó skýr
fram á síðustu stund. Hann hafði
alla tíð verið mjög trúaður maður
og hræddist ekki dauðann. Hann
sagði við okkur hjónin síðasta
kvöldið að nú vildi hann fá að kveðja
þennan heim. Honum varð að ósk
sinni og lést í svefni þá um nóttina.
Andlit hans látins lýsti þeim innri
frið og ró, sem einkennt hafði hann
í lifanda lífi. Guð blessi minningu
Halldórs Guðjónssonar.
Heiðar Þ. Hallgrímsson.
Með þessum orðum viljum við
minnast afa okkar Halldórs Guð-
jónssonar. Nú er hann farinn á fund
Sankti Péturs, en afí hafði undrast
það síðustu misserin hve lengi hlið-
vörðurinn ætlaði að draga það að
kalla hann til sín.
Þrátt fyrir háan aldur var afi
ætíð ungur í anda og fylgdist vel
með því sem var að gerast í kring-
um hann. Hann hlustaði alltaf á
fréttir, mætti á kjörstað fyrstur
manna, fylgdist með heimsmeist-
arakeppni í handbolta og lagði á
sig að smakka nýmóðins rétti eins
og pizzu, þegar hann var hundrað
ára. Við það tækifæri kvað hann
réttinn ágætan, en bætti því við að
þetta myndi hann aldrei smakka
aftur. Afi sýndi okkur alltaf mikinn
áhuga og spurði iðulega um gengi
okkar í námi og starfí. Þrátt fyrir
mikinn aldursmún var hann okkur
ávallt sem félagi og gaf okkur góð
ráð varðandi flesta þá hluti sem
ungt fólk á við að glíma. Þegar
hann talaði vora orð hans sett fram
af mikilli speki og stóð hann oft
upp og lagðist fram á stafínn til
þess að undirstrika orð sín. Hann
var mjög hagmæltur og fengum við
aldrei afmæliskort frá honum án
þess að ljóð fylgdi.
Afí lék stórt hlutverk í lífi okkar
og erfítt er að ímynda sér tilverana
án hans. Við þökkum fyrir þær
mörgu stundir sem við áttum saman
og minnumst afa með hans eigin
ljóðlínum.
Falla greinar smátt og smátt
síðla á ævikveldi.
Eg mun fylgja eftír brátt
inn í dauðans veldi.
Ef til vill mér auðnast má
áður brostin kynni
í nýju landi og ljósi sjá
ljóma í eilífðinni.
Guð blessi afa okkar.
Elín Hrund, Þorkell
og Helðrún.
Nú, þegar Halldór Guðjónsson
fyrrverandi skólastjóri í Vest-
mannaeyjum er kvaddur hinsta
sinni, langar mig að minnast hans
nokkram orðum.
Það var fyrir hartnær 60 árum
að fundum okkar Halldórs bar fyrst
saman. Ég var þá unglingur ný-
fluttur til Vestmannaeyja og hafði
ekki hlotið aðra menntun en venju-
legt bamaskólanám. Á þeim árum
stundaði ég sjómennsku, en þar eð
ég fann að mér hentaði ekki að
gera það þjóðnytjastarf að ævi-
starfi, ákvað ég að leita fyrir mér
á öðram vettvangi og reyna að afla
mér meiri menntunar. Stundaði ég
því um skeið nám í kvöldskóla iðn-
aðarmanna í Eyjum, sem Halldór
veitti þá forstöðu og að því námi
loknu hóf ég nám í Kennaraskólan-
um haustið 1939, sömu dagana og
allt var að fara í bál og brand úti
í hinum stóra heimi. En því minnist
ég á þetta byijunarnám mitt í Eyj-
um, að ég tel, að það hafí ekki
hvað síst verið að þakka þeirri
fræðslu, sem ég fékk þar og sem
Halldór og samkennarar hans veittu
mér, að mér auðnaðist að komast
í Kennaraskólann og stunda þar
nám næstu árin. Eftir það var ævi-
braut mín að veralegu leyti mörkuð
og kennsla bama og unglinga varð
síðan mitt aðalstarf.
Að loknu námi í Kennaraskólan-
um vorið 1942 lá leið mín aftur til
Vestmannaeyja. Gerðist ég þá
kennari við bamaskólann og iðn-
skólann, en Halldór var um þær
mundir skólastjóri þeirra beggja.
Ég minnist með gleði þeirra ára,
er ég starfaði þar undir hans stjóm
og samstarfsins með ýmsum ungum
og áhugasömum kennuram, en
margpr þeirra era nú horfnir af sjón-
arsviðinu. Lærdómsríkt var að
starfa með mörgum þeirra, ekki
síst skólastjóranum, sem stjórnaði
starfínu af festu og réttsýni, en
jafnframt sanngimi og tillitssemi
gagnvart kennuram og nemendum.
Sérstaklega era mér minnisstæðar
ræður þær, sem Halldór flutti við
skólasetningu og skólaslit ár hvert.
Voru þær ávallt vel samdar og
sköralega fluttar og höfðu að
geyma heilræði og viturlegar
ábendingar hins reynda og hollráða
skólamanns. Hygg ég, að mörgum,
sem á þær hlýddu, hafi orðið margt
í þeim minnisstætt og lærdómsríkt.
Stundum er á orði haft, að kenn-
arastarfíð sé heldur lítils metið af
þjóðfélaginu og það skipi ekki þann
virðingarsess með þjóðinni sem vera
ætti. Víst er það staðreynd, að
mörg önnur störf hafa lengst af
verið betur launuð en kennarastarf-
ið og fáir munu ríkir verða af því
starfí einu. En til era þeir menn,
og hafa ávallt verið, sem meta ann-
að í lífínu meira en þau verðmæti
ein, sem mölur og ryð fær grand-
að. Þannig var ýmsum þeim farið
fyrr á öldinni, sem kusu að gerast
kennarar og beittu áhrifum sínum
og orku til mennta og menningar
íslenskum æskulýð, oft við erfíðar
aðstæður og léleg launakjör. Segja
má, að þeir hafí stundað kennslu-
starfíð af hugsjón og löngun til
þess að uppfraeða æsku landsins,
en minna hugsað um launin. Við-
horf þeirra hefur e.t.v. ekki verið
ósvipað þeirri hugsun er fram kem-
ur í orðum Klettafjallaskáldsins:
„að hugsa ekki í árum, en öldum,
að alheimta ei daglaun að kvöldum."
Þeim mönnum, sem þannig
hugsuðu og störfuðu, á þjóðin vissu-
lega þakkarskuld að gjalda.
Halldór Guðjónsson var einn
þeirra ungu manna, sem í byijun
aldarinnar lögðu út á þá erfiðu
braut, sem kennarastarfíð er, og
rækti það ávallt með sóma. Ég
hygg, að um kennslustörf hans og
skólastjóm megi með sanni segja,
að þar var að verki maður, sem
kunni réttu tökin og skilaði góðu
ævistarfí.
Þegar Halldór Guðjónsson var
75 ára, komst hann svo að orði í
ræðu, sem hann flutti við það tæki-
færi, að hann teldi sig hafa verið
gæfusaman í lífínu. Það hygg ég
að sé sannmæli. Lífíð var honum
að mörgu leyti gott. Ungum auðn-
aðist honum að bijótast úr fátækt
og afla sér staðgóðrar menntunar
af eigin rammleik. Um langt árabil
gegndi hann merku starfi, sem hon-
um fórst einkar vel úr hendi og
naut trausts og virðingar samborg-
ara sinna, enda vora honum falin
mörg trúnaðarstörf í þágu byggðar-
lagsins. Hann átti skemmtilegt