Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 52
* 52 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ M YN DBÖN D/KVIKM YN Dl R/ÚTVARP-S JÓN VARP Stjörnurnar mætast í úrslitaleik Stjömuleiksins í NBA er jafnan beðið með óþreyju. Þá mætast helstu körfuknattleiks- hetjur heims. Gunnar Valgeirsson í Banda- ríkjunum fylgist með undirbúningnum. ROSIE O’Donnell og Norm McDonald skopast að Letter- man í Saturday Night Live. Fer Letter- man yfir strikið? SPJALLÞÆTTIR Davids Lett- ermans virðast heldur hafa átt undir högg að sækja í Bandaríkj- unum að undan- förnu vegna nei- kvæðrar umfjöll- unar og aukinnar samkeppni. Spjallþættirnir „The Tonight Show With Jay Leno“ og „Nig- htline“ hafa feng- ið meira áhorf og , nýr þáttur hefur bæst við, „Politic- aily Incorrect", sem virðist höfða til sömu áhorfenda og Letterman. Neikvæða umfjöllunin er eink- um tilkomin vegna þess að Letter- man þykir stundum fara yfir strik- ið og vera full ósvifinn þegar hann fær gesti í heimsókn. Vakti at- hygli þegar Cindy Crawford var augljóslega brugðið þegar hann hafðií flimtingum við hana í októ- ber. Á hitt ber þó að líta að kald- hæðnislegar athugasemdir og hráslagalegt skopskyn eru einmitt <1 helstu kostir sem sumir áhorfend- ur sjá í Letterman. Gengi þáttanna hefur komið þeim orðrómi á kreik að ætlunin sé að flytja aðsetur þáttanna frá New York til Los Angeles, jafnvel þegar í haust, til að hrista upp í þáttunum. Eru menn minnugir þess þegar CBS tryggði honum upptökuver í Los Ángeles árið 1993 áður en hann ákvað að halda áfram útsendingum frá New York. CBS hefur hins vegar borið allar fregnir þess efnis til baka og segja ráðamenn þar að þetta sé tilhæfulaust: „Fólk er alltaf að skálda eitthvað.“ HINN árlegi stjörnuleikur NBA-deildarinnar í körfuknattleik fer fram í Cleveland í kvöld. Leikurinn sjálfur er ein- ungis lokapunkturinn á þriggja daga körfuknattleikshátíð sem deildin hefur nú gert að hefð. í gær fór fram stjörnuleikur nýliða, ásamt troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni. Meiðsli nokkurra af stærstu stjörnum deildarinnar setja svip sinn á leikinn í ár. Charles Bar- kley og Clyde Drexler frá Hous- ton og Shaquille O’Neal frá LA Lakers eru meiddir og verða því ekki með liði Vesturdeildarinnar og Patrick Ewing frá New York verður ekki í liði Austurdeildar- innar af sömu sökum. Drexler meiddist í vikunni í leik gegn New York og verður frá keppni í 2-4 vikur. Hinir leikmennirnir hafa þegar verið frá um tíma, en ættu allir að geta hafið keppni á ný eftir helgina. Þjálfarar liðanna í ár verða Doug Collins frá Detroit Pistons í Austurdeild og Rudy Tomj- anovich hjá Houston Rockets í Vesturdeild. Þjálfarar þeirra liða sem bestan árangur hafa í hvorri deild tveimur vikum fyrir leikinn þjálfa liðin að undanteknum þeim sem falla undir „Riley-regluna“ svokölluðu. NBA-deildin ákvað fyrir nokkrum árum að það væri heiður fyrir þjálfara að stjórna liðunum í Stjörnuleiknum. Eftir að Pat Riley hafði þjálfað lið Vesturdeildar í mörg ár í röð þegar hann var með Los Angeles Lakers, var ákveðið að enginn þjálfari gæti þjálfað tvö ár í röð. Því mun Phil Jackson frá Chicago Bulls ekki þjálfa í ár þótt lið hans hafi langbesta árangurinn í deild- inni. Leikmenn byijunarliðanna eru valdir í kosningu stuðningsfólks liðanna, en þjálfarar liðanna velja síðan sjö varamenn í hvoru liði. í lið Austurdeildar voru valdir í byijunarliðið bakverðirnir Micha- el Jordan og Penny Hardaway, miðheijinn Patrick Ewing og framheijarnir Grant Hill og Scottie Pippen. Jordan fékk flest atkvæði allra leikmanna í áttunda sinn, sem er met fyrir stjörnuleik. í byijunarliði Vesturdeildar voru valdir bakverðirnir Gary Payton og John Stockton, mið- heijinn Hakeem Olajuwon og framheijarnir Charles Barkley og Shawn Kemp. Olajuwon var val- inn í Stjörnuliðið í 12. skipti. Barkley, Ewing og Jordan voru allir valdir í það í 11. skipti, Karl Malone og Clyde Drexler báðir í 10. skipti. Enginn nýliði var valinn í ár. Varamenn í liði Austurdeildar- • KAREEM Abdul-Jabbar, fyrrum miðheiji Los Angeles Lakers, á flest met í saman- lögðum árangri í stjörnu- leikjum. Hann hefur spilað flesta leiki, 18 (en sá næsti í röðinni hefur verið með í 13 leikjum), hefur leikið flestar mínútur (449), skorað mest (251 stig), hefur skorað flest- ar körfur (105), varið flest skot (31), og loks fengið flest- ar villur (57). Michael Jordan hefur hins vegar skorað mest að jafnaði í leik, 22 stig. • LEIKNUM í kvöld verður sjónvarpað til rúmlega 170 landa, þar á meðal til Is- lands, en Stöð 2 verður með hann í beinni útsendingu. • LIÐ Austurdeildarinnar hefur sigrað í 29 af þeim 46 leikjum fram hafa farið. Lið- in hafa hvort um sig unnið sex leiki af síðustu tólf. • TVEIR leikmenn hafa unn- ið þriggja stiga skotkeppnina þijú ár I röð; Larry Bird hjá Boston 1986-1988 og Craig Hodges frá Chicago 1990- 1992. Tim Legler frá Wash- ington vann í fyrra en líkleg- ustu sigurvegarar í ár voru taldir Steve Kerr frá Chicago, Glen Rice frá Charl- otte, Dale Ellis frá Denver og Terry Mills frá Detroit. Sigurlaunin eru 20.000 doll- arar, andvirði 1,4 miljóna króna. MICHAEL Jordan fékk flest atkvæði í áttunda skipti í kjör- inu vegna stjörnuleiksins. innar voru valdir Vin Baker, Terrell Brandon, Joe Dumars, Tim Hardaway, Christian La- ettner, Alonzo Mourning, Di- kembe Mutombo,^ Glen Rice og Chris Webber. í liði Vestur- deildarinnar voru valdir sem varamenn Clyde Drexler, Kevin Garnett, Chris Gatling, Tom Gugliotta, Eddie Jones, Karl Malone, Shaquille O’Neal, Mitch Richmond, Detlef Schrempf og Latrell Sprewell. Webber kemur í stað Ewings í lið Austurdeildarinnar. í lið Vesturdeildarinnar koma Schrempf, Garnett og Gatling í stað Barkley, Drexler og Shaquille O’Neal. Frá og mcð mánudcginum 10. fcbrúar verður öll starfsemi fraktdcildar Fluglciða á Ilcðinsgötu 3. Allt á einum staö • Skrifstofa • Afgrciðsla farmbréfa • Vöruafgreiösla og útflutningur Héðinsgata 3 FLUGLEIDIR F R A K T ÞÓREY Sigþórsdóttir og Hilmir Snær Guðnason í einu brotabrotinu sem sýnt verður í Sjónvarpinu. Brotabrot af íslenskum skáldum í Sjónvarpinu FIMMTÍU stuttmyndir byggðar á ljóðum eftir 29 samtímaskáld hafa verið framleiddar fyrir Sjónvarpið af Kvikmyndafélaginu Nýja bíói. Það eru Þórey Sigþórsdóttir og Kristín Bogadóttir sem áttu hugmyndina að myndunum en fjöldi leikara kemur fram í myndunum. „Það má segja að ljóðin verði leik- in,“ sagði Þórey í samtali við Morg- unblaðið, „það eru búnar til persónur í kringum ljóðin og stemmningar; v:ð vinnum til dæmis út frá því hvar og hvernig ljóðin urðu til.“ Myndirnar verða sýndar í Sjón- varpinu, bæði sem sérstakt dag- skrárefni og á milli dagskrárliða, eins og tíðkast með tónlistarmynd- bönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.