Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 23 Konum bannað að vera í buxum Abiya. Reuter. KONUM sem klæðast buxum hef- ur verið meinað að fara inn í stj órnarbyggingar í Nígeríu sam- kvæmt nýjum reglum um klæða- burð í landinu. Er konum ekki lengur leyfilegt að vera í buxum eða „öðrum ósæmilegum klæðn- aði“ á skrifstofum hins opinbera. Um helmingur íbúa Nígeriu eru múslimar. Embættismenn í Nígeríu segja að nýju reglurnar hafi verið sett- ar til að koma í veg fyrir að „létt- úðugar konur“ leggi leið sína á stjórnarskrifstofur, þar sem þær „angri embættismenn með óskum um vinnu, gjafir og annað um leið og þær sýna líkama sinn“. Lentu margar konur, sem starfa á stjórnarskrifstofum, í vandræð- um þegar þær hugðust fara til vinnu, og voru alimargar þeirra teknar til ítarlegrar yfirheyrslu áður en þeim var snúið við, og þess krafist að þær klæddust við- eigandi fatnaði. 80.000 glæpamenn Tókýó. Reuter. FJOLDI svokallaðra „yakuza“ eða félaga í skipulögðum glæpasamtök- um í Japan var 79.900 um síðustu áramót. Kemur það fram í skýrslum japönsku lögreglunnar, sem birtar voru í liðinni viku. Lögreglan telur, að „félags- bundnum" glæpamönnum hafi fjölgað um 600 á síðasta ári en þeir eru langflestir í þremur stærstu glæpasamtökunum, Yamaguchi- Gumi, Inagawa-Kai og Sumiyoshi- Kai. „Yakuza", sem eru raunar auð- þekktir á miklu húðflúri, sundurgerð í klæðaburði og ákveðinni hártísku, eiga sér langa sögu í Japan og koma mikið við sögu í vændi, fjárhættu- spili og fjárkúgfun. Það var ekki fyrr en 1992, að jap- anska lögreglan skar upp herör gegn giæpasamtökunum en þá voru sett ný lög varðandi baráttuna gegn þeim. Gæludýr létta föngum leiðindin Róm. Reuter. LEYFA á föngum í ítölskum fangelsum að halda gæludýr í klefum sínum. Að sögn embættismanna dómsmála- ráðuneytisins ítalska eru kettir, gullfískar og fuglar í búri dæmi um gæludýr sem þeim á að leyfast að hafa til að létta sér leiðindin og ein- manaleikann í refsivistinni. Athos de Luca, þingmað- ur græningja, segist hafa stungið upp á gæludýraá- ætlun þessari sem aðferð til að „hjálpa til með að gera betrunarstofnanir mannúð- legri.“ Eftir Fulco Pratesi, for- seta Ítalíudeildar Alþjóðan- áttúruvemdarsjóðsins, World Wildlife Fund, er haft: „Refsifangar hafa mikla þörf fyrir að tengjast náttúr- unni, og þetta samband hjálpar til við að hraða fé- lagslegum bata þeirra." VIÐSKIPTAÞING 1997 Jafnræöi eöa mismunun ER RIKISVALDIÐ ANDSNÚIÐ JAFNRÆÐI í ATVINNULÍFINU? I Viðskiptaþing Verslunarráðs íslands, 13. febrúar 1997, Hótel Loftleiðum DAGSKRA: 11:40 Skráning fyrir framan Þingsali Hótels Loftleiöa 12:00 Hádegisverður 12:15 Viðskiptaþing 1997 sett Námsstyrkir afhentir 13:15 Er rikisvaldið andsnúiö jafnræði í atvinnulífínu? Kolbeinn Kristinsson, formadur Verslunarráðs íslands 1 Þ i n g s ö 1 u m 14:00 Hvernig taka stjómvöld á jafnræöismálum? Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra 14:20 Jafhræði og samkeppni Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 14:40 Skiptir jafnræöi fyrirtæki máli? Geir Magnússon, forstjóri Oliufélagsins hf 14:55 Viðhorf launþegahreyfingarinnar til jafhræðis í atvinnulífinu Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ 15:10 Kaffihlé 15:30 Fer réttaröiyggi borgaranna gagnvart ríkisvaldinu vaxandi? Jón Steinar Gunnlaugsson, hœstaréttarlögmaður 15:45 Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hérlendis og erlendis - samanburður Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. 16:00 Hringborðsumræður ræöumanna og starfshópa Stjómandi: Óli Björn Kárason, ritstjóri Viðskiptablaðsins 17:00 Viðskiptaþingi slitið Ráðstefnustjóri, Einar Benediktsson, forstjóri Olíuverzlunar íslands hf. 17:00- Móttaka í boði Verslunarráðs íslands 18:30 i tilefni af 80 ára afmæli samtakanna á þessu ári v_________________________________________.— --------- Þinggjald er kr. 9.500 fyrir félagsmenn en kr. 12.000 fyrir aðra. Ef fyrirtæki, stofnun eða samtök senda fleiri en tvo þátttakendur fær þriðji þátttakandi 50% afslátt. Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 11. febrúar nk. í síma 588 6666 VERSLUNARRAÐ IS Paradís í Ktuíbaliali 6/jóminíAíiiia/ Ódýr, örugg, falleg og spennandi. Gríptu tækifærið núna - burt úr myrkrinu, kuldanum og stressinu. Láttu drauminn rætast. Puerto Plata Village Algjör drauma- staður með öllu inniföldu, eða Renaissanc e Capella Beach 5-fr hótel skammt frá höfuðborginni Santo Domingo B rottfarardagar: 16. og 23. febrúar og 2., 9. og 16. mars Örfá sæti laus í flestar brottfarir. jf* Ein, tvær eða þrjár vikur. íslenskur fararstjóri: Már Elíson FERÐASKRIFSTOFAN PRIAW HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564 með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum Hamra- Folda- Húsa- Rima- Borga- Víkur- og Engjahverfis í Grafarvogi í Fjörgyn mánudaginn 10. febrúar kl. 20.00. Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. R EYKJA VlKL'R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.