Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þorri, Góa og þrælarnir í Kaffileikhúsinu * Islenskt kvöld með Þorra, Góu og þrælunum heitir skemmtidagskrá sem frumsýnd verður í kvöld í Kaffíleikhúsinu. Þröstur Helgason leit inn á æfíngu þar sem Ámi Bjömsson þjóðháttafræðingur, Brynja Benediktsdóttir leikstjóri, Diddi fíðla og leikarar voru að undirbúa þjóðlega uppákomu. Morgunblaðið/Árni Sæberg VALA Þórsdóttir og Harald G. Haralds í hlutverkum þrælanna Siyddu og Garra. KAFFILEIKHÚ SIÐ frumsýnir í dag, sunnudag, dagskrá sem nefn- ist íslenskt kvöld ... með Þorra, Góu og þrælunum. Ekki er um þorrablót að ræða heldur dagskrá þar sem leitast er við með frásögn, leikatrið- um og tónlist að varpa ljósi á forna og nýja þorra- og góusiði á fræð- andi og lifandi hátt. Ýmsar persón- ur sem allir hafa heyrt um en fáir þekkja og enginn hefur séð skjóta upp kollinum. Þátttakendur í sýn- ingunni eru Ámi Bjömsson, sem er sögumaður og jafnframt höfund- ur frásagnar, Harald G. Haralds leikari, Diddi fiðla, sem fer með hlutverk músíkants og er jafnframt höfundur og útsetjari sönglaga, og Vala Þórsdóttir leikari og höfundur leikatriða. Búninga hannar Þórunn E. Sveinsdóttir og ljósahönnun er í höndum Jóhanns Bjarna Pálmason- ar. Garri o g Slydda Að sögn Árna Björnssonar er ætlunin bæði að fræða og skemmta fólki með þessari dagskrá en í aðal- hlutverkum verða Þorri og Góa og kannski ekki síður þrælamir þeirra. „Við þekkjum bæði þorraþræl og góuþræl; þeirra er oft getið í göml- um kvæðum. Við köllum líka síð- asta dag þessara mánuða þorraþræl og góuþræl. En við tökum það til bragðs að gefa þeim sérnöfn í sýn- ingunni og köllum þau Garra og Slyddu. Þetta eru illviðranöfn en öll ijölskylda Þorra heitir nöfnum einhverra náttúmfyrirbrigða eða veðurheitum. Þetta par höfum við sem hirðfífl eða trúða en hirðfíflin hjá kónga- hirðum vom oft nokkurs konar þrælar. Og segja má að þau afbaki allt og misskilji sem ég segi; ég fer með ákveðnar staðreyndir sem ég hef grafið upp um þessa vetrar- vætti, Þorra og Góu, og síðan koma þau og túlka þær á sinn hátt, sem er iðulega einhver annar en ætla mætti. En þessi misskilningur þeirra er kannski eilítið táknrænn fyrir samtímann.“ Árni segir að ekkert sé í raun- inni vitað um það hvernig menn blótuðu þorra og góu til forna. „En það er þó nokkuð ljóst að menn hafa aðallega étið og drukkið. Min skoðun er sú að blót hafi frekar verið veisla en trúarathöfn. Það má vel vera að mælt hafi verið fyr- ir minnum einhveija vetrarvætta, til dæmis Þorra. Menn fóru að blóta þorra á síð- ustu öld aftur eftir að trúfrelsi var viðurkennt; þá voru þetta opinberar skemmtisamkomur ýmislegra fé- lagasamtaka og eru enn. Á tímum lútersks rétttrúnaðar - á sautjándu, átjándu og fram á nítjándu öld - var svona athæfi hneykslanlegt og hefur fólk þvi blátt áfram ekki þor- að að blóta þessa fornu vætti.“ Aðferðin frá Mána skáldi Brynja Benediktsdóttir leikstýrir dagskránni og segir að hún byggi leikstjórnaraðferð sína á gömlum vísum úr Sverris sögu. „Þar er sagt frá því þegar Máni skáld er við hirð Magnúsar konungs árið 1184 og þykir sem leikarar séu að ræna athyglinni með hljóðfæraslætti, flautuleik, skrípalátum og stangar- stökki. Hann yrkir þá tvær vísur þeim til háðungar og tekst þannig að upphefja sjálfan sig og skáld- skapinn. Þessar gömlu vísur eru nú hluti af leikstjómarhugmynd minni á þessu skemmtikvöldi. Þeir þættir skemmtunar sem mér var ætlað að tengja saman í dag- skránni kallast á við visurnar tvær; fræðimaðurinn og doktorinn annars vegar og leikarar og hljóðfæraleik- ari hins vegar að ógleymdum þætti búninga- og grímusmiðanna. Við stillum saman list leikaranna og músíkantsins og frásögn fræði- mannsins. En þar sem fræðimaður- inn er líka söngvari og skemmti- kraftur og músíkantinn og leikar- arnir sérfróðir á sínu sviði er þessu í lokin öllu steypt í einn pott í anda comedia dell’arte." íslensk kvöld verða sýnd öll föstudags- og laugardagskvöld, og ef til vill önnur kvöld, frá 9. febr- úar til loka marsmánaðar. Boðið verður upp á kvöldverð fyrir sýning- ar matreiddan af íslensk-spænska matreiðslumanninum Eduardo Perez. Um er að ræða eins konar tilbrigði við þorramat. Lögð verður áhersla á íslenskt hráefni eins og söl, hrogn, eðalfísk, gellur og rúg- brauð matreitt á óvenjulegan og óvæntan hátt. Sýningar heíjast kl. 21 en húsið verður opnað kl. 19. Skækjunni boðið á leik- listarhátíð í Svíþjóð ÞJÓÐLEIKHÚSINU hefur verið boðið með sýninguna „Leitt hún skyldi vera skækja“ í leiksljórn Baltasars Korm- áks, á leiklistarhátíð í Stokk- hólmi í lok maí. Hátíð þessi er haldin árlega á vegum sænska ríkisleikhússins og er stærsti viðburður af þessu tagi á Norðurlöndum. Um fjörutíu leiksýningar verða í boði, frá írlandi, Noregi, Þýskalandi, Rússlandi, Argentínu, Islandi og Svíþjóð. Meginviðfangsefni hátíðarinnar er „leikhúsið og framtíðin" og verða fjölmarg- ar námstefnur tengdar því efni. Leitt hún skyldi vera skækja var frumsýnt snemma á liðnu hausti og hefur gengið síðan fyrir fullu húsi á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins. Þrítugasta sýningin var í gær- kvöldi, laugardagskvöld. Skækjan er fyrsta leikstjórn- arverkefni Baltasars Korm- áks við Þjóðleikhúsið. Höfund- ur leikmyndar er Stígur Stein- þórsson, Filippía Elísdóttir er höfundur búninga, Páll Ragn- arsson hannaði lýsingu og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hefur umsjón með tónlist. Leikendur eru Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálms- dóttir, Steinn Ármann Magnússon, Stefán Jónsson, Krislján Franklín Magnús, Ragnheiður Steinþórsdóttir og Erlingur Gíslason. 170 sóttu um styrki Menningarsjóðs VIS FORSETI íslands, Ójafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin úr Menningarsjóði VIS. Myndin sýnir forsetann afhenda forvera sínum á forsetastóli, Vigdísi Finnbogadóttur, verðlaun. VERÐLAUN hafa verið veitt í ann- að sinn úr Menningarsjóði VÍS, en sjóðurinn var stofnaður 19. maí 1995 af stjórn Vátryggingafélags íslands hf. í tilkynningu segir, að af hálfu stofnanda sjóðsins sé tilgangur hans tvíþættur. I fyrsta lagi sá, að verð- launa og styrkja þá einstaklinga, íslenska, sem skara fram úr á sviði lista, vísinda og menningarstarfa og í öðru lagi er tilgangurinn sá, að hlúa að og styðja hvers konar al- menna menningarstarfsemi. Markmiðum sjóðsins hyggst Vá- tryggingafélag Islands ná með því að veita a.m.k. 5 milljónir króna á ári hveiju til sjóðsins, sem sjóðs- stjóm úthlutar í samræmi við reglur hans. Meginreglumar eru þessar: í A-flokki skal veita einn styrk á ári að íjárhæð kr. 1.000.000 til þess einstaklings, sem að mati sjóðs- stjórnar þykir hafa unnið menning- arafrek. í B-flokki skal veita tvo styrki, hvom að fjárhæð kr. 500.000, til einstaklinga fyrir framlög þeirra á sviði lista og vísinda. í C-flokki skal veita allt að 3.000.000 kr. til aðila, sem eru að sinna verkefnum, sem til hags og heilla horfa fyrir íslenskt samfélag, hvort heldur er á sviði lista eða vís- inda, menningar eða atvinnulífs. í sjöðsstjórn eru Hilmar Pálsson, formaður, Axel Gíslason og Örn Gústafsson. Úthlutun í öllum flokkum hefur þegar farið fram í samræmi við reglur sjóðsins og afhending verð- launa í A- og B-flokki fór fram á miðvikudag, en þau hlutu Egill Frið- leifsson kórstjóri, Gísli Pálsson pró- fessor og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti íslands. í C-flokki var byggt á umsókn- um, sem bámst. Umsækjendur í þessum flokki voru 170 talsins og flestir með verðug verkefni, stór og smá, sem auðvelt var að styðja. Valið á milli þeirra var hins vegar erfitt. Þremur miljónum króna var úthlutað til einstaklinga, hópa og félaga, sem fengu misháar fjárhæð- ir hver og einn eftir umfangi verks- ins, allt upp í 300.000 krónur. Þetta em aðilar, sem em að sinna rann- sóknarverkefnum á ýmsum sviðum, gefa út geisladiska, setja upp leik- rit, gefa út bækur, sértök sögurit- un, sinna forvarnarverkefnum ýmiss konar, stunda líknarstörf, semja kennslubækur, draga úr mengun, setja upp sýningar á myndverkum, kvikmyndagerð, stunda lífræna ræktun, svo nokkuð sé nefnt. Listi með nöfnum þeirra, sem fengu úthlutun í C-flokki verður ekki birtur og segir í tilkynningu VÍS, að það sé látið ógert með til- liti til þeirra, sem synjun fengu, því að í valinu fólst ekki höfnun á verk- efnum þeirra sem slíkum. Allir umsækjendur hafa fengið svar. I A- og B-flokki er ekki byggt á umsóknum, heldur sjálfstæðu mati sjóðsstjórnarinnar, sem naut aðstoðar íjölmargra aðila. Dagsetning afhendingarinnar var tengd því, að Vátryggingafélag íslands hf. varð 8 ára þann dag. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Tónlistarmenn frá Hollandi Jeroen den Folke Herder Nauta TVEIR ungir tón- listarmenn frá Hol- landi halda tónleika á vegum Lista- klúbbs Leikhúskjall- arans nk. mánu- dagskvöld í sam- vinnu við Ræðis- skrifstofu Hollands á íslandi. Hér eru á ferðinni þeir Jeoren den Herder, selló, og Folke Nauta, píanó, en þeir hafa hlotið margvíslegar viður- kenningar og verð- laun hvor um sig og er þeir hafa leikið saman. Hér koma þeir við á leið til tónleikahalds í Bandaríkjunum. Jorden den Herder er 25 ára og er prófessor við Tónlistarhá- skólann í Utrecht. Hann hefur leikið einleik með ýmsum hljóm- sveitum m.a. Sinfóníuhljómsveit- inni í Pétursborg, Austur-hol- lensku Sinfóníuhljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveitinni í Bæheimi. Um hann sagði Yehudi Menuhin m.a. árið 1993 er hann lék með Sinfóníuhljómsveitinni í Péturs- borg á tónleikum í Reims: „Jeroen den Herder lék með tilfinningu og næmi og ég trúi að hann eigi eft- ir að verða dásamlegur sellóleik- ari.“ Folke Nauta er 23 ára að aldri og hlaut fyrstu verðlaun sín aðeins 12 ára er hann sigraði í „Alþjóð- legu Mozart samkeppninni fyrir unga píanóleikara“. Ári síðar vann hann fyrstu verðlaun í samkeppni um efnilegustu tónlistarmenn Hol- lands, en þau verðlaun hlaut hann aftur árið 1988. Þegar hann fékk aðalverðlaun Philip Morris samkeppninnar fylgdu þessi orð: „Píanóleikari í hæsta gæðaflokki með einstakar tónlistargáfur.“ Á verkefnaskránni í Leikhús- kjallaranum eru verk eftir Schu- mann, Debussy, Messiaen, de Falla og Brahms. Tónleikarnir hefjast kl. 21 en húsið verður opn- að kl. 20.30. Aðgangseyrir er 600 kr. en kr. 400 fyrir félaga Listaklúbbsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.