Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ 1 Við megum því vel við una að vera í vexti, á sama tíma og textíliðnaður á mjög undir högg að sækja. rekstrinum frá gjaldþroti á meðan leitað var til þrautar eftir kaup- anda. Við keyptum því reksturinn 14. október 1991 og um líkt leyti var gengið frá kaupum á öllum vélum og tækjum. Húsnæðið leigð- um við hjá Framkvæmdasjóði, en árið 1995 var gengið frá kaup- samningi um það.“ Gamla góða lopapeysan Voruð þið ekki að taka voðalega áhættu? „Við fórum út í þetta á allt öðrum forsendum en verið höfðu. Við drógum úr umsvifum, fækkuð- um fólki og völdum úr þá markaði þar sem bestu verðin var að hafa, en það voru vestrænu löndin sem ég nefndi áðan svo og innanlands- markaðurinn. Við héldum okkur við svipaða framleiðslu, en breytt- um áherslum í markaðsmálum, t.d. með því að leggja meiri áherslu á handpijónaband og lopa og gefa hugmyndir með viðamikilli útgáfu á uppskriftum á handpijónapeys- um. Til að vera fijóir á því sviði efndum við til hönnunarsam- keppna og treystum samvinnu við Védísi Jónsdóttur fatahönnuð sem hefur raunar gert útslagið með umsnúninginn hjá okkur. Við- skiptavinirnir eru einfaldlega stór- hrifnir af hönnun Védísar.“ Geturðu nefnt dæmi um „um- snúninginn“? Já, ég er með tölur haldbærar um það. Lítum aftur til 1992, sem telst fyrsta heila árið sem við störf- uðum að endurreisn þessa iðnað- ar. Þá var fyrirtækið með 273 milljóna króna heildartekjur. Þá voru 63 starfsmenn hjá okkur. Árið 1995 voru heildartekjumar með sama starfsmannafjölda 345 milljónir og má af því sjá að bæði framleiðslan og framleiðnin hafa aukist verulega. 1996 voru tekj- umar komnar í 378 milljónir. Áætlanir okkar og útreikningar fyrir 1997 benda til að tekjumar aukist enn, verði 405 milljónir. Starfsmenn em nú orðnir 69 og enn verðum við að bæta við.“ Þú nefndir hönnunarsamkeppn- ir. Er þetta endalaus eltingaleikur við tískusveiflur? „Það hefur nú gengið á ýmsu í þeim efnum og á ámm áður var það talið nauðsynlegt og margar tískulínur úr íslenskum lopa litu dagsins ljós. Þessar uppákomur hafa eflaust hjálpað til að bæta ímyndina, en tískusveiflur virðast ekki eiga hér við, utan að nauðsyn- legt er að þróa jafnóðum nýja og betri hönnun. Þegar upp er staðið, þá er það gamla góða lopapeysan sem stendur upp úr. Hún er klass- ísk vara og vel þekkt. Og hún virð- ist slá í gegn. En það má auðvitað alltaf leika sér svolítið með út- færslu á mynstri og litasamsetn- ing hennar. Sem dæmi get ég nefnt að í gegnum umboðsmenn okkar er- lendis, einkum þó í Kanada og Bandaríkjunum, höfum við dreift uppskriftabók með lopapeysum. Síðan árið 1994, er bókin kom út, hafa selst 40.000 eintök.“ Þú nefndir umboðsmenn? „Já, við erum með þétt net umboðsmanna sem sjá um dreif- ingu og sölu með því að heim- sækja allar litlu pijónaverslanim- ar. Við emm allt of langt frá markaðssvæðinu til að hafa áhrif, en stöndum okkar pligt með því að bjóða upp á góða hönnun, góða þjónustu og vandaða vöru. Um- boðsmenn okkar em hæstánægðir, enda eru viðskiptin vaxandi jafnt og þétt. Við megum því vel við una að vera í vexti, á sama tíma og textíliðnaður á mjög undir högg ALVEGAÐNÁ TAKMARKINU Eftir Guðmund Guðjónsson Fremur lítið hefur farið fyr- ir umfjöllun um ullariðnað í landinu síðustu árin og viðbúið að allur þorri al- mennings álíti hann fremur hæpin viðskipti. Og skyldi engan undra, því það em ekki mörg ár síðan ullariðnaðurinn hreinlega hrandi eins og spilaborg og bar hæst áber- andi og stór gjaldþrot helstu fyrir- tækja í eldlínunni. Einna mest fór fyrir gjaldþroti Álafoss, sem þá var reyndar sameinaður Iðnaðardeild SIS. Ekki verður það rakið nánar, utan að Guðjón lýsir hér á eftir hvað það var helst sem kippti fót- unum undan ullariðnaðinum um árið. Fyrst kynnum við forstjórann örlítið betur. Hann er fæddur í Reykjavík, vesturbænum, 8. júlí 1952, bjó þar fyrstu tvö æviárin í „Kamp Knox“ þar sem faðir hans innréttaði hluta af gömlum bragga. Guðjón fluttist síðan tveggja ára í Framhverfín, „náði ekki að verða KR-ingur,“ segir hann. Guðjón fór menntaveg- inn og eftir gagnfræðapróf skráði hann sig í Vélskóla Islands og hefur með námi þaðan full réttindi sem vélfræðingur. Einnig tók hann sveinspróf í vélvirkjun. Á þessum ámm var hann vélstjóri til sjós, nánar tiltekið á Vigra. „Hugurínn stefndi í véltækni- fræði, en árið 1975 auglýsti Ála- foss eftir einstaklingum sem vildu leggja fyrir sig nám í textíltækni- fræði. Þar sem um geysilega vélv- æddan iðnað er að ræða þótti mér það álitlegt, sótti um og fékk. Álafoss studdi mig og fjölskyldu mína síðan vel í íjögurra ára nám í Mönchengladbach í Þýskalandi. Heim kom ég úr náminu árið 1980 og tók þá við verksmiðjustjórn í spunaverksmiðjunni á Álafossi.“ Uppgangstímar og svo ... Það vom miklir uppgangstímar á þessum ámm og höfðu verið frá VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Guðjón Kristinsson kom til starfa hjá Álafossi sáluga árið 1975 og er nú forstjóri ístex, sem var reist á rústum Alafoss í október 1991. Framleiðslan er hin sama, en með nokkrum nýjum áherslum ogformerkjum. En gagnstætt því sem ein- kenndi síðustu ár Álafoss, hafa síðustu árin verið góð hjá Istex, síðasta ár það besta og útreikningar og áætlanir benda til að nýja árið verði enn betra. Þetta þykir koma á einkar skemmtilegum tímamótum, því í fyrra var ein öld síðan ullar- iðnaður í Mosfellssveit var settur á laggirnar. X"T , Morgunblaðið/Árni Sæberg Ur spunaverksmiojunm. því um 1970 að sögn Guðjóns. Hann kom því inn í gott umhverfi. Fyrirtækið framleiddi peysur, værðarvoðir og handpijónaband og flutti mikið út til norðurríkja Bandarílcjanna, Kanada, Norður Evrópu, Rússlands og Japan. En skjótt skipast veður í lofti og aðeins fjórum ámm síðar var tekið að halla vemlega undan fæti. Reynt var að klóra í bakkann með sameiningu Álafoss og Iðnað- ardeildar Sambandsins. Eftir þá sameiningu sá Guðjón um sölumál auk þess sem hann freistaði þess að rétta við rekstur ullarþvotta- stöðvarinnar í Hveragerði. Ýtmstu tilraunir stjómenda fyr- irtækisins gátu ekki bjargað því og árið 1991 var Álafoss lýst gjaldþrota. Hvað olli svo skyndi- legum umsnúningi um árið? „Það voru samverkandi þættir. Samkeppni frá mörgum fyrirtækj- um sem vom með ódýrar eftirlík- ingar af vörum okkar stóijókst. Þá var þróun létts hlífðar- og skjól- fatnaðar ör og tók sinn toll. Þá var versnandi viðskiptaumhverfí. Raunar má segja að gmndvöllur iðnaðarins í heild hafi brugðist vegna gengismála og fleiri þátta. 1983 hafði verið hámarksárið okk- ar í sölu. Fyrirtækin hér fjárfestu gríðarlega á meðan velgengnin varði og stóðu síðan ekki undir þeim er skyndilegur samdráttur varð í þjóðfélaginu.“ En þessu var ekki þar með lokið? „Nei, þarna var mikill og full- kominn tækjakostur, hráefni og stór hópur af reyndu og lærðu starfsfólki. Haukur Halldórsson þáverandi bændaleiðtogi og er- lendir viðskiptavinir höfðu sam- band við mig og hvöttu til að leit- að yrði leiða til að halda starfsemi ullarþvottastöðvarinnar og spuna- verksmiðjunnar áfram í einhverri mynd. Þessar þreifíngar urðu til þess að ég ræddi við jnjá menn sem unnið höfðu hjá Álafossi og spurði þá hvort þeir væm reiðu- búnir að leggja hlutafé í nýtt fyrir- tæki í ullariðnaði.“ Varla hefur það verið auðsótt? „Þeir héldu að ég væri bijálað- ur, en ég var búinn að kanna málið ofan í kjölinn. Ég þekkti alla markaðina, bæði fyrir ullar- bandið og þvottastöðina og stillti upp rekstraráætlun. Eftir að hafa skoðað málið vandlega slógu þess- ir félagar mínir til og við lögðum allir jafnan hlut í nýtt hlutafélag. Það var samt ekkert auðhlaupið að þessu. Þetta var stórt gjaldþrot og hús og vélar vom veðsett hjá ýmsum sjóðum og bönkum. Lands- bankinn hafði hins vegar haldið 1 I l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.