Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 37 sem öllum var veitt af rausn. Katr- ín, kona Hallgríms, tók svo við þess- ari afgreiðslu og sinnir henni enn. Það var oft margt um manninn á Skálanesi haust og vor þegar eyja- bændur voru að flytja féð milli lands og eyja. Oft gat það tekið nokkra daga á haustin. Þá komu þeir í land til að smala og þurftu stundum að bíða í nokkra daga eftir leiði út. Mótorbátur dró íjárbátana og ekki var hægt að fara mema í góðu veðri. Þá sváfu stundum um 20 manns í hlöðunni. Við krakkamir vorum heldur betur send í berjamó, það besta sem eyjamenn gátu hugsað sér var að fá beijaskyr eða hræring með beijum út í. Ég hitti einu sinni mann sem hafði verið í þessum flutn- ingum. Hann sagðist aldrei gleyma beijaskyrinu hennar ömmu. Frændi var ekki mikið fyrir að vera iðjulaus. Til marks um það gerði hann alveg upp bát, sem talinn var ónýtur. Þá var hann kominn á tvær hækjur. Þau hjónin voru búin að fá pláss á elliheimilinu á Reykhólum þegar Inga, eins og hún var kölluð, veikt- ist og var flutt suður á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem hún lést 1989. Frændi var þá hjá Gyðu dóttur sinni, sem býr á Akranesi. Á hveij- um degi fór hann upp á sjúkrahús til konu sinnar á hækjunum sínum. Hann komst vestur til að vera við jarðarför Ingu, en upp úr því fékk hann slæma flensu og óskaplega mikinn astma, en hann var astma- sjúklingur lengi vel. Þá var hann fluttur á Vífilsstaðaspítala, þar sem hann dvaldi þar til hann lést. Síðustu árin var frændi rúmliggj- andi, mjaðmaliðirnir voru alveg ónýtir, og þar sem hann var svo mikill astma- og hjartasjúklingur var aldrei lagt í að skipta um mjaðmaliði. Tíminn er lengi að líða þegar legið er ár eftir ár í sjúkrarúmi, en aldrei heyrðist frændi kvarta. Hann var svo innilega þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert, maður fór alltaf ríkari frá því að heimsækja hann, sem því miður var allt of sjaldan. Ég er ekki frá því að sumu starfs- fólkinu á Vífilsstöðum hafí fundist það vera að missa kæran afa. Haf- ið öll hjartans þökk fyrir alla ykkar umþnnun og kærleika í hans garð. Ég er alveg sannfærð um að hann hefur oft minnst ykkar í bæn- um sínum. Þessi þrautseigja og ósérhlífna aldamótakynslóð er nú óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Yngra fólkið má bara ekki gleyma þeim arfí sem sú kynslóð lét eftir sig. Afkomendur Ingu og Jóns á Skálanesi eru að nálgast 100, eru nánar tiltekið 97. Þau eign- uðust 10 böm og eru 9 þeirra á lífí. Það er hreint ekki svo lítið inn- legg til þjóðfélagsins. Elsku frændur og frænkur, ég veit að bænir Skálaneshjónanna fylgja ykkur áfram í gegnum lífíð. Megi góður guð blessa minningu þeirra beggja. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur eilífðin er ljósið bjarta. (H. Sæm.) Guðmunda Vigdís (Munda). MINNINGAR JÓN KARLSSON + Jón Karlsson fæddist í Reykjavík 13. mars 1921. Hann lést 1. febrúar síðastliðinn á Hrafnistu í Reykjavík. Foreld- ar hans voru hjónin Guðrún Rannveig Ólafsdóttir, f. 24.10. 1891, d. 10.3. 1934, og Karl Karlsson, f. 28.1. 1892, d. 28.1. 1965. Jón átti 11 systkini og lifa sex þeirra bróður sinn. Jón kvæntist Guðríði Sigjónsdóttur 9. mars 1945, hún var fædd 26. febrúar 1924 í Vestmannaeyj- um, d. 31. ágúst 1987. Þau eign- uðust þrjár dætur. Þær eru Kolbrún, sem er gpft Guðbergi Krist- inssyni og er sonur þeirra Hrafn, kvæntur Nönnu Þóru Andrésdóttur, dóttir þeirri er Fanney. 2) Hrafn- hildur, gift Georgi Árnasyni. Börn þeirra eru Vaia, í sambúð með Gunn- ari Páli Kristins- syni, Árni og Kol- brún. 3) Edda Krist- ín, börn hennar og Sverris Jónssonar eru Jón Þröstur og Elísa. Jón verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.30. Sofnaður er svefninum Ianga, eftir erfið veikindi, tengdafaðir minn, Jón Karlsson, sjómaður. Minningar leita á hugann, eftir rúmlega 30 ára kynni. Ég man það vel, hvernig hann kom mér fyrir sjónir, er ég bankaði upp á í fyrsta sinn, á heimili hans og Guggu. Jón stóð í dyrunum þéttur um herðar, snaggaralegur og stæltur. Það tók tíma að kynnast Jóni, þar sem hann var dulur um sína hagi, en um fermingu deyr móðir hans frá stór- um barnahópi og varð hann að fara til vandalausra og byija að vinna fyrir sér. Ekki talaði hann mikið um þetta tímabil í lífi sínu, en talaði með gleði og þakklæti um dvöl sína hjá Antoni að Höfða á Höfðaströnd, en þar dvaldi hann frá 17 ára aldri til rúmlega tvítugs, að hann fer til Reykjavíkur og kynnist konu sinni Guðríði Sigjónsdóttur, sem var hans lán, og um svipað leyti hefur hann sjómannsferil sinn, sem varð að mestu hans ævistarf. Jón var glaðvær og minnist ég þess, þegar við fórum saman á bíla- sölur og skemmtum okkur vel, en bílar voru áhugamál hans seinni árin. Einu sinni vildi hann skipta um bíl, sem var nánast óekinn og hafði sölumaðurinn orð á því. Þá svaraði Jón að bragði: Ég hefði verið lengi að labba þetta. I annað skiptið vildi hann selja, en fékk svo lélegt tilboð að hann snérist á hæli og spurði hvort fólkið væri að leita að hjólbörum, þannig gat hann verið hnyttinn í tilsvörum og skemmtilegur. Síðustu árin dvaldi Jón á deild 3 á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hann naut góðrar umönnunar góðs starfsfólks, sem létti honum lífið. Ég vil þakka samfylgdina og kveð tengdaföður minn með hlý- hug. Guðberg Kristinsson. Mig langar að minnast afa míns. Það er gott að eiga minningar til að rifja upp á kveðjustund. Afi var alltaf svo góður og líka skemmti- legur. Minnisstæðast er þegar afi sótti mig á sunnudagsmorgnum og við fengum okkur ís og keyrðum um höfnina og afí sagði mér sögur af sjónum og sínu lífi. Togarajaxl af gamla skólanum eins og mamma segir að afí hafí verið. Kreppan hafði mikil áhrif á hann, að mæta stundvíslega í vinnu og standa sig var það sem gilti hvað sem tautaði og raulaði. En samt var afi hlýr og umhyggjan sem hann sýndi mér er svo ógleymanleg. Guð blessi þig, elsku afí. Jón Þröstur. Við skulum ekki gráta og ekki tala ljótt, þá verðum við svo stór og vöxum svo fljótt. Við skulum lesa bænirnar, þá sofum við svo rótt, Guð og allir englamir þeir vaka hveija nótt. (Karólína Jónsdóttir) í minningu afa míns. Elísa Sverrisdóttir. wtmmmm S 1 1 I 5 | 3 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 I I 1 $ 3 ^Val husqogn Ármúla 8-108 Reykjavík tirva Sófasett 3+1+1, ^sófaborð og 2 litlir stólar. Álæði drapplitað, bleikt og rautt. 1 Sími 581-2275 «568-5375 a Fax 568-5275 ERFI DRYKKJUR Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 Eríldrykkjur Glæsile« kaffi- hlaðhorð, failegir >a l i r og mjög goð þjónusta. l’pplysingar í símum 5050 025 og 562 "5“5 HOTEI LOFTLEIÐIR -^mt— STEBMMSBIOM Skipholti 50 b - Sími 561 0771 Ferð og gistlng saman í pakka á hagstæðu verði, kynntu þér málið. Nánari upplýsingar: Hótel Reynihlíð, sími 4644170 eða 8944171 og í'erðaskrifstofu GJ, sími 511 1515 FLUGLEIDIR INNANLANDS Mývatnssveit Njóttu páskanna á Hótcl Reynihlíð við Mývatn, í einstöku umhverfi Mývatnssveitar. DAGSKRÁ: Frá skfrdegi lil annars páskadags: • Skíðaganga: Gengið um Reykjahhðarheiði, Kröflusvæðið, Mývatn ogjarðhitasvæðið við Leirhnúk. • Ganga: Gengið um Námafjall, Hvcrfjall og í Dimmuborgir. • Föstudagurinn langi: Píslarganga umhverfis Mývatn meö Snæbirni Péturssyni og víöa staldrað við. • Hægt er að leigja vélsleóa, fá aðgang að íþróttahúsinu og fara í náttúmböö í Bjamarflagi. • Kvöldvökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.