Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
HVER ER SÁTTALEIÐIN
í SJÁVARÚTVEGI?
Deilur um kvótakerfið
Umræður um stjóm fískveiða
hafa verið fyrirferðarmiklar um
langan tíma. Allt frá því að lögin
um stjóm fískveiða vom sett og
kvóti settur á skip hefur verið
deilt um kvótakerfíð. Þar hafa
togast á hagsmunir byggðarlaga,
hagsmunir einstakra útgerða,
hagsmunir sjómanna og land-
verkafólks.
Umræðan hefur snúist um
skiptingu aflaheimilda milli skipa,
um byggðakvóta, um sölu og leigu
á aflaheimildum, um að afla sé
hent, um veiðar smábáta, um út-
^ hafsveiðar, um ákvörðun á heildar-
afla, um reglur vegna endumýjun-
ar fískiskipa, um stöðu landvinnsl-
unnar, um aflaheimildir sem af-
skriftastofan og skattlagningu út-
gerða og um sölu veiðileyfa eða
veiðileyfagjald.
Tillögur um að fískvinnslustöðv-
ar fái heimild til þess að eiga afla-
heimildir hafa hins vegar ekki
verið mikið til umræðu. Það fyrir-
komulag tel ég að hefði átt að
taka upp og gæti orðið mikilvæg
trygging fyrir sjávarbyggðimar.
A tímabili færðist nokkur ró
yfír þessa umræðu að öðm leyti
en því að ekki er sátt um gjald-
töku fyrir aðgang að auðlindinni.
Nú hefur umræðan blossað upp á
ný. Margir sem ná tali af okkur
þingmönnum taka afstöðu til
kvótakerfísins og ekki síst til
þeirra viðskipta með aflaheimildir
sem eiga sér stað og þeirra verð-
mæta sem óneitanlega em í afla-
heimildum og birtast í hækkun
hlutabréfa útgerðarfyrirtækja,
sem auðvitað ber að fagna.
Nú er svo komið að leita verður
nýrrar leiðar til sátta. Leiðar sem
fer ásættanlegt bil beggja án þess
1 að ganga á hagsmuni sjávar-
byggðanna sem standa höllum
fæti.
Alið á tortryggni
Margir telja álagningu veiði-
leyfagjalds eða sölu veiðileyfa geta
komið í stað kvótakerfís. Að mínu
mati er sala veiðileyfa og veiði-
leyfagjald tveir gjörólíkir hlutir.
Veiðileyfagjald er skattur. Með
uppboði veiðileyfa væru stigin ný
skref við stjómun fiskveiða. Með
sölu veiðileyfa væm sjávarbyggðir
settar í uppnám og smátt og smátt
mundi útgerðin færast á fárra
hendur. Ef landsmenn em tilbúnir
til þess að fóma byggðunum og
eiga það á hættu að vinnslustöðv-
ar standi verkefnalausar fyrir-
varalaust þá velja menn það kerfi
að selja aðgang að fískimiðunum
með uppboði veiðileyfa á markaði
einu sinni á ári.
Mér er ljóst, að með kvótakerfið
ríkir mikil og djúpstæð óánægja.
Og á þeirri óánægju er alið. Nú
síðast af fyrrverandi forsætisráð-
herra, Steingrími Hermannsyni,
sem ber auðvitað mikla ábyrgð á
_ ; kvótakerfínu með kostum þess og
göllum. Hann vekur upp tor-
tryggni með umræðu um byggð-
akvóta án þess að skýra það hug-
tak eða benda á færar leiðir til
að bæta kerfíð.
Umræður sem urðu í kjölfar
flokksþings Framsóknarflokksins
í haust hafa m.a. valdið pirringi
innan Sjálfstæðisflokksins.
Ástæður em einkum þær að um-
Leita verður nýrrar leið-
ar til sátta um sjávarút-
veginn, segir Sturla
Böðvarsson, án þess að
ganga á hagsmuni
sjávarplássanna.
ræðan var sett af stað af fram-
sóknarmönnum með þeim hætti
að vaktar vom vonir um breyting-
ar sem virtust vera til þess gerðar
að ógna Sjálfstæðisflokknum, sem
ber ábyrgð á sjávarútvegsmálum
í ríkisstjóminni. Á Sjálfstæðis-
flokknum hafa eðlilega staðið öll
spjót frá gagnrýnendum. Kringum
flokksþingið hófu nokkrir fram-
sóknarþingmenn umræður um
veiðileyfagjald og létu líklega.
Formaður Framsóknarflokksins
fylgdi þeirri umræðu eftir með
óljósum hugmyndum um breyting-
ar á fískveiðistjórninni. í Morg-
unblaðinu var haft eftir Siv Frið-
leifsdóttur að formaðurinn væri
að „að opna á gjörsamlega nýjar
hugmyndir“. Tillögum formanns-
ins var síðan hafnað á flokksþing-
inu. Eftir flokksþingið var öllu
haldið opnu og látið sem svo að
framsóknarmenn vildu breytingar.
Því ber vissulega að fagna, ef það
gæti leitt til samkomulags, en
ekki yfírboða um patentlausnir.
Þegar gerðar verða frekari
breytingar á lögum um stjórn físk-
veiða hljóta þær að verða gerðar
með samkomulagi stjórnarflokk-
anna og undir forystu sjávarút-
vegsráðherra.
Breyttar aðstæður
Staðan í sjávarútvegi hefur
breyst mikið undanfarið ár. Af-
koma í greininni hefur batnað og
bjartsýni ríkir, ekki síst vegna
aukinna veiða og mikils hagnaðar
í veiðum og vinnslu uppsjávar-
fiska. En það hlýtur að auka á
óvissu þegar umræður hefjast um
að bylta fískveiðistjórnunarkerfínu
sem unnið er eftir og menn hafa
treyst á við rekstur og fjárfest-
ingu. Vissulega þarf að lagfæra
kvótakerfið og koma í veg fyrir
svokallað brask og slæma um-
gengni um fiskimiðin. Gera verður
ríka kröfu til útgerðarmanna um
ábyrga afstöðu við nýtingu og
meðferð aflaheimilda sem þeir
hafa til umráða úr hinni sameigin-
legu auðlind þjóðarinnar.
En það þarf að gera breytingar
í sátt við þá sem hafa mestra
hagsmuna að gæta. Það er ekki
síst fólkið í sjávarbyggðunum sem
vinnur á sjó og í landi og byggir
alla afkomu sína beint og óbeint
á sjávarútvegi. Ég tel að ritstjórar
dagblaða, hagfræðingar hjá Seðla-
bankanum eða samtökum iðnaðar-
ins eigi síður að ráða þar ferð en
fískverkakonan á Akranesi eða
skipstjórinn í Rifí sem hafa með
ábyrgum störfum sínum sýnt það
að þeim er treystandi til þess að
fjalla um þessi mál af yfirvegun
og raunsæi. Þau geta öðrum frem-
ur gefíð þingmönnum góð ráð.
Engu að síður er eðlilegt að fram
fari umræða um sameign þjóðar-
innar og að þeirri umræðu komi
sem flestir. Það er í fyllsta máta
óeðlilegt að útvegsmenn einir fái
að ráða ferðinni um
það hvernig auðlindir
sjávar verði nýttar og
hvaða leikreglur eru
settar.
En hvað er til ráða?
Hvaða breytingar
þarf að gera? Það
kann ekki góðri lukku
að stýra að vekja tor-
tryggni með sögum
um brask og vonda
útgerðarmenn og
óprúttna sjómenn sem
selja og kaupa afla-
heimildir og henda
físki. Verkefnið hlýtur
að vera það að standa
að breytingum sem
tryggja óskorað eignarhald þjóðar-
innar á auðlindinni, forsvaranlega
umgengni um fískimiðin og hag-
kvæma nýtingu með eðlilega
hagnaðarvon að leiðarljósi. En
umfram allt verður sanngirni að
ráða ferðinni þegar breytingar eru
gerðar á lögum um stjórn fiskveiða
og hafa verður að leiðarljósi hags-
’muni þeirra byggða sem eiga allt
undir fiskveiðum.
Hagsmunir
byggða og útgerða
Ekki fer á milli mála að vandi
einstakra byggða er tengdur við
fískveiðistjómunarkerfíð og það
er uggur i fólki í sjávarbyggðun-
um. Enda á það allt undir eigend-
um og stjórnendum þeirra fyrir-
tækja sem þar starfa og hafa yfír
að ráða aflaheimildum sem skapa
undirstöðu undir þá framleiðslu
sem skapar verðmæti. Og hags-
munir útgerða og byggða fara
ekki alltaf saman.
Það hefur verið spurt um af-
stöðu þingmanna og stjómmála-
flokka til álagningar veiðileyfa-
gjalds eða upptöku auðlindagjalds
í sjávarútvegi. í dag greiða útgerð-
ir gjald fyrir veiðileyfí. Fast gjald
fyrir hvert veiðileyfí en sum skip
hafa mörg sérveiðileyfí svo sem
rækju, skel, síld o.s.frv. Auk þess
er greitt fyrir hvert tonn þorsk-
ígildis sem viðkomandi skip hefur
heimild til að veiða innan íslenskr-
ar lögsögu. Þarna er um að ræða
nokkrar upphæðir þannig að í raun
og veru er greitt veiðileyfagjald.
En það tengist ekki fískveiði-
stjórnuninni en er tengt veiðieftir-
liti. Rætt hefur verið um að hækka
þessar greiðslur og láta þær
standa að fullu undir hafrannsókn-
um. En um það era deildar mein-
ingar.
Hækkun veiðieftirlitsgjalds eða
upptaka sérstaks auðlindagjalds
er skattur á þá sem stunda út-
gerð. Um það er vart deilt. Auð-
lindagjald í sjávarúvegi umfram
beinan kostnað við eftirlit og rann-
sóknir á auðlindinni mun hækka
fískverð mikið og leiða til þess að
afkoma vinnslu mun versna og
vonir um að bæta kjör fískverka-
fólks verða að engu.
Engu að síður þarf að ná sátt
um kostnaðarhlutdeild útgerðar
vegna vaxandi kostnaðar við að
nýta auðlindina.
Aukin harka
færist í umræður
Umræður um veiðileyfagjald
hafa verið að harðna og hafa tek-
ið á sig nokkuð merkilega mynd
að undanförnu. Þeir sem hafa beitt
sér fyrir upptöku
veiðileyfagjalds era
einkum Alþýðuflokk-
urinn, Samtök iðnað-
arins og Morgunblað-
ið. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur ekki tekið
undir tillögur um
veiðileyfagjald sem
aðferð við stjórnun
fískveiða og ýmsir
þingmenn annarra
flokka hafa einnig
, mælt gegn veiðileyfa-
gjaldi svo og fræði-
menn á sviði hag-
fræði. Þá hefur
Landssamband út-
vegsmanna lagst hart
gegn veiðileyfagjaldi eins og við
er að búast. Samtök iðnaðarins
hafa lýst áhyggjum vegna þess
að afkoma í sjávarútvegi hefur
verið að batna og vilja að tekinn
verði upp auðlindaskattur á út-
gerðina sem jöfnunaraðgerð. Þá
bregður svo við að LÍÚ kallar fram
til viðtals í fréttabréfí LÍU öfluga
forstjóra iðnfyrirtækja sem eiga
mikið undir viðskiptum við sjávar-
útveginn og fær þá til þess að
afneita samtökum sínum og kljúfa
þannig einingu iðnrekenda. Þá er
í fersku minni óvenjuleg árás
formans LÍÚ á ritstjóra Morgun-
blaðsins á aðalfundi samtaka út-
vegsmanna vegna afstöðu ritstjóra
til veiðileyfagjalds. Umræðan og
hagsmunagæslan er komin út fyr-
ir eðlilegar rökræður um hug-
myndafræði fískveiðistjórnunar.
Hvert skal stefna?
Stjórnmálaflokkarnir hafa fæst-
ir mótað skýra stefnu varðandi það
álitamál með hvaða hætti taka
eigi gjald fyrir aðgang að auðlind-
um okkar. Valið stendur á milli
þess hvað varðar fiskimiðin að
úthluta veiðileyfum eða aflahlut-
deild á grundvélli veiðireynslu og
þess hvort ríkið eigi að selja hæst-
bjóðanda aðgang að auðlindinni
með sama hætti og laxveiðibænd-
ur. Kvótakerfið getur útaf fyrir
sig staðið þrátt fyrir það að tekið
verði upp veiðileyfagjald. Staðan
í dag er þannig að ég tel ekki
fært að hverfa frá því aflahlut-
deildarkerfi sem í gildi er. Þess í
stað verður að gera á því breyting-
ar sem bæta það og styrkja fram-
kvæmd þess og bæta umgengni
um fiskimiðin. Það er sama hætta
á því að afla sé hent hvort sem
menn byggja á kvótakerfí eða sölu
veiðileyfa. Aflahlutdeildarkerfíð
ber að tryggja í sessi án þess að
einstaklingum eða fyrirtækjum
verði tryggð óeðlileg eign, óeðli-
legur afskriftastofn eða óeðlilegur
aðgangur að auðlindinni án endur-
gjalds. Það er trú mín að kvóta-
kerfíð tryggi best arðinn af fiski-
stofnunum svo framarlega sem
sjómenn láti ekki hafa sig til þeirra
óhæfuverka að henda físki og
ganga þannig á þá innstæðu sem
fískistofnarnir eru og auka í raun
sóknina í fiskistofnana þegar veið-
ar eru rangt skráðar.
Tillögur til úrbóta og sátta
Álitamálið um stjórn fiskveiða
verður að nálgast út frá þeirri
staðreynd að auðlindir sjávar eru
takmarkaðar og fískistofnarnir
era sameign þjóðarinnar. Til þess
að ná sáttum um kvótakerfíð tel
ég að gera verði breytingar. Vil
Sturla
Böðvarsson
ég kynna hér nokkur þeirra atriða
sem ég tel að muni bæta kerfíð
og vonandi leiða til meiri friðar
um stjóm fískveiðanna en núna er.
1. Leiguframsal aflaheimilda
verði takmarkað veralega innan
fískveiðiársins.
2. Hvorki verði heimilt að færa
verðgildi aflaheimilda, þó keypt
séu, til afskrifta í rekstri útgerða
né gjaldfæra kvótakaup í rekstri.
3. Reglur um endurnýjun físki-
skipa verði rýmkaðar í áföngum
og stefnt að því að fella niður tak-
markanir. Stærð fískiskipa verði á .
ábyrgð útgerðarmanna.
4. Sett verði ákvæði í lög um
rétt framkvöðla í veiðum til sér-
staks viðbótarkvóta vegna til-
raunaveiða á ónýttum stofnum
þegar og ef kvóti er settur á þá.
5. Vinnsluleyfi sjávarafurða
fylgi réttur til þess að kaupa og
eiga veiðiheimildir tiltekinna
skipa.
6. Handhafar veiðileyfa greiði
að fullu kostnað við veiðieftirlit í
hlutfalli við veiðiheimildir í þorskí-
gildum.
7. Handhafar veiðileyfa sjáv-
arafurða greiði tiltekna hlutdeild
í þeim þætti rannsókna Hafrann-
sóknastofnunar sem ekki teljast
grannrannsóknir. Hlutdeildin, sem
verði kostnaður við „auðlindaram-
sjón“, tengist veiðiheimildum og
framleiðslumagni í þorskígildum.
8. Öll viðskipti með aflaheimild-
ir fari um viðurkenndan kvóta-
markað nema um sé að ræða skipti
á jafngildum aflaheimildum. Þau
viðskipti skal engu að síður færa
í reikninga útgerða á tilgreindu
verðlagi miðað við þorskígildi.
9. Allra kosta verði leitað til
þess að bæta stöðu landvinnslu
gagnvart sjóvinnslu og gera land-
vinnslu hagkvæmari. M.a með því
að herða reglur um nýtingu afla
vinnsluskipa og tryggja hagsmuni
landvinnslu í viðskiptum með afla
sem keyptur er á fískmörkuðum.
10. Állra leiða verði leitað til
þess að lækka kostnað við opin-
bert eftirlit sem fiskvinnslan er
látin greiða.
11. Með löggjöf verði tryggt að
veiðiheimildir safnist ekki á fárra
hendur.
Mér er ljóst að um framangreind
atriði verða deildar meiningar. Ég
tel engu að síður skyldu mína að
gera grein fyrir því hvernig ég
telji fært að bæta löggjöfína um
stjóm fiskveiða í þeim tilgangi að
tryggja hagsmuni þess fólks sem
ég hef umboð mitt frá á Alþingi.
Á Landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins sl. haust fór fram um-
ræða um sjávarútvegsmálin. Þar
var lögð áhersla á að fískveiði-
stjórnunarkerfíð þurfi að sæta
stöðugri endurskoðun.
Við myndun ríkisstjómarinnar
að loknum kosningunum 1995
lögðum við sjálfstæðismenn ríka
áherslu á að gerðar yrðu breyting-
ar á lögunum um stjóm fiskiveiða.
Samkomulag náðist þá um breyt-
ingar í bærilegri sátt milli flokk-
anna. En auðvitað var reiknað með
þvi að áfram væri unnið að Iagfær-
ingum á kerfinu að fenginni
reynslu þar sem augljósir vankant-
ar vora á lögunum sem valda deil-
um og ósætti.
Að því verki hefur verið unnið
og er það von mín að í lok kjör-
tímabilsins hafi með breytingum á
löggjöfinni náðst betri sátt um
kerfið en nú er. Til þess að svo
megi verða þarf víðtækt samráð
og vilja til þess að láta sjávar-
byggðirnar njóta forgangs til að
nýta sjávarfangið. Að öðrum kosti
munu stórtækir aðilar, sem ekkert
tengjast útvegi eða sjávarbyggð-
um, ná „eignarhaldi“ yfír fískimið-
unum og hafa í hendi afkomu fólks
og byggða á íslandi. Um þá skipan
mundi einungis ríkja ófriður í land-
inu.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins á
Vesturlandi.