Morgunblaðið - 09.02.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.02.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 23 Konum bannað að vera í buxum Abiya. Reuter. KONUM sem klæðast buxum hef- ur verið meinað að fara inn í stj órnarbyggingar í Nígeríu sam- kvæmt nýjum reglum um klæða- burð í landinu. Er konum ekki lengur leyfilegt að vera í buxum eða „öðrum ósæmilegum klæðn- aði“ á skrifstofum hins opinbera. Um helmingur íbúa Nígeriu eru múslimar. Embættismenn í Nígeríu segja að nýju reglurnar hafi verið sett- ar til að koma í veg fyrir að „létt- úðugar konur“ leggi leið sína á stjórnarskrifstofur, þar sem þær „angri embættismenn með óskum um vinnu, gjafir og annað um leið og þær sýna líkama sinn“. Lentu margar konur, sem starfa á stjórnarskrifstofum, í vandræð- um þegar þær hugðust fara til vinnu, og voru alimargar þeirra teknar til ítarlegrar yfirheyrslu áður en þeim var snúið við, og þess krafist að þær klæddust við- eigandi fatnaði. 80.000 glæpamenn Tókýó. Reuter. FJOLDI svokallaðra „yakuza“ eða félaga í skipulögðum glæpasamtök- um í Japan var 79.900 um síðustu áramót. Kemur það fram í skýrslum japönsku lögreglunnar, sem birtar voru í liðinni viku. Lögreglan telur, að „félags- bundnum" glæpamönnum hafi fjölgað um 600 á síðasta ári en þeir eru langflestir í þremur stærstu glæpasamtökunum, Yamaguchi- Gumi, Inagawa-Kai og Sumiyoshi- Kai. „Yakuza", sem eru raunar auð- þekktir á miklu húðflúri, sundurgerð í klæðaburði og ákveðinni hártísku, eiga sér langa sögu í Japan og koma mikið við sögu í vændi, fjárhættu- spili og fjárkúgfun. Það var ekki fyrr en 1992, að jap- anska lögreglan skar upp herör gegn giæpasamtökunum en þá voru sett ný lög varðandi baráttuna gegn þeim. Gæludýr létta föngum leiðindin Róm. Reuter. LEYFA á föngum í ítölskum fangelsum að halda gæludýr í klefum sínum. Að sögn embættismanna dómsmála- ráðuneytisins ítalska eru kettir, gullfískar og fuglar í búri dæmi um gæludýr sem þeim á að leyfast að hafa til að létta sér leiðindin og ein- manaleikann í refsivistinni. Athos de Luca, þingmað- ur græningja, segist hafa stungið upp á gæludýraá- ætlun þessari sem aðferð til að „hjálpa til með að gera betrunarstofnanir mannúð- legri.“ Eftir Fulco Pratesi, for- seta Ítalíudeildar Alþjóðan- áttúruvemdarsjóðsins, World Wildlife Fund, er haft: „Refsifangar hafa mikla þörf fyrir að tengjast náttúr- unni, og þetta samband hjálpar til við að hraða fé- lagslegum bata þeirra." VIÐSKIPTAÞING 1997 Jafnræöi eöa mismunun ER RIKISVALDIÐ ANDSNÚIÐ JAFNRÆÐI í ATVINNULÍFINU? I Viðskiptaþing Verslunarráðs íslands, 13. febrúar 1997, Hótel Loftleiðum DAGSKRA: 11:40 Skráning fyrir framan Þingsali Hótels Loftleiöa 12:00 Hádegisverður 12:15 Viðskiptaþing 1997 sett Námsstyrkir afhentir 13:15 Er rikisvaldið andsnúiö jafnræði í atvinnulífínu? Kolbeinn Kristinsson, formadur Verslunarráðs íslands 1 Þ i n g s ö 1 u m 14:00 Hvernig taka stjómvöld á jafnræöismálum? Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra 14:20 Jafhræði og samkeppni Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 14:40 Skiptir jafnræöi fyrirtæki máli? Geir Magnússon, forstjóri Oliufélagsins hf 14:55 Viðhorf launþegahreyfingarinnar til jafhræðis í atvinnulífinu Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ 15:10 Kaffihlé 15:30 Fer réttaröiyggi borgaranna gagnvart ríkisvaldinu vaxandi? Jón Steinar Gunnlaugsson, hœstaréttarlögmaður 15:45 Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hérlendis og erlendis - samanburður Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. 16:00 Hringborðsumræður ræöumanna og starfshópa Stjómandi: Óli Björn Kárason, ritstjóri Viðskiptablaðsins 17:00 Viðskiptaþingi slitið Ráðstefnustjóri, Einar Benediktsson, forstjóri Olíuverzlunar íslands hf. 17:00- Móttaka í boði Verslunarráðs íslands 18:30 i tilefni af 80 ára afmæli samtakanna á þessu ári v_________________________________________.— --------- Þinggjald er kr. 9.500 fyrir félagsmenn en kr. 12.000 fyrir aðra. Ef fyrirtæki, stofnun eða samtök senda fleiri en tvo þátttakendur fær þriðji þátttakandi 50% afslátt. Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 11. febrúar nk. í síma 588 6666 VERSLUNARRAÐ IS Paradís í Ktuíbaliali 6/jóminíAíiiia/ Ódýr, örugg, falleg og spennandi. Gríptu tækifærið núna - burt úr myrkrinu, kuldanum og stressinu. Láttu drauminn rætast. Puerto Plata Village Algjör drauma- staður með öllu inniföldu, eða Renaissanc e Capella Beach 5-fr hótel skammt frá höfuðborginni Santo Domingo B rottfarardagar: 16. og 23. febrúar og 2., 9. og 16. mars Örfá sæti laus í flestar brottfarir. jf* Ein, tvær eða þrjár vikur. íslenskur fararstjóri: Már Elíson FERÐASKRIFSTOFAN PRIAW HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564 með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum Hamra- Folda- Húsa- Rima- Borga- Víkur- og Engjahverfis í Grafarvogi í Fjörgyn mánudaginn 10. febrúar kl. 20.00. Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. R EYKJA VlKL'R

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.