Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR YKKAR skál, bestu kúnnar ÁTVR. Ráðherra afhentar tillög- ur námsmanna um LIN SAMSTARFSNEFND náms- mannahreyfinganna afhenti menntamálaráðherra á föstudag tillögur og hugmyndir námsmanna um breytingar á lögum um Lána- sjóð íslenskra námsmanna. Nefnd, skipuð tveimur fulltrúum hvors stjómarflokks og einum full- trúa námsmanna, sem vann að endurskoðun laga og reglna sjóðs- ins var lögð niður 6. janúar sl. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra taldi ljóst að nefndin myndi ekki ná lengra í störfum sínum en óskaði eftir skriflegum tillögum námsmanna. Unnið er að samningu frum- varps til nýrra laga um LÍN í menntamálaráðuneytinu á grund- velli samkomulags stjómarflokk- anna frá því fyrir jól, en að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, for- manns Stúdentaráðs Háskóla Is- lands, telja námsmenn mikilvægt að þeir komi áfram með beinum hætti að samningu fmmvarpsins. Meðal þess sem námsmennimir leggja tii er að teknar verði upp Telja mikilvægt að námsmenn komi að samningu nýs frumvarps samtímagreiðslur námslána og að endurgreiðslubyrði lánanna verði lækkuð í 3,75% en það er sama prósenta og á árabilinu 1982-1992. Eins og reglumar em nú er endur- greiðsluhlutfallið 5% fyrstu fímm árin og 7% eftir það. Lagt er til að ábyrgðarmannakerfið verði lagt af, þar sem sýnt þykir að það geti brotið gegn jafnrétti til náms. Enn- fremur leggja námsmenn til að Alþingi lögfesti til hvaða þátta skuli litið varðandi gmnnfram- færslu. „Við fórum af stað með það markmið, sem endurskoðunar- nefndin hafði reyndar líka sett sér, að gera Iögin öll ítarlegri og fyllri. Nú er t.d. mjög rúmt valdsframsal í lögunum þannig að nánast allar efnisheimildir um útlánareglurnar em annaðhvort í reglugerð eða úthlutunarreglum sjóðsstjómar. Við viljum færa þetta allt inn í lagatextann, þar sem við teljum eðlilegt að það sé Alþingi sem taki afstöðu til réttinda námsmanna en ekki framkvæmdavaldið og stjómir sem heyra undir það,“ segir Vil- hjálmur. Þarf að koma á sátt um LÍN Hann segir endurskoðunar- nefndina eingöngu hafa lokið við að fara yfír um helming þeirra mála sem hún ætlaði að skoða og því hafi hann áhyggjur af því að sjónarmið námsmanna fái ekki að njóta sín við samningu frumvarps- ins. „Það þarf að koma á sátt um LÍN. Það gengur ekki að sjóðurinn sé sífellt bitbein milli námsmanna og stjórnvalda og sífellt sé verið að hræra í þessari löggjöf, vegna þess að hún varðar framtíðará- kvarðanir manna og framtíðarráð- stafanir þeirra.“ I tilefni bolludagsins bjóðum við rjúkandi kaffi og rjómabollur með ekta rjóma á aðeins 90 kh föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag. Verði ykkur að góðu. VcitinsaHtadur Þorst- látir þjófar BROTIST var inn í veitinga- húsið Lauga-Ás og virtust þjófarnir hafa mestan áhuga á áfengi, ef mið er tekið af feng þeirra. Þjófarnir hafa gimst allar tegundir því þeir tóku 23 flöskur af sterku áfengi, 70 flöskur af léttvíni og tvo kassa af bjór, auk skiptimyntar, geisladiska og ýmissa smærri muna. Astand og horfur í Kínaveldi Lítilla breytinga aö vænta við fráfall Dengs ASTAND og horfur í Kína voru um- fjöllunarefni norska prófessorins og Kínafræðingsins Borge Bakken í fyrirlestri á málþingi um samskipti íslands og Kína í Perlunni í fyrradag. Bakken var spurður að því hvort Kína væri miðstýrt harðstjórn- arríki. „Nei það er rangt, Kína er ekki miðstýrt risaveldi þar sem allt er ákveðið af yfirvöldum. Miklu fremur ber að skoða sam- félagið neðan frá. Þá koma í ljós mörg ólík kerfí, fjöldi sérstæðra gangverka sem hvert hef- ur sitt hlutverk. Á það við um bæði efnahagslíf- ið, stjórnmálin og daglegt líf. Það er firra að halda, að allt miði í eina átt, allir breyti samkvæmt einni ákveðinni línu. Kínveijar em miklir einstaklingshyggjumenn og búa við vef persónulegra tengsla þar sem kaupin á Eyrinni ákvarðast. Vel má vera að þeir búi við strangar reglur, boð og bönn, en þau virka alls ekki eins og ætia mætti. í sveitunum ganga bændur til dæmis út frá því við- miði að himininn sé hár og keisar- inn langt í burtu. Þeir fara því sínu fram sem ekkert sé. Efna- hagsumbæturnar hafa leitt til þess að miðstýringin er farin að molna. Að vísu freista yfírvöld þess í auknum mæli að herða tökin. Kínveijum gremst þegar Vesturlönd reyna að segja þeim fyrir verkum. Þeir bregðast hart við því og sækja þá styrk í þá vitneskju sína að Kína verði fyrr en seinna eitt öflugasta iðnveldi heims. Það má alls ekki einangra Kínveija." - Hvers vegna ekki? „Vesturlöndum ber miklu fremur að eiga við þá samstarf, útskúfun gæti miklu fremur stuðlað að atburðum á borð við þá er lýðræðishreyfíngin var brot- in á bak aftur í júní 1989 og umbótum seinkaði um mörg ár. Vegna svæðaskiptingar felst vandi umbóta að hluta til í upplýs- ingavanda, óskýru forræði ráðu- neyta, óformlegri ákvarðanatöku og ekki síst spillingu. Óhætt er þó að segja að efnahagsumbætur hafi skilað miklum árangri. Með tilliti til þess að pólitískar og fé- lagslegar umbætur skiluðu eng- um efnahagslegum árangri í Rússlandi ákváðu Kín- ---------- veijar að fara þveröf- ugt að en Rússar. Ein- beittu þeir sér að efna- hagsumbótum, létu ______________ pólitískar og félags- “ legar umbætur mæta afgangi. Stöðugleiki hefur því haldist í þjóðfélaginu og er hann ásamt hagvextinum grundvöllur ríkis- stjórnarinnar. Kínveijar bregðast hart við þegar fundið er að ástandi mann- réttindamála hjá þeim. Þeir telja Börge Bakken ► Norðmaðurinn Börge Bakken er prófessor við Nor- rænu rannsóknarstofnunina í Asíufræðum í Kaupmanna- höfn. Hann fæddist 15. maí 1951 í Þrándheimi og lauk mastersprófi í félagsfræðum frá Óslóarháskóla 1975 og lauk doktorsprófi frá sama skóla 1988. í millitíðinni stundaði hann m.a. nám og rannsóknir í Kína. Hann hefur starfað tímabundið við háskóla og rannsóknastofnanir í Asíu- fræðum víða um heim. Herinn áfram um að efla umbætur sem pólitísk réttindi eða frelsi til að stofna samtök og efna til fundarhalda o.s.frv., heldur einn- ig sem félags- og efnahagsleg réttindi. Á það síðasttalda leggja Kínveijar áherslu við önnur ríki og segja að með ofuráherslu á stjórnmálaréttindi reyni Vestur- lönd að þröngva upp á þá allt annarri menningu en þeir eigi að venjast. Að mörgu leyti hefur átt sér stað afturför hvað félagsleg rétt- indi varðar, t.a.m. hefur réttur til verkfalla nýlega verið afnuminn. Vestræn ríki og fyrirtæki gætu vissulega lagt sitt af mörkum til þess að bæta stöðu kínversks vinnuafls með því að skilyrða við- skiptasamninga sína og fjárfest- ingar sínar í landinu með hags- muni þess í huga. Það gæti hent- að langtímahagsmunum fyrir- tækja betur að huga að slíku fremur en hugsa um að hámarka arð sinn af ódýru vinnuafli.“ - Munu umbætur í átt til auk- ins markaðskerfis stuðla að lýö- ræðisumbótum í Kína? „Nei, samband þarf ekki endilega vera á milli efnahagsumbóta og lýðræðisumbóta. Kínveijar gætu náð miklum árangri af markaðsumbótum án þess að auka lýðréttindi. Eina vonin felst í því, að öll forsjá og stjómun er erfíðari þar sem markaðsfrelsi ríkir.“ - En hvað gerist eftir að Deng Xiaoping fellur frá? „Það getur auðvitað allt gerst, hagvöxtinn skipta þjóðina meiru ég hallast þó heist að því að breyt- en ýmis pólitísk eða félagsleg ingarnar verði ekki miklar við réttindi. Með áframhaldandi efna- fráfall hans. Umbætumar munu hagsþróun má ætla að umbætur halda áfram. í mesta lagi verða fylgi á öðrum sviðum samfélags- átök í kommúnistaflokknum milli ins.“ fylkinga um hraða umbóta og - Sérðu fyrir þér pólitískar og ómögulegt að segja hveijir ná félagslegar umbætur? yfirhöndinni; fijálslyndari öfl eða „Ekki í náinni framtíð. í mann- afturhald. Það eina sem g;erist er réttindasáttmála SÞ eru mann- að það verður heljarmikil útför réttindi ekki einungis skilgreind þegar hann deyr.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.