Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ATVINNULEYSI - KJARABÆTUR ÝZKALAND er eitt öflug- asta iðnaðar- og efna- hagsveldi heims. í fyrradag voru birtar nýjar tölur um at- vinnuleysi þar í landi og kom í ljós, að það hefur aukizt úr 10,8% í desember í 12,2%. Þetta þýðir að 4,66 milljónir manna eru atvinnulausar í landinu. Atvinnuleysi hefur verið viðvarandi vandamál um alla Evrópu árum saman. Heil- ar kynslóðir ungs fólks hafa tæpast kynnzt öðru en at- vinnuleysi. Vegna hins vænt- anlega sameiginlega gjaldmið- ils ESB-ríkja hefur verið lögð gífurleg áherzla á að ná ákveðnum markmiðum í efna- hagsmálum helztu aðildarríkja Evrópusambandsins. Jafn- framt hafa staðið líflegar um- ræður um það, hvort ósveigj- anlegt vinnumarkaðskerfi í Evrópu eigi mestan þátt í at- vinnuleysi þar, gagnstætt þeirri þróun sem orðið hefur í Bandaríkjunum, þar sem margar milljónir nýrra starfa hafa orðið til á undanförnum árum. Þessar fréttir eru fróðlegar fyrir okkur íslendinga. Á þess- 21 SÍÐASTA • helgispjalli var minnzt á Gagn og gaman og ísak Jóns- son skólastjóra. Ég átti samtal við hann sem birtist í Morgun- blaðinu 1958 eða þar um bil. Mér líkaði vel við ísak. Hann var braut- ryðjandi og sem skólamaður var hann óhræddur við hugsjónir sínar og stór í sniðum. ísak sagðist hafa verið bláfátækur í æsku en Magnús Helgason sem var þjóðkunnur fyrir skólastjóm og fommenntaáhuga og er enn í minnum hafður rétti þess- um unga pilti hjálparhönd og þetta traust hans hafði örvandi áhrif á ísak. „Skömmu áður en ég fór utan í fyrsta sinn skrifaði hann upp á 1500 króna víxil fyrir mig.“ Isak varaði mig við að koma öllu á fram- færi sem hann segði þvíað hann væri einsog hver sem gýs ef sett er í hann sápa! ísak vildi framkvæma. Tillögur og mælgi vom ekki að hans skapi. Þess vegna reis skóli ísaks Jónssonar af grunni. Hann var það ævintýri í lífi Isaks Jónsson- ar sem breyttist í vemleika og þessi vemleiki hefur fylgt okkur æ síðan einsog hver önnur blessun. „Ég hef farið utan sex sinnum“, sagði ísak í samtali okkar, „Til náms í mínu fagi og alltaf komið heim ríkari að reynslu. Það verður að hafa sömu aðferð við kennara og flugvélar: það verður að endumýja þá með ákveðnu millibili, setja í þá nýjan mótor." Ég spurði hvort hann teldi að hans mótor væri enn í góðu lagi. Hann svaraði: „Ég skal ekkert um það segja. Það er sagt að það séu glögg ellimerki á mönnum þegar þeir em orðnir ánægðir með sjálfa sig. Ég vona að ég sé það ekki.“ Morgunglaður vaknaði ísak Jónsson inní nýja áskorun. Og það hafði ekki hvarflað að honum að um áratug höfum við kynnzt alvarlegu viðvarandi atvinnu- leysi í fyrsta sinn frá því á kreppuárunum fyrir stríð, þótt komið hafi tímabil eins og t.d. 1967-1969, þegar alvarlegur atvinnuleysisvandi steðjaði að. Margir hafa velt því fyrir sér á undanförnum árum, hvort hér væri að skapast evrópskt ástand í atvinnumálum. Oðru nær. Á sama tíma og atvinnuleysi eykst í Þýzkalandi minnkar það stöðugt hér. Á sama tíma og atvinnuleysi í Þýzkalandi er skýrt með því að vinnuafl sé of dýrt standa yfir samninga- viðræður á vinnumarkaði hér, sem snúast ekki um það, hvort efni séu til að bæta kjör laun- þega heldur um hitt hve langt sé hægt að ganga í kjarabótum án þess að stefna stöðugleika í efnahagsmálum í hættu. Fátt sýnir betur þau ótrú- legu umskipti, sem hafa orðið í efnahagsmálum, en einmitt þessi samanburður á þróuninni hér og í Þýzkalandi. Hann sýn- ir svo ekki verður um villzt, að sveigjanleiki á vinnumark- aðnum hér er margfalt meiri skrifa ævisögu sína þegar samtal okkar átti sér stað. „Ég þreytist ekki af því sem ég geri, heldur af hinu sem ég geri ekki. í hverri fram- kvæmd sem vel er unnin felst end- umýjunarkraftur en það sem dregið er á langinn skapar áhyggjur. Eg hef að vísu oft áhyggjur en eyði þeim með framkvæmdum á réttum tíma. Sá sem hefur heilsu á að nota hana. Við eigum ekki að lama starfsþrek okkar meira en nauðsyn krefur. í starfinu er lífsgleðin, í iðjuleysinu kvíðinn, óttinn. Það hef- ur enginn efni á því að safna áhyggjum nema þeir sem eru komn- ir á eftirlaun. Ja, eftirlaun? Mér varð það eiginlega á að minnast á það hræðilega orð. Það ætti ekki að vera til í tungunni. Það er eins og þjófur sem laumast aftan að manni og rænir mann starfsgleð- inni. Ég vona að ég verði aldrei rændur þeirri gleði. Ég get ekki hugsað mér að eyða elliárunum í iðjuleysi. Þegar þjóðfélagið þykist ekki lengur hafa þörf fyrir mig og kraftana þrýtur væri gott að fá ný klæði eins og Ingjaldur í Hergilsey." Um börnin sagði ísak Jónsson meðal annars: Þau eru engir leikar- ar, þau eru einlæg, fordómalaus, skilningsviljug. Bamið er semsagt einstaklingur. Barnið hefur sinn eigin vilja, til- finningar, óskir og hugmyndir um lífið og tilvemna, ekkisíður en við sem emm enn nokkmm þumlung- um hærri í bili. „Ef kennaranum á að famast vel í starfmu verður hann að skilja þetta. Þegar ég kenndi í útibúi Miðbæjarskólans á Klapparstíg var þar ódæll drengur sem hafði ýmsa klæki í frammi og var erfiður. Ég komst að því síðar að heimilisástæður voru ekki upp á en í Evrópuríkjum. Um leið og uppsveifla verður í efnahags- málum á íslandi gerist það sama og við sömu aðstæður í Bandaríkjunum, að störfum fjölgar á ný. Efnahagsleg upp- sveifla hefur orðið í öllum helztu iðnríkjum heims á und- anförnum misserum, en svo virðist, sem hún skili sér ekki í minnkandi atvinnuleysi t.d. í Þýzkalandi. Þetta er lærdómsríkur sam- anburður fyrir okkur íslend- inga. Hann sýnir bæði kraftinn í atvinnu- og efnahagslífi okk- ar og ekki síður hitt, að þrátt fyrir allt hefur okkur tekizt að halda utan um velferðar- kerfið með þeim hætti, að það hefur ekki orðið sá þungi baggi á þjóðfélaginu, sem það hefur orðið á sumum Norðurland- anna og meginlandi Evrópu, ekki sízt í Þýzkalandi og Frakklandi. í samanburði við önnur Evr- ópulönd er staða okkar mjög sterk. Ef við værum aðilar að ESB mundi ísland ótvírætt vera í hópi þeirra ríkja, sem uppfylla hin ströngu efnahags- legu skilyrði fyrir þátttöku í sameiginlegum gjaldmiðli. í þeim kjaraviðræðum, sem nú standa yfir er hollt að hafa þetta í huga. Við höfum náð ótrúlegum árangri á skömmu tíma. Við náðum tökum á þeim vandamálum, sem fylgdu kreppunni fyrr á þessum ára- tug. Atvinnulífið hefur komið sterkara út úr henni en það var í upphafi hennar. Atvinnu- leysi fer minnkandi. Kaup- máttur hefur aukizt umtals- vert og á eftir að aukast. Þessum merkilega árangri, sem við höfum náð í efnahags- stjórn og atvinnulífi, má ekki stofna í hættu með röngum ákvörðunum á vinnumarkaðn- um. það bezta og foreldrar hans voru mjög fátækir. Mun stirfni og óþjál lund drengsins hafa átt rætur að rekja til þess. Eitt sinn í frímínútun- um komu bekkjarsystkin hans til mín og sögðu að hann væri með vindil. Ég kallaði hann fyrir mig. Hann settist gegnt mér og við horfðust stundarkom í augu án þess að nokkurt orð væri sagt. Þá segir hann allt í einu með áherzlu um leið og hann lemur í borðið: „Ég er maður eins og þú“. Ég svaraði: „Það er einmitt það, góði minn, og þess vegna er ég kominn að tala við þig“. Þá brast hann í grát og þar með var bjöminn unninn. Eftir það var opin leið að hjálpa honum og urðum við síðar miklir vinir." Annað dæmi: „Meðan ég kenndi í Grænuborg hafði ég eitt sinn skroppið heim að borða, frakkalaus í köldu veðri. Þegar ég kom aftur stóð sex ára gamall pinni við hliðið, horfir hörku- lega á mig og segir: „Ertu nú frakkalaus, skammastu þín!“ Ég skildi strax hvað klukkan sló og sagði: „Afsakaðu, ég var svo seinn fyrir og mátti ekki vera að því að fara í frakkann". Þá bandaði hann hendinni frá sér og sagði: „Þá talar maður ekki meira um það.“ Og fór.“ * Ég þekki litla telpu sem einnig er sex ára. Hún áminnir afa sinn viðstöðulaust um að spenna bílbelt- in. Hún lærði það í umferðarskóla lögreglunnar og ef afínn gegnir ekki og segir að þetta verði svo stutt bílferð að það taki því ekki að spenna beltin þá svarar hún full- um hálsi: „Það er alveg sama hvort það er langt eða stutt, maður getur lent í slysi.“ Og nú kemst afínn ekki upp með moðreyk! M. HELGI spjall M EÐ SAMNENGIÞEIM, sem undirritaður var í gær á milli for- svarsmanna Fijálsr- ar fjölmiðlunar hf. og fulltrúa Alþýðu- flokksins um útgáfu Alþýðublaðsins næstu 9 mánuði á vegum hlutafélags í meirihlutaeigu hinna fyrmefndu má segja, að afskiptum stjómmálaflokka af dag- blaðaútgáfu á íslandi sé að langmestu leyti lokið. Hið nýja útgáfufyrirtæki Alþýðu- blaðsins, Alþýðublaðsútgáfan, mun að vísu ráða ritstjóra að blaðinu í samráði við Alþýðuflokkinn og flokkurinn getur tekið blaðið til sín aftur að samningstímanum liðnum en líkumar á að svo verði era sára- litlar. Þjóðviljinn varð fyrsta dagblaðið, gefíð út af stjómmálaflokki, sem hætti útkomu. Framsóknarflokkurinn gafst upp á útgáfu Tímans og Alþýðuflokkurinn hefur nú tek- ið ákvörðun, sem kannski má segja að hafi blasað við í nokkum tíma að yrði tek- in með einum eða Öðram hætti. Yfirráð stjómmálaflokka yfir dagblöðum eða áhrif þeirra á ritstjómarstefnu blaða mótuðust af ákveðnum aðstæðum í þjóðfélagi okkar fyrir og um miðja öldina en það hefur leg- ið ljóst fyrir í nokkra áratugi, að það fyrir- komulag heyrði til liðinni tíð. Með því er engan veginn gert lítið úr þætti stjómmálaflokkanna í útgáfu dag- blaða. Þvert á móti er það merkilegur kapítuli í dagblaðaútgáfu, þegar litið er yfir öldina alla og atbeini stjómmálaflokk- anna tryggði, að um skeið var blaðaútgáfa mjög lífleg og auðvitað helzti vettvangur umræðna og skoðanaskipta í landinu. Segja má, að allan þann tíma, sem hér vora gefin út ýmist 5 eða 6 dagblöð, hafí raunveralegur íjárhagsgrandvöllur ein- ungis verið fyrir útgáfu tveggja. Stjóm- málaflokkamir tryggðu útgáfu hinna blað- anna með §árframlögum á einn eða annan veg. Með sameiningu Tímans og Dags í Dag-Tímann er Fijáls fjölmiðlun hf. að gera tilraun til þess að skapa hér rekstrar- skilyrði fyrir útgáfu þriggja dagblaða. Ekkert liggur fyrir um, hver staða útgáfu Alþýðublaðsins verður í því samhengi. Það væri hins vegar ánægjuleg þróun, ef þessi tilraun tækist. Þeir sem standa að útgáfu dagblaða hafa ekki áhuga á, að þeim fækki. Þvert á móti er æskilegt að sam- keppni aukist á dagblaðamarkaðnum. Ekki er ólíklegt að einhveijir spyiji, hvort útgáfa dagblaða sé þar með komin á of fáar hendur. Slíkar spumingar era skiljanlegar. Með samningi Fijálsrar Qöl- miðlunar hf. um útgáfu Alþýðublaðsins er útgáfa þriggja dagblaða, sem áður vora fjögur, nú á einni hendi og einungis tveir aðilar standa að dagblaðaútgáfu hér. Þar að auki era gefin út tvö vikublöð, sem fjalla um þjóðfélagsmál, þ.e. Helgarpósturinn og Vikublaðið, en Álþýðubandalagið stend- ur að útgáfu þess síðamefnda og Þjóðvaka- blaðið kemur út við og við. Útgáfa viku- blaða, sem fjalla um þjóðfélagsmál, á sér langa sögu og má í því sambandi nefna útgáfu Fijálsrar þjóðar og síðar Nýs lands, sem um skeið vora myndarlega út gefin blöð. Tvennt ræður úrslitum um, hvemig meta ber þessa þróun. í fyrsta lagi, hvort sjálfstæði ritstjórna viðkomandi dagblaða sé tryggt. í öðra lagi hvort reynslan verð- ur sú, að þau verði opin fyrir mismunandi sjónarmiðum innan þeirra eðlilegu tak- marka, sem meiðyrðalöggjöfin setur. Það er ekki hægt að líta á dagblaða- markaðinn einan út af fyrir sig heldur verður að líta á fjölmiðlamarkaðinn í heild, þ.e. bæði dagblöð, vikublöð, útvarpsstöðv- ar og sjónvarpsstöðvar. Ljóst er að sam- keppni um lesendur, hlustendur, áhorfend- ur og auglýsendur er gífurlega hörð á þessum markaði. Sú harða samkeppni á að tryggja, að hvorki þeir sem vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða auglýs- endur þurfí að sæta afarkostum vegna þess hve eignaraðildin er komin á fáar hendur. En á þessum markaði eins og öðram er það viðskiptavinanna að tryggja það aðhald sem öllum er nauðsynlegt, líka fjölmiðlum. Hin rekstrarlega hagkvæmni þess að nýta húsbúnað og tæki á þann veg, sem Fijáls fjölmiðlun hf. er að gera, er augljós alveg með sama hætti og samningur Ár- vakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, og Fijálsrar fjölmiðlunar hf. um prentun DV í prentvél Árvakurs hf. er báðum fyrir- tækjum hagkvæm. Inn í þessa mynd á fjölmiðlamarkaðnum koma svo auðvitað kaup íslenzka útvarps- félagsins hf. fyrir tveimur áram á 35% hlut í Frjálsri fjölmiðlun hf. og aðild Árvak- urs hf. að Stöð 3. Áhrif þeirrar þróunar eru hins vegar tæpast komin í ljós enn. Víða um lönd gilda ákveðnar og stundum strangar reglur um aðild blaðaútgáfufyrir- tækja að sjónvarpsrekstri og sjónvarps- stöðva að blaðaútgáfu. Kröfur um slíkt hafa ekki komið fram hér en hitt fer ekki á milli mála, að ábyrgð þeirra, sem standa að þessum fjölmiðlum öllum, er mikil og vandmeðfarin. í þessu sambandi er auðvitað ástæða til að benda á, að hver og einn getur stofn- að dagblað, ef fjármagn er fyrir hendi, en það á ekki við um sjónvarpsrekstur vegna þess, að sjónvarpsrásir era takmörkuð auðlind, sem Morgunblaðið telur að greiða eigi fyrir. Hagkvæm fiskveiði- stjórnun REYKJAVIKURBREF Laugardagur 8. febrúar ÞAÐ ER TIL FYR- irmyndar, að einn helzti útgerðar- maður landsins, Sigurður Einarsson í Vestmannaeyjum, skuli blanda sér í þær umræður, sem hér hafa staðið um langt skeið um fískveiði- stjómun á þann veg, sem hann gerir í grein í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Yfirleitt hafa útgerðarmenn látið hina kjörnu talsmenn sína um málflutning af þeirra hálfu en það er óneitanlega ánægju- leg tilbreyting, að einn úr hópi þeirra, sem standa sjálfir í eldinum í rekstri útgerðar- fyrirtækja, kveðji sér hljóðs. í grein sinni segir Sigurður Einarsson: „Það hlýtur að vera markmið við stjómun fískveiða íslendinga að hafa sem hag- kvæmast fiskveiðistjómunarkerfi. Það er staðreynd, að heildarskuldir íslenzks sjáv- arútvegs era yfir 100 milljarðar og við eram í harðri samkeppni við sjávarútveg nágrannalandanna, sem er veralega ríkis- styrktur. Við höfum sennilega fundið kerfí, sem er mjög hagkvæmt, þótt ekki sé það gallalaust." Undir þau orð greinarhöfundar má vissulega taka, að markmiðið hlýtur að vera að reka fiskveiðamar með sem hagkvæmustum hætti. Síðan víkur Sigurður Einarsson sérstak- lega að þeirri gagnrýni, sem höfð hefur verið uppi á kvótakerfið og segir: „Það sem hefur sætt einna mestri gagnrýni í kvóta- kerfinu er framsal aflaheimilda innan árs- ins og sérstaklega að það skuli geta kom- ið greiðsla fyrir þær. Við framsal aflaheim- ilda gegn greiðslu líta menn nær alltaf á þann, sem er að leigja frá sér. Það gleym- ist oft að líta á þann, sem er að leigja til sín, en hann getur haft hag af því að leigja til sín veiðiheimildir. Þetta era frjáls við- skipti og það er enginn neyddur til að leigja til sín veiðiheimildir, sem hann sér sér ekki hag í að veiða með einhveijum hætti. Umræðan er líka þannig, að þessi við- skipti séu svo umfangsmikil, að það er eins og sjávarútvegurinn snúist ekki um annað. Sannleikurinn er annar. Leiguvið- skipti, þar sem fégreiðsla kemur fyrir, eru lítil. Kvótaviðskipti era meira þannig, að útgerðarmenn skiptast á heimildum eða flytja til innan sama fyrirtækis. Með frekari takmörkunum á framsali innan ársins tel ég að veralega yrði dreg- ið úr hagkvæmni kvótakerfisins. Með framsali innan ársins leitast menn við að hagræða þannig í rekstrinum, að þeir geri betur út. Það dregur úr líkum á því, að menn þurfí að henda fiski eða stöðva út- gerð, ef þeir geta orðið sér úti um tegund- ir, sem þá vantar. Þegar úthlutað var kvóta VIÐ ÞORLÁKSHÖFN Morgunblaðið/RAX úr norsk-íslenzka síldarstofninum var framsal ekki leyft og það ásamt öðra leiddi til þess að ekki tókst að veiða úthlutaðan kvóta. Mörgum finnst eðlilegt að hægt sé að framselja milli skipa fyrirtækis innan ársins en þá er rétt að spurt sé hvers þeir eigi að gjalda sem eiga aðeins einn bát.“ Gagnrýnin á kvótakerfið hefur verið margvísleg. Brottkast físks hefur verið mikið áhyggjuefni eins og allir vita og er sérstakur þáttur þessara umræðna. Það era líka margar hliðar á framsali aflaheim- ilda. Sigurður Einarsson lýsir beztu kost- um þess vel. En hann kýs að horfa alveg fram hjá öðram þáttum þess, sem fólkið í landinu hefur hins vegar staldrað við, þ.e. þegar ókeypis úthlutun aflaheimilda verður til þess, að skyndilega verða til gífurleg verðmæti hjá þeim, sem úthlutað er til og sá hinn sami selur svo fyrir tugi milljóna, hundrað milljóna eða jafnvel milljarða. Þetta er veraleiki, sem leitt hef- ur af kvótakerfinu, sem hvorki hann né aðrir útgerðarmenn geta litið fram hjá. í grandvallaratriðum hafa bæði Morg- unblaðið og ýmsir aðrir talsmenn veiði- leyfagjalds sagt sem svo: Við eram ekki að deila á skipulag fiskveiðanna, sem slíkt. Auðvitað á það að vera mál útgerðar- manna að skipuleggja veiðamar og rekstur útgerðanna þannig að sem mestri hag- kvæmni verði náð. Það skilar sér með ýmsum hætti í þjóðarbúskapinn. Fiskimiðin era hins vegar, takmörkuð auðlind, sem þjóðin öll á. Það er óeðlilegt með öllu, að úthluta ákveðnum hópi manna rétti til að nýta þessa auðlind án þess að nokkur greiðsla komi fyrir en þeir geti síðan stundað viðskipti með þennan rétt sín í milli. Ef greiðsla kemur fyrir hinn upphaflega rétt til að nýta fiskimiðin kemur engum við á hvem hátt útgerðarmenn nota þann rétt, hvort þeir selja hann, skipta sín á milli á tegundum eða stunda viðskipti með hann á hvem þann hátt, sem þeim er hag- kvæmur. f þessu felst svo dæmi sé tekið af loðnuveiðum, sem nú standa yfir, að útgerðarmaður, sem fær úthlutað loðnu- kvóta, greiði fyrir þær aflaheimildir ákveð- ið gjald. Þegar það hefur verið greitt get- ur enginn gagnrýnt hann fyrir að nýta þann rétt á þann veg, sem honum er hag- kvæmastur. Það fer svo eftir aðstæðum hvers konar nýting á þessum rétti skilar honum beztum hagnaði. Það getur verið mismunandi á milli ára. í grein sinni segir Sigurður Einarsson: „Mér fínnst að margir þeirra, sem gagn- rýna kvótakerfið, hafi ekki á takteinum neinar nothæfar tillögur.“ Sú grundvallar- hugmynd, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, kallar auðvitað á frekari út- færslu. En er ekki eðlilegt að kanna fyrst hvort menn geti orðið sammála um þetta mál í grundvallaratriðum og setjast svo niður til að semja um útfærsluna? Útgerðarmenn borga í dag stórfé fyrir veiðiheimildir. Engu að síður telja þeir sér hag í að kaupa þær og nýta. Hér er ekki rætt um annað en að hluti þessara fjár- muna gangi til fólksins í landinu, sem á þennan rétt. Þessi greiðsla til réttra aðila er þess vegna ekki íþyngjandi skattur held- ur einfaldasta lausnin til þess að skapa útgerðarmönnum frelsi með réttlæti. Sigurður Einarsson segir einnig í grein sinni: „Miklu máli skiptir að hafa stöðug- leika við stjórn fiskveiða ... Einhveijum þætti eflaust nóg að þurfa að lifa í þeirri óvissu, sem tíðarfar, aflabrögð, markaðs- ástand, gengismál og vaxtastig skapa, þótt ekki bætist við duttlungar stjórnvalda á hveijum tíma. Stjórnendur í sjávarút- vegi geta ekki tekið markvissar ákvarðan- ir, því það er aldrei að vita, hvort kerfið, sem gildir í dag, heldur velli á morgun eður ei.“ Þetta er rétt. Og þeim mun meiri ástæða er þá fyrir útgerðarmenn að ganga til samninga um greiðslur fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina í stað þess að halda fast við þá ósveigjanlegu stefnu, sem einkennt hefur hina opinberu afstöðu þeirra til þessa. Þjóðarat- kvæði? ÞESSAR UMRÆÐ- ur hafa staðið allan þennan áratug og það er auðvitað að verða tímabært að komast að niðurstöðu. Ef samningaleiðin gengur ekki liggur beint við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Hér er um svo stórt mál að ræða, að þjóðaratkvæði er réttlætanlegt. Löggjöfin liggur fyrir. Þar er skýrt kveðið á um eign- arrétt þjóðarinnar til auðlindarinnar. Skoð- anir era hins vegar skiptar um, hvernig beri að tryggja þjóðinni arð af þessari eign. Enginn getur fullyrt neitt um það, hver úrslit slíkrar atkvæðagreiðslu yrðu. í að- draganda hennar yrðu miklar umræður um land allt og rökin með og á móti mundu skýrast. Kostir þjóðaratkvæðagreiðslu era þeir, að fást mundi niðurstaða, sem allir aðilar yrðu að hlíta. Þjóðaratkvæði mundi líka leysa vanda stjórnmálaflokkanna, sem er sá, að innan þeirra eru skoðanir mjög skiptar ekki síður en í þjóðfélaginu ölíu. Ef ekki er hægt að ná samningum um málið sjálft er æskilegt að samkomulag takist um að þjóðin sjálf skeri úr um þetta mikla ágreiningsmál. Hennar dómi yrðu allir að lúta. „Tvennt ræður úrslitum um, hvernig meta ber þessa þróun. í fyrsta lagi, hvort sjálfstæði rit- stjórna viðkom- andi dagblaða sé tryggt. I öðru lagi hvort reynslan verður sú, að þau verði opin fyrir mismunandi sjón- armiðum innan þeirra eðlilegu takmarka, sem meiðyrðalöggjöf- in setur.“ 4> -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.