Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ að sækja þar sem ódýr fatnaður frá láglaunalöndum flæðir yfir markaðssvæðin og margir í ullar- iðnaðinum hafa hætt starfsemi." Mig langar að spyrja um mengunarmál þar sem ullar- þvottastöðin í Hveragerði hefur stundum lent í misjafnri umræðu? „Þar hefur verið viss vandi. Ull er að vísu í sjálfu sér umhverfis- væn náttúruvara, en það er verið að hreinsa hana og því fylgir mengun í Varmá, en í hana fer frárennslið. Hér er þó fyrst og fremst um sjónmengun að ræða, en málið er í skoðun og verður afgreitt sem hluti af stærra dæmi þar sem skólp úr mörgum húsum í Hveragerði rennur óhindrað í Varmá. Mengunarmál okkar hér í Mos- fellsbæ eru einnig undir smásjá. Litunardeildin notar bæði sýrur og litarefni sem við þurfum að losa okkur við. Geysimiklar fram- farir hafa orðið í samsetningu þeirra efna sem notuð eru, óæski- leg eiturefni hafa verið tekin út, og það hefur dregið verulega úr mengun. Við það bætist, að við höfum komið okkur upp 240 tonna tanki í jörðu þar sem þessu frá- rennsli er blandað saman og verð- ur slík útþynning að það er lit- laust sem frá okkur fer. Þá er sjón- mengunin að minnsta kosti frá. Ég vil taka fram, að allar okkar athafnir í þessum efnum hafa ver- ið í fullri samvinnu við heilbrigðis- yfirvöld og Hollustuvernd og stefnt er að því að gera þær breyt- ingar hjá okkur að hreinsa megi allt frárennsli. Það er hins vegar gríðarleg fjárfesting og við erum að leita að heppilegum leiðum til að koma þessu í framkvæmd." Takmark innan seilingar ... Mengunarmálin voru útúrdúr, en hvað með hráefnið, hvað er verið að tala um mikið magn? „Við flytjum dálítið inn af ull, einkum frá ullarlandinu sjálfu Astralíu. Annars höfum við verið að vinna úr allt að 300 tonnum af íslenskri ull. Eitt af þeim mark- miðum sem við lögðum upp með var að vinna alla ull sem til fellur á íslandi. Nú erum við um það bil að ná því takmarki og erum við þá að tala um 700 til 750 tonn. Það hefur hjálpað gífurlega upp á sakirnar að ullarmeðferð bænda hefur stóraukið gæði hrá- efnisins síðustu 6-7 árin. Aukn- ing á ýmsum sviðum, m.a. með stórvaxandi útflutningi á gólf- teppabandi, hefur hjálpað okkur að ná þessum árangri. Utflutning- urinn á því fer ört vaxandi. Fyrir þremur árum vorum við engar tekjur með af því, en í fyrra 62 milljónir. í ár verða þær a.m.k. 108 milljónir." Þú talar um metárið 1997, hvað ef þú horfir lengra fram í tímann? „Það er nú ágætt að taka eitt ár í einu. Ef stöðugleiki helst er ég bjartsýnn. Það þarf að nota góðu árin vel og það ætlum við svo sannarlega að gera. Mér sýn- ist að stjórnvöld ætli ekki að láta sitt eftir liggja. Sem dæmi má nefna að iðnaðarráðuneytið er komið af stað með heilmikið þriggja ára öflugt markaðsátak sem mun ná út fyrir landsstein- ana. Allir sem tengjast ullar- og fataiðnaði eiga þess kost að taka þátt í átakinu, en ætlunin er m.a. að gera tilraun til að hjálpa þeim sem eru við það að gefast upp. Það er næg framleiðslugeta á fatnaði í landinu, en engir pening- ar til markaðssóknar. íslensk fyrirtæki þurfa ekki að selja gríð- arlega mikið til að snúa taflinu við. Þau spjara sig best með því að skera sig á einhvern hátt úr. Það höfum við getað gert, því íslenska ullin er bæði góð að gæðum og þekkt um allan heim. Við verðum að vera bjartsýnir um að okkur takist að halda okk- ar striki. Það er ekki á dagskrá að halla sér aftur í sætinu og slappa af. Þetta er nefnilega ekk- ert auðvelt. Satt að segja er þetta hörku barátta. SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 25 f///S m. JJ * ■ Góðar *> v ferðahugmyndir á frábæru verði, -hvergi betra! 14 nætur á Levante ströndinni dýrlegu! Verð pr. mann frá kr: 3«7#.- Gisting á Trebol íbúða- hótelinu. Verð pr. mannfrá kr: 40.070P 14 nætur á Playa de Palma, Majorca- perlunni. Verð pr. mann frá kr: 42.170.- Gisting á hinu þekkta Halley íbúða- hóteli. Ef 2 feröast saman, er veröiö kr. 57.200.- *Verðið miöast við 2 fulloröna og 2 börn, 2-11 ára. Innif.: Flug, gisting á Pil Lari Playa íbáöahótelinu, fararstjórn, flugvallarskattar ogferöir til ogfráflugvelli. Ef2feröast saman, er verðið kr. *49.500, á Trebol og *52.700.- á Halley. *Veröið miðast við 2 fuUorðna og 2 börn, 2-11 ára. Innif: Flug, gisting, fararstjórn, flugvallarskattar ogferöir til ogfráflugvelli. Frábær vorferð fyrir eldri borgara! Vorferðir til Majorca: 14 nætur. Brottför: 9. apríl. Verð pr. mannfrá kr: ci 44.720,- Verð pr. mannfrá kr: 52.400, SJÓVÁ-AIMENNAR Sími: 567 1700 35 nœtur á Benidorm. Brottför: 8. apríl. Verðið miðast við 2 í íbúð. Innifl: Flug, gisting á Trebol íbúðahótelinu, fararstjórn, flugvallarskattar og ferðir til og frá flugvelli. Einstakt tækifæri fyrir sumarhúsaeigendur á Spáni! Flugfargjald til Benidorm. 26.900,- (m. flugv.skatti). 18.910.- fyrir böm 2 - 1 í ára. Ath.: Bókað sé og greitt fyrir 15. mars. Umboðsmenn Plúsferða: Akranes: Auglýsingablaóið Pésinn Stillholti 18, sími 431 4222/431 2261. Stutt og skemmtilegt hopp: 8 nætur. Brottför: 23. apríl. 37.800.-* *Gist í öllum vorferðum á Pil Lari Playa og eru verð miðuð við gistingu fyrir 2 í stúdíóíbúð. Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattar, fararstjórn ogferðir til og frá flugveUi. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Sauöárkrókur: Skagfiröingabraut 21, sími 453 6262. Akureyri: Ráðhústorg 3 sími 462 5000. Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 Vestmannaeyjar: Selfoss:SuÖurgarður hf. Eyjabúð Strandvegi 60, Austurvegi 22, sími 482 1666. sími481 1450 Keflavík:Hafnargötu 15, sími421 1353.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.