Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR E. KRISTINN CLA USEN Engilbert Kristinn Claus- en var fæddur í Litlabæ í Vest- mannaeyjum 20. desember 1944. Hinn lést í Florn í Noregi 20. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristínar Engil- bertsdóttur frá Litlabæ og Alfreðs Clausen söngvara. Þau eru bæði látin. Kiddi var elstur fjögurra sona þeirra Kristínar og Alfreðs, hinir eru Steinar Már, Róbert Atli, og Jón Einar. Einn- ijg átti hann fjórar hálfsystur. 011 eru þau, að Kidda frátöld- um, á lífi. Kiddi ólst upp í Reykjavík, en tæplega tvítugur að aldri hélt hann til Noregs og stund- aði þar nám, fyrst í niðursuðu- skólanum i Stavanger en síðan stundaði hann nám í markaðs- og rekstrarfræðum við háskól- ann þar. Að loknu námi réðst Kiddi sem fjármálastjóri til Handels Finance (síðar Hand- elsbanken) í Stavanger og starf- Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Mig langar með fáeinum orðum að minnast æskuvinar míns og frænda Engilberts Kristins Claus- ens, alltaf kallaður Kiddi, sem lést 20. janúar 1997. Mér varð hverft við þegar Björk mágkona hans hringdi til mín á skrifstofuna og sagði mér að Kiddi hefði orðið bráðkvaddur úti í Nor- aði hann þar í mörg ár. Kiddi kvæntist fyrri konu sinni, Signe Gjöse (nú lát- in), frá Stavanger 1966. Þau slitu sam- vistir 1976. Kiddi og Signe eignuðust tvö börn, Guðrúnu Hrund, gift Ola Waage, þau eiga tvö böm og eru búsett i Stavanger, og Ole Kristen, hann á einn son og er einnig búsettur í Stavan- ger. Arið 1982 flutti Kiddi alkom- inn heim til íslands, eftir að hafa kynnst eftirlifandi konu sinni, Ragnheiði Blandon. Þau hófu fljtólega eigin rekstur og starfaði Kiddi að mestu leyti við hann til dauðadags. Ragnheiður og Kiddi eignuð- ust tvö böra, Kristínu, hún er 12 ára, og Ragnar Stein sem er 8 ára. Einnig átti Ragnheið- ur tvo syni áður, Þorstein og Hörð Þór, sem báðir stunda nám við Háskóla Islands. Útför Kristins fór fram frá Grafarvogskirkju 3. febrúar. egi, þar sem hann var í viðskiptaer- indum. Mér varð svarafátt, þessu átti ég alls ekki von á. Kiddi hafði hringt í mig ekki alls fyrir löngu til að tala um gamla tíma og rifja upp gamlar minningar, mér þótti það ánægjulegt því við höfðum ekki haft mikinn tíma til að tala saman nú síðustu árin. Kiddi var aðeins 52 ára, sem ekki er hár aldur. Svo fóru minningarnar að streyma upp í huga minn. Ég fór að hugsa um æskuárin okkar Kidda, en við ólumst upp sam- an hlið við hlið ásamt bræðrum hans, Denna, Róbert og Jonna, í litlu samfélagi í braggahverfínu við Þór- oddsstaði. Fjölskyldur okkar voru skyldar og mikill samgangur alltaf á milli þeirra. Það var mjög sam- rýndur krakkahópur sem óx þar úr grasi. Oft var glatt á hjalla; farið í leiki og ýmsilegt brallað. Ég man að einu sinni sem oftar hurfum við að heiman og þá var farið að leita að okkur og fundust við þá uppi í Öskjuhlíð með einhverjar minjar, sem herliðið hafði skilið eftir. Þá voru mæður okkar orðnar hræddar. Krakkarnir í hverfinu stóðu alltaf saman sem einn maður gagnvart krökkum úr öðrum hverf um og talað var um það þegar við vorum orðin eldri, hve vel við studdum alltaf hvert annað. Svo var Knattspymufélagið Valur rétt hjá okkur, sem við héldum öll með. Og við lékum okkur í anda séra Friðriks Friðrikssonar, stofn- anda Vals. Kiddi var vinsæll og hrókur alls fagnaðar í þessum hópi. Hann var myndarlegur og fríður sýnum, alltaf ljúfur og góður, einnig hugmynda- ríkur. En síðast en ekki síst var hann mjög vel gefinn, átti mjög gott með að læra, eins og kom fram seinna þegar hann fór á Reykja- skóla í Hrútafirði, en hann útskrif- aðist þaðan með góðan vitnisburð. Einnig fór hann í Menntaskólann í Reykjavík. Hann var jafnvígur á bókina og að stjóma fyrirtækjum. Kiddi vann við framreiðslufyrirtæki ungur að árum hér heima. Síðan lá leið hans til Noregs, þar sem hann stundaði nám í niðursuðu- fræðum og síðar í rekstrar- og markaðsfræðum og seinna starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Hand- els Finance í Stavanger. I Noregi kynntist Kiddi fyrri konu sinni, Signe Gjöse sem nú er látin. Þau eignuðust tvö börn. Ég fór að heimsækja hann til Noregs. Hann tók vel á móti mér eins og hans var von og vísa. Þar dvaldi ég í góðu yfírlæti hjá honum og konu hans Signe. Hann fræddi mig mikið um það sem hann var að starfa við og einn- ig um Noreg. Árið 1982 kom Kiddi alkomin heim til íslands. í millitíð- inni hafði hann oft komið og meðal annars til að stjóma fyrirtæki, Handbókum, um stundarsakir sem við Einar Sveinsson unnum við. Menn höfðu trú á Kidda í starfi sem verki. Einu sinni sem oftar í ferðum hans til íslands með konu sinni, ferðaðist ég með þeim um landið og var það mjög ánægjulegt. Þegar Kiddi kom heim kynntist hann seinni konu sinni Ragnheiði Blandon og eiga þau tvö ung börn, sem sakna sárt pabba síns, en Ragn- heiður átti áður tvo syni. Kiddi var einstaklega góður og ljúfur faðir og mikill íjölskyldumaður og er mikill missir fyrir þau öll að fá ekki að hafa hann lengur. Fljótlega eftir að Kiddi kemur heim stofnuðu hann og Ragnheiður kona hans og tengdafaðir hans Þor- steinn Blandon, fyrirtæki saman sem hét Efnamiðstöðin. Þar kom hann með sína hæfileika og kunnáttu, einnig kom hann með sín umboð frá Noregi, þar hafði hann skapað sér viðskiptasambönd, m.a. „Jotun“-málningu en hann fór síðar meir með það í samstarf við Húsasmiðjuna. Vegna þekkingar hans og kunn- áttu fór hann oft utan, aðallega til Noregs fyrir fyrirtækið til að kaupa og selja vörur. Ég kom oft til Kidda að leita ráða hjá honum og það var alltaf mjög gott að leita til hans. Ég var þá sjálfur að byija með mitt eigið fyrirtæki. Kiddi var góður drengur, það var alltaf mjög ljúft og gott að hitta hann, sem var allt- of sjaldan nú síðustu ár, því miður. Elsku Ragnheiður, börn, og fjöl- skylda og aðrir ástvinir. Ég og kona mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Ég kveð þig með söknuði, elsku Kiddi minn, og þakka þér fyrir hlý- leika þinn, vináttu og tryggð alla tíð. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði. Þinn vinur og frændi, Baldvin E. Albertsson. Það virðist oft eins og það gerst hafi í gær, en þó eru nú orðin ein 30 ár frá því fjölbreyttur hópur ungra manna úr ýmsum áttum sam- einaðist í líflegum og öflugum hópi vina og félaga í kring um starfsemi útgáfu- og sölufyrirtækisins Hand- bóka hf., sem 1 þá daga var óneitan- lega nokkur nýjung í bæjarlífinu í Reykjavík. Það sem einkenndi þennan þrótt- mikla hóp var fyrst og fremst lífs- gleði og dirfska, bæði í leik og starfi, svo mörgum þótti jafnvel nóg um. Eins og gefur að skilja fór þar ekki alltaf mikið fyrir varkámi — og lífs- reynslan var eins og vænta mátti af fremur skomum skammti hjá svo tiltölulega ungum mönnum. Einn þeirra sem nokkuð fljótlega bættist í liðsheildina var Kristinn Clausen, sem þá hafði verið við við- skiptanám í Noregi og þótt aldurinn væri ekki hár, þá hafði hann að baki talsverða og góða starfsreynslu og þekkingu á ijármálaumsýslu, sem ekki veitti af. Kiddi var talna- glöggur, ráðagóður og skarpur með fjármálavit. Ekki veitti af því í hóp- inn. Þótt Kiddi væri áfram að mestu búsettur í Noregi á þessum ámm þá tengdist hann okkur hinum með sama hætti og væri hann alltaf til staðar. Heimsóknir hans vom til- hlökkunarefni og dvöl hans hér heima hveiju sinni viðburðarík. Kiddi hafði margt til að bera, ekki síst góða þekkingu á fjármálum og viðskiptalífi, sem hann miðlaði okk- ur hinum af. En lífið var á þessum árum ekki síður leikur en starf og þar var Kiddi ekki síður réttur mað- ur á réttum stað; þægilegur í um- gengni, með ríkt skopskyn og prakkari af guðs náð. Hann var líka hjartahlýr og einlægur vinur, óspar á það sem hann hafði að gefa. Svo fer jafnan að vinahópur dreif- » ist, starfsvettvangur verður ólíkur og vegir okkar liggja æ sjaldnar saman. Kiddi sinnti jafnan viðskipt- um og hann var einmitt að vinna að nýju og spennandi verkefni í Noregi, að byggja þar upp markað fyrir nýja íslenska hugvitsafurð fyr- ir norskt fiskeldi, þegar hann varð bráðkvaddur þar í landi langt um aldur fram. Ég hafði ekki hitt Kidda vin minn lengi þegar við hittumst af tilviljun erlendis skömmu fyrir jól. Þar var því heitið að láta framvegis ekki líða svo langan tíma milli endurfunda. Við kvöddumst með hlýju faðmlagi án þess að gera okkur grein fyrir því að það yrði okkar hinsta kveðja. Þessi kveðjustund sækir nú á hugann, rétt eins og hún eigi að 4 é 4 i : í i i i ( ( ( i i + Sigurður Sig- urðsson versl- unarmaður fæddist í Reykjavík 25. júlí 1916. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 29. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Jónsson frá Keldunúpi og Jó- hanna Bjarnadóttir frá Mosum. Systkini Sigurðar eru: Björgvin látinn, Sig- ríður Reykjalín lát- in, Ingólfur Rey- kjalín, Jóhann Mar- el, Guðrún Sólveig og Bergdís Reykjalín. Sigurður kvæntist Margréti Eggertsdóttur, f. 17. júní 1924, og átti með henni sex böra. Böra þeirra eru: 1) Sigurður Hörður, f. 8. júní 1945, d. 6. jan- úar 1986, fyrri maki er Hólm- fríður Bjartmarsdóttir, börn þeirra eru: Sigurður Hrafnkell og Bjartey, seinni maki er Borg- hildur Thors. Börn Borghildar af fyrra hjónabandi eru: Hilmar Mig langar að minnast með nokkrum kveðjuorðum Sigurðar Sig- urðssonar tengdaföður míns, sem er látinn. Ég kynntist honum fyrst er við Sigurður heitinn, sonur hans, fórum að vera saman og hófum síðan sam- búð. Þessi glæsilegi og góðlegi mað- ur tók mér fallega og innilega alveg frá byijun og alla tíð síðan. Hann lét sig reyndar alla varða sem í Oddsson og Elísabet Álfheiður Oddsdótt- ir. 2) Hjördís Bára, f. 28. febrúar 1948, maki Sigtryggur Maríusson, börn þeirra eru: Sigurð- ur, Margrét Iris og Kolbrún. 3) Jó- hanna, f. 20. janúar 1950, d. 8. febrúar 1978, maki Marel Einarsson, börn þeirra era: María Erla, Sigurður Ein- ar og Geir Arnar. 4) Helgi, f. 15. októ- ber 1952. 5) Grétar, f. 14. febrúar 1954, maki Jóna Björg Pálsdóttir, börn þeirra eru: Anna Gréta, Páll Hólmar, Sara Rós og Lena Dúa. 6) Jón- as, f. 5. júlí 1956, fyrri maki Guðný Emilsdóttir, barn þeirra: Benedikt. Dóttir Margrétar er Edda Iris, f. 17. júlí 1942, fyrri maki Stefán Eiríksson, börn þeirra eru: Bryndís Iris og Stef- án Eiríkur. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. kringum hann voru, bar velferð og líðan hvers manns fyrir bijósti. Það var allra meina bót að tala við Sig- urð. Samúð, skilning, hvatningu og uppörvun og ekki síst kærleik fékk maður hjá honum. Þetta sannreyndi ég þegar sonur hans og nafni, sam- býlismaður minn, lést af slysförum árið 1986. Sú hjálp og styrkur sem Sigurður veitti mér þá, þótt sjálfur ætti hann um mjög sárt að binda, var mér ómetanlegur og gleymist aldrei. Það var líka alltaf hressilegt og sérstakt andrúmsloft í kringum Sig- urð, því hann hafði góða kímnigáfu og sagði skemmtilega frá mönnum og atburðum. Mér er í fersku minni er ég átti þess kost síðastliðið sumar að samgleðjast Sigurði, Grétu, konu hans, og Helga, syni þeirra, hjá írisi í Gungvala, á áttræðisafmæli Sigurð- ar. Þá var Sigurður farinn að kenna þess meins er leiddi hann síðan til dauða. Hann lét þó engan bilbug á sér fínna, var hugrakkur og bjartsýnn og naut augnabliksins á þessum ynd- islega stað í Suður-Svíþjóð. Eiginkona Sigurðar, Margrét Eg- gertsdóttir, stóð við hlið manns síns í gegnum þykkt og þunnt og milli þeirra ríkti sérstakt samband ástar og skilnings allt til síðustu stundar sem Sigurður lifði. Ég tel mig ríkari af að hafa kynnst manninum Sigurði Sigurðssyni og nú að leiðarlokum þakka ég honum af öllu hjarta alla elskusemina við mig og mína. Blessuð sé minning hans. Borghildur Thors. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum tengdaföður míns Sigurð- ar Sigurðssonar kaupmanns sem er látinn. Ekki kom það okkur á óvart, en alltaf bregður manni við missi vinar og góðmennis sem Sigurður var. Ég kynntist þeim hjónum vetur- inn 1965. Þá var kominn tími til að kynnast tilvonandi tengdaforeldrum. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, verið eins kvíðinn fyrir heimboði. Hvað átti ég að segja, um hvað átti ég að tala. Þau hjónin tóku vel á móti mér og það voru ekki vandamál að halda uppi samræðum við Sigurð, ég hef aldrei kynnst þvílíkum manni og þeim áhuga sem hann gaf frá sér í samræðum. Hann hafði áhuga á öllu smáu og stóru sem við hjónin tókum okkur fyrir hendur eftir að við vorum gift. Fyrsta barnið okkar fæddist veturinn 1966, sem var snjó- þungur vetur. Þá stundaði ég sjó- mennsku og var þvi mikið að heim- an. Kom þá Sigurður á hveijum degi fyrir hádegi þann vetur með nauð- synjar til dóttur sinnar Hjördísar, sem var þá ein með bamið og átti erfítt um vik. Sigurður gleymdi aldrei af- mælisdögum í íjölskyldunni, hvorki smáum né stórum. 1976 fluttum við til Keflavíkur og alltaf var Sigurður að hringja eða koma og athuga hvemig gengi. Ef bömin vom veik kom lítill pakki inn um lúguna daginn eftir eða með rútunni. Svona bar Sigurður ástúð og umhyggju fyrir öllum sem honum vom kærir. Þessa ástúð og umhyggju gaf hann öllum sínum bömum, bamabörnum, barna- bamabömum og mökum þeirra. Hann taldi ekkert eftir sér ef hann gat liðsinnt öðmm og hjálpað. Sigurður var alltaf léttur og kát- ur, gerði að gamni sínu og fékk aðra til að taka undir hvernig sem á stóð í lífí þeirra, gerði aldrei kröf- ur til annarra, gaf bara af sér. Það var gaman að vera með Sigurði ein- um. Þá sagði hann manni sögu og brandara frá ámm áður. Hlógum við oft innilega. Hann fylgdist mjög vel með landsmálum öllum, bæði úr blöðum og útvarpi, og gat rætt skemmtilega um alla hluti. Sigurður naut þess að ferðast um landið, vera í sumarhúsum. Hann lifði sig inn I umhverfið og náttúr- una, fór í gönguferðir og skoðaði sig um. Alltaf var gaman að heim- sækja hjónin við þær aðstæður og sjá hvað þau vom ánægð. Gaman var að geta hjálpað Sigurði um smá viðvik, hann var svo glaður og ánægður og talaði um það lengi og við alla. Sigurður og Margrét em búin að vera saman í yfir fímmtíu ár og oft hafa verið erfiðleikar hjá þeim hjón- um. Alla erfíðleika hafa þau staðið af sér með sóma og aldrei kvartað. Ég var oft hissa á hvað Sigurður gat haldið sínu rólyndi. Þau hjónin urðu fyrir því áfalli að missa tvö böm í umferðarslysum, Sigurð Hörð frá tveim ungum bömum, og Jóhönnu frá eiginmanni og þrem ungum böm- um. Þetta var mikil sorg og missir fyrir þau hjónin og fjölskylduna. Foreldrar mínir bjuggu ekki saman og ólst ég ekki upp hjá þeim nema að litlu leyti. Sigurður og Margrét tóku mig sem son og tengdason og oft þurftum við Sigurður að ræða málin og hafði ég mjög gott af því. Þá gaf Sigurður mér góð ráð, var alltaf mjög skilningsríkur og hjálp- samur. Ég heimsótti hann oft í Ram- magerðina þar sem hann vann síð- ustu árin. Álltaf gaf hann sér tíma til að ræða málin eða gantast og gera að gamni sínu sem hann átti mjög auðvelt með. Elsku Siggi minn, þakka þér fyrir allar okkar góðu stundir, þú kenndir mér margt og þar ber hæst sam- skipti við fólk sem ég reyni að lifa eftir. Það verður seint fyllt það skarð sem hlaust við missi Sigurðar og votta ég Margréti og fjölskyldu henn- ai innilegustu samúð. Guð veri með ykkur og varðveiti á komandi árum. Elsku Gréta, Guð veri með þér. Sigtryggur Maríusson. Elsku afi minn er horfínn af þess- ari jörðu. Hann hefur sofnað svefn- inum langa. Er ég frétti af sjúkdómi hans og að hann ætti ekki langt eft- ir lifað var eins og tómleiki fyllti líf mitt. Fráfall hans er mér þungbært og stuðningur minn í sorginni eru allar þær fallegu og hugljúfu minn- ingar sem ég á um hann. Afi skipaði stóran sess í mínu lífi. Hann fylgdist ávallt með lífí mínu og hafði áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hend- SIGURÐUR SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.